Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.2013, Blaðsíða 12
12 Fréttir 1.–3. febrúar 2013 Helgarblað
Lærði að þegja
n Georg Viðar reyndi ítrekað að segja frá ofbeldinu n Viðurkenningin breytti öllu
b
arni sem sagði frá svona lög-
uðu var ekki trúað, það var
þaggað niður í því. Svo þegar
ég var orðinn fullorðinn þá
komu þessar minningar aft-
ur upp. Þá er það venjulega þannig
að málið er fyrnt og ekkert hægt að
gera.“
Þetta segir Georg Viðar Björnsson
sem sagði sögu sína þegar Breiða-
víkurmálið kom upp. Þá hafði hann
margreynt að segja frá vistinni fyrir
vestan en ekki haft erindi sem erf-
iði. Greinar sem hann sendi í blöð-
in voru endursendar og viðbrögðin
voru alltaf á einn veg; fólk vildi ekki
trúa því sem hann hafði að segja
og sagði honum að þegja yfir því.
Það var ekki fyrr en DV og Kastljós
greindu ítarlega frá aðbúnaði barna
á Breiðavík og aðgerðarleysi stjórn-
valda árið 2007 að fólk varð loks til-
búið til að hlusta.
„Þú sérð það að ég er orðinn 67
ára gamall núna. Í gegnum árin er ég
búinn að reyna margsinnis að hreyfa
við þessu máli en ég held að fólk
hafi ekki trúað mér. Ég sendi grein
í Morgunblaðið en hún kom fljót-
lega til baka. Svo sendi ég greinina í
Þjóðviljann og það var sama sagan,
ég var ekki tekinn trúanlegur. Í þess-
um greinum skrifaði ég um vistina í
Breiðavík þar sem ég fékk högg ef ég
sagði eitthvað og refsingarnar virt-
ust stundum að tilefnislausu. Þegar
ég var barn þá átti ég mér engan tals-
mann, mér var bara sagt að þegja,“
segir Georg Viðar sem þurfti að þola
langvarandi ofbeldi af ýmsum toga,
niðurlægingu og andlegt ofbeldi, lík-
amlegt og kynferðislegt.
Niðurlægingin algjör
Hann var rétt nýkominn vestur
þegar hann sat kennslustund þar
sem kennarinn var að lesa Tarz-
an. Þar sem Georg Viðar er ofvirk-
ur var hann eitthvað ókyrr og allur á
iði þegar kennarinn stoppaði lestur-
inn og sagði honum að koma sér út.
„Ég var ekki lengi að taka því og fór
fram. Síðan liðu tveir dagar þar til ég
var gripinn á ganginum og spurður
hvort ég væri að rífa kjaft við kennar-
ann. Svo reif þessi starfsmaður af sér
beltið og barði mig svoleiðis með
sylgjunni, það var ekki gott að fá
þetta á beran skrokkinn.
Skömmu síðar hitti ég kennar-
ann minn á ganginum og hann sagði
að það væri Tarzan í kvöld. Ég sagði
honum að troða Tarzan upp í rass-
gatið á sér. Fyrir vikið var ég aftur
lúbarinn. Ég er týpískt dæmi um of-
beldið þarna vestra, þetta var bara
svona.
Þeir voru með allskonar fíflagang,
tóku niður um mann og létu mann
fróa sér og gera allskonar vitleysu.
Stundum var ég niðurlægður þannig
að það var leyst niður um mig fyrir
framan strákana og starfstúlkurnar.
Það var ekki gaman að lenda í því á
svona viðkvæmu skeiði.
Sumir af félögum mínum hafa
greint frá því að þeim hafi verið
nauðgað en ég slapp sem betur fer
við það. Ég veit að sumir voru líka
látnir ríða beljunum, þá fóru starfs-
menn með stráka út í fjós þar sem
þeir voru búnir að velja kvígu og létu
þá ríða henni.
Það er búið að rannsaka okk-
ar mál og staðfesta frásagnir okkar,
þetta var bara svona. Tilfinningar
barna eru allt aðrar en fullorðinna,
sem barn lét maður ýmislegt yfir sig
ganga án þess að vita hvað væri að
gerast.“
„Hann verður að fara“
Georg Viðar var ellefu ára gam-
all þegar hann var sendur vestur
á Breiðavík. Hann hafði þá legið í
eitt og hálft ár á spítala vegna löm-
unarveiki og þegar hann kom aft-
ur heim þá voru foreldrar hans að
skilja. „Mamma var búin að krækja
sér í einhvern aula sem var bara
róni. Þegar ég kom heim af spítal-
anum þá var pabbi á leiðinni út og
nýr maður kominn í húsið sem sagði
að frá og með morgundeginum ætti
ég að kalla hann pabba. Ég sagði að
það myndi ég aldrei gera og lét hækj-
una vaða í hausinn á honum. Þá
sagði hann að það væri ekki hægt að
hafa þennan krakka á heimilinu og
mamma spurði hvað þau ættu þá að
gera við mig. „Hann verður að fara á
Breiðavík,“ sagði hann þá. Þá heyrði
ég þetta orð fyrst.
Nema hvað ég fór út í skjóli næt-
ur og fann mér samastað hjá hita-
veitunni í nágrenninu. Þar hafðist ég
við, stal rófum úr kartöflugarðinum
og fór á snúrurnar til að stela þvotti
þar til mamma hringdi á lögregluna
að nokkrum dögum liðnum. Lög-
reglan fór með mig heim þar sem
hún fékk þau svör að þangað kæmi
ég aldrei aftur.
Þannig að þeir fóru með mig nið-
ur á lögreglustöð þar sem ég var
að þvælast á meðan það var ver-
ið að bíða eftir úrskurði frá barna-
verndarnefnd. Ég fór síðan með í
næstu ferð.“
Réðst á löggur
Allt í einu var hann kominn á stað
sem hann vissi ekki að væri til,
þarna voru fjöll á þrjá vegu og hafið
á þann fjórða og hann sagði við sjálf-
an sig að þaðan myndi hann aldrei
komast. „Ég fékk líka að heyra það
því alltaf þegar einhver útskrifaðist
þá fór ég til forstöðumannsins og
spurði hvenær ég fengi að fara. Þá
sagði hann alltaf að það vildi enginn
fá mig heim.
Þegar ég var um fimmtán ára
gamall fór ég til prestsins sem sagði
að þeir mættu ekki halda mér nema
til sextán ára aldurs. Þannig að þegar
ég kom aftur á Breiðavík lét ég strax
vita af því að ég færi þaðan ekki
seinna en 18. nóvember, daginn sem
ég yrði sextán. Ég var heppinn að
hitta prestinn.“
Það gekk eftir, hann fór með rút-
unni suður og fékk fylgd forstöðu-
mannsins sem klappaði honum á
kollinn á BSÍ og spurði hvort hann
rataði ekki heim, lét hann hafa smá
aur meðferðis og sendi hann af stað.
„Ég fór heim til mömmu en hún
sagði að ég gæti ekki verið þar, ég
yrði að leita mér að húsnæði. Þá fór
ég í Morgunblaðið og fann herbergi
á Kaplaskjólsveginum þannig að það
bjargaðist fyrir horn.
Ég var búinn að fá að bragða á
þessum viðbjóði sem brennivín er
og það var farið að spila þó nokkra
rullu í lífi mínu þó að ég væri ekki
nema sextán ára gamall. Áfengið
var deyfimeðal, gerði mér kleift að
gleyma öllu og æða áfram í einhvers-
konar illsku og hatri gagnvart samfé-
laginu og þjóðfélaginu öllu. Löggan
var aðalbitbeinið hjá mér því hún
var eins og táknmynd fyrir barna-
verndarnefnd, hluti af kerfinu sem
beitti mig ofbeldi.“
Þvældist á götum
Þar sem Georg Viðar var atvinnulaus
þegar hann kom í bæinn þá gat hann
ekki borgað af herberginu þannig að
hann þvældist á götum þar til hann
komst í pláss á togara. „Þar leið mér
vel því þar var ég allavega edrú og
þar var ekkert vín að hafa. Þetta var
ágætislíf en um leið og ég kom í land
fór ég á fyllerí.“
Georg Viðar var tólf ár á sjó og
á þeim tíma gerði hann nú ein-
hverjar tilraunir til þess að taka upp
annars konar líf. „Í fyrsta sinn sem
ég gifti mig var ég á Reykjalundi þar
sem mér var tjaslað saman. Konan
sem ég hafði kynnst vildi setja upp
hring ana en ég sagði henni að ég
væri bara fyllibytta, það þýddi ekk-
ert að giftast mér, hún þekkti mig
ekki neitt. Hún vildi ekki trúa því og
hélt því fram að ég væri bara óham-
ingjusamur ungur maður.“ Það ent-
ist ekki lengi.
Óhæfur í hjónaband
Alls hefur hann siglt þremur hjóna-
böndum í strand. „Ég er ekkert hæf-
ur í hjónaband eftir þessa útreið, ég
er bara stórbilaður. Ég er búinn að
umgangast þessa stráka mikið sem
voru á Breiðavík og sé að við erum
stórbilaðir á taugum, tilfinninga-
brotið fólk sem búið er að murka
sálina úr.
Ég er ekki hæfur til þess að vera í
hjónabandi. Þegar konan mín sagð-
ist ætla að skreppa út í búð leit ég
alltaf á klukkuna og fylgdist með
því hvað hún var búin að vera lengi
burtu. Ég stend mig enn að því að
líta á klukkuna þegar einhver fer.
Það var alltaf verið að svíkja mig,“
segir Georg.
„Ég er stórskemmdur eftir þessa
meðferð. Ég get ekki treyst neinum
fyrir neinu. Það er voðalegur ljóð-
ur ef maður ætlar að eiga konu og
börn. Þá er maður engan veginn
hæfur í það.“
Reyndi að segja frá
Í gegnum tíðina gerði Georg Viðar
ítrekaðar tilraunir til þess að segja
frá ofbeldinu sem hann varð fyrir á
Breiðavík. Á meðan hann var enn
þar voru gerðir út leiðangrar í leit að
hjálp á Látrum, þar sem hreppstjór-
inn bjó á næsta bæ. Hreppstjórinn
tók á móti strákunum, hlustaði á þá
og gaf þeim pönnukökur en lét svo
sækja þá aftur. „Þeir fengu náttúru-
lega að gjalda fyrir það með ýmsum
uppákomum.
Ég gerði margar tilraunir til þess
að segja frá þessu. Eins og þegar ég
var í grjótinu og lögfræðingurinn var
að reyna að tala eitthvað vit í haus-
inn á mér. Hún hefði kannski átt að
senda mig til sálfræðings en það
hefði eflaust ekkert þýtt því við vor-
um búnir að fá svo lélega mynd af
sálfræðingum þarna vestur á fjörð-
um.
Þangað kom alltaf sálfræðing-
ur sem var sendur á vegum ríkisins
vestur á hjara veraldar til þess að að
skila einhverjum skýrslum en var
alltaf drukkinn, hvaða vit var í því?
Við bárum takmarkaða virðingu fyr-
ir þessum sálfræðingi.
Ég reyndi að segja honum frá of-
beldinu en hann spurði bara, „hvað
heldur þú að það sé verið að berja
ykkur?“ Svo bað hann mig um að
segja þetta fyrir framan forstöðu-
manninn og ég var alveg til í það.
þannig að við fórum saman til hans
og ég sagði honum hvað ég hafði
sagt sálfræðingnum. Þá svaraði
hann því til að þessir strákar hefðu
svo ríkt ímyndunarafl á þessum
aldri að það væri ekki mark á okk-
ur takandi. Þar með var það búið. Þú
ferð ekki aftur eftir svona ferð.“
Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir
blaðamaður skrifar ingibjorg@dv.is
Undanfarnar vikur hefur umræðan um kynferðisbrot
gegn litlum strákum verið í hámæli. Hver karlmaður-
inn á fætur öðrum hefur stigið fram og sagt söguna
af því hvernig hann var misnotaður í æsku og hvaða
áhrif það hafði á hann. Í flestum tilvikum olli ofbeldið
skömm, sektarkennd og lítilli sjálfsvirðingu en strák-
arnir báru harm sinn í hljóði. Fæstir sögðu frá því sem
gerðist en þeir sem gerðu það rákust alla jafna á veggi,
þeim var ekki trúað og fengu ekki þann stuðning sem
þeir þurftu á að halda. Nú hefur þjóðin hins vegar tek-
ið við sér og það má segja að það sé hafin bylting gegn
barnaníðingum. DV ræddi við nokkra menn sem hafa
tekið þátt í því að rífa niður þagnarmúrana. „Ég reyndi að segja
honum frá of-
beldinu en hann spurði
bara, „hvað heldur þú;
að það sé verið að berja
ykkur?“
Georg Viðar
Reyndi ítrekað að
segja frá ofbeldinu
en það trúði honum
enginn. myNd siGtRyGGuR aRi