Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.2013, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.2013, Blaðsíða 14
Sandkorn E itt stærsta meinið á fjölmiðla­ markaði er Ríkisútvarpið sem er einskonar tilberi á hverjum einasta landsmanni. Þessi stofn­ un ber höfuð og herðar yfir aðra fjölmiðla án þess þó að þurfa að standa undir rekstri sínum. Þúsundir milljóna af almannafé renna inn í báknið sem síðan stendur í grimmri samkeppni við fjölmiðla á frjálsum markaði. Það er fyrir löngu liðin tíð að þessi risi eigi sérstakt erindi í íslensku samfélagi. Sú tíð er fyrir löngu að baki þar sem menn gátu barið sér á brjóst og sagt að fyrir­ bærið gegni menningarlegu hlutverki. Og fréttastofa Ríkisútvarpsins er í dag helst umtöluð fyrir þjónkun við tiltekin hagsmunaöfl. Í dag er Ríkisútvarpið að mestu leyti markaðsvætt fyrirbæri sem skeyt­ ir lítt um heiður. Langt er um liðið síð­ an Stikluþættir Ómars Ragnarsson­ ar voru framleiddir og stóðu undir því að vera menningararfur. Í staðinn hafa komið froðuþættir sem gjarnan eru bakkaðir upp með bjórauglýsingum. Innan Ríkis útvarpsins er helst að finna menningu innan Rásar 1 sem haldið hefur sjó í gegnum tímann. Sjónvarp­ ið og Rás 2 eru afþreyingarfyrirbæri þar sem enginn metnaður er til annars en að standa í samkeppni við sápustöðv­ ar á borð við Stöð 2. Og árangurinn sem ríkis miðillinn hefur náð er sá helstur að ná til sín auglýsingum og hrifsa þannig brauðið frá frjálsum fjölmiðlum sem berjast í bökkum. Sjálfur ríkisfjölmiðillinn fer á svig við lög með því að auglýsa Egils gull eða hvað eina sem bannað er með lög­ um og aðrir fjölmiðlar eru dæmdir fyr­ ir. Þetta gerist á vakt Páls Magnússon­ ar útvarpsstjóra og er á ábyrgð stjórnar RÚV ohf. Ríkismiðillinn sleppur með að ljúga því að bjór sé léttöl og þiggur peninga fyrir. Stóra meinið í auglýs­ ingabrölti hins niðurgreidda fjölmið­ ils er sá að öllum bransanum blæðir og aðrir fjölmiðlar þrífast ekki á eðlilegum forsendum. Illugi Gunnarsson menntamálaráð­ herra hefur valdið uppnámi með því að viðhalda þeirri reglu að Alþingi skipi stjórn RÚV í stað þess að úthluta skip­ unarvaldinu annað. Það er í rauninni ekkert við það að athuga. Þetta er stofn­ un sem lýtur pólitísku valdi vegna þess að hún er í almenningseign. Vandinn liggur hins vegar í því þegar flokkar og siðlausir einstaklingar fara að beita hinu pólitíska afli í eigin þágu. Dæmi eru til um slík inngrip frá æðstu stöðum. Núverandi menntamálaráðherra er talsmaður frelsis og einkaframtaks. Ef hann er heill í sinni pólitík er það af hinu góða að hann herði tökin. Þá get­ ur hann notað allt sitt pólitíska afl í að uppræta meinið með því að skera nið­ ur sápuna og koma skikki á fjölmiðla­ markaðinn. Eðlilegt er að einkavæða Rás 2 og gjörbreyta núverandi rekstri sjónvarpshlutans. Stöð 2, Skjár einn og netmiðlarnir geta séð um að fóðra almenning á amerískri dægurmenn­ ingu eða íslenskum hraðfréttum. Ríkis­ stofnun á ekki að gera út á fíflagang eða froðu. Það verkefni býður nú menntamála­ ráðherra að hreinsa spillinguna út úr RÚV og loka stórum hluta rekstrarins. Ef ráðherrann er aftur á móti að hugsa um RÚV sem valdatæki er illa komið. Þá mun bjórvæðing Páls Magnússonar enn og aftur verða ofan á með stórtjóni fyrir allan almenning. Illugi á leik. Hann hefur nú tækifæri til þess að sanna póli­ tísk heilindi sín með því að uppræta ill­ gresið í Efstaleiti. Ármann ókyrr n Ármann Kr. Ólafsson, bæjar stjóri og oddviti Sjálf­ stæðismanna í Kópavogi, er tekinn að ókyrrast nú þegar prófkjör í bænum nálgast. Gunnar Birgisson, fyrrver­ andi bæjarstjóri og sam­ starfsmaður Ármanns, er í startholunum með að sækja að Ármanni sem hafði af honum sætið á sínum tíma. Hermt er að Gunnar safni nú liði til hefnda. Allt að opnast í Færeyjum Ég notaði mat sem hækju Eivör segir mikið hafa breyst eftir andlát Rasmussen. – DV Sverrir Björn Þráinsson léttist um 63 kíló. – DV Bjórvæðing RÚV N iðurskurður hjá hinu opinbera nam í kjölfar bankahrunsins á milli fimmtungs og fjórðungs – 20 og 25 prósent að raunvirði. Það er óhemjumikill niðurskurður og fá dæmi um aðrar eins aðfarir í opinber­ um rekstri á aðhaldstímum. Ég óttast að á ýmsum sviðum hafi verið of hart fram gengið en ástæðan fyrir því að þetta gekk eftir var skilningur starfsmanna innan opinbera geirans á því að ekki væri komist hjá aðhaldi og niðurskurði eft­ ir að tekjustofnar ríkis og sveitarfélaga hrundu í fjármálakrísunni. Starfsfólk hafði almennt á þessu skilning og var reiðubúið að láta sitthvað yfir sig ganga tímabundið vegna sameiginlegra erfið­ leika þjóðarinnar. Rétttrúnaðar krafist Nú er sest að völdum í landinu ný ríkis­ stjórn – skipuð sömu stjórnmálaflokkum og á sínum tíma stýrðu okkur út í efna­ hagsfenið. Og ekki er upphafið gæfu­ legt. Byrjað er á því að afsala ríkissjóði milljörðum króna með skattaeftirgjöf til ferðaþjónustu og sjávarútvegs, þeirra at­ vinnugreina sem þrátt fyrir allt standa best að vígi í efnahagslífinu. Fyrir vikið er hagur ríkissjóðs lakari en ella hefði orðið. Þá hefur verið sett á laggirnar hag­ ræðingar/niðurskurðarnefnd – svipuð og oft hefur viðgengist – meðal annars á síðasta kjörtímabili. Nema tónarnir úr þessari nýju nefnd lofa ekki góðu. Ýmsir nefndarmenn skirrast ekki við að gefa út sverar yfirlýsingar um hve hart skuli nú gengið fram og það sem verra er, póli­ tískir ákafamenn af hægri vængnum krefjast rétttrúnaðar. Í anda örgustu peningafrjálshyggju eru þessir pólitísku trúboðar byrjaðir að eggja nefndina til vafasamra verka: „Þora þau?“ hét leiðari Ólafs Þ. Stephensen í síðasta helgarblaði Fréttablaðsins en þar sagði hann að það eigi „ekkert að vera að afsaka það mark­ mið að fækka starfsmönnum ríkisins“ en fyrr í leiðaranum hafði hann varað við því að niðurskurðarmenn einblíndu á „smápeningana“ því „stóru upphæðirnar liggja í velferðar­ og menntakerfinu.“ Okkur sagt að allir græði Hvað þýðir það þá að þora? Væntan­ lega að leggja til atlögu við velferðar­ og menntakerfið. Nú sem fyrr eiga lausn­ irnar að liggja í því að markaðsvæða skólana og heilbrigðisþjónustuna en árangurinn af því mun birtast öllum, starfsfólk fái betri laun, nemendur og sjúklingar betri menntun og lækningu meina sinna og viti menn, tilkostnaður­ inn verði minni! Ólafur Þ. Stephensen er ekki einn um þessar töfralausnir. Þannig er Helgi Vífill Júlíusson mættur á ritstjórnar­ síðu Morgunblaðsins á mánudegi með hvatningu um að „hrista upp í heil­ brigðiskerfinu“. Samkvæmt honum er samkeppni allra meina bót. Þannig segir hann að „samkeppni um fólkið ætti að bæta kjörin“ og síðan er vitnað í ýmsa aðila um ágæti samkeppninnar. Allt þetta erum við búin að heyra margoft áður. Allan aðdraganda hruns­ ins var þetta eins konar mantra. Líka krafa Ólafs Þ. Stephensen sem kemur fram í mánudagsleiðara hans um að það verði að auðvelda stjórnendum hjá hinu opinbera að reka starfsfólk. Vitnar hann máli sínu til stuðnings til ónafngreindra forstjóra sem vilji geta rekið fólk á auð­ veldari máta en nú er unnt. Vilja að sjúkrahús séu rekin eins og fyrirtæki Einna verst þykir mér sú hrikalega rang­ hugmynd, sem er að finna í leiðaraskrif­ um Fréttablaðsins og áður hjá Vigdísi Hauksdóttur, formanni fjárlaganefnd­ ar Alþingis, að ríkinu eigi að jafna við fyrirtæki. Ólafur Þ. Stephensen segir að á einkamarkaði reyni menn að forð­ ast uppsagnir en stjórnendur verði að taka ákvarðanir með hag fyrirtækjanna að leiðarljósi: „Ef það kemur ekki nóg í kassann verður að skera niður útgjöldin og víðast hvar er slíkt erfitt án þess að fækka fólki,“ segir Ólafur ritstjóri. Nú er það svo að í flestum stofnunum var starfsfólki fækkað verulega í aðhalds­ aðgerðum fyrrverandi ríkisstjórnar. Á Landspítalanum – illu heilli – um mörg hundruð manns, í lögreglunni verulega að sama skapi – einnig illu heilli – og þannig mætti áfram telja. Hér tala menn sem standi þeir úti á þekju og hafi ekki fylgst með einu né neinu! Það er hreinlega rangt að bera saman ýmsa þætti opinberrar þjónustu og starf­ semi flestra fyrirtækja. Vissulega verða opinberar stofnanir að reyna að laga sig að fjárhagnum. En þær starfa líka sam­ kvæmt lögum og ber lagaleg skylda til að sinna tilteknum verkefnum. Eða hvað gerir bráðamóttakan þegar fjármunir eru uppurnir en jafnframt komið með konu í barnsnauð á bráðamóttöku eða ef fjöldaslys yrði? Allt verði gott ef buddan fái að ráða Kannski eru Ólafur og félagar búnir að hugsa þetta allt og kæra sig kollótta. Þeir vilji einfaldlega fylgja sinni hugsjón, nefnilega að innleiða markaðslögmálin alls staðar þar sem því verður við kom­ ið. Þetta geri þeir í þeirri trú að með því að gera öll samskipti í samfélaginu að markaðssamskiptum – á milli kaupanda og seljanda – þá verði allt gott. Nýlegur Morgunblaðsleiðari var helgaður sömu hugsjón. Tekið var undir með Sambandi ungra sjálfstæðismanna, sem 7. júlí síðast liðinn héldu upp á „skattadaginn, daginn sem fólk hættir að vinna fyrir hið opinbera og fer að vinna fyrir sig sjálft.“ Hvar liggja landamæri eigingirninnar? Mér varð á að spyrja hvað þetta þýddi og svaraði sjálfum mér síðan á heima­ síðu minni: „Svo er að skilja lesandi góður að þegar þú vinnur fyrir skött­ um til að fjármagna Krabbameinsdeild Landspítalans, Veðurstofuna, Haga­ skólann, Landhelgisgæsluna, slökkvi­ liðið, vatnsveituna og lögregluna, þá ertu samkvæmt þessum kokkabókum ekki að vinna fyrir sjálfan þig held­ ur einhverja allt aðra, þér fullkomlega framandi. En ef barnið þitt veikist eða mamma þín eða þú sjálfur, og nauðsynlegt verð­ ur að sækja til framangreindra stofn­ ana, hvenær skyldi þjónustan byrja að vera í þína eigin þágu? Og hvenær hætt­ ir hún að vera það? Ræðst það af skyld­ leika við sjúklinginn? Eða ertu bara að vinna fyrir sjálfan þig þegar þú borgar fyrir lækningu við eigin krabbameini? Það er náttúrulega hægt að sjá til þess að þú borgir aldrei fyrir aðra með því að láta greiða við innganginn að Melaskól­ anum eða Grensásdeild Landspítalans. Þannig er hægt að tryggja að hugsjón­ ir ungra sjálfstæðismanna rætist og að engin hætta sé á að þeir þurfi nokkurn tímann að borga fyrir aðra manneskju.“ Skólinn, sjúkrahúsið og öll hin fyrirtækin Margt minnir nú á dagana fyrir hrun. En getur það virkilega verið að þjóðin ætli að leyfa nýrri ríkisstjórn að endur­ taka öll gömlu mistökin? Þau sögðu fyr­ ir hrun að ef aðeins bankarnir kæmust í einkaeign þá yrði okkur tryggð ævar­ andi farsæld. Þetta átti síðan að gilda um allt, líka skólann og sjúkrahúsið; öll fyrirtækin á hinum óskeikula markaði. Muniði? n Á að endurtaka öll gömlu mistökin? Útgáfufélag: DV ehf. Stjórnarformaður: Þorsteinn Guðnason Ritstjóri: Reynir Traustason (rt@dv.is) Aðstoðarritstjóri: Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir (ingibjorg@dv.is) Fréttastjóri menningar: Símon Birgisson (simonb@dv.is) Ritstjórnarfulltrúi: Ingi Freyr Vilhjálmsson (ingi@dv.is) Umsjónarmaður helgarblaðs og innblaðs: Kristjana Guðbrandsdóttir (kristjana@dv.is) Framkvæmdastjóri og vefstjóri DV.is: Jón Trausti Reynisson (jontrausti@dv.is) Sölu- og markaðsstjóri: Heiða B. Heiðarsdóttir (heida@dv.is) Umbrot: DV Prentun: Landsprent Dreifing: Árvakur DV á netinu: www.dv.is F R J Á L S T, Ó H Á Ð D A G B L A Ð Heimilisfang Tryggvagötu 11 Hafnarhvoli, 2. hæð 101 Reykjavík FRéTTASkoT 512 70 70 DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. 512 7000 512 7010 512 7080 512 7050 AÐALnúmeR RiTSTJÓRn ÁSkRiFTARSími AuGLýSinGAR 14 17. júlí 2013 Miðvikudagur Leiðari Reynir Traustason ritstjóri skrifar rt@dv.is Kjallari Ögmundur Jónasson alþingismaður skrifar „ Í anda örgustu pen- ingafrjálshyggju eru þessir pólitísku trúboðar byrjaðir að eggja nefndina til vafasamra verka. Sala 365 n Það liggur í loftinu að út­ gáfurisinn 365 sé falur þeim sem eiga grjótnóg af peningum. Fjárhags­ staða eigend­ anna, Jóns Ásgeirs Jó- hannessonar og Ingibjargar Pálmadóttur, er fremur óljós. Afkoma 365 gefur til kynna að þau eru ekki að fá mikinn arð af fyr­ irtækinu. Orðrómur er um að lífeyriskóngurinn Helgi Magnússon hafi hug á að komast yfir fyrirtækið með peningum lífeyrissjóðanna. Hugmyndir eru uppi um að arðbært kunni að vera að sameina það Skjá einum. Skjálfti n Vigdís Hauksdóttir, þing­ maður Framsóknarflokks­ ins, hefur sagt að „allt sé undir“ í vinnu hag­ ræðingar­ hóps ríkis­ stjórnarinnar. Þingmað­ urinn hefur ekki viljað gefa út hvað hún eigi við með þessum orðum og hvar hún sjálf vilji helst skera nið­ ur í ríkisútgjöldum. Hvar niðurskurðarhnífnum verð­ ur beitt mun byrja að skýrast eftir fund hagræðingarhóps­ ins í vikunni. Stofnanir og aðilar sem reiða sig á opin­ bert fé á fjárlögum geta því byrjað að skjálfa. Eyðslusamur sýsli n Ríkisendurskoðun gerir athugasemdir við stofnanir sem ítrekað hafa farið fram úr fjárlög­ um. Á meðal þeirra sem ekki kunna fótum sín­ um forráð er Ólafur Helgi Kjartansson, sýslumaður á Selfossi sem ekki hefur náð að halda sig innan fjárheimilda. Ólafur er þess utan afar umdeild­ ur í starfi fyrir embættisfær­ slur sínar. Reiknað er með að nýr innanríkisráðherra komi böndum á eyðslu­ klærnar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.