Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.2013, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.2013, Blaðsíða 23
Menning 23Miðvikudagur 17. júlí 2013 Dökk framtíð blaðamennsku n Krafan er um vandaðri blaðamennsku en fáir vilja borga brúsann n Fékk sumarvinnu á Berliner Zeitung Versta djobb í heimi? „Sá sem segist vita hver framtíð blaða- mennskunnar er – hann lýgur,“ bæt- ir Carr við á fundinum, en einhverja þræði má þó greina. Berliner Zeitung er nú að reyna að endur-markaðssetja sig sem héraðsblað fyrir Berlínarborg, en ef til vill er heldur seint í rassinn gripið. Íslensk blöð eru eðli máls- ins samkvæmt smábæjar blöð og eru því að veita þjónustu sem aðrir gera ekki. Fólk mun vafalaust sækja frétt- ir utan að til annarra miðla sem sinna þeim betur, en íslenskir miðlar munu í fyrirsjáanlegri framtíð að minnsta kosti halda sérstöðu sinni við að segja fréttir frá Íslandi á íslensku. Það er kannski ofsögum sagt, eins og kom fram í Wall Street Journal um daginn, að blaða- mennska sé versta djobb í heimi. Hún er þrátt fyrir allt gefandi þegar best lætur og vonandi þjónar hún einhverjum tilgangi líka. Þá stend- ur bara eftir að finna leiðir til fjár- mögnunar. Margir óska eftir vand- aðri blaðamennsku, en einhver verður að vilja borga fyrir hana líka. n Forsíða á Berliner Zeitung frá 1948 Blaðið var stofnað af sovéskum hernáms-yfirvöldum þann 7. júlí 1945. „Margir óska eftir vand- aðri blaðamennsku, en einhver verður að vilja borga fyrir hana líka. Á miðvikudagskvöld verður haldið raftónlistarpartí á skemmti- og tónleikastaðn- um Harlem í Reykjavík. Fram koma MRC Riddims ásamt Ghostigital og fleirum. Tónleikarnir verða haldnir í nýopnuðum innri sal Harlem þar sem skemmtistaðurinn Volta var áður til húsa. „Ætli það megi ekki lýsa þessu sem partí-tónlist fyrir fullorðna,“ segir raf- tónlistarmaðurinn Birgir Thorodd- sen eða Curver en hann og Einar Örn Benediktsson skipa hljómsveitina Ghostigital. Curver segir dagskrána veglega og gaman sé að fá hina erlendu gesti til landsins. „MRC Riddims er skipuð pródúser- unum Alap Momin og Merc Yes og spila taktþunga partí-tónlist og flutn- ingur þeirra er einskonar sambland af lifandi tónlistarflutningi og DJ setti. Alap var áður í hávaðarappsveitinni Dälek sem hefur spilað tvisvar á Íslandi, meðal annars á Airwaves og Merc var aðal sprautan í skóglápssveitinni IfWhen. Þeir hafa komið víða við og spilað um allan heim,“ segir Curver. Myndlistakonan Berglind Ágústsdótt- ir kemur einnig fram á kvöldinu, auk Ghostigital, AMFJ og Lord Pusswhip. „Svo er gaman frá því að segja að þeir Alap og Merc eru báðir frá Harlem í New York. Það mætti því segja að þeir fljúga frá Harlem til að spila á Harlem,“ segir Curver. Tónleikarnir hefjast klukkan tíu á miðvikudagskvöldið. n T ímaritið Krakkalakkar kom út á dögunum. Tímaritið er ætlað strákum og stelp- um á aldrinum 6–12 ára og segja aðstandendur blaðsins þetta fyrsta barnatíma- ritið sem lítur dagsins ljós hér á landi síðan Æskan kom út fyrir 20 árum síðan. Tímaritið er prentað á mattan bókapappír í umhverfis- vænni prentsmiðju, efni blaðsins miðar að því að börn fái hugmynd- ir og innblástur, frekar en að vera innantóm afþreying og ritstjóri blaðsins er Guðbjörg Gissurar- dóttir. n Fljúga frá Harlem til að spila á Harlem Ghostigital Einar Örn og Birgir Thoroddsen koma fram á Harlem. Alap Momin og Merc Yes Fljúga frá Harlem og koma fram á Harlem á miðvikudagskvöld. Fyrsta íslenska barna- tímaritið í tuttugu ár Aðstandendur nýja tímaritsins Michael Tran, Guðbjörg Gissurardóttir, Erla Björg Gunnarsdóttur og Eva Rún Þorgeirsdóttur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.