Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.2013, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.2013, Blaðsíða 34
Nú gerist það persóNulegt 34 Lífsstíll 1.–3. febrúar 2013 Helgarblað Munstur og skærir litir í sumar Undurfalleg snið Mary Katrantzou kemur með sjúklega smart línu þetta sumarið. Skærir litir og skósíðir kjólar eru áberandi með fallegum munstrum. Diskó Breski tískurisinn Burberry er afar djarfur í sumarlínu sinni, en þar eru diskó­ áhrifin ríkjandi líkt og sjá má á nýstárlegu útliti Trench­ frakkans sígilda, en hann er nú framleiddur úr metalefni í skærum litum. Dempaðir tónar Katy Dav­ is er öllu afslapp­ aðri í sumarlínu sinni sem er í demp­ aðri litum líkt og dumbrauðum, gráum og grænum tónum. Einnig er guli liturinn að koma sterkur inn um þessar mundir og skiptir engu hvort um kjól, pils, buxur eða fylgihlut er að ræða. Skærlitir skór Skórnir verða í skærum litum sem er tilvalið fyrir þær sem eru mikið fyrir svarta og hvíta liti í fatnaði. Nældu þér í eitt par af áberandi skóm fyr­ ir sumarið og poppaðu upp gamla þægilega kjólinn sem fer aldrei úr tísku. Litir og aftur litir Nú eru vor­ og sumarvörur að streyma inn í tísku­ vöruverslanir og er litagleðin í fyrirrúmi. Notaðu belti í öðrum lit en kjóllinn er og nú er um að gera að hlaða á sig fylgihlut­ um í ýmsum litum við. Það er allt leyfilegt þessa dagana í litavali. B enetton tískuhúsið hefur kynnt vor og sumarlínu sína í París og hefur auglýsinga­ herferð þeirra vakið athygli að vanda. Á síðasta ári kall­ aðist herferð þeirra: Unemployee of the Year, þar sem atvinnulaust en efnilegt fólk sat fyrir og á því þar síð­ asta kysstust þjóðarleiðtogar. Í ár er persónuleiki og lífsreynsla fyrirsætanna í forgrunni og ber herferðin heitið Personal. Níu fyrir­ sætur voru valdar og er herferðin full af gleði og fjölbreytni. Mesta athygli vekur transeinstaklingurinn Lea T sem talar um viðhorf sín til lífsins sem einkennast af miklum styrk og sátt. Meðal annarra eru dóttir Charlie Chaplin, Dudley, boxari frá Suður London sem gerði garðinn frægan í myndbandi með Rihönnu, Alek Wek sem kom til Bretlands sem flóttamað­ ur frá Súdan en þénar nú stjarnfræði­ legar upphæðir sem ofurfyrirsæta, Elettra Wiederman, Íslandsvinur og dóttir Isabellu Rosselini, Mario Galla, fyrirsæta með gervifót og Hanaa Ben Abdesslem, ein af fáum arabískum fyrirsætum sem fá náð á vestrænum tískupöllum. Það var Oliviero Toscani sem hóf þessa vegferð Benetton að hneyksla í auglýsingaherferðum. Á níunda áratugnum varð frægðust herferð Benetton sem sýndi nunnu kyssa prest, fanga á dauðadeild, og eyðni sjúklinga í forgrunni. Í dag telja forsvarsmenn Benett­ on enga þörf á að hneyksla. Ef þú vilt hneykslast á netinu, þá þarftu ekki að horfa á auglýsingar Benetton, sagði Gianluca Pastore. Í dag finnst þeim frekar þörf á að draga fram fjölbreytni í einsleit­ um heimi, stuðla að friði og vera fólki innblástur til að vinna að betri heimi. Í herferð Benetton í ár skiptir persónuleikinn og bakgrunnur meira máli en frægð, fjárráð og útlit. n n 9 hetjur Benetton lýsa viðhorfum sínum Alek Wek Flóttamaður og ofurfyrisæta. Alek kom frá Súdan og fékk hæli í Bretlandi, í dag er hún víðfræg ofurfyrirsæta. Charlotte Free „Ég elska að dansa hálf- nakin,“ segir Charlotte Free sem er frjálslynd og sjálfstæð ung kona. Í myndatökunni át hún blómin sem hún var skreytt með. Mario Galla Mario er einfættur og gengur með gervifót. Það hefur ekki hindrað hann í að elta drauma sína og gerast fyrirsæta. Hann er vinsæl fyrirsæta í Þýskalandi. Lea T Transeinstak- lingur sem hefur vakið hvað mesta athygli í herferð Benetton. Dudley Boxarinn frá Suður London er alinn upp við fátækt en reis upp til metorða. Elettra Frumkvöðullinn náttúruelski Elettra kom til Íslands fyrir skömmu. Hún vekur athygli fyrir hugmyndir sínar og gáfur hvert sem hún fer. Hanaa Arabískar konur eru ekki áberandi í heimi tískunnar. Hanaa er ein af fáum sem hefur tekist að koma sér í sviðsljósið. Kiera Hin hæfileikaríka Kiera Chaplin sækir áhuga sinn til forfeðranna. Charlie Chaplin, og leikskáldsins Eugene O´Neill. „Ég vil koma fólki til að gráta og hlæja,“ segir Kiera. Matis Matreiðslumaður frá Úrugvæ sem ætlar sér stóra hluti í framtíðinni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.