Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.2013, Qupperneq 21
Menning 21Miðvikudagur 8. maí 2013
L
eikstjórinn Egill Heiðar Anton
Pálsson hefur verið ráðinn
prófessor við hinn virta leik-
listarháskóla Ernst Busch í
Berlín. Skólinn var stofnaður árið
1905 og er einn frægasti leiklistar-
skóli Evrópu.
Egill Heiðar hefur gegnt
stöðu prófessors við Konunglega
leiklistar skólann í Kaupmanna-
höfn síðustu ár. Auk þess hefur
hann sett upp verk um öll Norður-
lönd, í Þýskalandi og á Íslandi og
verið fastráðinn kennari við leik-
listardeild Listaháskóla Íslands.
„Þeir í Ernst Busch hafa verið að
leita að prófessor í ein þrjú ár og
þeir komu svo að máli við mig og
ég sótti um,“ segir Egill Heiðar.
En að hverju voru þeir í Ernst
Busch að leita?
„Það er kannski ákveðin endur-
nýjun að eiga sér stað í skólanum.
Tími hinna gömlu austurþýsku in-
tellektúala er að líða undir lok og
þá langar í nýtt blóð til að lífga upp
á skólann. Hér heima hef ég mót-
að nám fyrir leikara sem byggist á
kennisetningum Stanislavski og
hið sama hef ég gert sem prófess-
or í leikstjórn í Kaupmannahöfn.
Ætli það sé ekki það sem þeir líta til
þegar þeir leita til mín.“
Egill Heiðar er virkur leikstjóri
auk þess sem hann sinnir kennslu
og fræðistörfum. Egill er eki ókunn-
ugur leikhúsheiminum í Berlín. Nú
er á fjölunum verkið Djúpið eftir
Jón Atla Jónasson í leikstjórn Egils
í Schaubühne-leikhúsinu í Berlín.
Egill segist hlakka til að taka við
stöðunni.
„Það er er margt að gerast í
Ernst Busch;nýbúið að bæta við
meistaranámi í dramatúrgíu og
þarna lærir maður allt um gömlu
meistarana, Berthold Brecht og
Stanislavski.“ n
Ráðinn prófessor við Ernst Busch
n Egill Heiðar hefur vinnu við einn virtasta leiklistarháskóla í heimiBaltasar endurreisir
Berlínarmúrinn
„Ég hafði einhverja drauma sem
varla virtust líklegir til að rætast.
Þegar ég var að alast upp í Kópavog-
inum hefði fólk ekki talið það mögu-
legt að fara einhvern tímann að gera
bíómyndir í Hollywood. Reyndar ætl-
aði ég í fyrstu að verða dýralæknir, en
um leið og ég ákvað að verða leikstjóri
ákvað ég að reyna að gera það eins vel
og ég get.“
Sólin er að setjast yfir Alexander-
platz. Tökum dagsins er lokið. Kalda
stríðið sem eitt sinn teygði anga sína til
Reykjavíkur mun næstu daga vera háð
undir skugga Berlínarmúrsins sem
hefur verið reistur á ný í Búdapest. n
Gæðasjónvarp
Sjónvarpsstöðin HBO hefur orðið þekkt
fyrir framleiðslu á frumlegu sjónvarps-
efni sem jafnframt hefur notið gríðar-
legra vinsælda líkt og Sex and the City
og The Sopranos, og framleiðir þessa
dagana meðal annars Game of Thrones,
The Newsroom,
True Blood
og Curb Your
Enthusiasm.
„Sjónvarps-
stöðinni er ekki
stjórnað af sölu-
deildinni, það
er ekki hún sem
vinnur hugmyndavinnuna. Í kvikmyndum
er meira hugað að fjármálunum,“ segir
Steve Levinson, framleiðandi þáttanna.
Hann bætir við: „Þegar þú ert að reyna að
gera eitthvað öðruvísi eru alltaf líkur á að
það mistakist, en þess vegna reynir maður
að fá besta hugsanlega fólkið í starfið.“
Varðandi Baltasar, sem hann kallar
„Balt“ eins og flestir á settinu gera,
segir hann: „Baltasar er ekki í neinum
kassa, hann getur gert hvað sem er.
Honum ferst vel að vinna með fólki, en
getur líka gefið skipanir þegar þess þarf
með, sem er það sem maður leitar eftir
í leikstjóra.“
Baltasar við vinnu
,,Markmiðið er að gera
áhugaverðar myndir sem
tekst að ná til áhorfenda
líka.“ Myndir CHristian sCHulz
Egill Heiðar anton Pálsson
Er spenntur fyrir nýrri stöðu í Berlín.
„Satt að segja var
smá austantjalds-
fílingur í gangi þegar ég
var að alast upp á Íslandi.
Opið fyrir umsóknir til 10. maí
í meistaranám í listkennslu
Ertu
listamaður
langar þig
að kenna?
mEistaranám í listkEnnslu
inntökuskilyrði:
BA gráða eða sambærilegt nám í listgrein.
Auk þess er tekið á móti umsóknum frá einstaklingum
með B.Ed gráðu eða sambærilegt 180 eininga nám
í kennslu og umtalsverða menntun og/eða reynslu
á sviði leiklistar, tónlistar eða dans.
Nánari upplýsingar um nám í listkennsludeild
og inntökuskilyrði á lhi.is.