Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.2013, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.2013, Blaðsíða 27
eftir að hafa farið út að skemmta mér og seint að sofa kvöldið áður en ég átti að syngja. Það hafði mik- il áhrif á mig og ég kann núna nógu vel inn á röddina mína og veit hversu illa það fer með mig. Það verður til þess að ég stend mig ekki vel daginn eftir og satt best að segja ekki næstu daga. Þess vegna skipuleggjum við allt partí-stand. Það hljómar kannski furðulega en það hentar okkur.“ Allir reykja gras Klara segist lítið verða vör við eit- urlyf á djamminu. „Það notar enginn dóp í okkar vinahópi né á meðal þeirra sem við vinnum með en vissulega höfum við orðið var- ar við ýmislegt á sumum klúbbun- um. En það er, held ég, ekkert meira en annars staðar í heiminum. Hins vegar eru grasreykingar rosalega al- gengar hérna. Það reykja gjörsam- lega allir gras! Nema við! Í fyrstu fannst mér alveg stórfurðulegt hvað öllum þykir þetta lítið mál.“ Hún segir þær stelpurnar sam- stiga í því að láta allt slíkt eiga sig. „Við erum svo skipulagðar. Skipu- leggjum meira að segja þegar við ætlum að sleppa af okkur beislinu,“ segir hún hlæjandi en bætir við að það megi líklega þakka uppeldinu. „Við komum bara úr þannig um- hverfi, fjölskyldum og vinahópum hér heima og höfum alltaf reynt að hafa skynsemina að leiðarljósi. Þú getur ekki verið að vinna að og reyna að standa á eigin fótum í þessum bransa ef þú lætur svona vitleysu trufla þig. Annars er ótrúlegt hvað við stelpurnar pössum vel saman. Við erum svo ótrúlega samstilltar. Við búum náttúrulega saman og það bregst ekki að þegar ein okkar er þreytt eru hinar það líka. Svo þegar ein er í geðveiku stuði þá eru hin- ar það líka. Við erum alltaf á sama prógramminu.“ Stjörnur á hverju horni Klara viðurkennir að hafa þurft að venjast því að rekast á frægar stjörnur. „Fyrsta mánuðinn lang- aði mig að öskra í hvert skipti sem ég sá einhvern frægan. Mér fannst það alltaf jafn spennandi og skemmtilegt. Í dag viðurkenni ég að ég lít tvisvar en ég spái minna í þetta. Þetta venst. Hér fær fræga fólkið að vera í friði en þegar stjörnurnar eru komnar út fyrir Hollywood og L.A. eru við- brögðin við þeim allt önnur. Hér eru þær daglegt brauð,“ segir hún og bætir við að vissulega hafi ver- ið gaman að rekast á sjálfan Us- her í matvöruversluninni Whole Food. „Hann var í röðinni með fulla körfu af barnamat og risa líf- vörð sér við hlið. Það væri eins og að sjá einhvern frægan í Krónunni. Við verðum alveg varar við ein- hverjar stjörnur á uppáhaldskaffi- húsinu okkar og þar á meðal leik- arann Ryan Gosling og Dr. Dre og svo var Katy Perry á hlaupabrettinu við hliðina á Ölmu í ræktinni. Ég hef oft lent í því að sjá ein- hvern sem ég kannast við og næst- um heilsa þar til maður fattar að maður þekkir þessa manneskju ekki baun heldur sá hana í ein- hverjum þætti eða bíómynd kvöldið áður. Það er einmitt svo fyndið að sjá þetta fólk sem maður dáist að í bíómyndum og tónlistarmynd- böndum bara að sinna hversdags- legum erindum. Það er samt alltaf spennandi! Ég sendi alltaf SMS á stelpurnar þegar ég sé einhvern frægan,“ segir hún hlæjandi. Ekki fertug í The Charlies Klara vill lítið tjá sig um ástarmál- in en viðurkennir að hafa farið á nokkur stefnumót. „Það er bara fyndið að upplifa stefnumóta- stemninguna í L.A. Hún er svo allt öðruvísi en á Íslandi. Í fyrsta skipti sem mér var boðið út í L.A. klæddi ég mig alls ekki eins og ég væri á leiðinni í óperuna og mætti á „deitið“ alltof hversdagslega klædd. Svo var bara farið með mig á ótrúlega flotta óperu og svaka fín- an veitingastað á eftir. Ég var ekki alveg klædd fyrir tilefnið og hélt að þetta væri ekki eins og í bíómynd- unum en það var einmitt þannig.“ Netverjar hafa oft gagnrýnt The Charlies fyrir útlitið sem hef- ur tekið stakkaskiptum frá því að stelpurnar kölluðu sig Nylon. Klara segir misskilning að halda að þær hafi breytt um ímynd á örskammri stundu. „Margir virðast halda að við höfum verið Nylon en farið heim og skipt um föt og mætt sem The Charlies. Bandið fór í gegnum mikl- ar breytingar og þróun á löngum tíma. Við gáfum ekkert út í nokkur ár og þegar við loksins gáfum eitt- hvað út var það undir öðru nafni. Og við orðnar fjórum árum eldri. Þessi þróun var ómeðvituð en samt sem áður unnum við mjög nákvæmt og markvisst að því sem við vildum gera og það er að lifa og hrærast á þessum ameríska mark- aði. Stefnan var sett þangað og sér í lagi eftir að við höfðum feng- ið samninginn. Þetta var alls ekki eitthvað sem gerðist á fimm mín- útum.“ Aðspurð hvar hún sjái sig eftir 15 ár segist hún vonast til þess að hún starfi við tónlist. „Ég verð ekki fertug í The Charlies en mig langar að vinna við tónlist, sama í hvaða formi það er. En ef ég á að vera heiðarleg þá spái ég lítið fram í tí- mann. Við stelpurnar ákváðum að fara þessa leið og vissum að með því væri framtíðin svolítið mikið óráð- in. Við getum lítið verið að gera plön fram í tímann en vinnum og lifum í núinu. Vonandi veitir guð mér þá blessun að verða mamma og eignast fjölskyldu í framtíðinni. En það gerist bara ef það gerist.“ n Viðtal 27Helgarblað 1.–3. febrúar 2013 Lætur umtaLið ekki stoppa sig Klara Ósk Klara viðurkennir að hafa orðið fyrir vonbrigðum með að komast ekki í Hörpu. „Það væri eins og að sjá einhvern frægan í Krón- unni Áfram í tónlist Þó að Klara ætli sér ekki að verða fertug í The Charlies ætlar hún að halda áfram að vinna við tónlist. Mynd PrESSPHoToS ÓTRÚLEGT TILBOÐ - FLUG KEFLAVÍK - ANTALYA TYRKLAND Góð hóteltilboð eru í boði, t.d. 7 nætur á 5 stjörnu hóteli frá ca. 196 evrum með morgunmat og kvöldverði (Tveir í tvöföldu herbergi). * Fæst ekki endurgreitt / fæst ekki skipt - Verð fyrir einn fram og til baka. Bókunar-og  uggjöld innifalin, að undanskildum eldsneytis- og alþjóðagjöldum. Aðrar  ugsamsetningar ekki mögulegar. 58.000KR AFSLÁTTARKÓÐI: INF132DV KEF - AYT AYT - KEF ISK 14.02.2013 21.02.2013 ISK 58‘000* 21.02.2013 28.02.2013 ISK 62‘000* 28.02.2013 07.03.2013 ISK 68‘000* 07.03.2013 14.03.2013 ISK 58‘000* 14.03.2013 21.03.2013 ISK 58‘000* 21.03.2013 28.03.2013 ISK 62‘000* 28.03.2013 04.04.2013 ISK 62‘000* Þjónustudeild: 5 711 888 www.oska-travel.is FRÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.