Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.2013, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.2013, Blaðsíða 16
F jölmargar gloppur má finna í ís- lenskum neytendalögum hvað varðar réttmæta notkun hug- taka. Auglýsendur geta beitt ýmsum blekkingum til þess að telja neytendum trú um að vara sem búin er til í tilraunastofum sé til dæm- is „náttúruleg“ í skjóli óljósra hugtaka sem ekki eru skilgreind í lögum eða reglum. DV tók saman nokkur hugtök sem notuð eru í auglýsingum hér á landi og bar þau saman við neytendalög- gjöfina og tilvísanir Neytendastofu. Athugull neytandi reynir að vera á varðbergi gagnvart innantómum slag- orðum sem oft eru mjög gildishlaðin, enda eru þau ekki lýsandi fyrir inni- hald vörunnar. Slagorðin fylgja hér en það getur farið eftir upprunalandi hvort ákveðin orðanotkun samræmist lögum eða ekki. Ekki skilgreint í lögum Náttúrulegt Orðið „náttúrulegt“ er ekki skilgreint í íslenskum lögum og þýðir raunar ekki neitt í lagalegum skilningi. Ólíkt því sem er með orðið „lífrænt“ er engin sérstök vottun til um að vara sé náttúruleg. Þó er matvælaeftirlit Bandaríkjanna búið að skilgreina „náttúruleg bragðefni“ en sú skilgreining er ansi víð. Öll bragðefni – og einungis bragð- efni – sem finna má í kryddi, ávöxtum, grænmeti, ætum gertegundum, trjáberki, rótum, blómhnöppum, lauf- um eða svipuðum plöntuafurðum, sjávarfangi, alifuglum, eggjum eða mjólkurafurðum eru svokölluð „nátt- úruleg bragðefni“. Þetta efni má vera einangrað með eimingu, bruggun, hitun eða steikingu. Niðurstöður þessa eru nokkuð áhugaverðar. Kaupir þú vanilluís innfluttan frá Bandaríkjunum með náttúrulegum bragðefnum, getur þú nánast aldrei verið viss um uppruna bragðefnanna. Efnið „castoreum“ er náttúrulegt og hefur verið notað til þess að gefa vörum hindberja-, vanillu- eða jarðarberjabragð. Einnig er efnið notað í síga rettur til þess að bæta bragð og lykt. EES gerir kröfu um að vörur sem eru framleiddar þar og innihalda „náttúruleg bragðefni“ innihaldi einungis náttúruleg bragðefni og engin gerviefni. Evrópska skilgrein- ingin á náttúrulegum bragðefnum er svipuð þeirri bandarísku, nær yfir allar afurðir dýra og plantna. Þar sem skilgreiningarnar ná einungis til bragðefna er ljóst að hægt er að reiða fram mjög ónáttúrulega vöru, til dæmis með erfðabreyttu hráefni, með náttúrulegum bragð- efnum, og markaðssetja hana sem „náttúrulega“. Sem dæmi um þetta má nefna Honey Nut Cheerios, sem fæst í matvörubúðum hér. Það inniheldur erfðabreyttan maís en náttúruleg bragðefni. Framan á stendur því „Naturally flavored“. Mikilvægt er að nefna að það er ekki grundvallarmunur á gervi- og náttúrulegum bragðefnum. „Ef neyt- andi kaupir epladrykk sem inniheldur gervibragðefni, mun hann innbyrða í megindráttum sömu efni og hann myndi innbyrða ef hann hefði kosið epladrykk með náttúrulegum bragð- efnum,“ útskýrir Gary Reineccius, prófessor í næringarfræði, í tímaritinu Scientific American. Orðið náttúrulegt vísar því til upprunans, en efnin sem gefa bragð eru ekki mismunandi eftir upprunanum, þótt gervibragðefni séu venjulega með einfaldari efnafræði- lega uppbyggingu: „Þetta er líkt og að epli sem væri til sölu á bensínstöð væri sagt vera gerviepli en eins epli sem væri til sölu á ávaxtamarkaði væri sagt náttúrulegt.“ Ekki skilgreint í lögum Ofurfæða Orðið „superfood“ eða „ofurfæða“ er algjörlega merkingarlaust hugtak á Íslandi, í lagalegum skilningi. Orðið hefur verið notað yfir fæðu sem á að þykja meinholl og stundum eru slíkar fullyrðingar á rökum reistar. Oft er því svokölluð „ofurfæða“ mjög dýr og markaðssett 16 Neytendur 6. febrúar 2013 Miðvikudagur Flugfélag selur kyrrð án krakka n Börn yngri en 12 ára þurfa að sitja aftast í vélinni, þar sem þeim er sinnt sérstak- F lugfarþegar þekkja eflaustvel þá reynslu að setjast örþreytt- ir í flug og verða fyrir ónæði af öðrum flugfarþegum. Þó allur gangur sé á því hvernig full- orðið fólk hagar sér, drukkið eða ódrukkið, er stundum mikið óá- næði af börnum í flugvélum. Þeim líður misjafnlega vel í háloftunum, eins og fullorðnum. Börnin verða líka fyrr þreytt og tjá það stundum óhikað í gráti og veinum. Asíst flugfélag hefur nú fundið lausn á þessu, eða í það minnsta gert tilraun til þess. Air Asia X sel- ur nú sæti í kyrrð þar sem ungir og óheftir sitja fjarri hinum full- orðnu. Reyndar gengur flugfélag- ið svo langt að börn undir 12 ára aldri mega hvergi annars stað- ar sitja en aftast í vélinni. Í stað- inn þjónustar flugfélagið börn og barnafjölskyldur sérstaklega og hugar vel að þörfum ungbarna. „Með þessum hætti geta all- ir ferðast saman í sátt, kyrrð og samlyndi,“ segir Osman-Rani, for- stjóri flugfélagsins. „Við erum ekki að banna börnum að ferðast, við erum að huga betur að þörfum hópa. Þarfir þeirra fara oft ekki saman.“ simon@dv.is Algengt verð 260,5 kr. 263,3 kr. Algengt verð 260,3 kr. 263,1 kr. Höfuðborgarsv. 260,2 kr. 263,0 kr. Algengt verð 260,5 kr. 265,3 kr. Algengt verð 262,9 kr. 263,3 kr. Melabraut 260,3 kr. 263,1 kr. Eldsneytisverð 5. feb BENsíN DísilOlía Heilsað sem vinur væri n Viðskiptavinur verslunarinnar Rangár í Skipasundi hafði samband og gat ekki orða bundist yfir ágæti verslunarinnar: „Kaupmaðurinn á horninu er nán- ast útdauður, en þó má enn finna einn og einn sem leggur metnað sinn í persónulega þjónustu og við- mót sem skírskotar frekar til góðra kynna en viðskiptasambands. Einn slíkan kaupmann er að finna í Rangá, rótgróinni hverfisverslun á horni við Skipasund í Reykjavík. Starfsfólk þar er ávallt brosandi og heilsar manni eins og gömlum vini. Líkt og almennilegri hverfisverslun sæmir býður Rangá upp á meira vöruúrval en ætla mætti miðað við stærð búðarinnar og lítil hætta á að maður gangi bónleiður til búðar eigi maður erindi í Rangá. Ég óska versl- uninni sem lengstra lífdaga, enda yrði hún Snorrabúð stekk- ur ef Rangá hyrfi af horninu.“ „Svona fram- koma á ekkert að líðast“ n Óánægður viðskiptavinur Vefn- aðarvöruverslunarinnar Virku segir farir sínar ekki sléttar eftir viðskipti við fyrirtækið. Viðskiptavinur- inn hafði komið auga á fallegt efni í búðinni: „Efnið var frekar dýrt og ég spurði hvort þetta væri gott efni. Ég sagði afgreiðslustúlkunni að ég ætlaði að láta sauma kjól úr efninu og hún taldi mér trú um að þetta væri mjög gott efni,“ segir við- skiptavinurinn. „Það er dýrt að láta sauma kjóla og ég hefði aldrei látið gera það ef þetta væri ekki gott efni,“ bætir við- skiptavinurinn við. „Eftir að hafa farið þrisvar sinnum í kjólinn hafði hann hnökrað mikið og víkkað, efnið var nánast eins og pappi á svæðum fyrir aftan.“ Þegar viðskiptavinurinn fór með kjólinn í Virku til þess að koma kvörtunum á framfæri var tekið við kjólnum til þess að leggja mat á málið. „Það var síðan hringt í mig nokkrum dögum seinna og mér sagt að þeir ætluðu ekk- ert að gera fyrir mig, því enginn hefði kvartað vegna þessa efnis áður. Þau sögðust hafa leitað til Neyt- endasamtakanna og fengið þessi svör,“ segir viðskiptavinur- inn: „Svona framkoma á ekkert að líðast í dag.“ Lof og last Sendið lof eða last á neytendur@dv.is Slagorðin innantóm n Auglýsendur blekkja í skjóli óljósra hugtaka n Einungis sum eru skilgreind í lögum og reglum n Gloppur í lögunum Símon Örn Reynisson blaðamaður skrifar simon@dv.is Grátur Ekki er víst að börnin séu ánægð með að þurfa að sitja fjarri foreldrum sínum klukkutímum saman.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.