Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.2013, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.2013, Blaðsíða 22
22 Menning 17. júlí 2013 Miðvikudagur Brad Pitt berst við uppvakninga E itt af einkennum mynda um uppvakninga hefur verið að þær eru ódýrar í framleiðslu en skila miklu í kassann. Þetta á við um upprunalegu uppvakningsmyndir George A. Romera – Night of the Living Dead og Dawn of the Dead – myndir sem sköpuðu þetta einkennilega kvik- myndaform, og ótal kvikmynda sem síðar hafa spunnist út frá þessum upp- runalegu uppvakningsmyndum. World War Z kostaði víst yfir 200 milljónir dollara í framleiðslu og er því dýrasta zombie-mynd sögunnar. Enda er hryllingnum hér stillt í hóf og boðið upp á meiri hasar en maður er vanur í uppvakningsmyndum. World War Z er líka bara bönnuð innan 12 ára – sem er mjög óvenjulegt þegar um uppvakn- ingsmynd er að ræða. En þetta eru ekki einu reglurnar sem myndin brýtur. Uppvakningarnir í myndinni virðast gæddir ofurmann- legum kröftum – þeir hlaupa hraðar en mannfólkið og komast yfir rammgerða veggi. Reyndar er brugðið upp hefð- bundnari mynd af uppvakningunum í þriðja kafla myndarinnar sem ger- ist á rannsóknarstofu í Skotlandi. Sá kafli myndarinnar kemst næst anda hrollvekjunnar. Í hefðbundnum uppvaknings- myndum er ekkert svar gefið við því hver uppruni veikinnar sé. Gefið er í skyn að leynilegum tilraunum sé um að kenna eða að um guðlega hefnd sé að ræða – líkt og Peter (Ken Foree) seg- ir í Dawn of the Dead: Þegar helvíti er yfirfullt munu hinir dauðu þramma á jörðinni.“ Í World War Z er orsök þess að mannfólkið breytist í uppvakninga vírus sem á uppruna sinn að rekja til náttúrunnar. Sökinni er ekki varpað á okkur sjálf, mannfólkið – líkt og svo oft er þemað í uppvakningamyndum (þær eru í eðli sínu mjög and-kapítalískar) heldur er illmennið sjálf móðir náttúra. En veigamesta reglan sem brotin er í World War Z er sú að í zombie-mynd- um er orðið „zombie“ aldrei brúkað um hina lifanda dauðu. Það er talað um hina „dauðu“ eða „lifandi dauðu“. Og fyrir aðdáendur zombie-mynda reynist þetta í raun erfiðasti bitinn að kyngja. Reglur eru hins vegar til þess að brjóta þær. World War Z er stórmynd og fyrir rúmar 200 milljónir er ekki bara í lagi að sveigja reglurnar – held- ur jafnvel búa nýjar til. Myndin er held- ur ekki ætluð harðkjarna uppvakninga aðdáendum – hér er um hrollvekjandi hasarmynd fyrir hinn almenna áhorf- anda að ræða. Og sem slík gengur myndin vel upp. Þrátt fyrir skort á blóðsúthelling- um og mannáti, líkt og í venjulegum uppvakninga myndum, nær World War Z að skapa ógnvekjandi and- rúmsloft. Sérstaklega er byrjunin vel gerð, engum tíma eytt í óþarfa og flótti fjölskyldunnar fær mann til að sitja á sætisbríkinni. Sviðsmyndirnar eru stórkostlegar, tæknibrellurnar sann- færandi og Brad Pitt er flottur í aðal- hlutverkinu. Það er nú þegar búið að tilkynna um framhald World War Z og ekki að undra. Myndin er stórkostlega vel heppnuð og dæmi um að engar regl- ur eru svo heilagar að ekki megi brjóta þær. Nýr kafli í sögu zombie-mynda er hafinn. n H vað verður þú hérna lengi?“ spurði þýskur kollegi daginn sem ég byrjaði á Berliner Zeitung. „Tvo mánuði,“ svaraði ég. „Þú átt eftir að vera hérna lengur en við,“ sagði hinn á móti. Ef það er eitthvað sem held- ur blaðamannastéttinni gangandi þessa dagana er það gálgahúmorinn. Nóg er af auðum sætum á skrif- stofunni og ég sest í sæti manns sem er að lögsækja blaðið vegna brottreksturs síns og er farinn á Eurovision í Malmö ásamt kærastan- um til að hressa sig við. Um kvöldið er svo haldin erfidrykkja fyrir annan sem hefur verið sagt upp störfum. Líklega áttu blaðamenn það til að hverfa í Austur-Þýskalandi líka, en þó varla í jafn miklum mæli og þeir gera nú. Kaldastríðsblöð Berliner Zeitung á kannski ekki framtíðina fyrir sér, en blaðið á sér áhugaverða fortíð. Það var stofn- að af sovéskum hernámsyfirvöld- um þann 7. júlí 1945, rétt tveim- ur mánuðum eftir hrun þarlendra. Nokkrum mánuðum síðar stofn- uðu Bandaríkjamenn blaðið Tages- spiegel því til höfuðs, og enn þann dag í dag skiptist lesendahóp- ur blaðanna að mestu eftir hin- um gömlu landamærum austur- og vestur Berlínar. Svo ríkur þáttur var Berliner Zeitung í daglegu lífi í Austur-Berlín að þegar Baltasar Kor- mákur gerði Kaldastríðsþátt sinn „The Missionary“ var eintak af blað- inu frá 1969 hluti af sviðsmyndinni. Stærsta stund blaðamennskunnar Eftir fall múrsins varð Berlín að höfuðborg sameinaðs ríkis og var blaðið selt framkvæmdamönnum að vestan sem ætluðu sér að gera það að nokkurs konar Washington Post Þýskalands. En svo kom netið og nú hefur sala á blaðinu dregist saman um þriðjung, sem útskýrir öll auðu sætin á skrifstofunni. Washington Post sjálft er þekktast fyrir einhverjar glæstustu stundir í sögu blaðamennskunnar þegar rannsóknarblaðamennirn- ir Woodward og Bernstein komu upp um Watergate-hneykslið sem leiddi til þess að valdamesti mað- ur í heimi í þá tíð, Richard Nixon, varð að segja af sér. Baráttan við tímann Erfitt er að ímynda sér að eitthvað álíka gæti gerst í dag. Málið dró reyndar úr trúverðugleika blaðsins um tíma og dróst salan saman þar til allt var komið upp á yfirborðið og Washington Post stóð að lokum með pálmann í höndunum. Erfitt er að ímynda sér að eigendur fjölmiðla í dag myndu sýna blaðamönnum álíka traust. Fjöldauppsagnirnar koma síð- an aftur niður á rannsóknarblaða- mennskunni. Tveir bestu blaða- menn Washington Post fengu hálft ár til að rannsaka þetta eina mál, en á New York Times þessa dagana kvarta menn undan því að fá ekki nema eina til tvær vikur til að vinna greinar sínar. Á minni blöðum eins og þeim íslensku þykir gott að fá einn til tvo daga. Rannsóknarblaðamennska? Þeir blaðamenn sem helst eiga fram- tíðina fyrir sér eru þeir sem geta skrifað aðgengilegan texta um hin ýmsu málefni á persónulegan hátt og oft út frá eigin skoðunum. Með öðr- um orðum, blaðamenn eins og ég. Það sem hins vegar skortir er einmitt rannsóknarblaðamennskan. Það er auðvelt að mynda sér skoðun, en einhver þarf að grafa upp þær stað- reyndir sem skoðanirnar byggja á. Margir kölluðu eftir betri rann- sóknarblaðamennsku í kjölfar hrunsins hér, en þeir eru færri sem eru reiðubúnir til að borga fyrir hana. Sú blaðamennska er tímafrek og stendur varla undir kostnaði þegar aðalatriðið er að geta framleitt sem flestar greinar á sem stystum tíma. Víða er ætlast til að helmingi færri blaðamenn fylli blöðin nú en áður og því er framleiðni fyrir öllu. Öld öfganna Ekki er þó allt vonlaust. Í Noregi hafa menn komist að því að fólk er helst reiðubúið til að greiða fyr- ir aðgang að litlum héraðsblöð- um, fréttum úr nærumhverfinu sem ekki er hægt að nálgast annars staðar. Önnur módel sem helst virðast ganga eru annað hvort mjög sérhæfð blöð sem lítill en dyggur hópur gerist áskrifandi að. Á hinum endanum eru svo blöð eins og Daily Mail í Bretlandi, sem gera út á slúður og æsifréttir, en vefsíða þeirra er ein sú mest sótta í heiminum. Það eru einmitt milliblöðin eins og Berliner Zeitung, sem hvorki segja æsifréttir né eru með ítar- legar umfjallanir, heldur segja að- eins fréttir frá degi til dags, sem eru við það að hverfa. Fólk les ekki lengur dagsgamlar fréttir með morgunkaffinu þegar allt birtist jafnóðum á netinu sem svo aftur er hægt að sjá á lesbretti eða snjall- síma nánast um leið og það gerist. Dökk framtíð blaðamennsku n Krafan er um vandaðri blaðamennsku en fáir vilja borga brúsann n Fékk sumarvinnu á Berliner Zeitung Fjölmiðlar Valur Gunnarsson „Sá sem segist vita hver framtíð blaðamennskunnar er – hann lýgur. Höfuðstöðvar Berliner Zeitung Við hið sögufræga Alexander Platz í Berlín. Uppselt á John Grant Allir miðar á tónleika John Grant á Faktorý, fimmtudagskvöldið 25. júlí, seldust upp og hefur aukatón- leikum verið bætt við sama kvöld. Í tilkynningu frá Faktorý segir að John Grant hafi stimplað sig ræki- lega inn í íslenskt tónlistarlíf frá því hann kom fyrst fram á Iceland Airwaves hátíðinni 2011. Önn- ur breiðskífa hans „Pale Green Ghosts“ hafi fengið nánast fullt hús stiga hjá öllum helstu tón- listartímaritum heims. Hann sé þekktur fyrir opinskáa, fyndna og ljúfa texta og muni koma fram með hljómsveit á tónleikunum á fimmtudagskvöld. Uppselt er á upprunalegu tónleikana sem hefj- ast klukkan tíu en aukatónleikarn- ir hefjast klukkan hálf átta sama kvöld. Skrímsli í bíó Tvær kvikmyndir eru frumsýnd- ar í kvikmyndahúsum í dag og fjalla þær báðar um skrímsli. Önnur heitir Skrímslaháskólinn og er nýjasta myndin frá Pixar og Disney. Myndin hefur sleg- ið í gegn í Bandaríkjunum og er ein tekjuhæsta mynd sumarsins. Hin heitir Pacific Rim og er eftir mexíkóska leikstjórann Guillermo del Toro. Myndin er magnað sjón- arspil og segir frá baráttu mann- kyns við risastór skrímsli sem rísa úr iðrum jarðar. Úrslitaorrustan er háð með hjálp vélmenna sem stjórnað er af mönnum. Kvikmynd Símon Birgisson simonb@dv.is World War Z IMDb 7,3 Metacritic 46 Leikstjóri: Mark Forster Leikarar: Brad Pitt, Mireille Enos, Daniella Kertesz

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.