Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.2013, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.2013, Blaðsíða 12
12 Fréttir 17. júlí 2013 Miðvikudagur Aldrei hamingjusamari n Varð yngsti lottóvinningshafi Bretlands n Eyddi öllu í dóp og vitleysu C allie Rogers varð yngsti lottóvinningshafi Bretlands þegar hún vann 1,9 milljónir punda, um 350 milljónir króna, árið 2003. Þá var Callie ein ungis sextán ára gömul. Í dag er fjárhagsstaða hennar þó önn­ ur og verri enda eyddi hún nán­ ast öllu vinningsfénu í fíkniefni, áfengi, föt og lýtaaðgerðir. Óhætt er að segja að lottóvinningurinn hafi ekki reynst henni sérstaklega vel enda reyndi hún sjálfsvíg í þrjú skipti eftir að hafa orðið þunglynd. Callie segir í viðtali við breska blaðið Mirror að nú, tíu árum síð­ ar, eigi hún einungis tvö þúsund pund, um 370 þúsund krónur, eft­ ir af vinningsfénu. Þrátt fyrir pen­ ingaleysið hafi hún aldrei nokkurn tímann verið hamingjusamari. „Ég á í raun erfitt með að trúa að það séu liðin tíu ár síðan ég vann í lottóinu. Ég lít ekki á mig sem lottóvinningshafa og mér líð­ ur eins og ósköp venjulegri mann­ eskju. Þetta voru of miklir pen­ ingar fyrir unga manneskju eins og mig. Jafnvel þó einhver haldi því fram að líf hans breytist ekkert við að vinna í lottóinu þá er það ekki rétt. Stundum breytist lífið til hins betra og stundum til hins verra,“ segir Callie. Fjölskylduaðstæður stúlkunnar þegar hún vann í lottóinu voru slæmar og hafði hún flutt að heiman skömmu áður. Eftir að hún vann þann stóra keypti hún sér fjórar fasteignir, eyddi 15 millj­ ónum króna í nýja bíla og gekkst undir tvær brjóstastækkunarað­ gerðir. Þá varð hún háð kókaíni og eyddi hún fleiri milljónum í eitur­ lyfið sem fór illa með hana. Í dag, þegar peningarnir eru nánast á þrotum, segist Callie hafa fundið hamingjuna. Hún er gift slökkviliðsmanni og eiga þau eitt barn saman en Callie eign­ aðist tvö börn í fyrra sambandi. „Núna snýst líf mitt um börnin og ef þau vilja eignast eitthvað dýrt þurfa þau að bíða eftir jólunum. Við erum bara venjuleg fjölskylda í dag.“ n Morales beðinn afsökunar Yfirvöld á Spáni hafa beðið yfir­ völd í Bólivíu afsökunar á þeirri ákvörðun sinni að loka lofthelgi landsins þegar flugvél með for­ seta Bólivíu, Evo Morales, ætl­ aði að fara þar um. Ákvörðun­ in var tekin eftir að grunsemdir vöknuðu um að uppljóstrarinn Edward Snowden væri um borð í vélinni, en hann er eftirlýstur af bandarískum yfirvöldum vegna leka á trúnaðarupplýsingum. Af­ sökunarbeiðnin barst á mánu­ dag og undir hana skrifaði Miguel Angel Vasquez, sendiherra Spánar í Bólivíu. Bólivía er eitt þeirra ríkja sem boðið hafa Snowden hæli en hin löndin eru Venesúela og Ník­ aragva. Vél Morales var gert að lenda í Austurríki og tafðist vélin af þeim sökum um fleiri klukku­ stundir. Bannað að flauta Óvenjulegt mál kom upp í borg­ inni Leicester í Bretlandi fyrir skömmu þegar nágrannar kvört­ uðu undan mjólkurpósti í rólegu íbúðahverfi í borginni. Mjólkur­ pósturinn, hinn 52 ára gamli Kevin Gifford, hafði lagt það í vana sinn að flauta á morgungöngunni með mjólkina til íbúa hverfisins. Ekki voru allir á eitt sáttir við flaut­ ið í Gifford og lögðu íbúar fram kvörtun til yfirmanna hans. Þeir brugðust skjótt við og skipuðu Gifford að hætta að flauta, ella eiga á hættu að missa vinnuna. Sjálfur segist Gifford vera ósáttur við kvartanirnar sem bárust. „Ætla íbúar líka að kvarta und­ an fuglasöngnum,“ sagði Gifford í samtali við blaðamann breska blaðsins The Sun. Heimilið var horfið Íbúar einbýlishúss í Fort Worth í Texas vöknuðu upp við vondan draum þegar þeir komu heim úr sumarfríi á dögunum. Búið var að rífa húsið til grunna, eins og sést á meðfylgjandi mynd, en síð­ ar kom í ljós að skelfileg mistök höfðu átt sér stað hjá borgaryfir­ völdum. Atvikið átti sér stað síð­ astliðinn föstudag en um var að ræða tiltölulega gamalt hús sem þó var í mjög góðu ásigkomulagi. „Við litum upp og sáum að hús­ ið var horfið,“ segir eigandinn, David Underwood, þegar hann ók að húsinu ásamt eiginkonu sinni. Annað hús, sem stendur skammt frá, átti að rífa til grunna en mistök urðu til þess að hús hjónanna var rifið. Hjónin munu fá tjónið bætt að fullu. Eyddi öllu Hamingjan verður ekki keypt með peningum og það veit Callie Rogers manna best. Ofbeldið gæti aukist n Glæpaforingi handtekinn í Mexíkó n Fjárkúgun og mannrán Y firvöld í Mexíkó hafa haft hendur í hári eins alræmd­ asta glæpaforingja lands­ ins, Miguel Angel Morales. Morales, eða 40 eins og hann var kallaður, var leiðtogi fíkni­ efnasamtakanna Zetas sem ver­ ið hafa fyrir ferðarmikil í Mexíkó á undanförnum árum. Morales var handtekinn í bænum Nuevo Laredo við landamæri Bandaríkjanna. Samtökin eru sögð bera ábyrgð á fjölda morða sem framin hafa ver­ ið í Mexíkó á undanförnum misser­ um, landi þar sem þúsundir látast á ári hverju vegna stríðandi fylkinga í fíkniefnaheiminum. Vildi ekki nást á lífi Handtakan er álitin vera stór sigur fyrir forseta Mexíkó, Enrique Pena Nieto, í baráttunni gegn skipulagðri glæpastarfsemi. Morales hafði ver­ ið eftirlýstur um langt skeið og höfðu tæpar 900 milljónir króna verið boðnar hverjum þeim sem gæfi upp­ lýsingar sem myndu leiða til hand­ töku glæpaforingjans. „Hann hafði sagt sínum nánustu bandamönn­ um að hann myndi frekar vilja deyja en vera handtekinn,“ segir Arturo Fontes, fyrrverandi fulltrúi banda­ rísku alríkislögreglunnar, FBI, sem leitaði Morales í tæplega áratug. Sjálfur hafði hann ekki trú á því að hann myndi nást á lífi en Morales veitti enga mótspyrnu þegar lög­ reglumenn, bæði bandarískir og mexíkóskir, handtóku hann. „Ég er sérstaklega glaður fyrir hönd svo margra fjölskyldna fórnarlamba,“ segir Fontes í viðtali við Dallas News. „Nú munu þau fá að vita hvers vegna ástvinir þeirra voru drepnir og hvað varð um þá.“ Ofbeldið gæti aukist Þó svo að mörgum sé létt vegna handtöku Morales hefur Fontes ekki mikla trú á því að ofbeldið sem fylgt hefur glæpaklíkum á svæðinu muni minnka. Nuevo Laredo er algeng smyglleið fyrir fíkniefni inn til Banda­ ríkjanna enda stendur bærinn nánast á landamærunum. Telur Fontes að glæpaklíkur, sem hafa verið í beinni samkeppni við Zetas, muni á næstu vikum og mánuðum berjast um yfir­ ráð yfir þeim svæðum sem Zetas stjórnaði. Það muni án nokkurs vafa kosta mörg mannslíf. „Það er erfitt að fullyrða hvað gerist en hlutirnir gætu versnað áður en þeir batna. Erki­ fjendur samtakanna munu nú berjast um yfirráð á svæðinu,“ segir ónafn­ greindur heimildarmaður innan lög­ reglunnar í viðtali við Dallas News. Í umfjöllun Dallas News um hand­ tökuna kemur fram að glæpaklíka Morales hafi einna helst lagt stund á fíkniefnaviðskipti en á undanförnum árum hafi umfang samtakanna auk­ ist mikið. Þau hafi stundað fjárkúg­ un, mannrán, neytt konur í vændi og mansal svo fátt eitt sé nefnt. Þá eru samtökin talin bera ábyrgð á morð­ um á að minnsta kosti 270 farand­ verkamönnum frá Mið­Ameríku sem voru myrtir á leið sinni til Bandaríkj­ anna. Morales fæddist í Nuevo Laredo en flutti á unglingsárum sínum til Dallas í Texas. Talið er að yngri bróðir hans, Omar, sem einnig var alinn upp í Dallas, muni taka við stjórn Zetas. n Einar Þór Sigurðsson blaðamaður skrifar einar@dv.is Léttir Þó svo að mörgum sé létt vegna hand- töku Morales mun það ekki endilega þýða að ofbeldi muni minnka, ekki strax að minnsta kosti. Þúsundir hafa beðið bana í stríði fíkni- efnagengja í Mexíkó á undanförnum árum. Gómaður Morales var handtekinn á mánudag. Í bifreið hans fundust tvær milljónir dala í peningum, eða um 240 milljónir króna, skotvopn og skotfæri.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.