Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.2013, Blaðsíða 15
Því miður vann
ég þetta ekki
Ég hlakka til að
vinna með ykkur
Sigmar Vilhjálmsson vann ekki 126 milljóna lottóvinning. – DVBjarni Benediktsson var endurkjörinn formaður. - Landsfundur Sjálfstæðisfl.
Ís fyrir alla – mamma borgar!
Spurningin
„Ég ætla bara að slappa af og
vinna.“
Jóhann Birkir Bjarnarson
22 ára vinnur á frístundaheimili
„Ég er að fara til Svíþjóðar að
heimsækja pabba.“
Elísa Birta Ingólfsdóttir
17 ára vinnur á Hamborgarabúllunni
„Ég er að fara að hitta fjarskylda
ættingja í Afríku.“
Kristófer Acox
19 ára atvinnulaus
„Ég er að klára BA-ritgerðina
mína.“
Þór Ólafsson
29 ára stjórnmálafræðinemi
„Ég er að fara í sjálfboðaliðastarf
til Kenía.“
Stefán Freyr Gunnlaugsson
19 ára þjónn
Hvað á að gera
um páskana?
1 SVONA LÍTUR NAKIN KONA ÚT – Myndband af verkefni þeirra Matt
og Katy Blum sem tóku nektarmyndir
af venjulegum konum og kölluðu
verkefnið Nu project.
2 Leyndarmálabók afhjúpaði ofbeldi – Hanna Símonardóttir
fóstrar börn í neyð.
3 „Ég hleyp ekkert um allt öskrandi og hoppandi uppi á
búri eða neitt þannig.“ – Gunnar
Nelson um viðbrögð sín í kjölfar sigra.
4 „Lykilorðið í því sem þú spurðir mig um er „meint.“ –
Luis Arreaga sendiherra Bandaríkjanna
á Íslandi um réttmæti staðhæfinga
þess efnis að CIA hafi notað íslenska
flugvelli í fangaflugi.
5 Bróðir Pistorius ákærður fyrir manndráp af gáleysi – Carl
Pistorius er sagður hafa orðið konu að
bana í bílslysi árið 2010.
6 Sögð hafa skipulagt skelfi-lega sýruárás á sjálfa sig –
Naomi Oni er sögð hafa leitað að mynd-
um af konu sem varð fyrir svipaðri árás
áður en hún varð fyrir árásinni.
7 Þetta eru bestu íslensku kynlífslýsingarnar. – Rauða
hrafnsfjöðrin var veitt fyrir forvitnileg-
ustu kynlífslýsingu ársins.
Mest lesið á DV.is
B
jarni Benediktsson hélt dýr-
ustu ræðu Íslandssögunnar við
setningu landsfundarins síðast
liðinn fimmtudag. Í ræðunni
sáldraði hann rándýrum kosningalof-
orðum í allar áttir – einsog enginn væri
morgundagurinn. Líkt og afgreiðslu-
maður í sælgætisbúð lofaði hann öll-
um nammi – og enginn þarf að borga.
Bjarni er nefnilega töframaður sem
getur búið til gull úr loftinu. Það er
eina leiðin til að standa við loforðin
sem hann gaf um að hækka lífeyri
gamla fólksins, láta ríkið borga hús-
næðisskuldir, hækka laun opinberra
starfsmanna – en lækka um leið skatta
og ofan í kaupið að draga úr útgjöld-
um ríkisins!
Hagfræði Sjálfstæðisflokksins er
greinilega sótt í efnahagslögmálin sem
allir muna eftir úr sunnudagsbíltúrum
bernskunnar: Ís fyrir alla – mamma
borgar!
Nammibúðin
Loforðaflaumurinn í kosningastefnu
Sjálfstæðisflokksins, einsog hann birt-
ist í ræðu Bjarna, var ansi litríkur.
Heilbrigðiskerfið er öllum mikil-
vægt. Bjarni vill auka framlög til þess,
og fjallaði sérstaklega um nauðsyn
þess að gera Ísland samkeppnishæft
í launum lækna. Það þýðir varla ann-
að en drjúga launahækkun til þeirra
góðu manna, sem halda okkur gang-
andi þegar á bjátar. En læknar eru ekki
einu starfsmenn heilbrigðiskerfisins.
Þar bjarga lífum dag hvern sjúkralið-
ar, lífeindafræðingar, hjúkrunarfólk,
geislafræðingar, rafvirkjar og ræsti-
tæknar. Margt fleira gott fólk á líka hlut
í að gera okkar ómetanlega heilbrigð-
iskerfi að einni römmustu burðarstoð
samfélagsins.
Bjarni hlýtur því að ætla launa-
hækkun til læknanna að ná yfir alla
starfsmenn heilbrigðiskerfisins. Það
mun að lokum, eðlilega, ná yfir alla
opinbera starfsmenn, eða hverja ætlar
Bjarni að skilja útundan? – Kosninga-
stefnan í ræðu Bjarna felur því í sér fyr-
irheit um launahækkun til allra opin-
berra starfsmanna.
Eldri borgarar hafa lengi búið við
skarðan hlut og í kreppunni sem Sjálf-
stæðisflokkurinn leiddi yfir þjóðina,
var ekki hægt að bæta hann nóg. Því
ætlar Bjarni að kippa í liðinn. Flokk-
urinn ætlar að afnema skerðingar í líf-
eyriskerfinu, og hækka lífeyrinn.
Flokkurinn ætlar líka að láta rík-
ið hjálpa þeim, sem eiga um sárt að
binda vegna skuldafjötra húsnæðis-
lána. Bjarni lofar þeim hluta af tekjum
ríkisins í gegnum skattaafslátt. Það er
líklega dónaskapur að spyrja: Hvað
með þá sem eru verst staddir, og borga
enga skatta?
Þversögn Bjarna
Allt eru þetta góðar hugmyndir. Allar
byggja þær á einhvers konar réttlæti.
Það er líka póetískt réttlæti fólgið í því
að Sjálfstæðisflokkurinn vilji hjálpa
þeim, sem guldu fyrir hrunið sem
hann stýrði samfélaginu inn í á átján
ára valdatíð, einsog glöggt kemur fram
í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis.
Þversögnin í ræðu Bjarna er hins-
vegar sú, að á sama tíma og hann ætlar
að deila út miklum fjármunum í gegn-
um áveitukerfi ríkisins til sjúklinga, op-
inberra starfsmanna, skuldara og eldri
borgara, þá ætlar hann líka að lækka
skatta og draga úr útgjöldum ríkisins.
Í ræðunni hét hann þannig að
afnema hátekjuskatt, lækka almenna
skatta og lækka skatta fyrirtækja. Nán-
ast í sama orðinu sagði hann að Sjálf-
stæðisflokkurinn myndi líka sjá til þess
að útgjöld ríkisins minnkuðu. Í þessu
felast óleysanlegar andstæður.
Það er ekki hægt að auka út-
gjöld til velferðarmála á sama tíma
og skatttekjur ríkisins eru minnk-
aðar og lofa um leið að draga úr
útgjöldum ríkisins! Ætli formaður
Sjálfstæðisflokksins að standa við
fyrirheitin um hvorutveggja skatta-
lækkanir og aukin útgjöld til velferð-
ar þýðir það eitt, og aðeins eitt: Stór-
aukin ríkisútgjöld á versta tíma.
Það er efnahagslegt ábyrgðarleysi
sem gæti leitt okkur í nýjar ógöngur.
Tekið fyrir aftur Sjálfstæðismenn felldu á sunnudag úr gildi ákvæði um að öll lagasetning skyldi taka mið af kristilegum gildum og hefðum, eins og áður hafði verið samþykkt á
fundinum. Óhætt er að segja að ályktunin hafi verið umdeild. MyNd SigTryggur ariMyndin
Umræða 15Mánudagur 25. febrúar 2013
Ég er kallaður fjár-
dráttarmaður
Heimir Hannesson fer í hart. – DV
„Það er ekki hægt að
auka útgjöld til vel-
ferðarmála á sama tíma
og skatttekjur ríkisins eru
lækkaðar og lofa um leið að
draga úr útgjöldum ríkisins!
Aðsent
Össur
Skarphéðinsson
Fagnað Frá
nýyfirstöðnum
landsfundi Sjálf-
stæðisflokksins.