Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.2013, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.2013, Blaðsíða 32
32 Lífsstíll 1.–3. febrúar 2013 Helgarblað Ekki henda bangsanum n Að halda upp á tuskudýr úr æsku segir ekkert um geðheilsuna F ullorðin manneskja sem á stórt safn af tuskudýrum gæti kveikt á viðvörunarbjöllum hjá þeim allra grandvör ustu. Enda voru fyrir áratugum síðan sagðar fréttir af rannsóknum sem gáfu til kynna að þeir sem safna böngsum væru frekar haldnir áráttu eða geðröskunum. Í þeim rannsókn- um var stuðst við reynslu nokkurra geðsjúkra í vist á geðsjúkrahúsi. Reglulega má sjá minnið um tengsl tuskudýra og annarlegra til- finninga í kvikmyndum. Algengast er staðalímyndin um ástsjúku en tilfinningalegu vanþroskuðu kon- una sem heldur upp á alla bangsana sína síðan í æsku og stillir þeim upp á rúmi sínu. Bangsarnir eru viðvör- unarmerki um að varast skuli þenn- an kvenkost. Nú geta þeir grandvöru andað léttar og látið af allri hræðslu við þá sem eru með tuskudýrablæti, því nýjar og mun vandaðri rannsóknir sýna að engin tengsl eru á milli þess að halda upp á tuskudýr og and- legra veikinda. Rannsóknin var birt í Journal of Adult Development árið 2012. Vísindamenn rannsökuðu geð- heilbrigði, tilfinningalíf og mældu þroska og fundu engin merki um annmarka á andlegu heilbrigði tuskudýraeigenda. Svo ekki henda bangsanum. En ágæt hugmynd væri að klippa þessa grein út, ramma inn og setja nálægt bangsastóðinu ef það skyldi fara svo að niðurstöður nýrri rann- sókna sýndu fram á eitthvað allt annað! Reynir Traustason Baráttan við holdið F ólk sem stundar fjallgöng- ur er mismunandi hart af sér. Ég þekki til konu sem gekk á tugi fjalla með undirliggjandi lungnabólgu. Hún seiglaðist upp eitt fjallið af öðru og neit- aði að gef- ast upp þótt hún væri með aðeins 40 prósenta öndun á meðan 80 prósent er normalt. Svæsnasta dæmið um sjúkling í fjallgöngu snýr að manni sem gengur að jafnaði 100 sinnum á ári á 800 metra hátt fjall. Sá er nokkuð við aldur en hefur aldrei farið af hólmi. Sú saga sem hér verður sögð er byggð á afar traust- um heimildum en nafnleynd er þó nauðsynleg. Maðurinn var við fjallsrætur þegar sótti að hon- um dálítill svimi og ógleði. Hann settist því á þúfu og beið þess að krankleikinn gengi yfir. Þegar kona kom gang- andi niður ákvað hann að spyrja um snjóalög efst í fjallinu. Honum til skelfingar fékk hann ekki mælt með skiljanlegum hætti. Það sem átti að verða skilmerkileg spurn- ing breyttist í óskiljanlegt muldur. Vegfarandinn horfði undrandi á manninn á þúfunni og flýtti sér framhjá. Eftir drykklanga stund bráði af fjallgöngumanninum. Hann íhug- aði að snúa við og leita til lækn- is en fjallið togaði í hann. Hann stóð á fætur og komst að því að sviminn hafði minnkað. Annar fjallamaður dró hann uppi og kom upp á hlið hans og heilsaði. Þetta reyndist vera Dani. „Ætlarðu að ganga hratt?“ spurði okkar maður. Daninn neitaði því. Hinn spurði hvort þeir gætu átt samleið upp fjallið. „Ég held nefnilega að ég sé með heilablóðfall“. Daninn horfði forviða á hann. Þeir siluðust síðan upp fjallið. Gangan upp snarbratt fjall- ið gekk hægt. Reglulega þurfti Íslendingurinn að hvíla sig og vinna á svim- anum sem sótti að hon- um. Það gerði svo gönguna enn erfiðari að hann fann varla fyr- ir annarri hendinni og fóturinn sömu megin lét illa að stjórn. En upp komust félagarnir tveir. Tilfinningin við að ná tindinum varð krankleikanum yfirsterk- ari. Hann hafði náð betri stjórn á fætinum. Niðurleiðin gekk ágæt- lega. Fjallganga dagsins hafði blessast. Við heimkomuna voru öll fyrri einkenni til staðar. Eig- inkona mannsins áttaði sig á því að ekki væri allt með felldu þegar hann hafði ekki stjórn á munn- vatni sínu og slefaði. Hún gekk á mann sinn sem á endanum viðurkenndi að vera „líklega með heilablóðfall“. Hún dreif hann út í bíl og beint á bráðamóttöku. Það tók lækn- ana þar stutta stund að skera úr um vandann. Heilablæðing var staðreynd. Við tók vika á spítala áður en hann gat aftur snúið heim til sín. Mánuði síðar var hann aft- ur kominn á fjall. Sjálfur segist hann ekki átta sig á því hvort fjall- gangan lýsi hetjudáð eða fíflaskap. Hann ræður einfaldlega ekki við fjallafíknina. Á göngu með heilablóðfall eyrnabólgu n Hreyfingar kjálkavöðvans hjálpa við að lofta um eyrnagöngin B örn með eyrnabólgu eru tíðir gestir hjá læknum, sér í lagi á þessum árstíma. For- eldrar eyrnaveikra barna geta þó komið að einhverju leyti í veg fyrir eyrnabólguna hjá börnunum með því að gefa þeim tyggjó með xylitoli en það er nátt- úrulega sætuefninu sem finnst í plöntum og ávöxtum. Allt að 40 prósenta minni hætta Samkvæmt rannsóknum minnkar hættan á eyrnabólgu um 25 til 40 pró- sent hjá börnum á aldrinum þriggja til fimm ára ef þau tyggja tyggjó fimm sinnum á dag yfir vetrartímann. Frá þessu er sagt í danska læknisfræði- ritinu Ugeskrift for Læger. Loftar um eyrnagöngin „Tyggjó sem er með xylitol get- ur virkað sem bakteríudrep- andi en auk þess hreyfir barnið kjálkavöðvana þegar það tygg- ur. Þannig loftar betur út í gegn- um eyrnagöngin og miðeyrað,“ segir Jørgen Lous, prófessor við Syddansk Universitet. Hann hef- ur skoðað finnskar rannsóknir þar sem vísindamenn rannsökuðu og fylgdu eftir 1.200 leikskólabörnum. Ein af finnsku rannsóknunum náði til 300 barna sem annaðhvort fengu xylitoltyggjó eða venjulegt tyggjó með sykri. Eftir tvo mánuði höfðu 21 prósent þeirra sem fengu sykrað tyggjó verið greind með eyrnabólgu en aðeins 12 pró- sent þeirra í xylitol-hópnum. Með þessar niðurstöður í huga hvetur Jørgen Lous foreldra barna sem þjást af síendurteknum eyrna- bólgum að gefa þeim tyggjó eftir hverja máltíð. „Börnin ættu sjálf að ákveða hve lengi í einu en skyn- samlegast væri að þau tyggðu það í 10 til 15 mínútur,“ segir hann. Aumur kjálki og loft í maga Aðspurður hvort svo lítil börn séu fær um að tyggja tyggjó bendir hann á að finnsku börnin gátu það. „Einu aukaverkanirnar geta verið aumur kjálki og loft í maganum.“ Samkvæmt finnsku rannsókninni hefur xylitol auk þess þau jákvæðu áhrif að það getur komið í veg fyrir tannskemmdir. Bente Nyvad, pró- fessor í tannlækningum við há- skólann í Árósum, er þó ekki sam- mála þessu og segir að ekki séu til neinar rannsóknir sem sýna fram á samband milli notkunar á xylitoli og minnkandi tannskemmdum. Gott að minnka notkun sýklalyfja Jørgen Lous viðurkennir að það geti verið annmarkar á rannsókn- inni og ef fólk vill fara eftir þessu þá þurfi til dæmis leikskólar að leyfa notkun tyggjós. „Rannsóknin er sérstaklega áhugaverð í ljósi þess að notkun sýklalyfja hefur aukist og það mikið að við erum farin að þróa ónæmi gegn þeim. Það er því alltaf jákvætt að finna leiðir til að minnka notkun lyfjanna.“ n Tyggjó gegn Eyrnabólga Fjöldi barna þjáist af endurtekinni eyrnabólgu með tilheyrandi hita og veikindum. Ekki truflað á geði Bæli fullt af böngsum kveikir á viðvörunarbjöll- um en rannsóknir sýna að slíkt er ekki merki um geðræna erfiðleika.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.