Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.2013, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.2013, Blaðsíða 11
Gnúpur stefnir MaGnúsi Kristins um hagnaði árið 2006. Í ársreikningi Gnúps fyrir árið 2007 kemur fram að það ár hafi fé­ lagið keypt eigin hlutabréf af hlut­ höfum félagsins og greitt þeim fyr­ ir þau þrjá milljarða króna. Þeir Magnús, Kristinn og Þórður Már voru stærstu hluthafar félagsins og voru hluthafabréfin því keypt af þeim, væntanlega eftir að ákvörðun um slíkt var tekin á stjórnarfundi. Í sama ársreikningi kemur jafn­ framt fram að Gnúpur hafi á sama ári selt hluthöfum sínum hlutabréf í félaginu sjálfu fyrir 4,5 milljarða króna. Fyrri ákvörðunin var tekin fyrr á árinu 2007 en sú seinni var tekin síðar sama ár eftir að ljóst var orðið að Gnúpur var kominn í veru­ lega rekstrarerfiðleika. Glitnir tók Gnúp svo yfir og hefur slitastjórn bankans nú stefnt þremenningun­ um í málinu. Að öllum líkindum er því um að ræða deilu á milli slitastjórnar Glitn­ is og þessara þriggja stjórnarmanna sem snýst um þessa ákvörðun, að kaupa hlutabréf í Gnúpi af stjórnar­ mönnunum og hluthöfunum, fyrir 3 milljarða króna árið 2007. Sú ákvörðun var hins vegar ekki skil­ greind sem útgreiðsla arðs í árs­ reikningi félagsins fyrir árið 2007. Var Gnúpur ruslakista? Árið 2010 greindi Fréttablaðið frá því að talið væri að Glitnir hefði not­ að Gnúp í markaðsmisnotkun eftir að félagið var tekið yfir af bankan­ um í janúar 2008. Skilanefnd Glitnis rannsakaði þetta atriði. Talið var að Glitnir hefði notað Gnúp sem eins konar ruslakistu og fært þangað hlutabréf í bankanum þegar hann var kominn að þeim lögbundnu mörkum sem hann mátti eiga. Tekið skal fram að þessi rannsókn tengist ekki fyrri eigendum Gnúps heldur aðeins meðferðinni á félaginu eftir að Glitnir hafði tekið það yfir. Ekkert hefur spurst út um þessa rannsókn á félaginu síðan þá. Stefnurnar gegn fyrri eigendum Gnúps er einn þátturinn sem bætist við þessa löngu og allflóknu rauna­ sögu fjárfestingarfélagsins. n Fréttir 11Miðvikudagur 17. júlí 2013 n Stjórnarmönnum í Gnúpi stefnt út af meintri ólögmætri arðgreiðslu n Stefndu mótmæltu „Slæmt að fólk skuli gera svona“ n Gulri málningu var úðað á steina við Seljavallalaug Þ etta eru rétt um 20 stein­ ar sem spreyjaðir hafa verið með sterkri gulri málningu úr úðabrúsa. Ætlunin hefur líklega verið að merkja nýja leið til og frá Seljavallalaug þrátt fyrir að stígurinn sem yfirleitt er farinn að lauginni sé mjög greinilegur í um 5 til 8 metra fjarlægð, aðeins ofar í hlíð­ inni. Það er slæmt að fólk skuli gera svona hluti. Það á að ganga um nátt­ úruna án þess að skemma og eyði­ leggja,“ segir Hermann Valsson leið­ sögumaður. Ekki er vitað hvenær steinarnir voru lakkaðir en líklega hefur það verið í vor. Hermann sem var nýlega staddur við laugina sagði að fólk sem hann ræddi við hefði haft mismun­ andi skoðanir á því hvort það hefði verið rétt að spreyja á steinana. Ís­ lendingar hefðu horft á þetta sem landspjöll en erlendir ferðamenn sem hann hitti við laugina fannst þetta gott. Í þeirra augum voru þetta góðar merkingar að og frá lauginni. „Það er fjallað um Seljavallalaug í flestum upplýsingaritum fyrir ferða­ menn og upplýsingar um hana er víða að finna á netinu. Það verður því að ganga þannig frá að fólk finni laugina án mikillar fyrirhafnar. Ein­ faldast væri að setja upp nokkrar stikur svo erlendir ferðamenn velkt­ ust ekki í nokkrum vafa um hvaða leið þeir ættu að fara. Mér hefur dottið í hug að fá stikur hjá Vega­ gerðinni og stika leiðina fyrst enginn annar gerir það,“ segir Hermann. Seljavallalaug er í eigu Ung­ mennafélagsins Eyfellings undir Austur­Eyjafjöllum. Fannar Magnús­ son formaður félagsins segir þetta ekki stórvægileg landspjöll og ekki hafi komið til tals að stika leiðina að lauginni. „Það er ekki hægt að villast þarna, fólk getur ekki annað en fundið laugina. Annars er okkur alveg sama hvort útlendingar finna laugina, við erum ekkert að mælast til að fólk komi þarna,“ segir Fannar. Seljavallalaug er útisundlaug sem var byggð 1923. Hún hefur um árabil verið vinsæll áningarstaður fólks. Hún var lengi ein stærsta laug lands­ ins, 25 metrar á lengd og 10 metrar á breidd. Það kostar ekkert að fara i laugina og öllum er það frjálst. Byggðasafnið á Skógum telur að laugin hafi mikið minjagildi, þar sem hún standi á mjög sérstæðum stað í fögru umhverfi. Byggðasafnið hefur hvatt til að sundlauginni verði vel við haldið svo og hennar nánasta um­ hverfi. n Jóhanna Margrét Einarsdóttir blaðamaður skrifar johanna@dv.is Landspjöll Áberandi gular örvar sem spreyjaðar hafa verið á steina og eiga að vísa fólki leið inn í Seljavallalaug.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.