Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.2013, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.2013, Blaðsíða 11
Fréttir 11Miðvikudagur 6. febrúar 2013 U m miðjan janúar tilkynnti rík­ isstjórnin að hægt hefði verið á viðræðum um aðild Ís­ lands að Evrópusambandinu (ESB). Í því felst meðal annars að ekki verður unnið með samnings­ afstöðu Íslands varðandi sjávarút­ vegsmál fyrr en að loknum alþingis­ kosningum og þegar ný ríkisstjórn tekur við. Líklega eru flestir sammála um að Íslendingar eigi mestra hags­ muna að gæta í viðræðunum við ESB á sviði sjávarútvegsmála. Heimildir DV herma að Evrópu­ sambandið ætli sér ekki að ljúka samningum um sjávarútvegsmál fyrr en það sér fyrir endann á aðildarvið­ ræðum við Íslendinga. Ástæðan sé meðal annars sú að ESB muni þurfa að gefa töluvert eftir í samningum um sjávarútvegsmál. Sambandið sé hins vegar ekki tilbúið að veita slíka eftir­ gjöf ef yfirgnæfandi líkur eru á því að aðildarsamningur verði felldur hér­ lendis. Með því hefði ESB veitt for­ dæmi sem aðrir gætu sótt í án þess að það hefði verið til nokkurs – slíku fylgdi of mikill kostnaður fyrir sam­ bandið. Sú útfærsla sem rætt er um er að 200 sjómílna lögsaga Íslands yrði gerð að sérstöku stjórnsýslusvæði innan sameiginlegrar sjávarútvegsstefnu ESB. Yfirstjórn þess stjórnsýslusvæð­ is yrði áfram í höndum Íslands. Er um að ræða sérlausn en ekki undanþágu frá reglum ESB. Er það í samræmi við nefndarálit meirihluta utanríkis­ málanefndar vegna þingsályktunar­ tillögu um aðildarumsóknina að ESB árið 2009 þar sem krafa var sett fram um að íslensk lögsaga verði skilgreind sem sérstakt íslenskt fiskveiðistjórnar­ svæði. Þessi hugmynd er ekki ný af nálinni. Í kassa með frétt sem byggist á grein Úlfars Haukssonar stjórnmála­ fræðings kemur fram að hugmyndir um þetta hafi fyrst verið settar fram árið 1994. Lítið verið rætt um afstöðu ESB Lítið hefur heyrst um samningsaf­ stöðu ESB varðandi sjávarútvegs­ mál allt frá því að leiðtogaráð ESB samþykkti að hefja viðræður við Ís­ lendinga þann 17. júní árið 2010. Þó má nefna að Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra átti fund með Ang­ elu Merkel, kanslara Þýskalands, í Berlín sumarið 2011. Eftir þann fund var haft eftir Jóhönnu að hún teldi að erfiðasti hlutinn af aðildarviðræðun­ um við ESB yrði varðandi takmarkan­ ir á fjárfestingum útlendinga í íslensk­ um sjávarútvegi. Meginreglan innan ESB er að var­ anlegar undanþágur séu ekki veittar frá sameiginlegri sjávarútvegsstefnu sambandsins. Flestir eru því sam­ mála um að það væri óábyrgt af emb­ ættismönnum ESB að gefa þegar upp hver samningsafstaða sambandsins gagnvart Íslendingum væri er varðar sjávarútvegsmálin ef það sé ætlun sambandsins að veita Íslendingum verulegar undanþágur frá þessari meginreglu. ESB hefur þó sýnt það margoft að sambandið reynir að finna lausnir á þeim málum sem skipta miklu máli fyrir umsóknarríki. Sér­ lausn fyrir Ísland varðandi sjávarút­ vegsmálin ætti því alls ekki að vera fjarlægt markmið enda hlutfall sjávar­ útvegs um 40 prósent af vöruútflutn­ ingi Íslendinga. Þá hefur verið bent á það að reglan um hlutfallslegan stöð­ ugleika ætti að tryggja Íslendingum að veiðiheimildum innan íslenskrar lögsögu yrði áfram útdeilt til íslenskra útgerða samkvæmt veiðireynslu þeirra. Óvissa um afstöðu ESB slæm fyrir Samfylkinguna Sú staðreynd er hins vegar að vissu leyti pínleg fyrir þá sem nú berjast fyrir því að Ísland gerist aðili að ESB, þá sérstaklega Samfylkinguna. Að fara inn í komandi kosningabaráttu án þess að geta fullyrt neitt um það hvaða undanþágur séu í boði fyrir Íslendinga er varðar sjávarútvegsmálin er líklega ekki óskastaða fyrir flokkinn sem hefur misst mikið af fylgi sínu á núver­ andi kjörtímabili. Andúð Íslendinga á inngöngu í ESB byggir að stórum hluta á því sem margir hafa haldið fram, að engar undanþágur verði í boði fyrir Ís­ land í sjávarútvegsmálum. Sú afstaða mun líklega lítið breytast þar til að við­ ræður á milli Íslands og ESB hefjast um sjávarútvegskaflann. Það sem hefur einnig mikil áhrif er að ESB hefur ekki enn lokið því að endurskoða sjávarútvegsstefnu sína. Hafa margir haldið því fram að til­ gangslaust sé fyrir Íslendinga að hefja viðræður um samningsafstöðu varð­ andi sjávarútvegmál fyrir en ESB hafi komið sér saman um eigin sjávar­ útvegsstefnu. Ekki hissa á undanþágum „Þegar viðræður standa yfir um við­ kvæm málefni þá eru samnings aðilar yfirleitt ekki að gefa það út opinber­ lega hver séu samningsmarkmið sín. Það er því ekkert óeðlilegt að ESB gefi ekki upp afstöðu sína,“ segir Úlfar Hauksson stjórnmálafræðingur í sam­ tali við DV, aðspurður hvort það sé einkennilegt að lítið hafi verið gefið út um samningsafstöðu ESB gagnvart Íslandi varðandi aðildarviðræðurnar hvað sjávarútvegsmálin varðar. Það hafi verið viðurkennd krafa af hálfu Íslendinga að fá 200 sjómílna lög­ sögu landsins viðurkennda sem sér­ stakt stjórnsýslusvæði. „Það yrði ansi góð niðurstaða fyrir Íslendinga sem kæmi mér ekki á óvart. Þar með yrðu ítrustu kröfur Íslendinga í aðildar­ viðræðunum samþykktar. Afstaða Ís­ lands varðandi þetta atriði byggir á sterkum rökum. Íslensk lögsaga er al­ gjörlega aðskilin lögsögu ESB og við deilum engum miðlínum með ESB og þar með engum staðbundnum fiski­ stofnum,“ segir Úlfar. Norðmenn sóttu ekki um sérlausn Að hans mati hefur engin þjóð í Evrópu sótt um varanlegar sérlausnir á sviði sjávarútvegs í aðildarviðræðum við ESB að neinu marki. Því sé eðlilegt að ekki sé hægt að benda á neitt gott dæmi um land sem hafi fengið svip­ aðar sérlausnir og Íslendingar ætli sér væntanlega að óska eftir í aðildarvið­ ræðum sínum. Á hann þar bæði við Möltu og Noreg. Árið 1993 fóru Norð­ menn í aðildarviðræður við ESB í annað skiptið. „Þeir fóru aldrei fram á neinar sérlausnir í sjávarútvegi. Norð­ menn sóttu bara um tímabundnar lausnir og aðlögun sem þeir þó álitu að myndu tryggja þeim óbreytta stöðu og yfirráð yfir norskum sjávarútvegi,“ segir Úlfar. Í því samhengi verði að líta til þess að árið 1993 hafi hlutur sjávar­ útvegs einungis numið um fimm pró­ sentum af verðmæti vöruútflutnings Norðmanna. Auk þess deili Norð­ menn fiskistofnum með ESB þar sem lögsögur þeirra liggja saman að hluta. Til samanburðar var hlutfall sjávarút­ vegs af vöruútflutningi Íslendinga um 40 prósent árið 2012. Í EES­samningaferlinu féll sam­ bandið frá öllum kröfum um veiði­ heimildir innan íslenskrar lögsögu. Jafnframt staðfesti ESB mikilvægi fisk­ veiða fyrir Ísland og að sjávarútvegur væri grundvöllur fyrir efnahagsstarf­ semi landsins. Engin ástæða sé til að ætla að ESB hafi snúið við blaðinu hvað þetta varðar. Því segir Úlfar það óþarfa bölsýni hjá andstæðingum um aðild Íslands að ESB að ákveða að óathuguðu máli að engar sérlausnir séu í boði fyrir Íslendinga er varðar sjávarútveginn. DV reyndi að ná tali af Össuri Skarphéðinssyni utanríkis­ ráðherra og sendi honum fyrirspurn er varðar samningsafstöðu ESB gagn­ vart Íslandi á sviði sjávarútvegsmála. Hins vegar höfðu ekki borist svör frá utanríkisráðherra þegar blaðið fór í prentun í gærkvöldi. Þegar rætt um sérlausn árið 1994: Ekki ný hugmynd „Jean­Luc Dehane, fyrrverandi forsætisráðherra Belgíu, viðr­ aði á sínum tíma [1994] hug­ myndir þess eðlis að gera íslenska fiskveiðistjórnunarkerfið hluta af sjávarútvegsstefnu ESB ef til aðildar­ viðræðna kæmi. Hann sagði for­ dæmi fyrir því að önnur stjórnunar­ kerfi gildi á ákveðnum hafsvæðum, eins og t.d. á svæðum við Írland og Hjaltlandseyjar. Hér var Dehane að opna á þá umræðu að íslenska fisk­ veiðilögsagan verði gerð að sérstöku stjórnsýslusvæði innan Evrópusam­ bandsins. John Maddison, fyrrum sendiherra ESB í Noregi og á Íslandi, ljáði á sínum tíma [1996] einnig máls á svipuðum hugmyndum. Segja má að þessi umræða hafi náð hámarki í umtalaðri „Berlínarræðu“ Halldórs Ásgrímssonar árið 2002. Rökin fyrir þessu sjónarmiði eru þau að ESB hefur vikið frá meginstefnu sinni í sjávar útvegsmálum og skapast hefur fordæmi fyrir því að tekið sé tillit til sérþarfa einstakra svæða og byggða­ laga sem háð eru fiskveiðum. Á það einkum og sér í lagi við í tilvikum þar sem ekki getur orðið um að ræða mis­ munun á grundvelli þjóðernis vegna staðbundinna stofna sem einungis eru nýttir af innlendum aðilum.“ n ESB mun veita eftirgjöf í sjávarútvegsmálum n Ísland mun fá sérlausnir sem verða þó ekki kynntar fyrr en ESB sér fyrir endann á viðræðum Annas Sigmundsson blaðamaður skrifar as@dv.is Á Austurvelli Útgerðin mótmælti harðlega við Alþingis- húsið í sumar. Góð niðurstaða kæmi ekki á óvart Úlfar Hauksson stjórnmálafræðingur segir að það kæmi sér ekki á óvart ef Íslendingar næðu fram ítrustu samningskröfum sínum í aðildarvið- ræðum við Evrópusambandið á sviði sjávarútvegsmála. „Það yrði ansi góð niðurstaða fyr- ir Íslendinga sem kæmi mér ekki á óvart. Þar með yrðu ítrustu kröfur Íslendinga í aðildarvið- ræðunum samþykktar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.