Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.2013, Blaðsíða 6
6 Fréttir 6. febrúar 2013 Miðvikudagur
É
g er ekki með vinnu og ég fæ
ekki borgaðan neinn upp
sagnarfrest. Auðvitað er þetta
áfall,“ segir einn af þeim ell
efu skipverjum sem sagt var
upp störfum hjá Vinnslustöðinni í
Vestmannaeyjum um helgina. Lyfja
próf voru tekin af áhöfnum þriggja
skuttogara fyrirtækisins og þeim
sem stóðust ekki prófin var sagt upp
störfum fyrirvaralaust. Maðurinn var
einn þeirra.
Tveir smókar á gamlárskvöld
„Ég er búinn að vera starfsmaður
Vinnslustöðvarinnar í tvö ár og var á
togara þar. Prófið var tekið um borð
með engum fyrirvara en við vorum
búnir að skrifa undir ákveðið plagg
um að við værum tilbúnir að heim
ila þessi próf,“ segir maðurinn. Hans
próf reyndist jákvætt en lítið magn
kannabiss mældist í þvagi hans.
Það segir hann vera vegna þess að
hann hafi tekið tvo smóka af kanna
bis á gamlárskvöld. Hann sé ekki í
neyslu og sé miður sín vegna máls
ins. Hann er faðir og fyrirvinna fjöl
skyldunnar og segir hann þessa tvo
smóka, utan vinnutíma, því hafa
verið honum ansi dýrkeyptir. Nú
standi hann uppi atvinnulaus, fái
engan uppsagnarfrest borgaðan og
viti ekki hvernig það muni ganga að
fá vinnu aftur með þessa uppsögn á
bakinu.
Vísað í burtu
Aðdragandanum lýsir hann á þenn
an hátt: „Þetta fór þannig fram að við
erum kallaðir saman í borðsal og okk
ur greint frá því að það eigi að fara að
gera próf á eiturlyfjum sem er í sex
liðum. Það er þvagprufa sem á að
taka og þegar við erum búnir að láta
þvag frá okkur þá koma niðurstöður
úr því prófi sem við erum beðnir um
að skrifa undir, hvort sem það mælist
jákvætt eða neikvætt. Í mínu tilviki
þá mælist ég mjög lágt á skalanum í
kannabisliðnum. Í framhaldi af því
erum við kallaðir á fund uppi á skrif
stofu um kvöldið hjá útgerðarstjóra og
skipstjóra og þar erum við látnir skrifa
undir plagg þar sem við göngumst við
broti okkar,“ segir maðurinn. Í kjölfar
ið var þeim vísað í burtu.
Hafði í engin hús að venda
„Okkur var vísað frá skipinu klukk
an 10 um kvöldið. Ég er ekki úr Vest
mannaeyjum þannig að ég var bara
grandalaus þarna á bryggjunni þang
að til klukkan hálf átta um morgun
inn þegar ég gat tekið Herjólf. Ég hef í
engin hús að venda í Vestmannaeyj
um. Ég er ekki þaðan og Vinnslustöð
in bauð mér ekki upp á eitt né neitt
þar sem ég gæti hallað mínu höfði
þangað til ég færi,“ segir maðurinn
sem er miður sín vegna uppsagnar
innar. „Ég er ekki í neyslu. Mér varð
á þarna um áramótin og viðurkenndi
það bæði fyrir útgerðinni og mín
um skipstjóra að ég hafi reykt undir
áhrifum áfengis á gamlárskvöld. Ég
reyki tvisvar af einhverri jónu og það
mælist í mér fimm vikum seinna.“
Ekki orðið vitni að neyslu
Maðurinn segist aldrei hafa orðið
vitni að því að menn séu undir áhrif
um um borð. „Í þessu litla samfélagi,
eins og er um borð í togurum, þá hef
ég aldrei séð neina neyslu um borð
eða annað slíkt. Menn hafa eins og ég
hef gert alla tíð, alltaf mætt allsgáð
ir um borð. Ég er búinn að vera sjó
maður í 20 ár,“ segir maðurinn sem
hafði verið á þessum togara í tvö ár.
Veit ekki hvað tekur við
Hann segist óviss um það hvað taki
við. Hann hefur því skráð sig á at
vinnuleysisbætur en veit ekki hvað
gerist ef hann sækir um aðra vinnu.
„Það er farið með málið sem
trúnaðarmál innan fyrirtækisins.
Ég veit ekki hvort þetta muni hamla
mér þegar ég fer að sækja um vinnu
annars staðar en þeir segja að þetta
sé innan fyrirtækisins en ég get ekki
reiknað mér það til tekna því það er
ekki hægt að gefa nánari útskýringar
á því hvers vegna þú varst rekinn. Al
veg sama hversu góður þú ert í þínu
starfi. Ég veit heldur ekki hvort skip
stjórinn minn geti gefið mér með
mæli eða ekki.“ n
Viktoría Hermannsdóttir
blaðamaður skrifar viktoria@dv.is
„Ég reyki tvisvar af
einhverri jónu og
það mælist í mér fimm
vikum seinna.
Þ
að er ekkert sem bendir
til þess að það sé nokkuð
athugavert við þessa fram
kvæmd. Mönnum var kynnt
þetta og þeir skrifuðu undir við
auka við ráðningarsamning þar sem
kynnt var hvernig þessi próf yrðu
framkvæmd og hvaða afleiðingar
það hefði ef þeir mældust jákvæðir,“
segir Valmundur Valmundsson, for
maður Sjómannafélagsins Jötuns,
um félagsmenn hans sem misstu
vinnuna eftir fíkniefnaprófin um
helgina.
Hann segir útgerðarfélagið hafa
verið í fullum rétti til að framkvæma
prófin meðal annars með heimild
Persónuverndar. Aðspurður hvort
einhverjir sjómannanna ætli ekki
að sætta sig við niðurstöðuna og fara
með málið lengra segir Valmundur:
„Ég veit nú bara um einn sem
neitaði að skrifa undir að hann hefði
neytt þessara efna. Allir hinir viður
kenndu að hafa neytt þessa.“
Aðspurður hvernig staðan sé í
Vestmannaeyjum hvað varðar at
vinnulausa sjómenn til að fylla
plássin sem losnuðu á þremur skip
um Vinnslustöðvarinnar segir Val
mundur að ekki sé mikið af þeim.
„Það er ekki mikið um atvinnu
lausa sjómenn í Vestmannaeyjum
en að vísu einhverjir, það eru margir
sem eru lausráðnir og vertíðar
stemming hjá öðrum, þannig að það
eru einhverjir lausir þar, bæði hjá
Vinnslustöðinni og öðrum.“
En eiga sjómenn sem missa
skipspláss sín með þessum hætti
aftur kvæmt á sjó?
„Já, ég myndi nú halda það ef
þeir taka sig á. Allavega myndi mað
ur ætla það að menn eigi von á því
að vera ráðnir til baka. En menn
náttúrulega missa sitt fasta pláss og
verða þá að byrja aftur sem lausa
menn eftir einhvern X tíma sem ég
geri mér ekki grein fyrir hver er.“
Þess ber að geta að útgerðar
félagið hefur einnig heimild til að láta
menn blása í áfengismæli ef ástæða
er til, að sögn Valmundar, sem sé inn
ifalið í þessu samkomulagi.
„Það er ekkert gamanmál að fara
með menn fulla eða undir áhrifum
annarra efna á sjó.“
DV bar málið einnig undir Jónas
Garðarsson, framkvæmdastjóra Sjó
mannafélags Íslands, sem segir að
einhverjir sem misstu vinnuna hjá
Vinnslustöðinni hafi leitað álits hjá
félaginu á mánudag.
„Þeir voru nú ekki félagsmenn
hjá okkur en þeir leituðu álits okkar,“
segir Jónas í samtali við DV. Hann
vildi ekki tjá sig frekar um málið að
öðru leyti en því að segja: „Gagnvart
persónuvernd mannanna þá finnst
mér það nú ganga dálítið langt.“ n
mikael@dv.is
n Ekkert athugavert við framkvæmdina segir formaður Sjómannafélagsins Jötuns
Einn neitar að hafa neytt fíkniefna
n Ellefu fengu fyrirvaralausa uppsögn í kjölfar jákvæðs fíkniefnaprófs
„AuðvitAð
er þettA
áfAll“
Vestmannaeyjar Sjómenn Vinnslu-
stöðvarinnar voru teknir í fíkniefnapróf og
þeir sem féllu misstu vinnuna í kjölfarið.
Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Bréfið Hér er uppsagnarbréfið sem manninum, ásamt hinum tíu skipverjunum, var afhent.
Samningi þeirra við Vinnslustöðina var rift fyrirvaralaust.
Píratar fara í hart:
Krefja SMÁÍS
um afsök-
unarbeiðni
„Með þessu ýjar SMÁÍS að því
að stjórnmálaflokkurinn Píratar
þiggi fjárhagslegan stuðning frá
internetrisanum Google,“ segir
Birgitta Jónsdóttir, alþingiskona og
einn forsvarsmanna Pírataflokks
ins. Tilefnið er orðaskipti pírata og
SMÁÍS, Samtaka myndréttahafa
á Íslandi, á Facebooksíðu síðar
nefndu samtakanna.
Snarpar og líflegar umræður
höfðu orðið á Facebooksíðu
SMÁÍS á sunnudag en samtökin
opnuðu síðuna á föstudaginn. Á
mánudag, aðeins fjórum dög
um síðar, neyddust forsvarsmenn
samtakanna til að loka henni.
Ummælin í umræðunni sem
fóru hins vegar fyrir brjóstið á
pírötum voru þau að gefið var í
skyn, að þeirra mati, að þau væru
að brjóta gegn lögum um fjármál
stjórnmálasamtaka.
Í tilkynningu frá Pírötum er
vitnað í SMÁÍS: „Google er einn
helsti bakhjarl flokka sem vilja
vera „sjóræningjar“ (sem mætti
kannski bara stytta í bara ræningj
ar). Er það ekki pínu kaldhæðni?“
„Lögum samkvæmt er stjórn
málasamtökum óheimilt að þiggja
fjárstuðning frá erlendum aðilum.
Við teljum þetta vera ærumeið
andi þar sem þetta á ekki við nein
rök að styðjast og við bíðum eftir
formlegri afsökunarbeiðni frá
SMÁÍS,“ segir Birgitta í tilkynningu
frá stjórnmálasamtökunum.
Píratar telja að vegið sé að
heiðarleika flokksins með því að
tengja hann ranglega við ólöglegt
athæfi.
„Grunnstefna Pírata leggur
áherslu á heiðarleika og gagnsæi.
Eitt aðalbaráttumál Pírata er auk
ið aðgengi að upplýsingum, þar
með talið upplýsingum varðandi
fjármál stjórnmálaflokka. Þessa
stefnu vona Píratar að allir stjórn
málaflokkar á Íslandi tileinki sér.“
Píratar vilja vilja einnig nota
tækifærið og taka fram að þeir
tengjast ekki á nokkurn hátt „sjó
ránum né Landssambandi ís
lenskra útvegsmanna“ enda
kenni Píratar sig við gríska orðið
„peiran“ sem þýðir víst að ráðast
gegn eða leggja til atlögu. „Pírat
ar ráðast gegn rotnu kerfi og úr
eldum gildum í baráttu sinni fyrir
betra samfélagi.“
Þjófur réðst á
húsráðanda
Brotist var inn í íbúðarhúsnæði í
Kópavogi laust fyrir klukkan fjögur
aðfaranótt þriðjudags. Ráðist var á
húsráðanda og tölvu og sjónvarpi
stolið af heimili hans.
Tveir menn voru handteknir
skömmu síðar og vistaðir í fanga
geymslu vegna rannsóknar máls
ins.
Seinnipartinn á mánudag var
einnig tilkynnt um annað innbrot,
í miðbæ Reykjavíkur, þar sem farið
var inn um glugga og stolið tölvu
auk annarra verðmæta.