Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.2013, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.2013, Blaðsíða 10
10 Fréttir 6. febrúar 2013 Miðvikudagur Neyðarástand framundan á spítalanum n Hjúkrunarfræðingar hafna nýjum samningi n Forstjórinn er hissa T æplega 300 hjúkrunar- fræðingar hjá Landspítalan- um munu hætta störfum um næstu og þarnæstu mánaða- mót ef fram heldur sem horfir. Yfir 90 prósent hjúkrunarfræðinga við spítalann höfnuðu nýjum stofn- anasamningi. Forstjóri spítalans er hissa en þeir hjúkrunarfræðingar sem hafa sagt upp störfum hafa fjóra daga til að draga uppsagnir sínar til baka. Hjúkrunarfræðingar hafa lengi kvartað yfir lágum launum og fjöl- margar fréttir borist af landflutn- ingum margra þeirra til Noregs og annarra landa vegna bágra kjara hérlendis. Stofnanasamningur sá er í boði var og hefur verið hafnað var að sögn Björns Zoëga, forstjóra spít- alans, sá stærsti sem spítalinn hef- ur nokkru sinni getað boðið. Lengra verði ekki gengið af hálfu ríkisins. Sá samningur gerði meðal annars ráð fyrir þriggja mánaða afturvirkum álagsgreiðslum en ein helsta kvörtun hjúkrunarfræðinga fyrir utan lág laun hefur verið mikið álag. Takmarkaðar fjárheimildir frá ríkinu hafa þvingað yfirmenn spítalans til að draga saman í rekstri linnulítið síðastliðin þrjú ár og það komið með auknum þunga niður á öllu starfsfólki spítalans. Elsa B. Friðfinnsdóttir, formaður Félags hjúkrunarfræðinga, segir samninginn ekki gera öllum jafnhátt undir höfði og þar sé ekkert tekið á þeim kynbundna launamun sem hún segir til staðar á Landspítalanum. Björn Zoëga segir það ekki rétt. Allir fái sömu 3,25 prósenta hækkun samkvæmt samningum. Hins vegar sé stofnanasamningur í eðli sínu þannig að hann eigi að nota til að skipuleggja starfsemi spítalans öllum til hagsbóta. Það geti haft í för með sér að sumir fái álagsgreiðslur en aðr- ir ekki. Annar fundur í deilunni hefur ekki verið ákveðinn að svo stöddu. Játaði brot gegn barnabarni n Afinn játaði kynferðisbrot n Reyndi að svipta sig lífi n Dóttursonur í gæsluvarðhaldi n Liggur á spítala Þ etta er bara hræðilegur fjöl- skylduharmleikur,“ segir náinn aðstandandi manns á áttræðisaldri sem liggur nú á spítala á Akureyri. Fjölskyldan óskaði eftir því að mað- urinn yrði ekki nafngreindur að svo stöddu og verður vilji hennar virtur. Uppgjör barnabarnsins Það var aðfaranótt sunnudags sem tveir piltar brutust inn á heimili mannsins og veittu honum alvar- lega höfuðáverka og meðal annars beinbrot í andliti. Maðurinn hringdi sjálfur í lögregluna klukkan hálf sex að morgni og óskaði eftir aðstoð. Í kjölfarið var hann fluttur á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri þar sem hann var í gjörgæslu í tvo sólarhringa. Hann er nú kominn til meðvitundar og inn á almenna deild þar sem ástand hans er stöð- ugt. Enn er þó of snemmt að segja til um hvort hann muni ná sér að fullu af þeim skaða sem hann varð fyrir eða hversu lengi hann verður á spítalanum, í það minnsta nokkra daga til viðbótar. Hann er orðinn 77 ára og menn á áttræðisaldri eru viðkvæmari fyrir skakkaföllum en yngri menn. Árásarmennirnir voru á bak og burt þegar lögregla og sjúkraflutn- ingamenn komu á staðinn en þeir voru handteknir um hádegisbilið. Piltarnir voru í gær úrskurðaðir í gæsluvarðhald fram til fimmtudags en málið flokkast undir alvarlega líkamsárás. Þegar rannsókn máls- ins er lokið verður það sent ríkissak- sóknara til meðferðar. Piltarnir eru átján og nítján ára. Annar þeirra er dótturson- ur mannsins en samkvæmt lög- reglunni á Akureyri er talið að ástæðuna fyrir árásinni megi rekja til kynferðis brota. Það mun skýr- ast á næstu dögum hvort meint kynferðis brot verði kærð til lög- reglu. Samkvæmt heimildum DV eru piltarnir í sárum og hafa fengið áheyrn prests. Alvarlegar ásakanir Annað barnabarn mannsins lagði fram kæru á hendur honum í byrj- un október. Samkvæmt heimildum DV segir í kærunni að kynferðisbrot- in hafi verið langvarandi, þau hafi átt sér stað frá því að brotaþoli var sex ára og þar til hann var orðinn tólf ára, eða á árunum 1994–2000. Þar seg- ir einnig að brotin hafi verið fram- in á heimili brotaþola og á heimili mannsins og að þau hafi verið gróf, hann hafi í raun komið vilja sínum fram með margvíslegum hætti þótt samræði hafi ekki átt sér stað. Lögreglan á Akureyri fór með rannsókn málsins sem er nú lokið. Málið liggur nú á borði ríkissak- sóknara sem tekur afstöðu til þess hvort ákæra verði gefin út í mál- inu út frá fyrirliggjandi gögnum, en hann vildi ekki gefa upp hvenær sú ákvörðun kynni að liggja fyrir. Sam- kvæmt vinnureglum er kveðið á um að ákvörðun í kynferðisbrotamál- um liggi fyrir innan þrjátíu daga, sem væri þá í febrúarlok, en vegna fjölda mála og fárra starfsmanna hefur embættið ekki staðið undir því að undanförnu. Einhver af hinum meintu brot- um kunna að vera fyrnd, en það fer eftir því hvenær brotið átti sér stað, aldri brotaþola og eðli brotsins. Samkvæmt áreiðanlegum heimild- um DV játaði maðurinn á sig hluta þess sem hann var sakaður um en neitaði öðru. Rúmt ár er síðan fjölskyldan fékk að heyra af hinum meintu kynferðis brotum. Í kjölfarið bar hún sakirnar upp á manninn sem greindi frá því á netinu að hann hefði bugast við það og reynt að fremja sjálfsvíg. Heimildir DV herma að fjöl- skyldan hafi ekki ætlað að kæra brotin eftir það en það breyttist með tímanum og kæra var lögð fram hjá lögreglunni á Skagaströnd sem áframsendi málið til lögreglunnar á Akureyri. Sagði frá sjálfsvígstilraun Maðurinn hefur glímt við þung- lyndi og sagst vera orðinn leið- ur á lífinu. Árið 2011 skrifaði hann pistil þar sem hann sagði frá sjálfs- vígstilrauninni sem hann gerði eftir að málið var borið upp á hann. Þá benti hann á að öll mannanna börn væru breysk á einhverju sviði og hann ekki undanskilin því. Mörg- um tækist að læðast í leyni þar til að uppgjörinu kæmi en upp kæm- ist um svik um síðir, þó að það ætti kannski ekki fullkomlega við í þessu máli. Hann hefði misst alla lífslöngun, kvölin og angistin hefði verið yfirþyrmandi, níst hvert bein, ekkert væri framundan nema svart- nættið tómt. Hann hefði gengið til heljar og lífið yrði aldrei samt aftur. Undir lok síðasta árs sendi hann frá sér annan pistil þar sem hann sagðist hafa misst alla lífslöngun og hún kæmi aldrei aftur. n Fjölskyldan vildi nafnleynd n Samkvæmt heimildum DV er sam­ félagið á Skagaströnd harmi slegið vegna málsins. Enginn af þeim aðstand­ endum sem DV náði tali af vildi tjá sig um málið sem er afar sársaukafullt fyrir alla þá sem að því koma. Fjölskyldan samþykkti ekki nafnbirtingu og virðir DV þann vilja, enda beinast brotin að barnabörnum mannsins. Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir blaðamaður skrifar ingibjorg@dv.is „Þetta er bara hræðilegur fjölskyldu- harmleikur Árás á Skagaströnd Það var aðfaranótt sunnudags sem tveir piltar brutust inn á heimili mannsins og veittu honum alvarlega höfuð­ áverka. Þögnin á Bessastöðum Ólafur Ragnar Grímsson hyggst engin viðtöl veita vegna niður- stöðu í Icesave-málinu, sem var kunngjörð á dögunum. Þetta kom fram í kvöldfréttum Stöðvar 2 á þriðjudag. Ólafur Ragnar gekk á tímum hart fram og greip í tvígang inn í málið þegar hann synjaði lögum frá Alþingi staðfestingar. Þá talaði hann máli Íslands í stórum erlendum fjölmiðlum. Frá því að Icesave-dómurinn féll hefur ekkert heyrst frá Bessa- stöðum en Stöð 2 segir að Ólafur Ragnar telji sig hafa talað nóg um málið á fyrri stigum þess. Tómlegt á Landspítalanum Það gæti orðið raunin ef tæplega 300 hjúkrunarfræðingar standa við uppsagnir sínar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.