Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.2013, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.2013, Blaðsíða 3
Fréttir 3Miðvikudagur 6. febrúar 2013 Þ að er ekki bara skynsam- legt heldur er það skylda að tilkynna svona mál til barnaverndarnefndar,“ segir Bragi Guðbrandsson, for- stjóri Barnaverndarstofu, aðspurður hvernig best sé að taka á því þegar misnotkunarmál koma upp í fjöl- skyldum. Þegar til dæmis barn seg- ist hafa verið beitt ofbeldi af ætt- ingja sínum. „Ég legg áherslu á að tilkynna til barnaverndarnefndar en ekki lögreglu og það er þá barna- verndarnefndar að meta það hvort málinu er vísað áfram til lögreglu- rannsóknar,“ ítrekar Bragi. Thelma Ásdísardóttir hjá Drekaslóð, fræðslu- og þjónustu- miðstöð fyrir þolendur alls kyns ofbeldis og aðstandendur þeirra, tekur í sama streng. „Það er engin ein regla sem gildir fyrir öll mál, nema bara ekki gera ekki neitt og leita sér aðstoðar.“ Kærum hefur rignt inn á borð til lögreglu Í kjölfar þess að Kastljós fjall- aði um mál barnaníðingsins Karls Vignis Þorsteinssonar í janúar, hef- ur kærum vegna kynferðisbrota rignt inn á borð til lögreglu. Meint- ir gerendur í málum eru í einhverj- um tilfellum tengdir þolendunum fjölskylduböndum. Svo virðist sem ákveðin vitundarvakning hafi átt sér stað í samfélaginu hvað varðar kyn- ferðisbrotamál og gömul mál hafa komið upp á yfirborðið. Mörg þeirra eru þó fyrnd. DV hefur meðal annars fjall- að um mál þriggja kvenna á Þórs- höfn sem nýlega kærðu aldraðan frænda sinn fyrir að hafa misnot- að þær kynferðis lega á áttunda ára- tugnum. Þrátt fyrir að brotin væru öll fyrnd ákváðu þær að kæra manninn. Þá kærði karlmaður á þrítugsaldri afa sinn til lögreglunnar á Akureyri, fyrir kynferðis lega misnotkun. Lögreglan fyrir norðan lauk rannsókn málsins í síðustu viku og sendi það ríkissak- sóknara til frekari meðferðar. Flest þessara brota munu vera ófyrnd. Eru þetta aðeins tvö dæmi um kynferðis- brotamál innan fjölskyldna sem ratað hafa inn á borð lögreglu síð- ustu vikur. Barnið þarf faglega hjálp Bæði þekkja þau Bragi og Ásdís fjölmörg dæmi þess að fjölskyldur hafi farið þá leið að þagga niður kynferðisbrotamál í stað þess að tilkynna þau og taka á vandanum. Líkt og Ásdís bendir Bragi á að hvert mál sé einstakt og því ekki hægt að gefa út ákveðnar leið- beiningar um það hvernig best sé að bregðast við. Það þurfi að meta hvert mál fyrir sig með hags- muni barnsins að leiðarljósi. Það sé hlutverk barnaverndarnefnda, sem eru 28 talsins um allt land. „Í grófum dráttum þá hefur barna- verndarnefnd um tvo kosti að velja. Annar er sá að vísa málinu beint til lögreglu til sakamálarannsóknar, og er yfirleitt gert ef barnið bend- ir á geranda. Síðan er til önnur leið og það er að fara með barnið í svo- kallað könnunarviðtal í Barnahúsi. Á grundvelli þeirra viðtala er gerð greining á þörf barnsins á meðferð og viðeigandi hjálp.“ Bragi segir mjög mikilvægt að tilkynna alltaf til barnaverndarnefndar ef grunur leikur á misnotkun, því barnið þurfi alltaf á faglegri hjálp að halda í þessum aðstæðum. Barninu finnst það svikið Bragi segir það ekki óeðlileg við- brögð að grípa til þess að þagga niður misnotkunarmál, komi slíkt upp innan fjölskyldunnar. Það sé hins vegar alls ekki það rétta í stöð- unni og engan veginn lausn á mál- inu. „Það er mikil skammsýni ef fólk heldur þessu innan fjölskyldunnar vegna þess að þá situr barnið uppi með afleiðingarnar af ofbeldinu sem það hefur sætt án þess að fá faglega hjálp til að vinna úr því. Sem er algjörlega nauðsynlegt ef það á að takast að hjálpa barninu að vinna úr reynslunni,“ segir Bragi. Hann bendir á að annars sé í raun verið að bregðast barninu og því finnist það svikið. Þolandanum oft hafnað og úthýst Thelma segist því miður þekkja mörg dæmi um slíka þöggun. „Svo ef þolandinn er ákveðinn í að sætta sig ekki við svoleiðis niðurstöðu, sem er að aukast, þá fer það stund- um þannig að fjölskyldan klofnar. Lausnin er oft sú að þolandanum er í raun bara hafnað eða úthýst vegna þess að það er auðveldara en að taka á málinu.“ Hún segir að fólk sem hafi vitneskju um misnotkun en geri ekkert í málinu sitji oft uppi með mikið samviskubit og sektarkennd. „Sérstaklega ef svo kemur í ljós að ofbeldismaðurinn var kannski að misnota fleiri börn í fjölskyldunni. Það vill enginn lenda í því.“ Thelma gerir sér fyllilega grein fyrir því hvað það getur verið erfitt fyrir fólk að taka á misnotkunar- málum. Margir treysti sér varla til að hlusta á frásagnir af misnotkun, hvað þá grípa til aðgerða ef slíkt kemur upp í þeirra nærumhverfi. „Það er mikilvægt að fólk fái þau skilaboð að það sé í lagi að finnast þetta gríðarlega erfitt og upplifa mikið bjargarleysi.“ Hún bendir á að ofan á allt ann- að bætist svo við skömm og ótti um hvað framtíðin beri í skauti sér. „Auðvitað er því freistandi að finna leiðir til að gera þetta ekki, það er eðlilegt og mannlegt.“ Ofbeldisfólkið lærir eins og börnin Aðspurð hvort börn eigi erfiðara með að segja frá ef um einhvern nákom- inn er að ræða, segir Thelma allan gang vera á því. „En jú, auðvitað ger- ir það þetta alltaf flóknara, og fyrir barnið líka.“ Hún bendir á að ofbeldisfólk sem brjóti á börnum sé duglegt að kynna sér hvernig börn séu vöruð við barna níðingum. Ofbeldisfólkið þróast þannig og lærir alveg eins og börnin. „Það veit því hvernig á að fara í kringum leiðbeiningarnar sem verið er að kenna. Ef eitt virkar ekki þá er fundið upp á einhverju öðru til að segja. En það er alveg á hreinu að börnum sem þykir vænt um ofbeldis- manneskju sína þykir mjög erfitt að segja frá.“ Barnið vill vernda fjölskylduna Bragi tekur í sama streng og Ásdís. „Barnið vill kannski losna undan ofbeldinu en það vill kannski ekki að það verði til þess að fjöl- skyldunni verði splundrað eða að gerandanum verði refsað með fangelsisdvöl eða öðru slíku. Það vill vernda fjölskylduna frá hneis- unni sem þessu fylgir. Þetta eru allt gildar ástæður og það er þess vegna, meðal annars, sem börnin eiga svo erfitt með að segja frá,“ út- skýrir Bragi. Hann bendir á þann möguleika að hringja nafnlaust í Barna- verndarstofu og Barnahús til að fá aðstoð og upplýsingar. Barn geti jafnvel hringt sjálft, treysti það sér til. „Ef það er að velta þessum hlut- um fyrir sér þá getur það beðið um að tala við fagmann. Ef þetta er að kvöldlagi þá er hægt að hringja í 112. Barnið segir þá við þann sem er á neyðarvaktinni að það þurfi nauðsynlega á því að halda að ræða við barnaverndarstarfsmann vegna svona máls. Þá á viðkom- andi að fá samband.“ Fyrstu viðbrögð skipta máli Bragi segir það mjög mikilvægt fyrir börn að taka það skref að treysta einhverjum. „Þau geta valið sjálf hverjum þau treysta fyrir leyndar- málinu.“ Börn í þessum aðstæðum þurfa á tvenns konar skilaboðum að halda, að sögn Braga. Annars vegar þurfa þau að vita að þau bera ekki sjálf ábyrgð á því sem gerðist. Hins vegar þarf að leiðbeina þeim til að treysta einhverjum að eigin vali fyrir leyndarmálinu. Thelma segir nauðsynlegt að hafa í huga hvernig fyrstu viðbrögðum er háttað. Það sé mjög algengt að fólk, þá sérstaklega börn, segi stuttlega frá í byrjun til að kanna viðbrögðin. „Ef viðbrögðin verða mikið offors, læti og sjokk, þá er mjög líklegt að barn segi ekki meira frá.“ Því sé mikilvægt að fólk reyni að halda ró sinni, þrátt fyrir að það sé erfitt. Umræðan verður að vera yfirveguð Bragi bendir á að það sé ekki síður mikilvægt að opinber umræða um kynferðisbrotamál sé yfirveguð og að ekki sé farið fram í offorsi og hatri. „Við verðum að geta komist á það stig að fjalla um þetta sem samfélagslegt vandamál og að þeir einstaklingar sem geri sig seka um svona háttsemi, þeir eigi líka kost á því að fá viðeigandi meðferð og hjálp.“ Hann segir það oft ganga betur að fá börn til að segja frá ef þau eru fullvissuð um að aðilinn sem braut á þeim fái viðeigandi hjálp við sín- um vanda. „Við megum ekki gleyma því að gerendurnir eiga í stórkostlegum vanda með sjálfa sig. Og í mörg- um tilvikum er þetta ekki það sem þeir kjósa sjálfir heldur er þeim ekki sjálfrátt,“ segir Bragi. Birtingarmyndin margvísleg Thelma segir nauðsynlegt að hafa í huga að birtingarmynd ofbeldis geti verið margvísleg. „Umræðan hefur verið svo mikið að karlar séu að misnota konur og börn. Þó að meirihlutinn sé þessi staðalímynd þá eru auðvitað bæði konur sem misnota börn og börn sem misnota börn. Það eru ekki bara strákar að misnota stúlkur, langt því frá.“ Þá segir mjög algengt að ofbeldis fólk hagi málunum þannig að það verði ekki grunað. Hún tekur raunverulegt dæmi um karl- mann sem var að misnota stúlku sem var óróleg, baldin og oft upp- stökk, sem mátti eflaust rekja til misnotkunarinnar. Hann bar það út að hún væri veik á geði og var búinn að koma sér þannig fyrir að það treystu honum allir í fjöl- skyldunni. Þegar stúlkan ákvað að opna sig og segja frá misnotkun- inni þá trúði henni enginn. „Hann var búinn að undirbúa jarðveginn þannig að allir töldu að það væri eitthvað að henni.“ Thelma segir engu að síður mjög erfitt að halda því fram að það eigi alltaf að trúa þeim sem ásakar. Þess vegna sé nauðsynlegt að skoða málið og athuga hvort eitthvað er til í ásökununum. „Svo er líka ein þumalputtaregla sem við höfum farið eftir ef um barn er að ræða – látið það þá alltaf njóta vafans.“ n Sólrún Lilja Ragnarsdóttir blaðamaður skrifar solrun@dv.is Thelma Ásdísardóttir Segir ofbeldis­ menn læra að fara í kringum reglurnar sem börnum eru kenndar. Bragi Guðbrandsson Segir að barninu finnist það svikið ef ekki er tekið á ofbeldi sem það segir frá. n Algengt að kynferðisbrotamál séu þögguð niður innan fjölskyldunnar „Ekki gEra Ekki nEitt“ „Það er mikil skammsýni ef fólk heldur þessu innan fjölskyldunnar Þöggun Bragi og Ásdís segja ekki bara mikilvægt að tilkynna grun um kynferðis­ lega misnotkun á börnum til barnaverndarnefndar, heldur sé það skylda.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.