Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.2013, Side 2

Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.2013, Side 2
H in árlega Bilderberg-ráð- stefna var haldin í Wetford í Englandi um helgina. Þang- að mætti á annað hundr- að ráðamanna, auðjöfra og fræðimanna frá Norður-Ameríku og Evrópu og ræddu um heimsmálin fyrir luktum dyrum. Fundir Bilder- berg-klúbbsins hafa verið haldnir allt frá árinu 1954 og yfir þeim hef- ur alltaf hvílt mikil leynd. Ætti því engan að undra að fjölmargar sam- særiskenningar skuli hafa sprottið upp um Bilderberg. Engum Íslendingi var boðið á Bilderberg-fundinn í ár og eftir því sem DV kemst næst hafa aðeins átta Íslendingar sótt fundinn frá upp- hafi. Flestir þeirra eru fyrrum framá- menn innan Sjálfstæðisflokksins. DV sló á þráðinn til þeirra Björns Bjarnasonar, fyrrverandi ráðherra og Jóns Sigurðssonar, fyrrverandi ráðherra og seðlabankastjóra sem báðir sóttu Bilderberg-fundinn við lok síðustu aldar. „Sjónarspil“ „Það er gert mun meira veður út af þessu en efni standa til og hópurinn látinn líta út fyrir að vera áhrifameiri en hann er,“ seg- ir Björn Bjarnason. Hann telur að forsvarsmenn Bilderberg-hópsins leggi sérstaklega upp úr því að gera almenning forvitinn. „Þetta gera þeir allt með því að spila á fjöl- miðlana,“ segir hann og bætir við: „Þetta er ótrúlega vel skipulögð almannatengslaherferð hjá þeim. Með aðstoð fjölmiðla er látið eins og hópurinn sé miklu valdameiri en hann er í raun og veru.“ Varla mikil áhrif Jón Sigurðsson fór á Bilderberg- ráðstefnuna árið 1993 en þá var hún haldin í Grikklandi. „Ég fór fyrir tilstilli Geirs Hallgrímssonar á sínum tíma, en við vorum gamlir samverkamenn,“ segir hann. „Frá því ég fór hefur auðvitað margt breyst á alþjóðavettvangi. Nú eru til að mynda miklu fleiri ráðstefnur haldnar sem draga að sér fólk.“ Jón hefur ekki trú á því að Bilderberg- hópurinn hafi mikil áhrif á gang heimsmálanna en tekur fram að sjálfur hafi hann enga heildarsýn yfir starfsemina. Segir Jón að aðallega hafi verið rætt um horfur í alþjóða- og efna- hagsmálum þegar hann sat fund- inn. „Svo var auðvitað gjaldmiðla- fyrirkomulag til umræðu, gengi og misgengi gjaldmiðla sem var þá líkt og nú ofarlega á baugi.“ Aðspurður hvað honum finnist um þær sam- særiskenningar sem sprottið hafa um Bilderberg segir Jón að ef sam- særi hafi átt sér stað hafi þau farið alfarið fram hjá sér þegar hann sat ráðstefnuna. „En ég var nú aldrei innsti koppur í búri,“ bætir hann við. Ríkið greiðir ferðakostnaðinn Sex aðrir Íslendingar hafa setið Bilderberg-ráðstefnuna. Fjórir þeirra gegndu stöðu forsætisráð- herra; þeir Bjarni Benediktsson eldri, Geir Hallgrímsson, Dav- íð Oddsson og Geir H. Haarde. Þá hafa Einar Benediktsson sendi- herra og Hörður Sigurgestsson, fyrrum stjórnarformaður Eimskips og síðar Icelandair, einnig sótt Bild- erberg-fundinn og hefur ferða- kostnaðurinn yfirleitt verið greidd- ur úr ríkissjóði. n Íslendingar á leynifundum 2 Fréttir 10. júní 2013 Mánudagur Leiðrétt Í helgarblaði DV var rætt við Erlu Hlynsdóttur blaðamann um mál hennar sem Mann- réttindadómstóll Evrópu hefur ákveðið að taka fyrir. Í grein- inni var sagt að Erla hafi starfað á Stöð 2 en hið rétta er að í vor færði hún sig yfir á Fréttatím- ann. Erla er beðin velvirðingar á rangfærslunni. Áslaug Arna á Beinni línu Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir verður gestur DV á Beinni línu á þriðjudag klukkan 14. Áslaug Arna er formaður Heimdallar og hefur mikið verið í eldlínunni undanfarið. Hún átti sæti á lista sjálfstæðismanna í síð- ustu kosningum og tók virkan þátt í kosningabaráttunni. Þá vakti það mikinn usla þegar hún ræddi um áfengissölu á Íslandi og hvatti til þess að matvöruverslanir fengju leyfi til að selja léttvín. Það var þó ekki sú skoðun sem vakti mestu athyglina, heldur ummæli hennar um að frábært væri að geta keypt sér hvítvín með humri, utan opn- unartíma vínbúðanna. Áslaug fékk í kjölfarið yfir sig holskeflu af gagnrýni og illskeyttum ummæl- um. Hún lét þau þó ekki á sig fá og sagði málið allt hið fyndnasta. Ráðstefnugestir í ár Á meðal þeirra fjölmörgu sem sækja Bilderberg-ráðstefnuna í ár eru eftirtaldir: José M. Durão Barroso, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins Olivier de Bavinchove, yfirmaður Eurocorps Jeff Bezos, stofnandi og stjórnarformaður Amazon Carl Bildt, utanríkisráðherra Svíþjóðar Timothy Geithner, fyrrverandi fjármálaráðherra Bandaríkjanna Henry Simon, fjármálastjóri Shell Henry Kissinger, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna Klaus Kleinfeld, stjórnarformaður Alcoa Christine Lagarde, yfirmaður Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Peter Löscher, forseti og stjórnarformaður Siemens Mario Monti, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu George Osborne, fjármálaráðherra Bretlands David H. Patraeus, fyrrverandi hershöfðingi og yfirmaður CIA Robert Rubin, fyrrverandi fjármálaráðherra bandaríkjanna Peter R. Voser, stjórnarformaður Shell Martin Wolf, aðalhagfræðingur Financial Times n Átta Íslendingar hafa fundað með Bilderberg-klúbbnum n Fundað um helgina Jóhann Páll Jóhannsson blaðamaður skrifar johannp@dv.is „Það er gert mun meira veður út af þessu en efni standa til og hópurinn látinn líta út fyrir að vera áhrifameiri en hann er. Kátir kumpánar Fáir hafa haft meiri áhrif á þróun mála hér á landi en Davíð Oddsson og Geir H. Haarde sem báðir gegndu stöðu forsætisráðherra. Björn Bjarnason Geir HallgrímssonBjarni Benediktsson eldri Einar Benediktsson Hörður Sigurgestsson Jón Sigurðsson Blússandi hiti á landinu í dag Veðurspár gera ráð fyrir því að í dag, mánudag, geti hitinn farið yfir 20 gráður. Víðast hvar verður hitinn á bilinu 10–18 gráður, hlýj- ast á suðvesturlandi og miðnorð- urlandi. Sigurður Þ. Ragnarsson veður- fræðingur segir mikinn hita vera í kortunum og búast megi við mikl- um hita á landinu öllu en þó síst á Vestfjörðum sem verða fyrir kaldri norðaustanátt. „Það verður skýjað með morgninum en svo rífur hann af sér með brakandi blíðu. Þeir sem eru í höfuðborginni fá drjúgan skerf af þessu góða veðri þó svo að það verði ekki eins heitt og í Borg- arfirði þar sem stefnir í 22 gráður. Það verður meira og minna þurrt um allt land. Þetta er kort sem gleður mann,“ segir Sigurður. Blíðan í dag verður þó skamm- góður vermir því aftur dregur fyrir sólu á þriðjudag. Úrkomusamt og kaldara verður út vikuna. Sigurð- ur bendir á að spáin fyrir sumarið sé ekki upp á marga fiska og hafa veðurstofur víðsvegar í Evrópu spáð kaldasta sumrinu í 200 ár. „En það þýðir ekki að það komi ekki góðir dagar,“ bætir Sigurð- ur við af sinni alkunnu bjartsýni. Hann segir Mið-Evrópu fá nokk- uð gott sumar en Ísland sé í kalda hlutanum og því sé ekki von á góðu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.