Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.2013, Blaðsíða 12
12 Erlent 6. febrúar 2013 Miðvikudagur
Nýttu kennitölur látinna barna
n Lundúnalögreglan notaði þær til að útbúa skilríki handa flugumönnum lögreglunnar
S
tærsta deildin innan bresku
lögreglunnar, Lundúnalög
reglan (e. Metropolitan
Police) nýtti kennitölur um
það bil áttatíu látinna barna til
að útbúa persónuskilríki handa
flugumönnum lögreglunnar. Gu
ardian greinir frá þessu en blað
ið hefur farið í ítarlega rannsókn á
störfum lögreglunnar. Í umfjöllun
blaðsins kemur fram að Lundúna
lögreglan hafi leynilega samþykkt
að þessi leið yrði farin til þess að
flugumenn gætu komið sér fyrir inni
í hópum mótmælenda. Þetta var allt
gert án þess að foreldrar barnanna
sálugu fengju nokkuð um það að
vita.
Þá kemur fram í umfjöllun
blaðsins að Lundúnalögreglan hafi
leitað uppi kennitölur á yfir þriggja
áratuga tímabili allt eftir því hvað
hentaði hverjum lögreglumanni.
Keith Vaz, formaður innlendra mál
efna á breska þinginu, sagðist vera
í áfalli vegna þessara „sóðalegu
vinnubragða“. Þá sagði hann ljóst
að þetta ætti eftir að valda fjölskyld
um þessara barna miklu sálartjóni:
„Þetta er algjört áfall.“ Einn fyrr
verandi flugumaður Lundúnalög
reglunnar hefur líkt aðferðunum við
þær sem Stasi, leynilögregla Aust
urÞýskalands, stundaði. Eins og
að traðka á gröf fjögurra ára barns,
sagði annar fyrrverandi flugumaður
í samtali við Guardian, en hann
hafði notast við kennitölu drengs
sem lét lífið fjögurra ára gamall. Þá
sagði einn fyrrverandi flugumaður
að þetta væri réttlætanlegt þar sem
það væri í „þágu hins góða.“ n
Skemmti-
garður í bæ
bin Laden
Yfirvöld í bænum Abbottabad í
Pakistan, sem er einna þekktastur
fyrir að hafa hýst hryðjuverkaleið
togann Osama bin Laden þegar
hann var veginn, hafa lagt fram
metnaðarfulla áætlun sem mið
ar að því að fjölga ferðamönnum.
Þannig eru á teikniborðinu hug
myndir um risastóran skemmti
garð sem mun kosta þrjá milljarða
rúpía að búa til, eða sex milljarða
króna. Mun garðurinn standa
steinsnar frá húsinu sem Osama
bin Laden var drepinn í. Yfirvöld
þvertaka þó fyrir það að ætla að
græða á hryðjuverkaleiðtoganum.
„Þetta hefur ekkert með hann að
gera. Við erum að reyna að fjölga
ferðamönnum og afþreyingu fyr
ir þá í héraðinu og þetta verk
efni er liður í því,“ segir Syed Aqil
Shah, ferða og íþróttamálaráð
herra héraðsins, í viðtali við AFP
fréttastofuna.
Hrottalegt
nauðgunarmál
Sjö konum, þar af sex spænskum
ferðamönnum, var nauðgað á
hrottalegan hátt af hópi manna
skammt frá borginni Acapulco
í Mexíkó á mánudag. Konurnar
voru sofandi í kofa sem tilheyrir
íbúðahóteli á fjölförnum ferða
mannastað þegar árásarmennirnir
réðust til inngöngu. Að sögn Will
Grant, fréttaritara BBC í Mexíkó,
er árásin ein sú alvarlegasta sem
beinst hefur að erlendum ferða
mönnum í landinu.
Konurnar komust af sjálfs
dáðum á lögreglustöð þar sem
glæpurinn var tilkynntur. Enginn
hefur verið handtekinn í tengslum
við málið.
Engin hætta
á árekstri
Jarðarbúar þurfa ekki að hafa
áhyggjur af smástirninu 2012
DA14 sem stefnir í átt að jörðinni
á um 30 þúsund kílómetra hraða
á klukkustund. Þetta er mat vís
indamanna hjá bandarísku geim
ferðastofnuninni, NASA, sem
fylgst hafa náið með smástirninu
undanfarna mánuði. Þyngdarafl
jarðar mun beina smástirninu frá
jörðinni en samkvæmt umfjöllun
CNN mun stirnið verða í 27.600
kílómetra fjarlægð frá jörðu þegar
það fer framhjá þann 15. febrúar
næstkomandi. „Við þekkjum braut
þess mjög vel og vitum nákvæm
lega hvert það mun fara,“ segir dr.
Don Yeomans hjá NASA. Stjörnu
áhugamenn í AusturEvrópu, Asíu
og Ástralíu munu mögulega getað
barið smástirnið augum en þó að
eins með aðstoð öflugs stjörnu
sjónauka enda er það eins og hálf
ur fótboltavöllur að þvermáli.
Njósnari bresku lögreglunnar á Íslandi Mark Kennedy var á meðal mótmælenda við
Kárahnjúkavirkjun á sínum tíma, til að afla upplýsinga um starfsemi mótmælenda. Hann
kallaði sig Mark Stone.
S
ádiarabískum predikara sem
kvaldi fimm ára dóttur sína
til dauða hefur verið sleppt
eftir að hafa borgað sekt fyrir
morðið, svokallaða blóðpen
inga, og slapp þar af leiðandi við fang
elsisvist. Fjölmargt baráttufólk fyrir
mannréttindum hefur mótmælt því
og vill að lögum í landinu verði breytt.
Illa slösuð eftir föður sinn
Lama alGhamdi var dóttir Fayhan al
Ghamdi, múslimsks predikara sem
reglulega kemur fram í sjónvarpi í
SádiArabíu.
Lama, þá fimm ára, var lögð inn á
spítala 25. desember 2011 með marg
víslega áverka; meðal annars höfuð
kúpubrot, rifbeinsbrot, handleggsbrot
auk þess sem hún hafði verið brennd
og marin víða um líkamann. Áverk
arnir voru af völdum föður hennar og
hann hefur viðurkennt að hafa veitt
henni þá. Hún dó 22. október í fyrra.
Samkvæmt lögum í landinu þarf al
Ghamdi aðeins að borga sem sam
svarar tæpum 6,3 milljónum króna, í
blóðpeninga, eftir að hafa játað á sig
glæpinn.
Blóðpeningar í stað sekta
Kvenréttindahópar víða um heim hafa
mótmælt því að Fayhan þurfi ekki að
afplána refsingu fyrir voðaverkið sem
hann framdi. Segja hóparnir að faðir
inn hafi framið þennan hroðalega
glæp vegna þess að hann hafi efast um
að dóttir sín væri enn hrein mey og
hafi farið með hana til læknis til þess
að fá úr því skorið.
Starfsmaður á spítalanum sem
Lama var lögð inn á segir að hún hafi
verið hryggbrotin og það hafi verið
búið að nauðga henni ítrekað. Sú upp
hæð sem hægt er að borga aðstand
endum fórnarlamba morðingja er
nefnd blóðpeningar. Samþykki að
standendur greiðsluna þá slepp
ur morðinginn við dauðarefsingu en
niðurstaðan er byggð á lögum um
það að ekki megi dæma feður fyrir að
myrða börn sín né eiginmenn fyrir að
myrða eiginkonu sína.
Baráttufólk fyrir mannréttindum
hefur bent á það misrétti sem felist í
því að karlar njóti mun meiri réttinda
en konur þar í landi og vilja að því
verði breytt.
Heimta breytingar
Mikil reiði er vegna dómsins þar
sem faðirinn pyntaði og nauðg
aði dóttur sinni illa áður en hann
drap hana. Á samfélagsmiðlum
hafa margir tjáð sig um dóminn og
sýnt henni stuðning, meðal annars
á Twitter undir efnisorðinu „Ana
Lama“ sem þýðir sem „ég er Ana“
og vilja með því kalla eftir meiri
réttindum fyrir börn og konur í
landinu. Þrýst er á sádiarabísk yfir
völd að vinna markvisst að lögum
sem ná yfir ofbeldi gegn konum og
börnum sem því miður er daglegt
brauð í landinu. Reiði meðal al
mennings í landinu vegna morðsins
á Lömu er mikil og eru yfirvöld sögð
íhuga að opna hjálparsíma þar sem
er hægt að leita hjálpar, eða tilkynna
um ofbeldi, allan sólarhringinn. n
Viktoría Hermannsdóttir
blaðamaður skrifar viktoria@dv.is
n Mannréttindasamtök heimta lög við pyntingum á konum og börnum
Sektaður fyrir að
myrða dóttur Sína
Misþyrmdi dóttur sinni Fayhan misþyrmdi dóttur sinni til dauða. Hann er þekktur
sjónvarpspredikari í Sádi-Arabíu.
Lama Lama
var aðeins fimm
ára þegar henni
var misþyrmt til
dauða af föður
sínum.