Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.2013, Síða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.2013, Síða 14
Sandkorn É g hef aðrar heimildir,“ sagði Dav­ íð Oddsson þegar hann réttlætti að hafa stungið frétt um rannsókn sérstaks saksóknara á innherja­ viðskiptum vinar síns, Baldurs Guðlaugssonar, undir stól þegar hann var nýtekinn við sem ritstjóri Morgun­ blaðsins. Þetta var um haustið 2009. Nokkrum mánuðum áður hafði ríkis­ stjórn Samfylkingarinnar og Vinstri grænna rekið Davíð úr Seðlabankan­ um eftir hrun íslensku bankanna 2008. Á árunum fyrir hrunið hafði Davíð leitt ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins sem með frjáls­ hyggjuvæðingu lagði grunn að því efna­ hagskerfi sem hrundi haustið 2008. Fyrir vikið hefur stundum verið talað um Davíð sem „arkitekt“ eða „höfund hrunsins“. Nú var hann kominn í stól ritstjóra Moggans til að láta skrifa sína útgáfu af sögu þessa tímabils sem á undan hafði gengið og til að hafa bein áhrif á þróun­ ina á stjórnmála­ og efnahagssviðinu á Íslandi fyrir hönd þeirra stóreigna­ manna sem réðu hann til starfans. Eitt fyrsta verk Davíðs var svo að hygla þess­ um aldavini sínum með því að hlífa honum við óhjákvæmilegri frétt um augljóst lögbrot. Viku síðar birtist fréttin um Baldur á RÚV og tveimur árum síðar hann dæmdur fyrir brotið. Um svipað leyti og Davíð stakk fréttinni um Baldur undir stól reyndi Jón Ásgeir Jóhannesson, eigandi fjölmiðla­ fyrirtækisins 365 og einn af helstu ger­ endunum í hruninu 2008, að láta reka blaðamann á Fréttablaðinu sem hafði skopast að honum í skrifum sínum. „Hann verður ekki í mínum húsum,“ sagði Jón Ásgeir í tölvupósti til stjórn­ enda 365. Ari Edwald, forstjóri 365, svaraði því til að ekki væri taktískt að reka blaðamanninn fyrr en en seinna. „Hann fer tad er klart. Bara spurning um adferd og tima.“ Blaðamaðurinn var reyndar ekki rekinn þrátt fyrir vilja Jóns Ásgeirs til þess. Nú hefur annar starfs­ maður 365, Magnús Halldórsson, stigið fram og lýst afskiptum Jóns Ásgeirs af ritstjórnum 365. „Það versta er að Jón Ásgeir hefur í nokkur skipti að undan­ förnu, reynt með ósmekklegum hætti, að því er mér finnst, að setja þrýsting á blaðamenn með því að koma umkvört­ unum, vegna sannra og löglegra frétta um hann, félög sem hann tengist og dómsmál er hann tengist persónulega, til stjórnar fyrirtækisins og æðstu stjórn­ enda.“ Þessi mál um óeðlileg afskipti Davíðs Oddssonar og Jóns Ásgeirs af frétta­ flutningi í þessum fjölmiðlum eru afar óheppileg svo ekki sé meira sagt í ljósi fortíðar þessara tveggja manna. Um árabil, frá aldamótunum og fram að hruninu 2008, börðust þessir tveir menn, og bandamenn þeirra í stjórn­ mála­ og viðskiptalífinu, um áhrif og völd í íslensku samfélagi – Davíð í krafti stjórnmálalegs valds síns og Jón Ás­ geir með auðvald sitt að vopni. Þessi valdabarátta á milli þeirra kristallaðist í Baugsmálinu sem að mati Jóns Ásgeirs var tilraun Davíðs til að misbeita póli­ tísku valdi sínu í baráttunni við hann en Hæstiréttur tók á endanum undir með ákæruvaldinu. Segja má að orðið hafi viss pólarísering í samfélaginu þar sem menn annaðhvort studdu Davíð eða Jón Ásgeir í atinu. Hrunið 2008 breytti þessari sviðs­ mynd umtalsvert enda endurspegl­ uðust mistök, valdabrölt og stórlæti þeirra beggja, Davíðs og Jóns Ásgeirs, í íslenska efnahagshruninu. Samfélag­ ið sem Davíð átti einna mestan þátt í að leggja grunn að með frjálshyggj­ una, einkavæðinguna og minnkandi ríkis afskipti að vopni hafði runnið sitt skeið. Seðlabankinn sem Davíð stýrði á árunum þar á undan var að hruni kom­ inn, meðal annars út af ákvörðunum eins og veðsetningu Sparisjóðabank­ ans á skuldabréfum íslenskra fjármála­ fyrirtækja fyrir 160 milljarða króna hjá Seðlabankanum í aðdraganda hruns­ ins. Viðskiptaveldi Jóns Ásgeirs var sömuleiðis hrunið en hann tapaði yfir­ ráðum yfir Baugi, Glitni, FL Group og erlendum verslanakeðjum og enginn viðskiptablokk skuldaði eins mikið í íslenska bankakerfinu og félög hans. Sennilega ber enginn einn stjórnmála­ maður eins mikla ábyrgð á íslenska efnahagshruninu og Davíð Oddsson og líklega ber enginn einn viðskiptamaður eins mikla ábyrgð á hruninu og Jón Ás­ geir Jóhannesson. Báðir voru þeir, undir lokin, komnir í stöður sem þeir höfðu ekki forsendur til að valda: Davíð Odds­ son reyndi að stýra Seðlabanka Íslands, með öllum sínum breyskleika og póli­ tíska hatri, og Jón Ásgeir Jóhannesson reyndi að stýra alþjóðlegu fjármála­ og smásöluveldi sem byggði á óhóflegri skuldsetningu. Nú hafa þessir tveir skaðræðis­ menn hrunsins gengið í endurnýjun lífdaga í nýjum hlutverkum á fjölmiðl­ um þar sem þeir báðir ráða miklu, jafn­ vel öllu. Þeir reyna að stýra umfjöllun þessara fjölmiðla eftir eigin höfði og hagsmunum. Davíð reynir að verja vini sína og ganga erinda þeirra pen­ ingaafla sem borga honum laun fyrir að reyna að halda krónunni og kvótakerf­ inu og Íslandi utan Evrópusambands­ ins með Sjálfstæðisflokkinn við stjórn­ völinn á meðan Jón Ásgeir reynir að minnka skaðann af fjölmiðlaumræðu um sitt eigið fjármálabrask. Skaðræðis­ mennirnir tveir eru orðnir að endur­ skoðunarmönnum sem ritskoða um­ fjöllun um sín eigin mistök og halda á lofti hagsmunum vina sinna. Fjölmiðl­ un er kannski ekki ein af grunnstoðum samfélagsins en hún er mikilvæg sem spegill á sögu okkar og samtíma; hún er skoðanamótandi upplýsingamiðill sem getur haft áhrif á valdajafnvægið í stjórnmála­ og viðskiptalífinu. Það er því hryggilegt í meira lagi að þeir, þess­ ir tveir menn – þessir skaðræðisfjandar hrunsins – skuli vera í þeirri stöðu að stýra, beint eða óbeint, tveimur stærstu fjölmiðlum landsins þar sem þeir halda áfram að misbeita valdi sínu og eyði­ leggja trúverðugleika viðkomandi miðla ofan á allt annað. Voðalega verður nú frelsandi þegar íslenska þjóðin mun ekki lengur þurfa að umbera bröltið og skaðann af þessum tveimur mönnum. Róbert dáður n Einn magnaðasti athafna­ maður Íslands er Róbert Guð- finnsson sem á árum áður var einn aðaleigenda og stjórnandi Þormóðs ramma á Siglufirði. Róbert var einstaklega framsýnn varð­ andi kvótakerfið og fjárfesti í kvóta. Langt er um liðið síðan hann hætti afskiptum af fyrirtækinu. En Róbert er trúr sínu byggðarlagi, Siglu­ firði, og hefur lagt stórfé í uppbyggingu þar. Þessa dag­ ana er í bígerð hótel sem kostar milljarð. Hermt er að Siglfirðingar dáist mjög að Róberti. Vandi sviðsstjóra n Jón Ásgeir Jóhannesson, athafnamaður og sviðsstjóri 365, er í miklum vandræðum eftir að Magn- ús Halldórsson fréttamaður steig fram og lýsti tilraun­ um hans til þess að hafa áhrif á frétta­ flutning. Tugir starfsmanna 365 hafa lýst velþóknun með grein Magnúsar sem ber yfir skriftina Litli karl­ inn. Þar munar mestu um stuðning Ólafs Stephensen, ritstjóra Fréttablaðsins, sem stendur með Magnúsi. Ari Edwald, forstjóri 365, stend­ ur með húsbónda sínum og lýsti hann greininni sem árás. Sama afstaða kom fram hjá Frey Einarssyni, ritstjóri dægurmála hjá 365. Kristinn ekki vinsæll n Innan Lýðræðisvaktarinn­ ar er ekki almennur áhugi á því að tefla Kristni H. Gunnars- syni, fyrrverandi alþingis­ manni, fram í komandi kosningum. Kristinn og Lýður Árnason, einn af stofnendum Lýðræðisvaktarinnar, eru miklir mátar og eiga gjarnan pólitíska samleið. Það breytir ekki afstöðu annarra þunga­ vigtarmanna sem óttast að innri ófriður muni fylgja hin­ um vestfirska baráttujaxli. Leiðrétting n Sú villa slæddist inn í Sandkorn að sagt var að Stefán Ólafsson prófessor hefði hælt Hannesi Hólm- steini fyrir að vera „litríkur persónuleiki“ og svo fram­ vegis. Hið rétta er að það var há­ skólamaður­ inn Stefán Snævarr sem gaf Hannesi umrædda einkunn og sagði til viðbótar að hann væri „stórbrotinn í göllum“. Beðist er velvirðingar á þess­ um ruglingi. Fyrst og fremst er þetta árás á fyrirtækið Enn einn fávita- dómurinn Ari Edwald, forstjóri 365. – DV Kristinn Hrafnsson um meiðyrðadóm Hæstaréttar. – Facebook Fjandar fólksins„Hann verður ekki í mínum húsum S varthöfði er ekki óskeikull mað­ ur. Hann er hvatvís og fljótfær og refsiglaður með eindæm­ um. Skemmst er að minnast þess þegar hann myrti einn af undir­ mönnum sínum með hugarorkunni einni saman þegar þessi ósvífni undir­ maður efaðist um leiðtogahæfileika Svarthöfða. Svarthöfði sér eftir þessu í dag enda sér hann að það er ekki gott að hafa einvörðungu já­fólk í kringum sig til að fá víðara samhengi á hlutina og um leið betri yfirsýn. Svarthöfði hefði betur farið þá leið sem Ari Edwald, forstjóri 365 miðla, fór þegar viðskiptafréttastjórinn Magn­ ús Halldórsson hjólaði heldur betur harkalega í samstarfsfélaga sinn Jón Ásgeir Jóhannesson, sviðstjóra þró­ unarmála 365 og eiginmanns stjórn­ arformanns 365 miðla. Magnús sak­ aði Jón Ásgeir um óeðlileg afskipti af fréttaflutningi tengdum sér hjá 365 miðlum í greininni sem hann kallaði Litli karlinn. Ari Edwald gekk svo langt að kalla þetta ódrengilega framgöngu Magnús­ ar og árás á fyrirtækið. Svarthöfði man þá tíð þegar hann myrti undirmenn sína með hugarorkunni einni saman fyrir að færa honum kalt kaffi og hefði hann því varla hugsað sig tvisvar um þegar kemur að framgöngu Magnús­ ar sem er dyggilega studdur af ritstjóra Fréttablaðsins Ólafi Stephensen. En stjórnendur og eigendur 365 miðla eru þó miklu meiri menn en Svarthöfði. Ari Edwald segir enga eftir­ mála verða af þessari árás á fyrirtækið og ódrengilegu framgöngu. Svarthöfði telur að þarna geti menn lært ýmis­ legt af Ara Edwald sem stjórnanda því einhverjir gætu spurt sig hvernig hann ætli sér að treysta þessum mönnum að vinna fyrir sig eftir þessa ódrengilegu árás á fyrirtækið. Þá er Svarthöfða einnig spurn hvernig í ósköpunum Magnús Hall­ dórsson getur sætt sig við að starfa áfram á 365 miðlum eftir að hafa lýst svo hrikalegu starfsumhverfi. Það hlýt­ ur að vera erfitt fyrir jafn hæfileikarík­ an blaðamann og Magnús að búa við þessar starfsaðstæður að eiginmaður stjórnarformannsins sé að skipta sér af hans verkum. Það er greinilegt að menn eru ekki langræknir í Skaftahlíðinni og ættu menn svo sannarlega að læra af þess­ um hreinskiptu samskiptum sem við höfum orðið vitni að frá 365 miðlum síðustu daga. Svarthöfði mun allavega hugsa sig tvisvar um áður en hann myrðir einhvern undirmanna sinna með hugarorkunni einni saman fyr­ ir smávægileg mistök á meðan menn geta fyrirgefið svona harkalegar árásir á fyrirtæki sitt og undirmennirnir sætt sig við kæfandi starfsaðstæður. Þvílík­ ir menn! Þvílíkir menn! Svarthöfði Útgáfufélag: DV ehf. Stjórnarformaður: Ólafur M. Magnússon Ritstjóri: Reynir Traustason (rt@dv.is) Fréttastjóri: Ingi Freyr Vilhjálmsson (ingi@dv.is) Umsjón helgarblaðs: Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir (ingibjorg@dv.is) Umsjón innblaðs: Kristjana Guðbrandsdóttir (kristjana@dv.is) Framkvæmdastjóri og vefstjóri DV.is: Jón Trausti Reynisson (jontrausti@dv.is) Sölu- og markaðsstjóri: Heiða B. Heiðarsdóttir (heida@dv.is) Umbrot: DV Prentun: Landsprent Dreifing: Árvakur DV á netinu: www.dv.is F R J Á L S T, Ó H Á Ð D A G B L A Ð Heimilisfang Tryggvagötu 11 Hafnarhvoli, 2. hæð 101 Reykjavík FRéTTASkoT 512 70 70 DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. 512 7000 512 7010 512 7080 512 7050 AÐALnúmeR RiTSTJÓRn ÁSkRiFTARSími AuGLýSinGAR 14 Umræða 25. febrúar 2013 Mánudagur Leiðari Ingi Freyr Vilhjálmsson ingi@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.