Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.2013, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.2013, Blaðsíða 3
Fréttir 3Mánudagur 25. febrúar 2013 Björn Valur kjör- inn varaformaður Björn Valur Gíslason er nýr vara- formaður Vinstrihreyfingarinnar- græns framboðs. Hann var kjörinn varaformaður á landsfundi flokks- ins með 142 greiddum atkvæðum eða 57 prósentum. Mótframbjóð- endur hans voru Daníel Haukur Arnarsson sem hlaut 56 atkvæði og Þorsteinn Bergsson sem hlaut 50 atkvæði. Björn Valur segist vona að hann geti staðið undir þeirri ábyrgð sem honum er falin. Hann segist hlakka til kosninga og er afar bjart- sýnn þrátt fyrir skoðanakannanir síðustu vikna. „Vinstri hreyfingin- grænt framboð á eftir að vinna sig- ur sem engum hefði getað dottið í hug,“ sagði Björn Valur eftir kjörið. Björn Valur var þingflokksfor- maður Vinstri-grænna árin 2011– 2012 og hefur verið formaður fjár- laganefndar síðan hann lét af þeirri stöðu. Hann hefur setið á þingi síð- an 2009 fyrir Norðausturkjördæmi. Björn Valur sóttist eftir fyrsta eða öðru sæti á lista Vinstri-grænna í Reykjavík í forvali flokksins fyrir jól en hafnaði í því sjöunda. Ólíklegt verður að teljast að hinn nýi vara- formaður nái þingsæti í kosningun- um í vor. Vilja ljúka að- ildarviðræðum Landsfundur Vinstrihreyfingar- innar-græns framboðs ályktaði á sunnudaginn að rétt sé að ljúka aðildarviðræðum við Evrópu- sambandið og leggja niðurstöð- una í þjóðaratkvæðagreiðslu þegar samningur liggur fyrir. Þó er tek- ið fram í ályktuninni að Íslandi sé best borgið utan ESB. Rúm- ur helmingur landsfundarfulltrúa studdi þessa tillögu, eða 53 pró- sent, en 46 prósent vildu heldur boða til þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald viðræðna. Nýkjörinn for- maður flokksins, Katrín Jakobs- dóttir, hefur sjálf aðhyllst þá leið að kosið verði um framhald aðildar- viðræðna en hún segir í samtali við DV að hún muni hlíta afstöðu landsfundar í þessum efnum. „Ég ætla að gera samþykkt þessa lands- fundar að minni. Ég tel að þjóðin eigi þennan ákvörðunarrétt, hvern- ig sem hann er útfærður.“ Leggjast gegn staðgöngu- mæðrun Vinstrihreyfingin-grænt framboð leggst gegn staðgöngumæðrun, bæði í hagnaðar- og velgjörðar- skyni. Ályktun þess efnis fékk einróma samþykki á landsfundi flokksins um helgina. „Með því að leyfa staðgöngumæðrun í vel- gjörðarskyni væri verið að sam- þykkja þá hugmynd að það sé í lagi að nota líkama annarra sem leið að eigin markmiði. Slíka sýn á manneskjuna getum við ekki og eigum ekki að samþykkja,“ er meðal þess sem segir í ályktun- inni. Núgildandi lög heimila ekki staðgöngumæðrun en skoðana- könnun sem gerð var í maí í fyrra bendir til þess að meirihluti Ís- lendinga sé fylgjandi því að stað- göngumæðrun verði heimiluð. K atrín Jakobsdóttir fékk af- gerandi stuðning í for- mannskjöri Vinstrihreyf- ingarinnar-græns fram boðs á landsfundi flokksins sem fram fór um helgina á Hilton-hót- elinu í Reykjavík. Enginn bauð sig fram gegn Katrínu og hlaut hún 98,4 prósent atkvæða. Þá var Björn Val- ur Gíslason kjörinn varaformaður flokksins með tæplega sextíu pró- sent atkvæða, Sóley Tómasdótt- ir var endurkjörin ritari og Hild- ur Traustadóttir gjaldkeri. Katrínar bíða viðamikil verkefni enda kosn- ingar á næsta leyti og fylgi vinstri- grænna í mikill lægð. Í stefnuræðu sinni lagði Katrín áherslu á samfé- lag jöfnuðar og sjálfbærrar atvinnu- stefnu. Hún segir að góðir hlutir gerist hægt og varar við óábyrgum málflutningi og loforðaflaumi stjórnmálaflokka í aðdraganda kosninga. Í ríkisstjórn á erfiðum tímum Sé tekið mið af þeim stuðningi sem Katrín fékk í formannskjörinu má segja að henni hafi þegar tekist að sameina flokksmenn að baki sér. En hvernig hyggst Katrín endur- heimta það fylgi sem flokkurinn hefur tapað á undanförnum miss- erum? „Það er alveg ljóst að við þurfum að sækja fylgi. Það er náttúrulega okkar hlutverk, og mitt hlutverk, að leiða hreyfinguna áfram og virkja fólk hér innanhúss. Við erum nátt- úrulega búin að vera í ríkisstjórn á erfiðum tímum og höfum þurft að hafa hug okkar allan við verkin. En nú er mjög mikilvægt að flokk- urinn safnist saman, fari út á með- al fólks og tali fyrir okkar stefnu. Ég hef fulla trú á að það eigi eftir að skila sér í góðum meðbyr.“ Stuðningur við Vinstri-græna hefur mælst undir tíu prósent- um í nýlegum skoðanakönnun- um en það er meira en helmingi minna fylgi en flokkurinn fékk í síðustu alþingiskosningum. Að- spurð um ástæður fylgishruns- ins nefnir Katrín þrjú atriði; óvin- sæl en nauðsynleg verkefni á borð við niðurskurð og skattahækkan- ir, innanhússátök flokksmanna og fjölda nýrra framboða. Góðir hlutir gerast hægt „Stóra baráttumálið, sem samein- ar í raun og veru öll hin, er að bæta kjör almennings á sjálfbærum grunni. Við höfum staðið í ströngu við að ná tökum á ríkisfjármálun- um og ná niður atvinnuleysi. Og þó við höfum reynt að dreifa byrðunum á réttlátan hátt, til að mynda með skattkerfisbreyting- um sem höfðu það í för með sér að þeir sem hafa hærri tekjur hafa tekið meiri byrðar en þeir sem hafa lægri tekjur og meðalháar tekjur, þá vitum við að kaupmáttur launa þeirra hefur minnkað,“ segir Katrín og tekur fram að allir flokkar ættu að geta sammælst um þetta mark- mið en spurningin sé hvaða leið er æskilegust í þeim efnum. Hún tel- ur að góðir hlutir gerist hægt. „Ég segi að við eigum að bæta kjörin til lengri tíma. Það verð- ur ekki gert með neinum stórum heildarlausnum, stóriðjufram- kvæmdum eða einhverju slíku. Við eigum frekar að vinna að því sem mér finnst þessi ríkisstjórn hafa lagt grunninn að, sem er þessi fjölbreytta atvinnustefna, hugvits- drifin atvinnusköpun sem byggir á rannsóknum og nýsköpun,“ segir Katrín og bætir því við að sá árang- ur sem náðst hefur skapi svigrúm til þess að bæta starfsumhverfi at- vinnulífsins. „Það má ekki gleyma því að þegar við höfum verið gagnrýnd fyrir skattahækkanir þá höfum við náttúrulega verið í nauðvörn að ná tökum á ríkisfjármálunum. Nú hef- ur svigrúm skapast til þess að huga betur að starfsumhverfi atvinnu- lífsins, það er auðvitað grunnur fyrir allt hitt.“ Varar við loforðaflaumi Katrín varar við óábyrgum mál- flutningi stjórnmálamanna í að- draganda kosninga. „Það er óraun hæft að tala um skattalækk- anir, afskriftir á lánum og stækk- un kökunnar allt í einni og sömu andránni án þess að neinar út- færslur liggi þar að baki. Þó all- ir séu sammála um að vilja bæta kjör fólks, þá þurfum við að vera raunsæ.“ Aðspurð hvaða stefnumál annarra stjórnmálaflokka henni hugnist síst nefnir Katrín stóriðju- stefnu og afnám hins þrepaskipta skattkerfis. „Það er annars vegar sú áherslu sem lögð hefur verið á stóriðjuframkvæmdir með til- heyrandi virkjunum og hins vegar sá málflutningur sem hefur verið uppi að afnema allar breytingar á skattkerfinu. Þetta snýst ekki bara um að lækka skatta, það hækkar enginn skatta sér til gamans, held- ur snýst þetta um að afnema þær breytingar sem hafa orðið til þess að auka jöfnuð í samfélaginu. Það líst mér verulega illa á.“ Katrín telur aukinn ójöfn- uð óhjákvæmilegan fylgifisk þess verði kosningaloforð sjálfstæð- ismanna um flatan tekjuskatt að veruleika. „Þá stefnum við bara aftur í sama far ójöfnuðar. Ójöfn- uður mældist mjög hár í alþjóð- legum samanburði um og fyrir árið 2007 en bilið hefur minnkað, jöfnuður aukist og kaupmáttur lægstu launa verið varinn umfram þá sem hafa hæstar tekjur. Ég veit ekki hvort þjóðin vill snúa aftur á þá braut.“ Samstarf við sjálfstæðismenn ólíklegt Eitt helsta viðkvæðið á landsfundi sjálfstæðismanna, sem einnig fór fram síðastliðna helgi, var að vinda þurfi ofan af verkum vinstristjórn- arinnar. Skattkerfisbreytingar ríkisstjórnarinnar eru sjálf- stæðismönnum sérstakur þyrn- ir í augum. Er samstarf Vinstri- grænna og Sjálfstæðisflokksins í kjölfar kosninga mögulegt þegar litið er til gjörólíkrar stefnu flokk- anna í veigamiklum málaflokkum? „Ef Sjálfstæðisflokkurinn ætlar að hanga fast á þessu þá finnst mér það harla ólíklegt, ég segi það bara eins og er. Við erum á algjörlega öndverðum meiði, bæði þegar kemur að skattapólitík og líka þegar kemur að umhverfispólitík.“ Þegar kemur að skattamálum telur Katrín að sjálfstæðismenn ættu frekar að horfa til þess hvort hugsanlega sé svigrúm til að lækka einhverja skatta en að boða rót- tækar skattkerfisbreytingar. „Það skiptir máli að fólk líti til þess að ójöfnuðurinn sem var hér á árun- um fyrir hrun var vandamál sem var í raun skapaður af stjórnvöld- um með þessu flata skattkerfi. Það er á ábyrgð stjórnvalda að skapa ekki beinlínis ójöfnuð með því að láta hina tekjulægri bera meiri byrðar en hina tekjuhærri.“ Opin fyrir upptöku annarrar myntar Upp á síðkastið hefur mikið far- ið fyrir umræðu um afnám verð- tryggingar og gjaldmiðilsmál Íslendinga. Í Silfri Egils á sunnu- daginn sagði Katrín Jakobsdóttir að verðtryggingin væri einkenni á íslensku efnahagslífi og afleiðing slæmrar hagstjórnar en hún tel- ur þó ljóst að íslenska krónan verði áfram gjaldmiðill Íslendinga næstu árin. Hún segist opin fyrir upptöku annarrar myntar þegar til lengri tíma er litið. „Það er nokkuð síðan við opn- uðum á umræðuna um upptöku annars gjaldmiðils í gegnum ein- hvers konar tvíhliða myntsamstarf. Það voru uppi hugmyndir um slíkt samstarf við Noreg eða tvíhliða samstarf við Evrópusambandið án þess að ganga í sambandið en þær hugmyndir hlutu ekki hljómgrunn hjá Evrópusambandinu. Frá hruni hefur varla verið raunhæft að taka upp annan gjaldmiðil en ég held hins vegar að núna, þegar við sjá- um fram á aukinn stöðugleika í efnahagsmálum, að mögulegt sé að horfa til lengri framtíðar í þeim efnum. Ég er ekki búin að ákveða fyrir sjálfa mig hver sú lausn er en það liggur fyrir að þetta er mál sem flokksmenn vilja skoða með opn- um huga.“ Eftir kjör Katrínar er Vinstri- hreyfingin-grænt framboð eini stóri stjórnmálaflokkurinn þar sem kona er í forystu. „Mín reynsla eftir að hafa setið á þingi er sú að konur tala að sumu leyti öðru- vísi en karlar. Þess vegna er svo mikilvægt að hafa bæði kynin við borðið.“ n Lýst illa á loforð sjálfstæðismanna n Nýr formaður VG varar við loforðaflaumi og óábyrgum málflutningi Ólafur Kjaran Árnason blaðamaður skrifar olafurk@dv.is „Það er á ábyrgð stjórnvalda að skapa ekki beinlínis ójöfn- uð með því að láta hina tekjulægri bera meiri byrðar en hina tekjuhærri. Óumdeild Katrín Jakobs- dóttir, nýkjörin formaður Vinstri-grænna, er sá leiðtogi stjórnmálaflokks sem flestir treysta samkvæmt nýlegri könnun MMR.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.