Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.2013, Page 6

Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.2013, Page 6
Sex milljarðarnir fóru ekki til Giftar n Orð aðstoðarkaupfélagsstjórans ríma ekki við ársreikninga félagsins E kkert í bókhaldi fjárfestingar­ félagsins Giftar bendir til þess að rúmlega sex millj­ arða króna eignir dóttur­ félags þess, Fells ehf., hafi skilað sér aftur til félagsins. Sigur­ jón Rúnar Rafnsson, aðstoðarkaup­ félagsstjóri Kaupfélags Skagfirðinga, sagði í viðtali við DV í árslok 2011 að milljarðarnir sex hefðu skilað sér til Giftar. Þegar gengið var frá nauða­ samningum Giftar í lok árs 2011 átti félagið eignir upp á um 2,8 milljarða króna en þar af var handbært fé upp á 1.700 milljónir króna. Milljarðarnir sex voru því ekki hluti af eignasafni Giftar þegar gengið var frá nauða­ samningum félagsins. Enn er ekkert vitað hvað um þessa sex milljarða króna varð en ekkert kemur fram um þá í ársreikn­ ingi Giftar fyrir 2008 og ekki voru þeir inni í félaginu við nauðasamn­ inga þess. Sérstakur saksóknari hefur skoðað málefni Fjárfestingar­ félagsins Fells en DV hefur ekki heimildir fyrir stöðunni á athugun­ inni á félaginu. Gerðist árið 2009 DV fjallaði ítarlega um flóknar til­ færslur með þessar eignir Fells og Giftar í lok árs 2011. Rúmlega sex milljarða króna eignir Fells enduðu í félagi sem heitir Fjárfestingarfélagið EST en í árslok 2008 voru skráðar eignir þess félags rúmlega 6,2 millj­ arðar króna. Ári síðar höfðu eignir fé­ lagsins rýrnað um nærri 6,1 milljarð króna. Engar skýringar eru gefnar á þessari eignarýrnun í ársreikningi félagsins fyrir árið 2009. Þar seg­ ir aðeins að um sé að ræða „niður­ færslu krafna“. Samkvæmt þessum ársreikningum Fjárfestingarfélags­ ins EST átti eignarýrnun félagsins sér stað árið 2009 en ekki árið 2008. Passar ekki Í máli Sigurjóns Rúnars við fyrirspurn DV um málið sagði orðrétt: „Að gefnu tilefni vil ég taka það fram að þeir fjár­ munir sem komu inn í Fjárfestingar­ félagið Fell árið 2006 voru allir í formi hlutafjár. Við formleg skipti á Felli árið 2008 fór eignarhlutur dóttur­ félags Giftar, Fjárfestingarfélagsins EST ehf., aftur til þess félags, sem skil­ aði fjármununum að fullu með pen­ ingagreiðslu til Giftar, rúmir 6 millj­ arðar króna, sem greidd var til Giftar í mars 2008. Þessu til staðfestingar vísa ég til Kristins Hallgrímssonar hrl. hjá Advel lögfræðistofu sem annast hef­ ur samskipti við lánardrottna Giftar. Hlutur Kaupfélags Skagfirðinga rann síðan með samruna aftur til dóttur­ félags KS. Skrif varðandi meinta óeðlilega starfsemi Fjárfestingar­ félagsins Fells og að fjármunir hafi horfið í ofangreindum viðskiptum eru því algjörlega tilhæfulaus. Allir fjármunir sem lagðir voru í félag­ ið skiluðu sér til baka til eigenda að fullu með ásættanlegri ávöxtun.“ Miðað við ársreikninga Fjár­ festingarfélagsins EST, ársreikning Giftar fyrir árið 2008 og eignastöðu félagsins við gerð nauðasamnings þess getur ekki staðist að peningarnir sem verið höfðu í Felli hafi skilað sér aftur til Giftar með þeim hætti sem Sigurjón Rúnar lýsti. n Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is „… sem skilaði fjár- mununum að fullu með peningagreiðslu til Giftar, rúmir 6 milljarðar króna, sem greidd var til Giftar í mars 2008. Ekkert í nauðasamningum Miðað við eignastöðu Giftar þegar gengið var frá nauðasamningum félagsins í árslok 2011 voru milljarðarnir sex frá Felli ekki eign félagsins á þeim tíma. Þórólfur Gíslason og Sigurjón Rúnar Rafnsson eru æðstu stjórnendur Kaupfélags Skagfirðinga. 6 Fréttir 25. febrúar 2013 Mánudagur Kvenrithöfundar verðlaunaðir n Fjöruverðlaunin afhent í sjöunda sinn á konudaginn B ókmenntaverðlaun kvenna, Fjöruverðlaunin, voru afhent við hátíðlega athöfn í Iðnó í gær, á sjálfan konudaginn. Þetta er í sjöunda sinn sem verðlaun­ in eru veitt. Verðlaunað var í þremur flokkum; fagurbókmenntum, fræði­ bókum og barna­ og unglingabók­ um en það var menntamálaráðherra, Katrín Jakobsdóttir, sem afhenti verðlaunin. Auður Jónsdóttir hlaut verð­ launin í flokki fagurbókmennta fyr­ ir bók sína Ósjálfrátt sem gefin er út af Máli og menningu en í umsögn dómnefndar um bókina segir með­ al annars: „Frásögnin er hreinskilin og vægðarlaus, en virðing, væntum­ þykja og djúpur mannskilningur ein­ kennir lýsingar af sögupersónum. Samfélag og samband kvenna er í fyrirrúmi, mæðra og dætra, systra og frænkna, amma og ömmustelpna.“ Sagan af klaustrinu á Skriðu eftir Steinunni Kristjánsdóttur hlaut verð­ launin í flokki fræðibóka en það var Sögufélagið sem gaf bókina út. Þór­ dís Gísladóttir hlaut verðlaunin í flokki barna­ og unglingabóka fyrir skáldsöguna Randalín og Mundi sem Bjartur gaf út. Margir gestir lögðu leið sína á hátíðina og boðið var upp á tónlistaratriði áður en verðlauna­ afhendingin hófst. Frú Vigdís Finn­ bogadóttir ávarpaði samkomuna. Að verðlaunaafhendingu lokinni fóru fram pallborðsumræður um hlutverk og sérstöðu kvenna í listum á Íslandi sem og nauðsyn verðlauna líkt og Fjöruverðlaunanna sem sér­ staklega eru ætluð konum. Í frétta­ tilkynningu vegna verðlaunanna segir að Fjöruverðlaunin séu orðin mikilvægur hluti af bókmennta­ og menningarlífi landsmanna en fyrst og fremst lykilþáttur í að vekja athygli á framlagi kvenna til íslenskra bók­ mennta. n Verðlaunahafarnir Hér má sjá verðlaunahafana; þær Auði Jónsdóttur, Þórdísi Gísla- dóttur og Steinunni Kristjánsdóttur. Nýr flokkur stofnaður Landsbyggðarflokkurinn var stofnaður nú um helgina og bætist í hóp þeirra fjölmörgu stjórnmála­ flokka sem ætla að bjóða fram til næstu kosninga. Stofnfund­ ur flokksins var haldinn á netinu með þátttakendum víða á landinu. Bráðabirgðastjórn hefur verið kos­ in í flokkinn fram að framhalds­ stofnfundi sem haldinn verð­ ur innan tveggja vikna. Hlutverk bráðabirgðastjórnarinnar verður að vinna frekar að samþykktum og stjórnmálayfirlýsingum flokks­ ins og framboði hans til alþingis­ kosninga í vor. Þetta kom fram í yfirlýsingu frá flokknum. Magn­ ús Hávarðarson Ísafirði, Gunnar Smári Helgason Siglufirði, Haukur Már Sigurðarson Patreksfirði, Árni Björnsson Egilsstöðum og Ylfa Mist Helgadóttir Bolungarvík voru kosin í bráðabirgðastjórnina. Óánægðir kaþólikkar Enginn kaþólskur prestur er á Vestfjörðum þrátt fyrir að þar búi um 500 kaþólikkar samkvæmt Bæjarins Besta. Flestir kaþólikk­ anna búa á Ísafirði og í Vestur­ byggð en messa er haldin í kapellu kaþólsku kirkjunnar tvisvar í mánuði. Þá kemur séra Sebastian Ludwin að sunnan og messar. Ríf­ lega hundrað kaþólikkar hafa sent kaþólsku kirkjunni yfirlýsingu þar sem þeir lýsa yfir óánægju sinni með þetta afskiptaleysi kirkjunn­ ar á Vestfjörðum og vilja fá prest vestur. Óskað hefur verið eftir því meðal annars að kaþólsk kirkja verði byggð á Patreksfirði. Vantar við- miðunarmörk Mikið magn arsens hefur fundist í matvælum unnum úr hrísgrjón­ um og líka í ávaxtasöfum eins og epla­ og vínberjadjús. Þetta kemur fram á heimasíðu Neytendasam­ takanna. Meiri hætta er fyrir börn en fullorðna að neyta arsenríkra matvæla. Í Danmörku og Svíþjóð ganga ráðleggingar stjórnvalda út á það að börn neyti ekki hrís­ grjónadrykkja. Engar rannsóknir eru til um arsen í matvælum hér­ lendis og viðmiðunarmörk um þau í matvælum hafa ekki verið sett. Matvælastofnun skoðar nú hvort ekki þurfi að nota sömu leið­ beiningar hér heima fyrir þessi matvæli og notaðar eru erlendis.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.