Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.2013, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.2013, Blaðsíða 13
Regnbogabrúin Á síðustu 20 árum hefur Tókýó 14 sinnum mælst dýrust. Erlent 13Mánudagur 25. febrúar 2013 Hátt í þúsund dáið í fjöldamorðum n 934 hafa fallið í 146 skotárásum í Bandaríkjunum frá árinu 2006 H átt í þúsund manns hafa látist í fjöldamorðum í Bandaríkjunum frá árinu 2006. Þetta kemur fram í umfjöllun USA Today sem krufði til mergjar skotárásir í Banda- ríkjunum á undanförnum árum þar sem fjórir eða fleiri hafa látist. Alls er um að ræða 934 fórnarlömb sem samsvarar þó ekki nema einu pró- senti þeirra sem látist hafa af völd- um skotvopna á undanförnum sjö árum. Þessi 934 fórnarlömb létust í 146 skotárásum. Blaðamenn USA Today fóru í gegnum gögn frá bandarísku al- ríkislögreglunni, FBI, við grein- ingarvinnu sína. Í ljós kom að í mörgum tilfellum þekktu árásar- mennirnir fórnarlömb sín eða voru þeim bundnir fjölskylduböndum. Þetta átti við í 71 skotárás þar sem samtals 376 féllu. Samtökin Mayors Agains Illegal Guns, sem samanstanda af 850 bæjar- eða borgarstjórum í Banda- ríkjunum, hafa lengi barist gegn skotvopnavæðingunni í Bandaríkj- unum. Þau létu gera sambærilega úttekt fyrir skemmstu sem náði aft- ur til ársins 2009. Niðurstöðurnar voru sambærilegar og hjá USA Today og leiddu í ljós að í um helm- ingi tilvika þekktu árásarmennirnir fórnarlömb sín. „Fjöldamorð er harmleikur sem fangar athygli almennings,“ segir Mark Glaze,“ framkvæmdastjóri samtakanna, í viðtali við USA Today. „En á hverjum degi eru að meðaltali 33 Bandaríkjamenn drepnir,“ segir hann. Umræðan um skotvopnaeign í Bandaríkjunum hefur verið fyrir- ferðarmikil eftir árásina í Newtown í Connecticut þar sem tuttugu grunnskólabörn og sex kennarar féllu í skotárás. Missti sjón í golfslysi Breskur karlmaður hefur stefnt at- vinnukylfingi vegna slyss sem varð á áhugamannamóti í Skotlandi árið 2009. Maðurinn, David McMahon, var á meðal áhorf- enda þegar teighögg Gavid Dear endaði í auga hans með þeim af- leiðingum að hann missti sjónina. Krefst David þess að fá greidd 50 þúsund pund, 9,8 milljónir króna, í bætur vegna slyssins. „Ég féll í jörðina þegar kúlan lenti á mér og setti höndina fyrir augað. Þegar ég tók hana frá var hún þakin blóði,“ sagði David fyrir dómi í síðustu viku. Segir hann að engin varnað- arorð hefðu verið hrópuð þegar ljóst var að boltinn var á leiðinni í hann. Ætla að fara til Mars árið 2018 Samtökin Mars Foundation hafa boðað til blaðamannafundar í vikunni þar sem metnaðarfullar áætlanir um mannaðan leiðang- ur til plánetunnar Mars verða kynntar. Samtökin sem um ræðir eru í eigu bandaríska auðjöfursins Dennis Tito en hann er líklega einna þekktastur fyrir það að hafa verið fyrsti túristinn sem fór út í geim. Það gerði hann árið 2001 þegar hann dvaldi í átta daga í Al- þjóða geimstöðinni. Bandaríska fréttastofan CNN greinir frá því að markmiðið sé að ferðin til Mars og aftur heim muni taka nákvæmlega 501 dag. Kostn- aður við verkefnið verður vænt- anlega stjarnfræðilegur í orðsins fyllstu merkingu en búist er við að á fundinum verði fjármögnun fyrir verkefnið einnig kynnt. Var tifandi tímasprengja Aðgerðaleysi heilbrigðisyfirvalda varð til þess að tuttugu og níu ára Búlgari, Deyan Valentinov Deya- nov, framdi hrottafengið morð á ferðamannaeyjunni Tenerife árið 2010. Deyanov, sem glímt hefur við geðræn vandamál um langt skeið, stakk sextuga konu, Jennifer Mills-Westley, til bana í verslun á eyjunni áður en hann afhöfðaði hana og bar höfuðið út úr versl- uninni. Málið er nú fyrir dómi og segir verjandi Deyanovs að hann hafi í raun verið tifandi tíma- sprengja. Röð mistaka spænskra heilbrigðisyfirvalda hafi valdið því að hann hafi fengið að ganga laus með fyrrgreindum afleiðingum. Saksóknarar fara fram á lífstíðar- fangelsi en verjandi Deyanovs segir að hann eigi frekar heima á stofnun fyrir geðsjúka afbrota- menn. Barist gegn skotvopnaeign Bandaríkjamenn virðast skiptast í tvær fylkingar í afstöðu til skotvopnaeignar. Sumir eru með en aðrir á móti eins og þessi maður. MYND REUTERS Tókýó dýrust n Yfirleitt alltaf á toppi listans n Brauðhleifur kostar yfir þúsund krónur T ókýó, höfuðborg Japans, er enn á ný orðin dýrasta borg í heimi. Þetta er stað- reynd þrátt fyrir verð- hjöðnun í landinu, veikari gjaldmiðil og hækkandi heims- markaðsverð á vörum. Economist Intelligence Unit birtir tvisvar á ári tölur yfir verðlag í dýrustu borgum heims. Þetta er raunar kunnugleg staða fyrir Japani enda hafa þeir frá árinu 1992, alltaf verið á toppi listans ef sex ár eru frátalin. Zürich í Sviss var dýrasta borgin í fyrra en hafnar nú í sjöunda sæti. Eins og sjá má á listanum er borgin Osaka í öðru sæti, Sidney í Ástralíu í þriðja og svo Ósló. Asía á 11 af 20 dýrustu borgum í heiminum. Brauðhleifur á meira en þúsund krónur Í Sidney, Melbourne og Singa- pore kostar léttvínsflaska um 3.200 krónur að jafnaði, eða um 25 dollara. Fyrir tíu árum kostuðu flöskurnar um 10 dollara. Brauð- hleifur er einna dýrastur í Tókýó. Þar kostar hann um 9 dollara eða 1.150 íslenskar krónur. Reykjavík er í 47. sæti listans og mælist nú með stuðulinn 90, fyr- ir fyrir fimm árum síðan var stuð- ullinn liðlega 130, og var borgin þá ein sú dýrasta í heimi. Fram- færslustuðullinn er fundinn út Baldur Guðmundsson blaðamaður skrifar baldur@dv.is Tókýó enn og aftur dýrasta borgin Tokyo hefur að nýju skipað sér á topp lista yfir dýrustu borgir heims. Zürich í Sviss var dýrasta borgin í fyrra en síðastliðin 20 ár hefur Tokyo nær alltaf verið á toppi listans, ef nokkur ár eru frátalin, samkvæmt skýrslu Economist Intelligence Unit. Framfærslustuðullinn tekur mið af verðlagi í New York, sem hefur gildið 100. HEIMILD: THE ECONOMIST INTELLIGENCE UNIT 1kg brauðhleifur 1 lítri af blýlausu bensíni 20132003 Verðlag Tokyo, Japan Osaka, Japan Sydney, Ástralía Oslo, Noregur Melbourne, Ástralía Singapore, Singapore Zurich, Sviss París, Frakkland Caracas, Venesúela Genf, Sviss 152 146 137 136 136 135 131 128 126 124 2. 3. 7. 5. 8. 9. 1. 6. – 3. 1. 2. 3. 4. 4. 6. 7. 8. 9. 10. Sæti árið 2013 Sæti árið 2012 Borg, land Fram færslu stuðull 05 10 15 20 25 Meðalverð í dollurum með því að finna meðalverð 160 vörutegunda og þjónustu í borg- unum. Allar borgir eru bornar saman við verðlag í New York, sem hefur alltaf stuðulinn 100. Þar, í borginni sem aldrei sefur, hefur verðlag reyndar hækkað umtals- vert á liðnum misserum. Þannig hefur borgin hækkað sig um 19 sæti á listanum á einu ári. Fall krónunnar hækkar Reykjavík á listanum Það sem vitaskuld hefur mest áhrif á þessa breytingu er hrun íslensku krónunnar sem er ekki svipur hjá sjón miðað við hvað hún var fyr- ir hrun. Það gerir það að verkum að miklu ódýrara er nú fyrir ferða- menn annarra landa að versla ís- lenskar krónur. Í Sviss hefur verið unnið að því að lækka gengi gjaldmiðilsins með það að markmiði að laða að blása lífi í ferðamannaiðnaðinn. Ekki síst þess vegna falla borgirnar Zürich og Genf niður um allnokk- ur sæti. Það er hins vegar í Detroit í Bandaríkjunum og Panamaborg sem framfærslukostnaðurinn hef- ur dregist saman mest þegar horft er til síðasta áratugar. Í Caracas í Venesúela og Sao Paulo í Brasilíu hefur verðlagið hækkað mest. Ódýrustu borgirnar 1. Karachi Pakistan 2. Mumbai Indland 3. Kathmandu Nepal 4. Algiers Alsír 5. Búkarest Rúmenía 6. Colombo Sri Lanka 7. Panamaborg Panama 8. Jeddah Sádi Arabía 9. Tehran Íran

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.