Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.2013, Blaðsíða 30
„Ég fíla
ekki klám“
30 1.–3. febrúar 2013 Helgarblað
m e n n i n g @ d v . i s | d v . i s / m e n n i n g
„Þetta er
kvikmynd um þig“
„Í m Talking About You“
Geir Ólafs
Life of Pi
Ang Lee
„Ærleg plata
ærlegs listamanns“
„Mér finnst
mjög mikið
af skólagöngu minni
hafa verið tímasóun.
T
anja hittir blaðamann á
kaffihúsi í miðborginni
snemma morguns. Hún er
róleg í fasi og býður af sér
góðan þokka. Fær sér kakó-
bolla og segist vera að mæla út úr-
valið í borginni af heitu súkkulaði.
„Heita súkkulaðið hjá Litla Bónda-
bænum á Laugaveginum er enn í
efsta sæti, segir hún um súkkulaði-
kannanir sínar.
Hún er í leyfi frá námi og helg-
ar tíma sínum fjögurra ára syni.
Það hefur verið feikilega mikið
annríki hjá Tönju undanfarið. Síð-
asta vor var hún í tökum á XL þar
sem hún fór með hlutverk Önnu,
dóttur áfengissjúks þingmanns
með allt niðri um sig. Um haustið
tók svo strax við annað verkefni, í
fræðslumyndinni Fáðu já! þar sem
ungmenni eru frædd um mörkin á
milli kynlífs og ofbeldis. Meðfram
leiklistinni starfar hún með Sirkus
Íslands og tók meðal annars þátt
í sýningunni Skinnsemi sem var á
erótískum nótum.
Í leyfi fyrir soninn
„Ég ákvað um áramótin að taka mér
pásu frá skólanum og núllstilla mig
svolítið upp á nýtt, safna orku, vera
með stráknum mínum. Ég finn að
hann hefur gott af því. Það hefur
verið svolítið leiðinlegt fyrir hann að
eiga mömmu sem hefur verið svona
mikið upptekin,“ segir hún og brosir.
Tanja hefur lokið þremur önn-
um af fjórum í leiklistarnámi sínu
og segist auðmjúk gagnvart þeim
tækifærum sem hún hefur fengið á
stuttum tíma.
„XL var tekin upp á aðeins 18
dögum. Það er mikið afrek og ég
dáist að þeim sem voru allan tím-
ann á settinu. Ég var bara þarna í
nokkra daga. En það voru þéttir og
vel skipulagðir dagar. Leikstjórinn
Marteinn Þórsson kennir í Kvik-
myndaskólanum og kom auga á mig
á fundi í skólastarfinu. hann bað mig
um að senda sér upplýsingar um mig
og gaf mér þetta tækifæri. Hlutverkið
í Fáðu já! fékk ég eftir að hafa verið
boðuð í áheyrnarprufur. Mér finnst
ég svo heppin, ég er svo auðmjúk
gagnvart þessu því þetta er alls ekki
sjálfgefið.“
Talaði í fyrsta sinn um kynlíf
Myndinni Fáðu já! er leikstýrt af
Páli Óskari Hjálmtýssyni og er hluti
verkefnis sem innanríkisráðu-
neytið, mennta- og menningarmála-
ráðuneytið og velferðarráðuneytið
standa að um kynferðislegt of-
beldi gagnvart börnum. Myndinni
er ætlað að verða vitundarvakning
og markmiðið er að fræða börn og
starfsfólk grunnskóla um eðli og af-
leiðingar kynferðislegs ofbeldis og
að allir skólar séu í stakk búnir til að
bregðast við ef börn sýna þess merki
að hafa orðið fyrir ofbeldi.
„Þetta snýst um það að upp-
lýsa fólk um mörkin á milli kyn-
lífs og ofbeldis, segir Tanja. „Mér
finnst það þörf umræða. Alvöru um-
ræða um kynlíf er ennþá svo mik-
ið feimnismál. Ungt fólk á ekki í
vandræðum með að segja groddara-
lega sögur eða deila persónulegri
reynslu en það á erfiðara með að
ræða af alvöru um kynlíf.“
Hún segist sjálf hafa átt einlægt
spjall um kynlíf í fyrsta sinn eftir að
hafa kynnst verkefninu. „Ég átti sjálf
í fyrsta sinn gott spjall um kynlíf við
vinkonu mína um daginn, auðvitað
hef ég talað eitthvað um kynlíf. En
nú gerði ég það að á opinskáan hátt.
Talaði um fegurðina, hvað mér finnst
gott. Ég velti því fyrir mér, ef maður
veit ekki hvað manni finnst gott,
hvernig á maður þá að deila því?“
Kynlíf er ekki háalvarlegt
Tanja segist halda að ungmenni þurfi
að vita meira um raunverulegt kyn-
líf og læra að bera virðingu hvert fyrir
öðru.
„Þegar það er búið að stilla upp
mynd af kynlífi, til dæmis í kvik-
myndum þá lítur út fyrir að það
ríki fullkomið flæði. Allir vita hvað
hinum finnst gott. Allt er voða-
lega rómantískt og alvarlegt. Það er
vel hægt að finna svona svona kyn-
líf, sem er mjög fallegt, en ekki í
fyrstu tilraun. Kynlífi fylgir ábyrgð
en það þarf samt ekki að vera svona
alvarlegt. Það er gaman að geta brot-
ið það upp og talað um hlutina. Þetta
þarf fólk að vita. Það þarf að vita að
það er í lagi að prófa sig áfram.
Svo er náttúrlega mikilvægt að
kenna fólki að setja mörk. Ég held að
það sé líka mjög algengt að fólk beri
ekki mjög mikla virðingu hvert fyrir
öðru. Bara almennt og hvað þá í kyn-
lífi. Það þarf að byrja frá grunni og
virða manneskjuna sem maður er að
tala við og sem maður er kannski að
fara að stunda kynlíf með.
Það er svo mikilvægt að kanna
mörk og að tala um mörk og að vera
ekki að að æða yfir þau og segja svo
bara: Úps, fyrirgefðu.
Í mínum augum, ef maður gerir
það, án þess að tala við manneskjuna
þá er maður alltaf að taka áhættuna
á að þetta sé nauðgun.“
Farið yfir mörkin
Sjálf hefur Tanja lent í því að farið
hefur verið yfir hennar mörk. „Skil-
greiningin er náttúrlega sú að ef
maður gerir eitthvað gegn vilja
manneskjunnar, þá er það nauðgun.
Ef maður er ekki viss, þá er maður
að taka þessa áhættu og mér finnst
það ekki vera rétt. Ef maður er ekki
tilbúinn að tala um kynlíf og spyrja
um mörk þá er maður ekki tilbúinn
að stunda kynlíf.
Ég hef alveg lent í því að fólk fer
yfir mörkin mín og það er vond til-
finning. Þá þarf maður að meta
hversu alvarlegt það er og hvað mað-
ur gerir í því.
Ég held að nú verði mjög mik-
il vitundarvakning. Mér finnst al-
veg frábært hjá þeim sem standa
að verkefninu að finnast þessi vit-
undarvakning nauðsynleg. Ég óska
mér, eins og Páll Óskar orðaði svo
vel, að það verði heil kynslóð af börn-
um sem sleppa við þennan sársauka
sem fylgir kynferðisofbeldi. Að fólk
þurfi ekki að upplifa þetta því kyn-
líf á að vera unaðsleg og góð reynsla.
Auðvitað misgóð af því fólk þarf að
prófa sig áfram. En þetta á ekki að
vera niðurlægjandi eða feimnismál
eða eitthvað sem maður skammast
sín fyrir. Skalinn á kynhegðun mann-
verunnar er stór, það er allt til. Þetta
er alltaf spurning um samþykki.
Hvort það er alvöru samþykki til
staðar. Barn getur að sjálfsögðu ekki
veitt samþykki. Aldrei. Börn vita ekki
og geta ekki samþykkt.“
Sterkar konur á Íslandi
Tanja er alin upp í Lúxemborg. Finn-
ur hún fyrir menningarmun hvað
varðar kynfrelsi?
„Já, segir Tanja og vísar í sjálf-
stæði og kraft íslenskra kvenna.
„Mjög mikinn. Fólk er miklu meðvit-
aðra hér, konur eru meira á vinnu-
markaðnum að gera flotta hluti. Við
erum með sterkar konur, við erum
víkingar og víkingakonurnar höfðu
stórt hlutverk í okkar samfélagi. Við
höfum alltaf unnið. höfum alveg
jafnmikilvæg hlutverk og karlar. Nú
finnst mér hugtökin um karlastarf og
kvennastarf vera að fjara hægt og ró-
lega út.
Á sama tíma finnst mér mikil fyr-
irlitning í samfélaginu gagnvart kon-
um. Bæði frá körlum og konum. Mér
finnst svo leiðinlegt að verða vitni
að slíku. Mér finnst ekki rétt að al-
hæfa um konur eða karla. Það er svo
svart hvítt og heimurinn er ekki svart
hvítur.“
Lífið er klámvæddur skets
Hún hefur þó orðið vör við klám-
væðinguna. Hér sem annars stað-
ar. „Það er sumt sem maður stendur
sjálfan sig að því að hugsa og verð-
ur steinhissa yfir sjálfum sér. Bara vó!
Af hverju finnst mér þetta? Svo renn-
ur það upp fyrir manni að já, það er
þessi blessaða klámvæðing! Mað-
ur hefur margar fyrirframmótað-
ar hugmyndir um hvernig maður á
Hún er nýstirni á hvíta tjaldinu. Tanja Ómarsdóttir
leikur eitt aðalhlutverkanna í XL og nýrri fræðslu-
mynd um kynlíf og ofbeldi, Fáðu já! Kristjana
Guðbrandsdóttir settist niður með Tönju sem
hefur, þrátt fyrir ungan aldur, farið sínar eigin leiðir í
lífinu. Fyrir utan leiklistina starfar hún í sirkus, vinnur
sem heilari, sinnir fjögurra ára syni og hefur sterkar
skoðanir á kynlífi og klámi. Sjálf þekkir hún stráka
sem hafa ánetjast klámi svo mikið að þeir gátu ekki
fengið fullnægingu nema við visst áreiti.
Kristjana Guðbrandsdóttir
kristjana@dv.is
Viðtal
Sirkuslistakona í
hjáverkum Tanja starfar
með Sirkus Íslands og er
vægast sagt mjög liðug.
Fyrsta stóra hlutverkið Í XL fór Tanja með hlutverk Önnu, dóttur áfengissjúks þingmanns.