Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.2013, Blaðsíða 43

Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.2013, Blaðsíða 43
Fólk 43Helgarblað 1.–3. febrúar 2013 Betri apótekin og Lifandi markaður www.sologheilsa.is www.birkiaska.is Bodyflex Strong vinnur gegn stirðleika og verkjum í liðamótum og styrkir heilbrigði burðarvefja líkamans. 2 hylki tvisvar á dag í tíu daga. Síðan er hægt að minnka skammt í 2 hylki á dag. Inniheldur hvorki laktósa, ger, glúten né sætuefni. Bodyflex Strong www.birkiaska.is Minnistöflur Bætir skammtímaminnið. Nýtist fólki sem er undir álagi og fæst við flókin verkefni. Hentar vel fyrir eldri borgara, lesblinda og nemendur í prófum. Dregur úr streitu, eykur ró og bætir skap. www.birkiaska.is Birkilauf (Betulic) hefur góð áhrif á bæði vökvajafnvægi líkamans og húð, örvar starfsemi nýrna og þvagfæra. Hraðar efnaskiptum og losar vatn úr líkamanum, dregur úr bólgum og afeitrar líkamann (detox). Birkilaufstöflur Vildu ekki sjá lohan n Er á svörtum lista hjá tveimur hótelum V andræðagemlingur- inn Lindsay Lohan fékk ekki inni á tveimur hót- elum í Los Angeles á miðvikudaginn var. Leikkonan var nýkomin til L.A. þar sem hún þarf að mæta fyrir dómara og reyndi að skrá sig inn á Shutters Hotel og Loews Hotel en starfsfólkið þar vildi ekki sjá hana. Ástæðan ku vera sú að árið 2007 rústuðu hún og þáver- andi kærasti hennar hótelher- bergi á Shutters og annað slíkt at- vik á hafa tekið sér stað á Loews. Lohan átti að koma fyrir dóm- ara á miðvikudaginn vegna brota á skilorði en nokkrum dögum áður hafði hún sagt að hún gæti ekki ferðast vegna veikinda. Nýr lögfræðingur hennar hafði lagt fram læknisvottorð þess efnis að leikkonan væri með öndunar- færasýkingu og mætti því ekki ferðast. Hún ákvað þó að fljúga til L.A. á miðvikudagsmorgun og lenti þá í fyrrgreindum vandræð- um með að fá hótelherbergi. Lohan kemst iðulega í kast við lögin og á þar langa og flókna sögu. Hún hefur verið tekin fyr- ir ölvunarakstur, fyrir að stela skartgripum og í september síð- astliðnum á hún að hafa ekið á gangandi vegfaranda á Man- hattan. Lohan Kemur sér sífellt í vandræði. R aunveruleikastjarnan Brandi Glanville opnar sig upp á gátt í ævisögu sinni, Drinking & Tweeting and Other Brandi Blunders. Þar segir hún með- al annars frá því að hún hafi látið lýta- lækni þrengja kynfæri sín og sent fyrr- um eiginmanninum, leikaranum Eddie Cibrian, reikninginn. Glandville er ein af stjörnunum í The Real Housewives þáttaser- íunni. Hún var um árabil gift Cibrian en upp úr hjóna- bandi þeirra slitnaði þegar upp komst um framhjá- hald hans og söngkonunn- ar LeAnn Rimes en Eddie og LeAnn eru hamingju- samlega gift í dag. Í bókinni segist Glan- ville hafa stund- að ástríðufullt kynlíf með Eddie þegar þau voru gift. „Ég spurði hann oft hvort barneignir hefðu breytt kynlífinu. Hann sagði alltaf nei. Nema einu sinni,“ skrifar Gland- ville sem á tvö börn með leikaranum. Glanville og Cibrian áttu í ljótum skilnaði árið 2009 þar sem þau rifust harkalega um peninga. Nú heldur Glanville því fram að hún hafi náð fram hefndum. „Hann hringdi í mig brjálaður þegar hann fékk reikninginn frá lýtalækninum og spurði hvort ég hefði látið laga á mér nefið. Ég sagði bara já og skellti á. Mér fannst hann eiga það skilið að borga þennan reikning. Það var hann sem eyðilagði mín allra heilögustu og ætti því að borga fyrir ný.“ Vilja nebba eins og Kate S amkvæmt breskum lýta- læknum biðja æ fleiri konur um nef hertogaynjunnar af Cambridge, Kate Middleton. Blaðið Daily Mail heldur því fram að óskir um lítil og sæt nef hafi næstum þrefaldast frá árinu 2011. „Nef prinsessunnar er beint en með sætum rúnuðum broddi. Og það er í fullkomnu samræmi við restina af andlitinu,“ segir lýtalækn- irinn Maurizio Persico í viðtali við Daily Mail sem segir þá staðreynd að Kate virki ávallt hamingjusöm og full af sjálfstrausti á myndum geri það að verkum að margar konur vilji líkjast henni. Lét fyrrverandi borga n Raunveruleikastjarna opnar sig Með Eddie Leikarinn yfirgaf Brandi fyrir söngkonuna LeAnn Rimes. n Lítil, sæt nef í tísku Sætur nebbi Margar konur vilja nef sem líkist nefi prinsessunnar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.