Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.2013, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.2013, Blaðsíða 25
Fólk 25Miðvikudagur 6. febrúar 2013 Betri apótekin og Lifandi markaður www.sologheilsa.is www.birkiaska.is Bodyflex Strong vinnur gegn stirðleika og verkjum í liðamótum og styrkir heilbrigði burðarvefja líkamans. 2 hylki tvisvar á dag í tíu daga. Síðan er hægt að minnka skammt í 2 hylki á dag. Inniheldur hvorki laktósa, ger, glúten né sætuefni. Bodyflex Strong www.birkiaska.is Minnistöflur Bætir skammtímaminnið. Nýtist fólki sem er undir álagi og fæst við flókin verkefni. Hentar vel fyrir eldri borgara, lesblinda og nemendur í prófum. Dregur úr streitu, eykur ró og bætir skap. www.birkiaska.is Birkilauf (Betulic) hefur góð áhrif á bæði vökvajafnvægi líkamans og húð, örvar starfsemi nýrna og þvagfæra. Hraðar efnaskiptum og losar vatn úr líkamanum, dregur úr bólgum og afeitrar líkamann (detox). Birkilaufstöflur Húðflúr í andlitinu Ryan Gosling hefur oft verið myndarlegri en í hlutverki sínu í The Place Beyond the Pines. Í myndinni er hann með aflitað hár og húðflúr í andlitinu. Þokkagyðjan Eva Mendes leikur á móti Ryan og annar þokkasveinn, Bradley Cooper, er skammt undan. Stjörnusveit Stórskotalið stjarnanna fer með hlutverk í myndinni The Place Beyond the Pines; Eva Mendez, Ryan Gosling og Bradley Cooper. Kate Middleton í verslunarferð K ate Middleton klæddi sig í víðan fatnað til að hylja bumbuna í verslunarferð í London á miðvikudag í síð- ustu viku. Bretar eru upp- teknir af barneignarmálum Kate og Vilhjálms en nýverið var hannað- ur kjóll í merkinu Issa London til heiðurs Kate í anda þess sem hún klæddist frá sama merki þegar hún trúlofaði sig árið 2010. Hertogaynjan hefur látið lítið fyrir sér fara síðan hún tilkynnti að hún og Vilhjálmur ættu von á barni. Hún hélt upp á 31 árs afmæli sitt með fjöl- skyldu og vinum í Royal Albert Hall á sýningu Cirque du Soleil, Kooza. Kate hefur tekið sér leyfi frá skyldum sín- um sem hertogaynja meðan hún er barnshafandi eftir sjúkrahúsvist sína á síðasta ári. n Faldi bumbuna Heldur sér til hlés Kate hefur tekið sér leyfi frá skyldustörfum meðan hún er barns­ hafandi. M iranda Kerr er komin á fullt í fyrirsætubransanum eftir að hafa verið með syni sín- um Flynn í fæðingarorlofi. Miranda og barnsfaðir hennar, Or- lando Bloom, eru í pásu. Þau hafa ekki viljað skilja endanlega að skiptum og meðan Miranda flýgur um heiminn, tískupalla á milli, nýtur Orlando tím- ans með Flynn litla. Miranda flaug alla leið til Ástralíu nýverið til að sýna fatn- að í haust- og vetrarlínu David Jones. Fyrirsæta og móðir á ferð og flugi n Orlando nýtur tímans með syninum Góð saman Þótt Miranda og Orlando séu í pásu, vinna þau vel saman sem foreldrar og hugsa vel um Flynn. Stjörnuhrap – amanda ByneS á hraðri niðurleið n Lögreglan kölluð til vegna grasreykinga L eikkonan fyrrverandi Amanda Bynes er á hraðri niðurleið. Fyrir áramót tók hún ákvörðun um að hætta að leika. Hún sagðist hafa þénað nóg, væri í raun milljarðamæringur, og gæti sest í helgan stein. Uppátæki hennar hafa ítrekað ratað í fjölmiðla. Á nokkurra mánaða tímabili hefur hún tvisvar verið handtekin fyrir að aka undir áhrif- um. Hún var einnig í annarlegu ástandi á sólbaðsstofu og dögunum þar sem hún gekk um án fata fyrir framan gesti og gangandi. Nú hefur hún flúið íbúð sína í New York eftir ítrekaðar kvartanir nágranna henn- ar. Amanda reykir hass og gras af miklum móð og kvörtuðu nágrannar undan stöðugum reykjarmekkinum frá íbúð hennar. Lögregla var kölluð til og varð úr að Amanda fann sér annan samastað þar sem hún stundar óáreitt gras- reykingar. Ættingjar Amöndu hafa af henni miklar áhyggjur og foreldrar hennar eru nú komnir til borgarinnar til þess að reyna að skakka leikinn. Hver er Amanda? Amanda Laura Bynes (f. 3. apríl 1986) er bandarísk leikkona, fyrrverandi kynnir á Nickelodeon, grínisti, fatahönnuður, söngkona og talar inn á teiknimyndir. Eftir að hafa leikið í nokkrum vinsælum sjónvarpsþáttaröðum (All That og The Amanda Show) og verið í Nickelodeon í nokkur ár, sneri hún sér að kvikmyndum og lék í nokkrum kvikmyndum sem voru ætlaðar unglingum, meðal annars She‘s the Man (2006) og Hairspray (2007). Árið 2006 var Amanda valin ein af 25 heitustu stjörnunum undir 25 ára af Teen People‘s og árið 2007 var hún í fimmta sæti á lista Forbes yfir tekju­ hæstu stjörnurnar undir 21 árs, með 2,5 milljónir dollara í tekjur. Í miklum vanda Amanda hefur verið vinsæl leikkona en er nú á hraðri niðurleið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.