Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.2013, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.2013, Blaðsíða 4
„Ég er mjög reiður“ 4 Fréttir 6. febrúar 2013 Miðvikudagur „Víðtæk og alvarleg áhrif“ n Áfallastreituröskun eftir „meint“ kynferðisbrot M ikillar reiði gætir í samfé- laginu vegna dóms Hæsta- réttar Íslands á dögunum, en þar voru sakborningar í svokallaðri Hells Angels-árás, sýkn- aðir af kynferðisbroti. Komust dóm- arar að þeirri niðurstöðu að það telj- ist ekki til kynferðisbrots að stinga fingrum upp í leggöng og endaþarm konu, og klemma á milli. Rökin fyrir þessu sögðu dómarar málsins vera að tilgangur árásarinnar hafi verið að meiða þolandann, en háttsemin teljist ekki til samræðis eða annarra kynferðismaka. Þar sem ákært var fyrir nauðgun voru þau ekki sakfelld. Ingibjörg Benediktsdóttir hæsta- réttardómari skilaði sératkvæði í málinu þar sem hún var ósammála niðurstöðu meðdómenda sinna. Sagði hún konuna sem fyrir of- beldinu varð hafa verið beitta grófu kynferðislegu ofbeldi og brotið hafi verið freklega gegn kynfrelsi hennar. Háttsemin hafi verið afar niðurlægj- andi og að hennar mati skipti engu máli hvort tilgangur ofbeldismanns- ins hafi verið einhver annar en að veita sjálfum sér kynferðislega full- nægju. Við skýrslutöku fyrir Héraðsdómi Reykjaness kom skýrt fram að kon- an, brotaþoli í málinu, upplifði það sem kynferðisbrot sjálf. Þar greindi hún frá því að hún ætti erfitt upp- dráttar vegna þeirra minninga sem sæktu á hana vegna árásarinnar. Þær væru erfiðar og væru tengdar ætluðu kynferðisbroti. Í skýrslu dr. Berglindar Guðmundsdóttur sál- fræðings sagði að konan hefði upp- lifað bjargarleysi, ótta og lífshættu í kjölfar árásarinnar. Hún þjáðist af alvarlegri áfallastreituröskun í kjöl- far „meints kynferðisbrots“ og ljóst væri að atburðurinn hefði víðtæk og alvarleg áhrif á hana. astasigrun@dv.is Konan sem lést á Esju Konan sem lést af slysförum í Esju á sunnudag hét Birna Stein- grímsdóttir. Birna var hjúkrunar- fræðingur, 58 ára að aldri og bú- sett í Kópavogi. Hún lætur eftir sig eiginmann, þrjú uppkomin börn og fjögur barnabörn. Birna var mikill og reyndur göngugarpur en hún var á göngu með þrjátíu manna hópi þegar slysið átti sér stað vestan megin við hátind Esjunnar. Um fimm- tíu manns komu að björgunarað- gerðum á fjallinu en þegar niður var komið, undir kvöld, var hún úrskurðuð látin. Aðstæður voru afar erfiðar vegna veðurs. Fordæma niðurstöðu Hæstaréttar „Meirihluti Hæstaréttar telur eðlilegt að afstaða geranda til eigin ofbeldisverknaðar ráði því undir hvaða ákvæði brot hans er fellt.“ Þetta er á meðal þess sem Knúzverjar svokallaðir skrifa á vefsíðu femíníska vefritsins Knúz.is. Þau fordæma niðurstöðu meirihluta Hæstaréttar í máli 521/2012 en eins og fram hefur komið voru þar fjórar mann- eskjur sýknaðar af ákæru um kynferðisbrot. Í dómnum segir að það teljist ekki til kynferðis- brots að stinga fingrum upp í leggöng og endaþarm konu og klemma á milli því tilgangur árásarinnar hafi ekki verið kyn- ferðislegur heldur hafi tilgangur hennar verið að meiða þoland- ann. „Við lýsum yfir vantrausti á Hæstarétt Íslands. Við höfum fengið nóg,“ skrifa Knúzverjar. Reiði vegna dóms Undirskriftalista hefur verið hrundið af stað vegna dómsins og eru margir ósáttir við túlkun Hæstaréttar n Íhugar að leita til lögmanns vegna taps á Samvinnutryggingum É g bjó í sveit og maður versl- aði í kaupfélaginu og tryggði hjá Samvinnutryggingum, segir Þórmar Jónsson, fyrr- verandi tryggingataki hjá Samvinnutryggingum, sem íhugar að leita réttar síns út af endalok- um fjárfestingarfélagsins Giftar sem stofnað var utan um eignir tryggingataka Samvinnutrygginga árið 2007. Félagið var með 30 millj- arða í eigið fé og stóð til að greiða 20 milljarða af þessum 30 út til um 40 þúsund tryggingataka sem átt höfðu í viðskiptum við Samvinnu- tryggingar á árum áður. Þessir fjár- munir voru hins vegar ekki greidd- ir út til tryggingatakanna heldur voru fjármunir félagsins notaðir til fjárfestinga í hlutabréfum, meðal annars í Kaupþingi. Þórmar tryggði eignir sínar, fast- eignir og bifreiðar, hjá Samvinnu- tryggingum í tvo áratugi, frá árinu 1975, þegar hann flutti úr dreifbýli og til Akureyrar. Hann segist ekki vita hvað hafi orðið um þá fjármuni sem hann telur sig hafa átt inni hjá Samvinnutryggingum. „Nei, ég veit ekkert um það. Ég er mjög reiður.“ Eignirnar rýrnuðu um milljarða Líkt og DV hefur greint frá fékk Gift nauðasamninga við kröfuhafa sína eftir hrunið 2008. Þegar gengið var frá nauðasamningunum árið 2011 lá fyrir að afskrifa þurfti um 57 millj- arða króna af skuldum félagsins. Fé- lagið á í dag eignir upp á 2,8 millj- arða króna en átti, líkt og áður segir, um 30 milljarða króna eignir í lok árs 2007. Eignir félagsins rýrnuðu því um meira en 25 milljarða króna frá því að Gift var stofnað árið 2007 og þar til gengið var frá uppgjöri á nauðasamningum félagsins. Líkt og DV hefur greint frá var gengið frá nauðasamningum Giftar á sama stað, hjá lögmanninum Kristni Hall- grímssyni, og félagið var stofnað á árið 2007. Gift var í eigu Eignarhaldsfé- lags Samvinnutrygginga sem stýrt var af fulltrúaráði sem í sátu með- al annars Finnur Ingólfsson, Val- gerður Sverris dóttir, Helgi S. Guð- mundsson, Ólafur Friðriksson og Ingólfur Ásgrímsson, bróðir Hall- dórs Ásgrímssonar. Stærstu hluthaf- ar Samvinnutrygginga á þeim tíma sem Gift varð til voru Samvinnu- sjóðurinn, Samband íslenskra sam- vinnufélaga og KEA. Íhugar réttarstöðu sína Þórmar segir að hann eigi erfitt með að kyngja því að ekki liggi fyr- ir hvernig eignir Giftar rýrnuðu og svo af hverju fjármunirnir voru ekki greiddir út úr Gift til trygginga- takanna. Hann segir að hann sé tilbúinn að láta á það reyna hvort hægt sé að skoða lagalegar hliðar málsins. „Ég væri tilbúinn að láta á það reyna,“ segir Þórmar. Sigurður G. Guðjónsson lögmað- ur vann um tíma fyrir nokkra af fyrr- verandi viðskiptavinum Giftar sem voru að skoða réttarstöðu sína vegna meðferðarinnar á eignum Sam- vinnutrygginga. Í grein í Morgun- blaðinu árið 2008 sagði hann meðal annars: „Á aðalfundi Eignarhalds- félagsins Samvinnutrygginga 2007 ákváðu nokkrir umboðslausir fram- sóknar- og samvinnumenn, þ.á m. tveir af fyrrum viðskiptaráðherrum Framsóknarflokksins, Finnur Ingólfs son og Valgerður Sverrisdóttir, að flytja eignir og skuldir Samvinnu- trygginga í hlutafélag (Gift) … Eigið fé Giftar var við stofnun 30 milljarð- ar króna. Upplýst var að helstu eign- ir Giftar væru annars vegar um 5,42 prósenta hlutur í Exista hf., og hins vegar óbeinn eignarhlutur í tæp- um þriðjungshlut í Icelandair Group hf., gegnum Langflug ehf. Þess var þó ekki getið í fréttum af aðal- fundi Eignarhaldsfélags Samvinnu- trygginga að meðeigandi að Lang- flugi væri FS7 ehf., félag í eigu Finns Ingólfssonar. Finnur losaði sig út úr þessu samkrulli við Gift með ævin- týralegum hætti í lok ágúst og byrjun september 2007.“ Ekkert varð hins vegar úr mögu- legum málsóknum umbjóðanda Sigurðar G. vegna Giftarmálsins. n Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is „Nei, ég veit ekkert um það Keyptu í Kaupþingi Gift keypti hlutabréf í Kaupþingi í árslok 2007 en DV hefur greint frá því að Sigurjón Rúnar Rafnsson, aðstoðar- kaupfélagsstjóri á Sauðárkróki, hafi komið að skipulagningu viðskiptanna. Þórólfur Gíslason er kaupfélagsstjóri á Sauðárkróki en hann var stjórnarformaður Giftar. Ósáttur Þórmar Jónsson er ósáttur við að ekki hafi verið upplýst hvert eignir Giftar runnu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.