Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.2013, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.2013, Blaðsíða 27
Fólk 27Miðvikudagur 17. júlí 2013 Heimsmeistari á Café Haítí Þ að er búið að vera draum­ ur lengi að fá Chic til landsins þannig að þetta leggst rosa­ lega vel í mig,“ segir Þorsteinn Stephensen, en hann er einn þeirra sem flytja hljómsveitina til landsins. Chic, með gítarleikarann Nile Rodgers í fararbroddi, verður með tónleika í Silfurbergssalnum í Hörpu í kvöld og hefur miðasala gengið vel. Þorsteinn er mikill aðdáandi gítarleikarans Nile Rodgers, en hann hefur átt stóran þátt í velgengni heimsþekktra listamanna á borð við David Bowie, Madonnu, Bryan Ferry og Duran Duran. „Það er mjög skemmtilegt að hann skuli akkúrat koma til Íslands núna þegar hann er aftur byrjaður að spila með bandinu. Hann er náttúrlega þekktur sem súper lagahöfundur og pródúsent og á fullt af smellum. Let‘s Dance er til dæmis langmest selda plata David Bowie og Like a Virgin er stærsti „hittari“ Madonnu og Nile Rodgers á þetta allt saman.“ Chic hefur verið á tónleikaferða­ lagi um allan heim undanfarna mánuði og segir Þorsteinn hljóm­ sveitina hafa fengið góðar viðtökur. „Þeir hafa gjörsamlega sleg­ ið í gegn og fengið fimm stjörnu dóma alls staðar. Voru núna síðast á Glastonbury og pökkuðu því alveg saman svo bandið er í toppstandi.“ En við hverju mega áheyrendur búast í kvöld? „Áheyrendur mega búast við mjög þéttu bandi og öllum stærstu smell­ um Nile Rodgers í einni bunu. 30 „hittarar“ í röð og mjög flott „show“ þannig að það verður mikið um dans og fjör í Hörpunni.“ n Diskóbomba í Hörpu n Nile Rodgers treður upp í kvöld n Afgreiðir kaffi með bros á vör H laupakonan Aníta Hinriks­ dóttir hefur verið að vinna á kaffihúsinu Café Haítí í sumar. Þar afgreiðir hún kaffi með bros á vör. Aníta varð, sem kunnugt er, heimsmeistari í 800 metra hlaupi kvenna 17 ára og yngri á sunnudaginn og hefur vak­ ið athygli fyrir framkomu sína jafnt inn á íþróttavellinum sem og utan. DV heyrði í Anítu sem hefur skiljanlega ekki getað unnið fulla vinnu á kaffihúsinu í sumar. ,,Nei, ég hef bara getað tekið nokkr­ ar vaktir enda nóg að gera,“ sagði hlaupakonan brosmilda sem heill­ aði þjóðina upp úr skónum þegar hún stakk andstæðinga sína hrein­ lega af í úrslitunum í 800 metra hlaupinu. Elda Thorisson­Faurelien, eig­ andi Café Haíti, sagði þetta frábær­ an árangur hjá Anítu – hlaupakon­ unni ungu sem afgreiðir kaffi milli þess sem hún hleypur fyrst í mark. n L eikarinn Friðrik Friðriksson vann persónulegt afrek þegar hann hljóp Laugavegshlaup­ ið á laugardaginn. Hlaupið var haldið í 17. sinn en þar er hlaupið á milli Landmannalauga og Þórsmerkur – um 55 kílómetra leið. Að þessu sinni voru þátttakendur hátt í 300 talsins og kláraði Friðrik hlaupið á um sjö klukkutímum. Skráði sig í hlaupahóp „Í mars skráði ég mig í hlaupahóp hjá Sigurði P. Sigmundssyni á hlaup. is þar sem ég tók þátt í prógrammi sem lagt var upp með. Ég var bú­ inn að vera í einhverri æfingu þar á undan, en ekki nógu mikilli. Svo hljóp ég maraþon í fyrra og það tókst nokkuð vel,“ segir Friðrik. Erfitt en skemmtilegt Friðrik segist setja sér stórt mark­ mið á hverju ári og að þessu sinni hafi Laugavegshlaupið orðið fyrir valinu. „Eftir að ég byrjaði að hlaupa af einhverju viti fyrir nokkrum árum þá hefur mér fundist gott að hafa eitt markmið á hverju ári, eitthvað sem gott er að stefna á. Friðrik hljóp þessa 55 kílómetra á 7 klukkustund­ um og 13 mínútum og var númer 144 í mark. „Ég var bara hálfmeyr og klökk­ ur þegar ég kom í mark. . Svo var maður að mæta fólki síðustu kíló­ metrana og það voru allir að segja: Þetta er alveg að nálgast, það eru bara tveir til þrír kílómetrar eft­ ir,“ en mér fannst þessir tveir til þrír kílómetrar alveg óheyrilega langir. Þannig að ég var mjög feginn að komast í mark og var eiginlega bara hálfklökkur. Löngunin að komast í mark eftir þennan langa dag var mikil.“ n n Hljóp 55 kílómetra á hálendi Íslands í hinu árlega Laugvegshlaupi Kom klökkur í mark Hörn Heiðarsdóttir blaðamaður skrifar horn@dv.is Frægir í Laugavegs- hlaupinu Elísabet Mar- geirsdóttir, veðurfrétta- kona, Bjarni Ármannsson og Róbert Marshall stóðu sig öll vel. Klökkur Friðrik kom í mark eftir 7 klukkutíma og 13 mínútur, en hópurinn hans var ræstur af stað 5 mínútum eftir að klukkan fór í gang. Hleypur í vinnuna Aníta Hinriks- dóttir hefur unnið á Café Haítí í sumar. Gítarveisla í Bíó Paradís Það verður sannkölluð gítar­ veisla í Bíó Paradís næstkomandi fimmtudag en þá stíga á stokk hljómsveitirnar Stroff, Skelkur í Bringu, Bárujárn og Oddur+Solla. Bárujárn voru að gefa út sína fyrstu breiðskífu og er þekkt sem helsta brimbrettarokksveit lands­ ins, Stroff er ný indísúpergrúppa skipuð meðlimum úr goðsagna­ kenndum hljómsveitum á borð við Skáta, Náttfara og BoB. Skelk í Bringu þarf varla að kynna en hún er nú að semja efni fyrir nýja plötu og verður því spennandi að sjá upp á hverju hún tekur næst. Nýtt verkefni Odds Bárusonar og Sólveigar Pálsdóttur mun sjá um að kynda í liðinu en bandið sam­ anstendur af klassískum gítarleik og ljóðaslammi. Tónleikarnir hefj­ ast kl. 22 og er frítt inn!  Giftir sig í Þórsmörk Leikstjórinn Þorleifur Örn Arnars­ son er maður ævintýra. Um versl­ unarmannahelgina ganga hann og unnusta hans Anna Rún Tryggva­ dóttir í það heilaga. Brúðkaupið mun fara fram í Þórsmörk og hef­ ur Þorleifur tekið á leigu skálann í Básum af því tilefni. Þorleifur hef­ ur getið sér gott orð sem leikstjóri í Þýskalandi og víðar og mun fjöldi gesta vera væntanlegur til lands­ ins frá útlöndum. Þeir munu svo sannarlega fá að kynnast íslenskri náttúrufegurð því brúðkaups­ gestirnir munu ganga alla leið frá Landmannalaugum og nið­ ur í Þórsmörk – hinn svokallaða Laugaveg – þar sem brúðkaupið mun svo fara fram. Neglir erlenda ferðamenn „Leifur Eiríksson fór í útrás en ég er að fara í innrás,“ segir Jóhannes Valgeir Reynisson sem fór í gær með þriggja metra háan frauð­ nagla að Hallgrímskirkju til að vekja athygli á Bláa naglanum – samtökum sem berjast fyrir vit­ undarvakningu þegar kemur að blöðruhálskrabbameini hjá körl­ um. „Við erum að herja á erlenda ferðamenn. Ég lét útbúa brjóst­ nælur sem heita Pin of Hope og þær fóru í sölu í morgun í Fríhöfn­ inni á Keflavíkurflugvelli. Hug­ myndin er að negla erlenda ferða­ menn og „pinna“ þá niður,“ segir Jóhannes en söfnunin hófst 19. apríl 2012 og nú hafa safnast um 300 milljónir króna upp í nýtt tæki sem kostar um 500 milljónir og vantar því enn talsvert upp á.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.