Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.2013, Blaðsíða 21
Þetta er bara spuni
borgarstjórans
Ég er orðin
fjallkona
Sigríður Árnadóttir skráði sig í hópinn Eitt fjall á mánuði – DV
Kosningar í anda Forrest Gump
Spurningin
„Hún er frábær fyrir þjóðina en ég
veit ekki alveg með því að hlaupa
niður á hnén og fagna því, af því
það er fólk úti í Evrópu með sárt
ennið.“
Steinbjörn Logason
43 ára nemi
„Það er bara mikið fagnaðar-
efni.“
Jakob Gunnarsson
20 ára nemi
„Mér finnst þær góðar, því við
þurfum ekki að borga það sem
við þyrftum að borga ella.“
Jóhann Alexandersson
69 ára hættur að vinna
„Ég var ánægður í fyrstu en hef
þó ekki kynnt mér málið í þaula.“
Jón Áskell Þorbjarnarson
19 ára nemi
„Ég er ánægður að komandi
kynslóðir þurfi ekki að borga
brúsann.“
Viktor Már Kristjánsson
21 ára vinnur á Hamborgarabúllu Tómasar
Hvað finnst þér
um niðurstöður
Icesave?
1 Birta myndir og nöfn níðinga á íslenskri Facebook-síðu
Afbrotafræðingur segir að þetta sé ekki
rétta leiðin til að stöðva barnaníðinga.
2 Biðst afsökunar á óheppilegu orðfæri Sigurður Harðarson biðst
afsökunar á orðanotkun sinni á
íbúafundi í Grafarvogi.
3 Íslandsbanki í hart út af 74 milljónum Bankinn stefnir breska
fjárfestinum Kevin Stanford vegna
skuldar.
4 Heldur áfram eftir milljarða gjaldþrot 5,3 milljarða kröfur í bú
verktakafyrirtækisins S33 ehf.
5 Össur: „Verði þeim að góðu. Til er ég“ Utanríkisráðherra segist
vera óhræddur við vantrauststillögu á
ríkisstjórnina.
6 SMÁÍS hefur ekki borgað hugbúnað Viðskiptablaðið sagði
samtökin ekki hafa greitt af hugbúnaði
sem keyptur var af hollensku fyrirtæki.
7 Solla stirða hjálpaði Unnur Eggertsdóttir segir það heiður að fá
að syngja í undankeppni Eurovision
í Hörpu.
Mest lesið á DV.is
E
f áfram heldur sem horfir mun
Sjálfstæðisflokkurinn leiða næstu
ríkisstjórn. Og samt er næsta víst
að um tveir-þriðju hlutar þjóðar-
innar vilja alls ekki fá Sjálfsstæðisflokk-
inn aftur í stjórn. Hvað veldur?
Í fyrsta lagi má nefna þá hefð að
ganga óbundinn til kosninga. Í ná-
grannalöndum, svo sem Noregi,
mynda menn kosningabandalög fyrir
kosningar, og hafa þá kjósendur nokk-
uð skýra mynd af því hvað verið er að
kjósa. Á Íslandi eru kosningar frekar í
anda Forrest Gump, maður veit aldrei
hvað maður endar uppi með. Það má
vel ímynda sér að margir kjósendur
Samfylkingarinnar árið 2007 hafi ekki
talið sig vera að kjósa ríkisstjórn undir
forsæti Geirs Haarde, en sú varð samt
reyndin. Eitthvað svipað gæti orðið
uppi á teningnum nú.
Erfðasynd Steingríms
Í öðru lagi má nefna þau sögulegu
mistök að hafa tvo jafnvíga vinstri
flokka, sem þó virðast oft eiga í erfið-
leikum með að starfa saman, og nær
sú hefð allt til Alþýðuflokks og Alþýðu-
bandalags (sem áður hét annað). Þrátt
fyrir svipuð nöfn eyddu þeir gjarnan
meiri tíma í að deila hvor við annan
en að stefna að sameiginlegum mark-
miðum. Á 10. áratugnum var gerð til-
raun til að leiðrétta þessi mistök með
því að stofna sameiginlegan jafnaðar-
mannaflokk úr fjórum framboðum.
Sá sem helst lagðist gegn slíku var
Steingrímur J. Sigfússon, og fyrir þau
mistök er hann líklega að gjalda nú.
Steingrímur er sterkur leiðtogi, en
á erfitt með að eiga við eigin flokks-
menn. Steingrímur er afburðamaður,
en það hentar illa þeim sem engan má
sjá skara fram úr öðrum.Ef Steingrím-
ur hefði gengið í Samfylkinguna árið
1999 eru líkur á því að honum hefði
farnast betur þar og væri í dag ef til vill
leiðtogi flokksins, sem myndi styrkja
hann til muna. Án forystu Steingríms
hefði líklega orðið til mun minni
flokkur lengst til vinstri, sem myndi
veita nauðsynlegt aðhald en ekki
vera í aðstöðu til að sprengja ríkis-
stjórnir.
Vandræðagangur Ögmundar
Að lokum má nefna almennan
klaufagang Vinstri-grænna. Þrátt fyrir
að hafa tekið þátt í ríkisstjórn sem að
mörgu leyti hefur farnast vel við afar
erfiðar aðstæður hefur þeim tekist að
festa þá hugmynd í sessi að vinstri-
menn séu óhæfir til stjórnarsetu,
og það þó þeir séu sá eini af gömlu
flokkunum fjórum sem getur talist
alsaklaus af efnahagshruninu.
Nýjasta dæmið um þetta er vand-
ræðagangur innanríkisráðherra í
stóra klámmálinu. Ef hann hefði látið
framkvæma rannsókn á klámsíð-
um á netinu og birt niðurstöður sem
sýndu fram á að í boði séu síður sem
beinlínis hvetja fólk til kynferðis-
glæpa hefðu líklega flestir verið sam-
mála um að banna slíkar síður.
Stóra klámmálið
Í staðinn hefur honum tekist að sam-
eina stærstan hluta þjóðarinnar gegn
sér og til varnar klámi, sem hlýtur að
teljast afrek í sjálfu sér. Enda gerðu
yfirlýsingar hans að óathuguðu máli
það að verkum að auðvelt reyndist að
útmála hann sem óvin málfrelsisins
og talsmann óheftrar forræðishyggju.
Ögmundur er á margan hátt rétt-
sýnn maður, þó hann hafi stundum
rangt fyrir sér. En eins og margir fé-
lagar hans í VG verður hann að fara
að átta sig á því að starfsvettvangur
hans eru stjórnmál. Og í stjórnmálum
er ekki nóg að vera nógu viss um að
maður hafi rétt fyrir sér, maður verð-
ur líka að vinna hugmyndum sínum
fylgi. Takist flokknum þetta ekki er
hætta á að hann muni þurrkast út.
Aðsent
Valur
Gunnarsson
Kjallari
Þorvaldur
Gylfason
Umræða 21Helgarblað 1.–3. febrúar 2013
Nú er það
bara sexið
Egill Ólafsson verður sextugur 9. febrúar – DV
„Ögmundur er
á margan hátt
réttsýnn maður, þó
hann hafi stundum
rangt fyrir sér
Þ
egar þér er sagt, að þú get-
ir ekki unnið verk, sem þér
hefur verið falið og þú þykist
vita þú getir leyst af hendi, þá
leggstu ekki í rökræður um
úrtölurnar. Nei, þér dugir að sýna, að
þú getur unnið verkið. Þú lætur verk-
in tala.
Á öxlum annarra
Það gerði Stjórnlagaráð. Á okkur,
sem þar sátum, dundi, að ekki væri
hægt að koma saman nýrri stjórnar-
skrá á aðeins fjórum mánuðum. Það
var sá tími, sem Alþingi veitti okkur
til verksins. Auðvitað vissu alþingis-
menn, að bandaríska stjórnarskráin,
elzta stjórnarskrá heimsins, var samin
frá grunni á fjórum mánuðum. Ekki
virtust úrtöluskjóðurnar þó skeyta um
það og ekki heldur um hitt, að Stjórn-
lagaráð stóð á öxlum annarra og hafði
eftir því góða yfirsýn yfir sviðið. Ráð-
ið gat nýtt sér margra mánaða vinnu
stjórnlaganefndar og einnig mikla
vinnu margra stjórnarskrárnefnda
Alþingis meira en hálfa öld aftur í
tím ann auk skýrrar leiðsagnar þjóð-
fundarins 2010, sem Stjórnlagaráði
bar að taka mið af. Stjórnlagaráð naut
góðra ráða ekki aðeins af hálfu laga-
prófessoranna Bjargar Thorarensen
og Eiríks Tómassonar, svo að tveir
fræðimenn séu nefndir af mörgum,
heldur einnig forvera þeirra í Háskóla
Íslands, þar á meðal Bjarna Bene-
diktssonar, Gunnars Thoroddsen og
Ólafs Jóhannessonar.
Frumvarp Stjórnlagaráðs geym-
ir með einum eða öðrum hætti
margar skriflegar tillögur þeirra allra
og margra annarra. Látum eitt dæmi
duga. Ólafur Jóhannesson lagapró-
fessor, síðar forsætisráðherra, kallaði
stjórnmálaflokkana og hagsmuna-
samtök „ríki í ríkinu“ í merkri ritgerð í
Helgafelli 1945 og lagði til breytingar
á stjórnarskránni til að taka á vand-
anum. Frumvarpið, sem nú er rætt á
Alþingi, hlýðir kalli Ólafs Jóhannes-
sonar m.a. með því að mæla fyrir um
persónukjör við hlið listakjörs með
gamla laginu, enda kvað einnig þjóð-
fundurinn 2010 á um sama mál.
Úr því að fullyrt var, að okkur í
Stjórnlagaráði væri ókleift að vinna
verkið, sem þjóð og þing höfðu falið
okkur, þá hlutum við að einsetja okk-
ur að ljúka vönduðu verki á tilskild-
um tíma. Það tókst – meira að segja
svo vel, að við samþykktum frum-
varpið að lokinni fjögurra mánaða
vinnu einum rómi, með 25 atkvæð-
um gegn engu. En allt kom fyrir ekki.
Jafnvel eftir að við höfðum sýnt í
verki, að við gátum leyst verkefnið á
réttum tíma og á þann hátt, að margir
innlendir og erlendir sérfræðingar
hafa lokið lofsorði á frumvarpið og
tveir þriðju hlutar kjósenda lýstu
stuðningi við það í þjóðaratkvæða-
greiðslunni 20. október s.l., halda
úrtöluraddirnar áfram. Þær virðast
ekki skeyta um raunveruleikann. Þær
kjósa heldur að lifa í eigin heimi.
Vel gert, takk fyrir
Þessa dagana dynja sömu úrtölur á
Alþingi. Fullyrt var, að Alþingi hefðu
borizt svo margar athugasemdir við
frumvarpið að nýrri stjórnarskrá, að
ekki væri vinnandi vegur að ganga frá
frumvarpinu til annarrar umræðu nú í
janúar. Hvað gerði Alþingi? – þ.e. þing-
meirihlutinn að baki frumvarpinu.
Lagðist meiri hlutinn, sem er skip-
aður þingmönnum úr öllum flokk-
um á þingi nema einum, í rökræður
við úrtölukórinn? Nei. Meiri hlutinn
bretti upp ermarnar, vann verkið og
lagði fram nýja gerð frumvarpsins til
annarrar umræðu, svo sem ráðgert
hafði verið. Þetta var ekkert áhlaups-
verk, þar eð margar nefndir Alþing-
is fóru yfir frumvarpið lið fyrir lið með
tilheyrandi vitnaleiðslum og viðtölum
við sérfræðinga og aðra, þar á með-
al sérfræðinga Feneyjanefndarinnar,
sem starfar á vegum Evrópuráðsins, en
er þó enginn æðstidómstóll um stjórn-
arskrár. Dæmið gekk upp.
Ný gerð frumvarpsins, sem nú hef-
ur verið tekið til annarrar umræðu á
Alþingi, er að flestu leyti til fyrirmynd-
ar frá mínum bæjardyrum séð. Alþingi
þarf ekki síður en aðrir að fá að njóta
sannmælis: hér stóðu þingmenn vel að
verki. Látum aftur eitt dæmi duga. Nú
segir í frumvarpinu: „Eignarrétti fylgja
skyldur, svo og takmarkanir í sam-
ræmi við lög.“ Þessari málsgrein hafði
lögfræðinganefnd, sem Alþingi fól að
fara yfir frumvarp Stjórnlagaráðs, kippt
út. Alþingi bætir um betur með því að
skeyta við nýrri málsgrein úr gildandi
stjórnarskrá frá 1944: „Með lögum má
takmarka rétt erlendra aðila til að eiga
fasteignaréttindi eða hluti í atvinnu-
fyrirtæki hér á landi.“ Þessa málsgrein
hafði Stjórnlagaráð fellt út m.a. með
þeim rökum, að duga myndi að styðj-
ast við ákvæðið um, að eignarrétti
fylgja skyldur, en Alþingi vill hafa báðar
málsgreinarnar inni. Alþingi kýs axla-
bönd og belti. Ég felli mig vel við það
fyrir mína parta.
Alþingismeirihlutinn á heiður skil-
inn fyrir vel unnið verk við erfiðar að-
stæður. Megi þinginu lánast að ljúka
verkinu og ganga frá nýrri stjórnarskrá
lýðveldisins fyrir vorið í samræmi við
kall og kröfur fólksins í landinu.
Þegar verkin tala
„Ný gerð frumvarps-
ins, sem nú hefur
verið tekið til annarrar um-
ræðu á Alþingi, er að flestu
leyti til fyrirmyndar frá
mínum bæjardyrum séð.
Björn Jón Bragason gagnrýnir orð Jóns Gnarrs um íbúafund í Grafarvogi – DV.is