Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.2013, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.2013, Blaðsíða 14
Sandkorn E r það líkamsárás eða nauðgun þegar einstaklingur er dæmd­ ur fyrir að troða glerflösku upp í endaþarm eða kynfæri konu með þvingunum og ofbeldi? Samkvæmt nýföllnum dómi í Hæsta­ rétti Íslands skiptir máli þegar þetta er metið hvaða forsendur lágu á bak við verknaðinn hjá brotamanninum: Ætlaði ofbeldismaðurinn að „meiða“ fórnarlambið eða voru kynferðislegar hvatir á bak við árásina? Dómurinn féll í síðustu viku í fólskulegu líkams­ árásarmáli þar sem þrír einstaklingar réðust inn á heimili konu í Hafnar­ firði og gengu í skrokk á henni. Einn þremenninganna stakk „fingrum upp í endaþarm og leggöng brotaþola“ og klemmdi „þar á milli“, eins og segir í dómi Hæstaréttar. Hæstiréttur taldi að með verkn­ aði sínum hefði maðurinn ætlað að „meiða“ konuna og snéri dómurinn við því mati Héraðsdóms Reykjavíkur að um kynferðisbrot, nauðgun, hefði verið að ræða. Orðrétt segir í dómi Hæstaréttar: „Fram er komið að þessi háttsemi þeirra hafði þann tilgang að meiða brotaþola og þegar litið er til atvika málsins telst hún ekki til sam­ ræðis eða annarra kynferðismaka í skilningi 1. mgr. 194. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940.“ Fjórir dómarar í fimm manna dómi kváðu upp þessa niðurstöðu. Ingibjörg Benediktsdóttir hæsta­ réttardómari skilaði hins vegar sér­ atkvæði í málinu og vildi ekki breyta því mati Héraðsdóms Reykjavíkur að um kynferðisbrot, ekki líkamsárás, hefði verið að ræða. Vísaði Ingibjörg meðal annars í þrjú nýleg dómafor­ dæmi í Hæstarétti máli sínu til stuðn­ ings og sagði jafnframt að með lög­ um frá 1992 hefði verið ákveðið að hugtakið „önnur kynferðismök“ ætti að leggja að jöfnu við samræði, þegar metið væri hvort kynferðis­ brot hefði átt sér, og að í hugtakinu fælist „önnur, kynferðisleg misnotkun á líkama annarrar manneskju“. Þess konar „önnur kynferðismök“ er með­ al annars „sú háttsemi að setja fingur eða hluti í leggöng eða endaþarm“. Niðurstaðan í sératkvæði Ingi­ bjargar er á þá leið að ekki skipti máli hver „tilgangur“ brotamannsins var þegar hann tróð fingrunum upp í endaþarm og leggöng konunnar og er það þessi skilningur hennar sem gerir henni kleift að vera ósammála meirihluta dómsins. Orðrétt segir Ingibjörg: „Með þessum verknaði beitti hann brotaþola grófu kynferðis­ legu ofbeldi og braut þannig freklega gegn kynfrelsi hennar. Er fallist á með ákæruvaldinu að þessi háttsemi hafi verið af kynferðislegum toga og afar niðurlægjandi fyrir brotaþola. Skiptir ekki máli hvort tilgangur ákærða hafi verið einhver annar en að veita sér kynferðislega fullnægju, enda nægir að verknaður sé almennt til þess fall­ inn.“ Þessi dómur Hæstaréttar er því skrítinn fyrir margt. Til að byrja með sýnir hann að annað hvort þekk­ ir meirihluti dómsins ekki þau ný­ legu dómafordæmi Hæstaréttar sem Ingibjörg vísar til í sératkvæði sínu eða þá að hún rangtúlkar lík­ indi þessara fordæma við aðstæð­ urnar í málinu sem dómurinn féll í. Í þessum nýfallna dómi Hæstaréttar og hinum þremur sem Ingibjörg vís­ aði til, ef túlkun hennar er rétt, er því komin viss mótsögn. Þessi niðurstaða Hæstaréttar virðist ganga gegn þeim dómafordæmum sem Ingibjörg vísar til í sératkvæði sínu og einnig gegn breytingunni á lögum um kynferðis­ brot frá árinu 1992. Þetta fordæmi skapar vissa óvissu um eðli kynferðisbrota. Hæstiréttur rýnir í hvatir brotamannsins þegar metið er hvort um kynferðisbrot eða líkamsárás er að ræða en horfir ekki á verknaðinn sjálfan sem maðurinn er ákærður fyrir eða upplifun fórnar­ lambsins af brotinu. Manneskju sem hefur lent í nauðgun, meðal annars því að láta troða hlutum upp í kynfæri sín eða endaþarm, líður þess utan örugglega talsvert verr á sálinni en ef hún hefði kýld eða henni hrint. Ef Hæstiréttur segir þessari manneskju að brotið gegn henni hafi ekki verið nauðgun heldur líkamsárás er það ör­ ugglega sem salt í sár hennar. Þannig eru forsendur brotamannsins, en ekki verknaðurinn sjálfur eða hugarástand fórnarlambsins, látnar ráða dómnum. Nauðgarinn fær að njóta vafans. Þessi sérstaka niðurstaða Hæsta­ réttar gengur því gegn heilbrigðri skynsemi fólks um hvað felst í kyn­ ferðisbrotum, nauðgunum. Boð­ skapurinn sem Hæstiréttur Íslands sendir út í samfélagið, svo notað sé heitið á nýrri fræðslumynd um mörk­ in á milli ofbeldis og kynlífs, er að kynferðisbrotamaðurinn þurfi að játa að brot hans hafi nauðgun en ekki lík­ amsárás til að vera dæmt sem slíkt: Fáðu já hjá nauðgaranum! Sá boð­ skapur er einkennilegur og virðist hann heldur ekki eiga sér skýra stoð í lögunum sem dæmt er út frá í málinu ef marka má Ingibjörgu Benedikts­ dóttur. Saksóknari harður n Ákæra sérstaks saksóknara á hendur Bjarna Ármanns- syni, fyrrverandi bankastjóra Glitnis, vekur athygli. Bjarni hefur viðurkennt mistök við gerð skatta­ framtals sem leiddi til þess að skattar hans voru 20 milljónum krónum lægri en vera skyldi. Menn velta þó fyrir sér hvort þetta geti verið ásetningur hjá manni sem á milljarðaeignir. Í sam­ henginu er um að ræða smá­ peninga fyrir auðmanninn. Sérstakur virðist hafa fulla trú á því að um meðvitað brot hafi verið að ræða og hefur því ákært og gerir kröfu um fangelsisdóm. Brynjar og ofstækið n Brynjar Níelsson, verðandi þingmaður Sjálfstæðisflokks, er mikil varðmaður íslenska réttarkerfisins og þá sér­ staklega þar sem kemur að kynferðis­ brotamálum. Brynjar var í viðtali við Bít­ ið á Bylgjunni vegna dóms Hæstaréttar sem valdið hefur undrun og hneykslan. Hrottar sem stungu fingr­ um í leggöng og endaþarm konu voru dæmdir fyrir of­ beldi en ekki kynferðisbrot. Mikil reiði er vegna dómsins í samfélaginu og er hvatt til mótmæla gegn Hæstarétti. Brynjar taldi gagnrýnendur vera ofstækisfólk og það væri ekki við dómara að sakast heldur fremur löggjafann. Eyjamenn súrir n Sigurður Jónsson, fyrrver­ andi bæjarfulltrúi Sjálf­ stæðisflokksins í Eyjum, er frekar súr í grein á heima­ síðu Eyjafrétta. Bend­ ir hann á að á framboðs­ listum fjórflokksins sé ekki að finna Vestmanneyinga. „Vilja ekki Eyjamenn,“ er boðskapurinn. Sigurður vekur síðan athygli á því að eina ljósið í myrkrinu sé Geir Jón Þórisson, fyrrverandi lög­ regluþjónn, í baráttusæti Sjálfstæðisflokksins. Leggur hann til að Eyjamenn tryggi honum kosningu. VG minni en HG! n Þátturinn Sprengisandur undir stjórn Sigurjóns M. Egilssonar hefur haldið mjög á lofti netkönnunum á vegum Plússins sem eiga að sýna fylgi hinna ýmsu stjórnmála­ samtaka. Sumpart eru þessar kann­ anir í takti við aðrar og vísindalegri, en stundum hafa kom­ ið fram mikil hástökk. Í nýj­ ustu könnuninn kom fram að Vinstri­grænir eru orðnir minni en Hægri grænir Guð- mundar Franklíns Jónssonar. Þetta væru auðvitað stórtíð­ indi ef mark væri takandi á aðferðafræðinni. En hugsan­ lega er þetta fyrirboði. Hún bjó á Dalvík Ég fæ mjög jákvæð viðbrögð Eyþór Ingi Gunnlaugsson er fjórði Dalvíkingurinn í Eurovision ef Hera er talin með. – DV Luis Arreaga, sendiherra Bandaríkjanna, mætti sem uppvakningur á frumsýningu. – DV Fáðu já hjá nauðgaranum! „Þannig eru forsend- ur brotamanns- ins, en ekki verknaðurinn sjálfur eða hugarástand fórnar lambsins, látnar ráða dómnum. E inu sinni sem oftar hlýddi ég á kvöldfréttir í útvarpinu á leið heim í bílnum fyrir nokkrum mánuðum. Fyrsta frétt vakti mig til umhugsunar. Hún fjallaði um það að formaður Sjálfstæðisflokksins hafði sagt að þingmenn Hreyfingarinnar væru einhverrar skoðunar. Ég man ekki nákvæmlega hverrar skoðunar. Það er aukaatriði. Hitt fannst mér merkilegra: Af hverju var það yfirleitt fréttaefni hvað formaður Sjálfstæðis­ flokksins taldi að Hreyfingin héldi? Af hverju var ekki Hreyfingin einfaldlega spurð beint um skoðanir sínar? Ítrekað í frásögnum af pólitík er verið að segja frá því hvað einhverjir telja að aðrir telji. Yfirlýsingar fólks um þankagang annarra, – hvaða skoðanir aðrir hafa, hvaða markmið aðrir hafa, hvaða ásetning, drauma og þrár aðr­ ir hafa – rata daglega í fréttir, dægur­ málaþætti, statusa, blogg og blaða­ mola. Á kosningavori mun þetta færast í vöxt. Miðlarnir, netið, pottarnir munu fyllast af alls konar yfirlýsingum fólks um fólk. Það sem mig langar til að segja við kjósendur er þetta: Ekki trúa öllu. Flókinn veruleiki Það getur verið krassandi að heyra orðheppinn mann lýsa öðrum manni sem svona og svona. Að hann ætli sér greinilega þetta og hitt. Það getur verið hressandi að lesa kenningu, korn, stat­ us eða stein, um að þetta vaki greini­ lega fyrir þessum og að þessi vilji aug­ ljóslega gera þetta við þennan. Ég útiloka ekki að í lýsingum fólks á öðru fólki geti leynst sannleikskorn, en mín reynsla segir að yfirleitt er flest svona úr lausu lofti gripið, stundum tær uppspuni en í besta falli hálfsann­ leikur (sem sumir segja verri en lygi). Raunveruleikinn er yfirleitt svo miklu, miklu flóknari en svo að hann rúmist í einum mola í blaði, fyrstu frétt á RÚV eða í þrjátíu sekúndna ummælum, grein eða bloggi eins manns um annan – hvað þá þegar augljóslega ríkir ekki velvilji þeirra á milli. Greinagóðar, vel unnar lýsingar, skýringar og túlkanir á afstöðu stjórn­ málamanna og flokka í margbreyti­ legri veröld eru sem betur fer mögu­ legar. En þær þurfa pláss. Tíma. Ég er að lesa eina bók um þessar mund­ ir sem mér finnst vera þannig, um bandarísk stjórnmál. Vegna þess hve mikil heimildarvinna liggur að baki og hversu margir viðmælendur eru kall­ aðir til fær maður fljótt á tilfinninguna að hér sé um tiltölulega sanna lýsingu á atburðum, skoðunum, fyrirætlunum og þrám fólks í stjórnmálum að ræða. Og bókin, sem heitir Game Change, virðist skrifuð af natni og með opnum og fordómalausum huga. Rannsak­ andi huga. Það er skemmtilegt að lesa svoleið­ is, að fá innsýn inn í raunverulegan þankagang fólks, vitnisburð um raun­ verulega atburði. Leitið upplýsinga Ég er ekki vongóður um að svona bók eða grein verði skrifuð um ís­ lenska stjórnmálamenn og flokka fyrir kosningar. Við munum þurfa að búa við stutta mola og statusa hægri og vinstri. Þessi segir þetta um þennan. Stjórnmálamenn í öllum flokkum munu þurfa að glíma við það með sínum einstaklingsbundnu aðferðum að skoðanir og fyrirætl­ anir sem þeir hafa alls ekki, verða eignaðar þeim. Í versta falli er þetta aðferðarfræði í pólitík. Að klína ein­ hverju á annan. Láta hann neita því. Við skulum bara kalla það klínu, svo búið sé til nýyrði. Sumir eru góðir í klínu. Ekki trúa öllu, segi ég. Og mig langar að bæta við: Kynnið ykkur mál­ in sjálf. Farið á heimasíður flokkanna. Lesið. Sendið þeim línu. Fáið svör. Nálgist sviðið með gagnrýnum huga. Ræðið málin. Í rólegheitum. Og svo þetta, sem er lykilatriði: Kjósið það sem ykkur sýnist. Ekki það sem öðrum sýnist. Ekki trúa öllu Leiðari Ingi Freyr Vilhjálmsson ingi@dv.is Útgáfufélag: DV ehf. Stjórnarformaður: Ólafur M. Magnússon Ritstjóri: Reynir Traustason (rt@dv.is) Fréttastjóri: Ingi Freyr Vilhjálmsson (ingi@dv.is) Umsjón helgarblaðs: Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir (ingibjorg@dv.is) Umsjón innblaðs: Kristjana Guðbrandsdóttir (kristjana@dv.is) Framkvæmdastjóri og vefstjóri DV.is: Jón Trausti Reynisson (jontrausti@dv.is) Sölu- og markaðsstjóri: Heiða B. Heiðarsdóttir (heida@dv.is) Umbrot: DV Prentun: Landsprent Dreifing: Árvakur DV á netinu: www.dv.is F R J Á L S T, Ó H Á Ð D A G B L A Ð Heimilisfang Tryggvagötu 11 Hafnarhvoli, 2. hæð 101 Reykjavík FRéTTASkoT 512 70 70 DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. 512 7000 512 7010 512 7080 512 7050 AÐALnúmeR RiTSTJÓRn ÁSkRiFTARSími AuGLýSinGAR 14 6. febrúar 2013 Miðvikudagur „Kjósið það sem ykkur sýnist. Ekki það sem öðrum sýnist Kjallari Guðmundur Steingrímsson formaður Bjartrar framtíðar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.