Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.2013, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.2013, Blaðsíða 8
8 Fréttir 17. júlí 2013 Miðvikudagur Lýsti áhyggjum af makríldeilunni Sigmundur Davíð Gunnlaugs- son, forsætisráðherra, fundaði á þriðjudag með José Manuel Bar- roso, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins og Herman van Rompuy, forseta leiðtogaráðs Evrópusambandsins. Í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu kemur fram að Sigmundur hafi á fundun- um gert grein fyrir áherslum nýrrar ríkisstjórnar varðandi hlé á við- ræðum við Evrópusambandið og lagt áherslu á mikilvægi góðs sam- starfs Íslands og Evrópusambands- ins og gildi EES-samningsins fyrir Íslendinga. Fjallað var um stöðu mála innan Evrópusambandsins almennt, einkum um þróun efna- hagsmála á evrusvæðinu og fram- tíð þess. Sigmundur gerði einnig grein fyrir afstöðu Íslands í makríl- deilunni, lýsti áhyggjum af þeirri umræðu sem hefur verið á vett- vangi Evrópusambandsins um mögulegar viðskiptaþvinganir ESB gagnvart Íslandi í andstöðu við EES og Alþjóðaviðskiptastofnun- ina (WTO) og benti á að slíkar að- gerðir myndu ekki stuðla að lausn deilunnar. „Þetta voru mjög uppbyggileg- ir og jákvæðir fundir. Möguleik- ar á sterkara samstarfi Íslands og ESB eru fjölbreyttir og við eigum að vinna sameiginlega að því að nýta þá óháð því hvernig sambandi þessara aðila er háttað að öðru leyti. Þar nefni ég til dæmis sér- staklega Norðurslóðasamstarf, um- hverfismál og orkunýtingu“ sagði Sigmundur að loknum fundunum. „Það var sérstaklega áhugavert að heyra mat Barroso á framtíðar- þróun Evrópusambandsins og þeim áskorunum sem sambandið stendur frammi fyrir. Við rædd- um einnig þá stöðu sem komin er upp í makríldeilunni og það var mjög ánægjulegt að heyra að for- seti framkvæmdastjórnarinnar tók að loknum umræðum okkar skýrt fram að höfuðmarkmið Evrópu- sambandsins væri að leysa deiluna með samningum og að mögulegar refsiaðgerðir sambandsins vegna deilunnar myndu alls ekki fara út fyrir ramma EES samningsins og WTO eða annarra alþjóðlegra skuldbindinga Evrópusambands- ins,“ var haft eftir Sigmundi. Ásókn í skóla Sjávarútvegsskóli Síldarvinnsl- unnar verður settur mánu- daginn 29. júlí næstkomandi. Umsóknarfrestur um skólavist rann út 15. júlí og er ljóst að skólinn verður fullsetinn. Ráð- gert var að nemendur yrðu 20 talsins en vegna mikils fjölda umsókna hefur verið ákveðið að taka inn 27 nemendur.„Margir hafa sýnt fyrirhuguðu skólastarfi áhuga og hafa Síldarvinnsl- unni borist fyrirspurnir um hvernig ráðgert sé að standa að skólahaldinu. Almennt virðast menn sammála því að full þörf sé á að gefa ungmennum kost á fræðslu um þessa undirstöðu- atvinnugrein þjóðarinnar, sögu hennar og eðli,“ segir í tilkynn- ingu frá Síldarvinnslunni. Skólinn mun starfa í tvær vik- ur, 3–4 klukkustundir á dag og munu starfsmenn Síldarvinnsl- unnar annast kennslu. Litið er á skólahaldið sem tilraunaver- kefni og að þessu sinni höfðu 8. bekkingar Nesskóla forgang þegar unnið var úr umsóknum. Nemendur fá greidd námslaun og verða launin sambærileg þeim launum sem greidd eru í Vinnuskóla Fjarðabyggðar. Titringur vegna nýrrar stjórnar RÚV n Sigmundur Davíð sagði Láru Hönnu vanhæfa til að sitja í stjórn RÚV L ára Hanna Einarsdóttir, þýð- andi og bloggari á Eyjunni, var krafin af lögmanni mennta- málaráðuneytisins um að sanna hæfi sitt til stjórnarsetu í varastjórn Ríkisútvarpsins daginn eft- ir að hún var tilnefnd í stjórnina á Al- þingi. Í samtali við DV staðfestir hún að lögmaður ráðuneytisins hafi sent sér bréf líkt og fram kom í grein um málið í Fréttablaðinu á mánudaginn. Að öðru leyti segist hún ekki mikið vilja tjá sig um þetta mál. Enda finn- ist henni það ekki vera á sínu borði þar sem hún hafi ekki verið beinn þátttak- andi í málinu að öðru leyti en því að samþykkja að taka að sér stjórnarset- una. Lára Hanna hefur starfað sem verktaki fyrir 365 miðla við þýðingar og hefur þýtt þættina Bold and the Beautiful fyrir Stöð 2. Átök á þingi Eins og kunnugt er varð mikið fjaðra fok á Alþingi þegar meirihluti Sjálfstæðis- flokksins og Framsóknar ætlaði sér að tilnefna sex stjórnarmenn í meirihluta stjórnar RÚV á móti þremur frá minni- hlutanum. Eftir atkvæðagreiðslu á þingi þar sem einn stjórnarliði greiddi atkvæði á móti tillögu meirihlutans varð hins vegar úr að halda sig við að stjórnarflokkarnir fengju fimm stjórn- armenn á móti fjórum frá stjórnarand- stöðunni. Ekki hefur enn verið upplýst hver var umræddur stjórnarliði en um var að ræða leynilega kosningu. Í stað þess að tilnefna Láru Hönnu sem aðal- mann og Pétur Gunnarsson sem vara- mann Pírata í stjórn RÚV ákvað þing- flokkurinn að tilnefna Pétur aðalmann. „Tveir úr minnihlutanum vöruðu okkur við. Orðið á göngunum væri að það ætti að hjóla í Láru og mann- orðsmyrða hana uppi í þingsal. Málsvörn meirihlutans átti að vera sá að fulltrúi okkar væri vanhæfur. Þess vegna svissuðum við. Við vildum ekki gefa þeim tækifæri til að réttlæta þenn- an hryllilega gjörning svika," sagði Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata í samtali við Fréttablaðið á mánu- daginn. Björg seldi hlut sinn í Smugunni Þetta er ekki í fyrsta skipti sem mögu- legir hagsmunaárekstrar stjórnar- manna RÚV koma til tals. Þannig seldi Björg Eva Erlendsdóttir, núverandi full- trúi Vinstri grænna í stjórn RÚV, fimm prósenta hlut sinn í vefritinu Smug- unni í upphafi árs 2012 þegar Vinstri grænir tilnefndu hana sem stjórnar- formann Ríkisútvarpsins. „Þeir [innsk. stjórnarmenn] mega ekki, hvorki beint né óbeint, inna af hendi nokkurt starf, taka við greiðslu eða hafa nokkurra hagsmuna að gæta í öðrum fjölmiðla- fyrirtækjum eða fjölmiðlatengdum fyr- irtækjum sem leitt geta til árekstra við hagsmuni Ríkisútvarpsins,“ segir í ní- undu grein laga um Ríkisútvarpið ohf. Þó hafa sumir efast um lögmæti þess að lögfræðingi menntamálaráðuneyt- isins hafi verið heimilt að óska eftir því að Lára Hanna sannaði sérstaklega hæfi sitt til að setjast í varastjórn RÚV. Furðar sig á viðbrögðum Sigmundar Davíðs „Það sem ég hafði áhyggjur af var að Sigmundur Davíð var greinilega bú- inn að kanna bakgrunn Láru Hönnu mjög hratt og sagði vafamál hvort hún væri hæf til stjórnarsetu. Ég reyndi þá að útskýra fyrir honum að hún ynni sem verktaki fyrir 365 miðla við þýð- ingar,“ segir Birgitta Jónsdóttir, formað- ur þingflokks Pírata í samtali við DV. „Mér finnst margt mjög skringilegt í þessu máli. Að gera þetta enn póli- tískara og færa stjórn Ríkisútvarpsins í sama farveginn og var áður, sem mikið var gagnrýnt á sínum tíma, tel ég ekki heppilegt. Ég hef almennt áhyggjur af stöðu fjölmiðla á Íslandi og þá sérstak- lega RÚV,“ segir Birgitta. Píratar muni leggja fram fram þingsályktunartillögu um að allir sem taka sæti í útvarpsráði eiga að fara í hæfnis mat. Tillagan verði lögð fram þegar þing kemur saman í haust. Segir Birgitta það mjög sérstakt að Lára Hanna Einarsdóttir hafi verið sú eina sem hafi verið krafin um að sanna hæfi sitt til stjórnarsetu hjá RÚV. Það myndi sýna fram á bætta stjórnsýslu ef allir yrðu krafðir um slíkt, samkvæmt formlegu ferli. Hún segist hafa verið mjög ánægð með þá þróun sem varð í tíð ríkis- stjórnar Samfylkingarinnar og Vinstri grænna á síðustu árum um að skipa fólk í stjórnir og embætti á vegum hins opinbera af meiri fagmennsku en áður. Þó hefði að mati Birgittu mátt ganga enn lengra í þeim efnum. Varamaður réð Illuga í vinnu Líkt og áður kom fram var þrýst á Björg Evu Erlendsdóttur að selja hlut sinn í Smugunni árið 2012 þegar hún var gerð að formanni stjórnar RÚV. Hún var hins vegar ekki beðin um að sanna hæfi sitt til að sitja í stjórn RÚV, líkt og Lára Hanna nú. Önnur mál hafa ekki komið upp svo vitað sé. Hins vegar má nefna að Jón Hákon Magnússon, sem Sjálfstæðis- flokkurinn tilnefndi í varastjórn RÚV er framkvæmdastjóri og annar eiganda KOM almannatengsla. Það fyrirtæki aðstoðar fólk vegna samskipta við fjöl- miðla en ekki liggur ljóst fyrir hvort slík fyrirtæki séu skilgreind sem fjölmiðla- tengd, samanber lög um Ríkisútvarpið eða ekki. Illugi Gunnarsson, mennta- og menn ingarmálaráðherra sem RÚV heyrir undir, vann hjá KOM almanna- tengslum um skeið á meðan hann tók sér launalaust leyfi frá þingstörf- um í kjölfar rannsóknar embættis sér- staks saksóknara á málefnum Sjóðs 9 þar sem hann var stjórnarmaður. „Ég er að hjálpa Jóni Hákoni og hef mikla ánægju að starfa með honum,“ sagði Illugi í samtali við Pressuna árið 2011 og var þar að vísa til Jóns Hákonar sem nú hefur verið tilnefndur í varastjórn RÚV. Þá má geta þess að Sigríður Hall- grímsdóttir, sem nýlega var ráðin að- stoðarmaður Illuga Gunnarssonar starf aði hjá KOM almannatengslum þar til að Illugi réð hana. Tengsl Illuga við umrætt almannatengslafyrirtæki eru því nokkur. Sjálfstæðismenn vilja breytingar Þá sagði einn viðmælanda DV áhuga- vert að rifja upp að Illugi hefði ver- ið aðstoðarmaður Davíðs Oddssonar, núverandi ritstjóra Morgunblaðsins þegar hann gegndi starfi forsætisráð- herra. Gegndi Illugi því starfi frá árinu 2000 til 2005 en undir lokin var Davíð sem kunnugt er utanríkisráðherra. Páll Magnússon, útvarpsstjóri Ríkis útvarpsins (RÚV) skrifar háðu- lega grein um stöðugar árásir Davíðs Oddssonar á RÚV sem birtist í Frétta- blaðinu fyrir stuttu þar sem hann greindi frá því að ritstjóri Morgun- blaðsins hefði skrifað 224 sinnum um RÚV í forystugreinum blaðsins á þeim tæplega fjórum árum sem hann hefur setið á stóli ritstjóra. Þá var Ingvi Hrafn Óskarsson, lög- maður, tilnefndur í aðalstjórn RÚV sem fulltrúi Sjálfstæðisflokksins en hann er fyrrum formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna og er ná- inn vinur Illuga Gunnarssonar. Þá var Ingvi Hrafn varaþingmaður Sjálf- stæðisflokksins frá 2003 til 2007 og að- stoðarmaður Sólveigar Pétursdóttur, þáverandi dóms- og kirkjumálaráð- herra þar til hún lét af embætti árið 2003. Hvort Illugi deili sömu skoðun og Davíð varðandi „vinstri-slagsíðu“ RÚV skal ósagt látið. Þó hefur lengi ver- ið vitað að sjálfstæðismenn vilja sjá breytingar varðandi efnistök hjá RÚV en hvort eða hvernig því verður kom- ið í framkvæmd verður að koma í ljós á næstu mánuðum. DV sendi Illuga nokkrar spurningar vegna málsins en engin svör bárust.n Annas Sigmundsson blaðamaður skrifar annas@dv.is Taldi Láru Hönnu vanhæfa Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra tjáði Birgittu Jónsdóttur að efast væri um hæfi Láru Hönnu Einarsdóttur til stjórn- arsetu hjá Ríkisútvarpinu vegna starfa hennar fyrir 365 miðla. Olli titringi Samkvæmt frásögn Birgittu Jónsdóttur voru fulltrúar meirihlutans ekki sáttir við að Lára Hanna Einarsdóttir þýð- andi, fengi sæti sem aðalmaður í stjórn RÚV. Hefur áhyggjur af stöðu fjölmiðla Birgitta Jónsdóttir, formaður þingflokks Pírata segist almennt hafa áhyggjur af stöðu fjöl- miðla á Íslandi, þá sérstaklega Ríkisútvarpsins. Illugi var aðstoðarmaður Davíðs Illugi Gunnarsson var aðstoðarmaður Davíðs Oddssonar 2000–2005 en eins og kunnugt er hefur Davíð verið mjög duglegur að gagnrýna Ríkisútvarpið í ritstjóratíð sinni á Morgunblaðinu. Margir sjálfstæðismenn vilja sjá breytingar á efnistökum RÚV. Tilnefndi fyrrum vinnuveitanda Einn þeirra sem Sjálfstæðisflokkurinn tilnefndi í stjórn RÚV er Jón Hákon Magnússon, fram- kvæmdastjóri og eigandi KOM almanna- tengsla en Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, starfaði um tíma hjá almannatengslafyrirtækinu á meðan hann var í leyfi frá störfum á Alþingi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.