Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.2013, Page 12
þeldökkir menn eru
frekar handteknir
O
pinber gögn sýna að
í Bandaríkjunum eru
blökkumenn mun oft-
ar handteknir fyrir vörslu
kannabisefna en þeir sem
eru hvítir. Þrátt fyrir það bendir ekk-
ert til þess að blökkumenn neyti efn-
anna í meira magni. Þetta þarf ekki
endilega að koma á óvart, því þó
blökkumenn njóti formlega sömu
réttinda og hvítt fólk í Bandaríkjum
nútímans er ljóst að baráttan fyrir
raunverulegu jafnrétti á enn nokk-
uð í land. Súluritin tvö sem hér sjást
draga upp verulega dökka mynd af
jafnrétti Bandaríkjamanna gagnvart
lögum og reglu.
Lítill munur á neyslu
Eins og sést á efra súluritinu hér til
hliðar er afar lítill munur á neyslu
kannabisefna eftir litarhætti. Árin
2006–2010 höfðu á bilinu 10–12 pró-
sent hvítra Bandaríkjamanna neytt
kannabisefna einhvern tímann á síð-
ustu tólf mánuðum en um það bil
12–14 prósent blökkumanna. Þessu
er hins vegar öfugt farið þegar litið
er sérstaklega á aldurshópinn 12–
25 ára, þá er neyslan meiri með-
al hvítra. Þá er einnig stærra hlutfall
blökkumanna sem aldrei hefur neytt
kannabisefna.
Þessi litli munur á neyslu efn-
anna eftir litarhætti endurspegl-
ast hins vegar alls ekki í opinberum
gögnum frá Alríkislögreglu Banda-
ríkjanna um handtökur vegna
vörslu á kannabis efnum. Neðra
súluritið sýnir verulegan mun á
tíðni handtakna eftir litarhætti.
Blökkumenn eru mun oftar hand-
teknir vegna vörslu á kannabisefn-
um en hvítir. Árin 2006–2010 voru
að jafnaði 700 blökkumenn hand-
teknir á ári hverju af hverjum 100
þúsund sem jafngildir 0,7 prósent-
um. Á sama tíma voru að jafnaði um
200 hvítir einstaklingar handteknir
fyrir sama glæp af hverjum 100 þús-
und eða 0,2 prósent.
Á við um öll ríki Bandaríkjanna
Þetta mynstur á við í öllum fylkjum
Bandaríkjanna. Mestur er munurinn
í Iowa og Washington D.C. þar sem
blökkumenn eru átta sinnum líklegri
til þess að lenda í klóm lögreglunnar
vegna vörslu kannabisefna. Í sumum
fjölmennum sýslum er munurinn
enn meiri, þar eru líkurnar jafnvel vel
yfir tíu sinnum meiri.
Í Massachusettsríki var lögum
breytt árið 2009 þannig að varsla
kannabisefna í litlu magni hætti að
teljast lögbrot. Eins og gefur að skilja
hefur handtökum fækkað gífurlega í
ríkinu þegar kemur að fíkniefnabrot-
um. Þó hefur engin breyting orðið á
þeirri mismunun sem hér hefur ver-
ið lýst, blökkumenn eru enn hand-
teknir í mun ríkari mæli.
Þrátt fyrir að afar lítið hlutfall
fanga í Bandaríkjunum sitji inni fyrir
brot á lögum um kannabisefni er nær
helmingur þeirra sem dæmdir eru
fyrir fíkniefnabrot í landinu fund-
inn sekur um brot er varða kannabis.
Oft eru viðurlög við vörslu kannabis-
efna fjársektir eða samfélagsþjón-
usta og svo getur lögfræðikostnaður
verið þung byrði að bera. Því liggur
í augum uppi að mismunun banda-
rísku lögreglunnar bitnar verulega á
blökkumönnum. Og þar að auki eru
súluritin hér til hliðar að öllum lík-
indum aðeins ein birtingarmynd
mun umfangsmeira vandamáls for-
dóma og mismununar í Bandaríkj-
unum. n
12 Fréttir 10. júní 2013 Mánudagur
Þroskast hraðar með brjóstamjólk
n Ný rannsókn tekur af öll tvímæli um ágæti brjóstagjafar á fyrsta æviskeiðinu
H
eilinn í börnum sem gef-
in er brjóstamjólk þrosk-
ast allt að 30 prósent hraðar
en hjá þeim börnum sem fá
aðra mjólk, að því er ný rannsókn
gefur til kynna. Þetta á sérstaklega
við svæðin í heilanum sem stjórna
málþroska, skilningi og tilfinning-
um, að því er vísindamenn hafa
komist að. Rannsóknin var gerð í
Brown Unitversity í Rhode Island
í Bandaríkjunum og var birt í vís-
indaritinu Neuroimage. Hún leiddi
í ljós mjög afgerandi mun á þroska
barnanna eftir því hvort þau fengu
brjóstamjólk eða ekki. Munurinn
var á bilinu 20 til 30 prósent.
Börnin voru send í heilaskönnun
við tveggja ára aldur og þá sást skýr
munur á hvíta efninu (e. white
matter) hjá þeim sem höfðu feng-
ið brjóstamjólk og þeim sem höfðu
ekki fengið slíka mjólk. Í hvíta efn-
inu eru ótal taugaþræðir sem flytja
taugaboð milli taugafrumna.
Þau börn sem höfðu eingöngu
fengið brjóstamjólk á fyrsta ævi-
skeiðinu komu betur út en þau
sem höfðu fengið brjóstamjólk og
þurrmjólk. Dr. Sean Deoni, verk-
fræðiprófessor og umsjónarmaður
rannsóknarinnar, segir að ótrúlegt
sé hvað áhrifa brjóstamjólkurinnar
gæti snemma. „Það sést nánast eftir
fyrstu gjöf.“
Skoðuð var heilastarfsemi 133
barna sem fæddust eftir fulla með-
göngu og bjuggu við sambærilegar
fjölskylduaðstæður. Að baki niður-
stöðunum liggja heilaskannanir á
yngri og eldri börnum. Með þeim
hætti var hægt að bera saman hvaða
áhrif brjóstamjólk hefur á heila-
starfsemina. Til að styðja við niður-
stöðurnar voru börnin látin taka
próf sem mældi málþroska þeirra,
skynjun á umhverfinu og hreyfi-
getu. Börn sem fengu brjóstamjólk
komu mun betur út á þessum svið-
um en þau sem fengu þurrmjólk.
Því lengur sem börnin höfðu fengið
brjóstamjólk, því betur komu þau
út á prófunum, sérstaklega þegar
kom að hreyfigetu og samhæfingu.
Um er að ræða fyrstu rannsókn-
ina af þessum toga þar sem notast
er við heilaskönnun.
baldur@dv.is
Barn á brjósti Rannsóknin
sýnir að heili barna sem fá
brjóstamjólk þroskast allt 30
prósent hraðar en hinna.
n Neyta kannabisefna þó í svipuðum mæli og hvítir n Jafnrétti ekki náð
Ólafur Kjaran Árnason
blaðamaður skrifar olafurk@dv.is
Líkamsleit Í Bandaríkjunum
eru blökkumenn mun oftar
handteknir vegna vörslu á
kannabisefnum en hvítir.
Hafna samkyn-
hneigðum
Nýleg könnun frá bandarísku
rannsóknarmiðstöðinni Pew Res-
earch Center á viðhorfum fólks
til samkynhneigðar er sú um-
fangsmesta sem gerð hefur verið.
Könnunin leiðir í ljós að samkyn-
hneigð er mun viðurkenndari
í efnaðri hlutum heimsins en í
þeim fátæku auk þess sem nei-
kvæð fylgni er á milli jákvæðs
viðurhorfs til samkynhneigðar og
mikilvægis trúarbragða. Í mörgum
stærstu löndum Evrópu líta um
það bil 8–9 af hverjum 10 samkyn-
hneigð jákvæðum augum, svo
sem á Spáni (88%), í Þýskalandi
(87%), Frakklandi (77%) og Bret-
landi (76%). Í Bandaríkjunum er
hlutfallið aðeins 60 prósent en það
hefur þó aukist um heil 10 pró-
sentustig frá árinu 2007.
Þessu er þveröfugt farið þegar
litið er til fátækari hluta heimsins.
Í Nígeríu, fjölmennasta landi Afr-
íku, er aðeins 1 prósent sem lítur
svo á að samkynhneigð eigi að
vera samþykkt af samfélaginu. Það
sama er uppi á teningnum í lönd-
um á borð við Túnis og Pakistan
(2%) og Egyptaland, Gana,
Jórdaníu og Indónesíu (3%).
Drápu grunað-
an nauðgara
Íbúar í egypska þorpinu Quesna
börðu mann til bana og drógu lík
hans síðan um götur bæjarins.
Að sögn egypskra fjölmiðla töldu
íbúar þorpsins að maðurinn hefði
nauðgað sextán ára stúlku áður
en hann myrti hana með hníf. Frá
því að Hosni Mubarak, forseta Eg-
yptalands til áratuga, var steypt
af stóli árið 2011 hefur aftökum
án dóms og laga fjölgað mjög í
landinu. Í marsmánuði var mað-
ur barinn til bana fyrir að hafa
stolið bíl og í síðasta mánuði myrti
æstur múgur son eins af leiðtog-
um Bræðralags múslima, stjórnar-
flokksins í Egyptalandi. Sá var sak-
aður um að hafa myrt mann fyrir
að hafa gagnrýnt stefnu Bræðra-
lagsins á Facebook.
Obama fundaði
með Jinping
Barack Obama Bandaríkjaforseti
og Xi Jinping, nýr forseti Kína, áttu
tveggja daga fund í Kaliforníuríki
um helgina. Fundinum er ætlað
að vera upphafið að auknu sam-
starfi stórveldanna tveggja. Með-
al þess sem helst bar á góma á
fundinum voru loftslagsmál en
Xi Jinping lýsti því yfir að Kínverj-
ar væru opnir fyrir því að draga úr
losun gróðurhúsalofttegunda. Þá
ræddi Obama meintan þjófnað
Kínverja á hugverkum Bandaríkja-
manna á internetinu sem hann
telur að verði að linna ef auka á
samstarf þjóðanna. Einnig hefur
komið fram að leiðtogarnir tveir
hafi rætt um leiðir til þess að beita
Norður-Kóreumenn þrýstingi í
þeim tilgangi að koma í veg fyrir
ráðagerðir þeirra um þróun kjarn-
orkuvopna. Vel fór á með þess-
um tveimur valdamestu mönn-
um samtímans og bauð Xi Jinping
Obama velkominn til Peking við
fyrsta tækifæri.
HeiMiLd: SkýrSLa aCLU, THe War oN MarijUaNa iN BLaCk aNd WHiTe.
20%
15%
10%
5%
0%
2001 2002 2003 2004 2005 2006 2007 2008 2009 2010
n Hlutfall hvítra n Hlutfall blökkumanna
Kannabisneysla Bandaríkjamanna eftir litarhætti: Hlutfall
þeirra sem neytt hafa kannabisefna einhvern tímann á
síðustu tólf mánuðum.
Neysla
800
700
600
500
400
300
200
100
0
2001 2002 2003 2004 2005 2006 2007 2008 2009 2010
HeiMiLd: SkýrSLa aCLU, THe War oN MarijUaNa iN BLaCk aNd WHiTe.
n Hlutfall hvítra n Hlutfall blökkumanna
Handtökur
Tíðni handtaka vegna vörslu kannabisefna
eftir litarhætti: Fjöldi handtaka
á hverja hundrað þúsund íbúa.