Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.2013, Blaðsíða 6
Sex milljarðarnir
fóru ekki til Giftar
n Orð aðstoðarkaupfélagsstjórans ríma ekki við ársreikninga félagsins
E
kkert í bókhaldi fjárfestingar
félagsins Giftar bendir til
þess að rúmlega sex millj
arða króna eignir dóttur
félags þess, Fells ehf., hafi
skilað sér aftur til félagsins. Sigur
jón Rúnar Rafnsson, aðstoðarkaup
félagsstjóri Kaupfélags Skagfirðinga,
sagði í viðtali við DV í árslok 2011 að
milljarðarnir sex hefðu skilað sér til
Giftar. Þegar gengið var frá nauða
samningum Giftar í lok árs 2011 átti
félagið eignir upp á um 2,8 milljarða
króna en þar af var handbært fé upp
á 1.700 milljónir króna. Milljarðarnir
sex voru því ekki hluti af eignasafni
Giftar þegar gengið var frá nauða
samningum félagsins.
Enn er ekkert vitað hvað um
þessa sex milljarða króna varð en
ekkert kemur fram um þá í ársreikn
ingi Giftar fyrir 2008 og ekki voru
þeir inni í félaginu við nauðasamn
inga þess. Sérstakur saksóknari
hefur skoðað málefni Fjárfestingar
félagsins Fells en DV hefur ekki
heimildir fyrir stöðunni á athugun
inni á félaginu.
Gerðist árið 2009
DV fjallaði ítarlega um flóknar til
færslur með þessar eignir Fells og
Giftar í lok árs 2011. Rúmlega sex
milljarða króna eignir Fells enduðu í
félagi sem heitir Fjárfestingarfélagið
EST en í árslok 2008 voru skráðar
eignir þess félags rúmlega 6,2 millj
arðar króna. Ári síðar höfðu eignir fé
lagsins rýrnað um nærri 6,1 milljarð
króna. Engar skýringar eru gefnar á
þessari eignarýrnun í ársreikningi
félagsins fyrir árið 2009. Þar seg
ir aðeins að um sé að ræða „niður
færslu krafna“. Samkvæmt þessum
ársreikningum Fjárfestingarfélags
ins EST átti eignarýrnun félagsins
sér stað árið 2009 en ekki árið 2008.
Passar ekki
Í máli Sigurjóns Rúnars við fyrirspurn
DV um málið sagði orðrétt: „Að gefnu
tilefni vil ég taka það fram að þeir fjár
munir sem komu inn í Fjárfestingar
félagið Fell árið 2006 voru allir í formi
hlutafjár. Við formleg skipti á Felli
árið 2008 fór eignarhlutur dóttur
félags Giftar, Fjárfestingarfélagsins
EST ehf., aftur til þess félags, sem skil
aði fjármununum að fullu með pen
ingagreiðslu til Giftar, rúmir 6 millj
arðar króna, sem greidd var til Giftar í
mars 2008. Þessu til staðfestingar vísa
ég til Kristins Hallgrímssonar hrl. hjá
Advel lögfræðistofu sem annast hef
ur samskipti við lánardrottna Giftar.
Hlutur Kaupfélags Skagfirðinga rann
síðan með samruna aftur til dóttur
félags KS. Skrif varðandi meinta
óeðlilega starfsemi Fjárfestingar
félagsins Fells og að fjármunir hafi
horfið í ofangreindum viðskiptum
eru því algjörlega tilhæfulaus. Allir
fjármunir sem lagðir voru í félag
ið skiluðu sér til baka til eigenda að
fullu með ásættanlegri ávöxtun.“
Miðað við ársreikninga Fjár
festingarfélagsins EST, ársreikning
Giftar fyrir árið 2008 og eignastöðu
félagsins við gerð nauðasamnings
þess getur ekki staðist að peningarnir
sem verið höfðu í Felli hafi skilað sér
aftur til Giftar með þeim hætti sem
Sigurjón Rúnar lýsti. n
Ingi Freyr Vilhjálmsson
fréttastjóri skrifar ingi@dv.is
„… sem skilaði fjár-
mununum að fullu
með peningagreiðslu til
Giftar, rúmir 6 milljarðar
króna, sem greidd var til
Giftar í mars 2008.
Ekkert í nauðasamningum Miðað við eignastöðu
Giftar þegar gengið var frá nauðasamningum félagsins
í árslok 2011 voru milljarðarnir sex frá Felli ekki eign
félagsins á þeim tíma. Þórólfur Gíslason og Sigurjón
Rúnar Rafnsson eru æðstu stjórnendur Kaupfélags
Skagfirðinga.
6 Fréttir 25. febrúar 2013 Mánudagur
Kvenrithöfundar verðlaunaðir
n Fjöruverðlaunin afhent í sjöunda sinn á konudaginn
B
ókmenntaverðlaun kvenna,
Fjöruverðlaunin, voru afhent
við hátíðlega athöfn í Iðnó í
gær, á sjálfan konudaginn.
Þetta er í sjöunda sinn sem verðlaun
in eru veitt. Verðlaunað var í þremur
flokkum; fagurbókmenntum, fræði
bókum og barna og unglingabók
um en það var menntamálaráðherra,
Katrín Jakobsdóttir, sem afhenti
verðlaunin.
Auður Jónsdóttir hlaut verð
launin í flokki fagurbókmennta fyr
ir bók sína Ósjálfrátt sem gefin er út
af Máli og menningu en í umsögn
dómnefndar um bókina segir með
al annars: „Frásögnin er hreinskilin
og vægðarlaus, en virðing, væntum
þykja og djúpur mannskilningur ein
kennir lýsingar af sögupersónum.
Samfélag og samband kvenna er í
fyrirrúmi, mæðra og dætra, systra og
frænkna, amma og ömmustelpna.“
Sagan af klaustrinu á Skriðu eftir
Steinunni Kristjánsdóttur hlaut verð
launin í flokki fræðibóka en það var
Sögufélagið sem gaf bókina út. Þór
dís Gísladóttir hlaut verðlaunin í
flokki barna og unglingabóka fyrir
skáldsöguna Randalín og Mundi sem
Bjartur gaf út. Margir gestir lögðu
leið sína á hátíðina og boðið var upp
á tónlistaratriði áður en verðlauna
afhendingin hófst. Frú Vigdís Finn
bogadóttir ávarpaði samkomuna.
Að verðlaunaafhendingu lokinni
fóru fram pallborðsumræður um
hlutverk og sérstöðu kvenna í listum
á Íslandi sem og nauðsyn verðlauna
líkt og Fjöruverðlaunanna sem sér
staklega eru ætluð konum. Í frétta
tilkynningu vegna verðlaunanna
segir að Fjöruverðlaunin séu orðin
mikilvægur hluti af bókmennta og
menningarlífi landsmanna en fyrst
og fremst lykilþáttur í að vekja athygli
á framlagi kvenna til íslenskra bók
mennta. n
Verðlaunahafarnir Hér má sjá verðlaunahafana; þær Auði Jónsdóttur, Þórdísi Gísla-
dóttur og Steinunni Kristjánsdóttur.
Nýr flokkur
stofnaður
Landsbyggðarflokkurinn var
stofnaður nú um helgina og bætist
í hóp þeirra fjölmörgu stjórnmála
flokka sem ætla að bjóða fram
til næstu kosninga. Stofnfund
ur flokksins var haldinn á netinu
með þátttakendum víða á landinu.
Bráðabirgðastjórn hefur verið kos
in í flokkinn fram að framhalds
stofnfundi sem haldinn verð
ur innan tveggja vikna. Hlutverk
bráðabirgðastjórnarinnar verður
að vinna frekar að samþykktum
og stjórnmálayfirlýsingum flokks
ins og framboði hans til alþingis
kosninga í vor. Þetta kom fram í
yfirlýsingu frá flokknum. Magn
ús Hávarðarson Ísafirði, Gunnar
Smári Helgason Siglufirði, Haukur
Már Sigurðarson Patreksfirði, Árni
Björnsson Egilsstöðum og Ylfa
Mist Helgadóttir Bolungarvík voru
kosin í bráðabirgðastjórnina.
Óánægðir
kaþólikkar
Enginn kaþólskur prestur er á
Vestfjörðum þrátt fyrir að þar búi
um 500 kaþólikkar samkvæmt
Bæjarins Besta. Flestir kaþólikk
anna búa á Ísafirði og í Vestur
byggð en messa er haldin í kapellu
kaþólsku kirkjunnar tvisvar í
mánuði. Þá kemur séra Sebastian
Ludwin að sunnan og messar. Ríf
lega hundrað kaþólikkar hafa sent
kaþólsku kirkjunni yfirlýsingu þar
sem þeir lýsa yfir óánægju sinni
með þetta afskiptaleysi kirkjunn
ar á Vestfjörðum og vilja fá prest
vestur. Óskað hefur verið eftir því
meðal annars að kaþólsk kirkja
verði byggð á Patreksfirði.
Vantar við-
miðunarmörk
Mikið magn arsens hefur fundist
í matvælum unnum úr hrísgrjón
um og líka í ávaxtasöfum eins og
epla og vínberjadjús. Þetta kemur
fram á heimasíðu Neytendasam
takanna. Meiri hætta er fyrir börn
en fullorðna að neyta arsenríkra
matvæla. Í Danmörku og Svíþjóð
ganga ráðleggingar stjórnvalda
út á það að börn neyti ekki hrís
grjónadrykkja. Engar rannsóknir
eru til um arsen í matvælum hér
lendis og viðmiðunarmörk um
þau í matvælum hafa ekki verið
sett. Matvælastofnun skoðar nú
hvort ekki þurfi að nota sömu leið
beiningar hér heima fyrir þessi
matvæli og notaðar eru erlendis.