Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.2013, Page 18

Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.2013, Page 18
18 Sport 17. júlí 2013 Miðvikudagur Strákarnir til Kína á æfingamót n Körfuboltalandsliðið undirbýr sig fyrir undankeppni Evrópumótsins Í slenska karlalandsliðið í körfu­ knattleik hélt til Kína á þriðjudag þar sem liðið mun taka þátt í æf­ ingamóti. Fjögur lið taka þátt í mótinu en auk Íslands og Kína verða lið Makedóníu og Svartfjallaland mót­ herjar Íslands. Ljóst er að við ramman reip verður að draga enda öll þrjú liðin gríðarlega sterk. Kínverjar eru til að mynda í 11. sæti á styrkleikalista Alþjóðakörfuknattleikssambandsins, FIBA. Makedóníumenn og Svartfell­ ingar eru þessa dagana að undirbúa sig fyrir lokakeppni Evrópukeppninn­ ar sem fram fer í Slóveníu í september. Íslenska liðið er hins vegar að undir­ búa sig fyrir undankeppni Evrópu­ keppn innar sem hefst í byrjun ágúst en þar verður leikið um eitt laust sæti á Eurobasket í Úkraínu 2015. Ísland er þar í riðli með Rúmeníu og Búlgaríu. Íslenska liðið mun koma heim frá Kína þann 22. júlí og þá mun frekari undir­ búningur fara fram. Liðið mun leika tvo æfingaleiki við Dani dagana 25. og 26. júlí. U­22 ára landslið þjóðanna munu einnig mætast tvisvar þessa sömu daga en allir leikirnir munu fara fram í Ásgarði í Garðabæ. Rétt áður en haldið var til Kína kom í ljós að Jón Arnór Stefánsson, lykilmaður íslenska liðsins, þarf að hvíla í tíu daga en hann á við smá­ vægileg meiðsli að stríða. Hann ætti þó að verða klár í slaginn fyrir leikina gegn Dönum og í Evrópuleikina. Ekki reyndist unnt að fá vegabréfsáritun til Kína fyrir annan leikmann í hans stað með svo stuttum fyrirvara og því fara einungis ellefu leikmenn til Kína á mótið. n V ið höfum ekki náð svona langt áður og þetta er úr­ slitaleikur upp á að komast í 8­liða úrslit,“ segir Sigurð­ ur Ragnar Eyjólfsson, þjálf­ ari kvennalandsliðsins í knattspyrnu. Óhætt er að segja að liðið leiki einn sinn mikilvægasta leik í sögunni þegar það mætir því hollenska í Evrópukeppninni í knattspyrnu í dag, miðvikudag. Ísland verður að vinna leikinn til að eiga möguleika á að komast áfram. Meiðsli í hópnum Sigurður segir að leikurinn gegn Hol­ lendingum leggist vel í íslenska liðið. Meiðsli hafa þó plagað miðjumenn liðsins og fóru þrír miðjumenn þess; Sara Björk Gunnarsdóttir, Katrín Ómarsdóttir og Dagný Brynjars­ dóttir út af í leiknum gegn Þjóðverj­ um. Á mánudag bættist Guðný Óð­ insdóttir á meiðslalistann. „Þetta er áfall fyrir hópinn en við vonum það besta,“ segir Sigurður í viðtali við DV. Katrín Ómarsdóttir tognaði aftan í læri og verður ekki með gegn Þjóð­ verjum. Sara Björk fékk magakrampa á sunnudag en Sigurður heldur þó í vonina um að hún verði leikfær. Dagný og Guðný eru báðar tæpar og óvíst með þátttöku þeirra. Enn fínn möguleiki Eftir 3–0 tap gegn Þjóðverjum á sunnu dag situr Ísland á botni B­ riðils með eitt stig. Hollendingar eru einnig með eitt stig en töluvert betri markatölu en íslenska liðið. Norð­ menn og Þjóðverjar eru bæði með fjögur stig en mætast innbyrðis í dag. Reglur mótsins eru þannig að tvö efstu lið hvors riðils komast áfram í átta liða úrslit. Þá komast einnig tvö lið áfram sem enda í 3. sæti síns rið­ ils og þar liggja möguleikar Íslands á áframhaldandi þátttöku í keppn­ inni. Nái íslenska liðið að vinna það hollenska verður liðið að minnsta kosti í 3. sæti B­riðils. Ísland á þó enn möguleika á 2. sætinu en til að það geti gerst verður liðið að treysta á að Þjóðverjar vinni stórsigur á Norð­ mönnum og að sjálfsögðu að vinna leik sinn gegn Hollandi. Æfa saman tvisvar í viku Hollendingar eru með sterkt lið og til marks um það náði liðið að halda margföldum Evrópumeistur­ um Þjóðverja í skefjum í opnunar­ leik riðilsins, en sá leikur endaði með markalausu jafntefli. Hollendingar töpuðu svo fyrir Norðmönnum, 1–0, á sunnudag en hollenska liðið átti mun fleiri færi en það norska í leikn­ um. Íslenska liðið og það hollenska eru þó svipuð að styrkleika ef marka má styrkleikalista FIFA. Holland situr í fjórtánda sæti en Ísland í því fimmtánda. „Þær hafa spilað mikið á sama liðinu og eru með mjög gott byrj­ unarlið. Þær eru sennilega fljótasta liðið fram á við í mótinu og það má ekki gefa þeim mikið pláss. Þær halda boltanum vel innan liðsins og spila mjög skipulega,“ segir Sig­ urður Ragnar þegar hann er spurð­ ur um styrkleika hollenska liðsins. Þá bendir hann á að hollenska liðið æfi saman tvisvar í viku, allan ársins hring, og hópurinn sé því mjög sam­ heldinn. Sáttur heilt yfir Sigurður segist vera nokkuð sáttur með spilamennsku íslenska liðsins á mótinu til þessa. „Ég var mjög ánægður með að við náðum stigi eft­ ir að hafa lent undir. Það er erfitt að lenda undir því þetta eru allt mjög sterk lið. Við náðum að skapa okk­ ur fullt af flottum færum, náðum að skora og sýndum flottan karakt­ er. Það var erfitt að gera miklar kröf­ ur á móti Þýskalandi enda er gæða­ munurinn það mikill. Auðvitað var samt svekkjandi að tapa 3–0. Það er jákvætt að hafa stigið það skref að ná í stig í lokakeppni og við erum ennþá inni í mótinu. Við eigum möguleika á að fara lengra og það er jákvætt.“ n Einar Þór Sigurðsson blaðamaður skrifar einar@dv.is „Við eigum mögu– leika á að fara lengra og það er jákvætt. Mikilvægasti leikur í sögu landsliðsins n Leikur gegn Hollandi í dag n Óvissa vegna meiðsla n Verðum að vinna B-riðill Staðan Lið Leikir Markatala Stig Þýskaland 2 3 0 4 Noregur 2 2 1 4 Holland 2 0 1 1 Island 2 1 4 1 Enn möguleiki Íslenska liðið hefur sýnt það og sann- að að það á erindi á stórmót. Ætli liðið sér í 8-liða úrslit verður það að vinna Holland. Mynd FacEbooK-Síða KSí Thiago fór til bayern Munchen: Miðjumenn sem United gæti notað Englandsmeistarar Manchester United misstu af Thiago Alcant­ ara, leikmanni Barcelona, til Bayern München um helgina. Miðjumaðurinn öflugi hafði verið orðaður við United um langa hríð en nú verður ekkert af því að hann leiki fyrir Rauðu djöflana. United þarf að styrkja miðsvæðið veru­ lega. Vefritið Here is the City tók af því tilefni saman nöfn nokkurra miðjumanna sem United gæti klárlega notað en spurningin er sú hvort einhver af þeim endi hjá félaginu. 1 Marouane Fellaini Það myndi kosta United 24 millj­ ónir punda að kaupa Belgann stóra og stæðilega. David Moyes, stjóri United, þekkir hann vel og kann að ná því besta úr honum. 2 Christian Eriksen Einn efnilegasti miðjumaður heims og virðist vera tilbúinn að yfirgefa Ajax. United gæti klárlega notað hann þó hann sé ef til vill sóknarsinnaðri en Thiago. 3 Antonio Candreva Þessi 26 ára Ítali er leikstjórnandi Lazio og hefur verið orðaður við United. Hann skoraði sjö mörk og lagði upp átta mörk á síðasta tímabili. Kosturinn við Candreva er sá að verðmiðinn er ekki gígantískur. 4 Geoffrey Kondogbia Stór og stæðilegur franskur miðjumaður sem blómstraði hjá Sevilla síðasta vetur. Sevilla er skuldum vafið og mun selja Kondogbia komi tilboð upp á 10 milljónir punda. Gæti gert fína hluti við hlið Michael Carrick. 5 Luka Modric United hefur lengi haft augastað á Modric enda frábær leikmaður. Koma Asier Illarramendi til Real Madrid gæti fækkað tækifærum Modric í byrjunarliðinu. Spurningin er bara sú hvort Real vilji selja og hvort Modric hafi áhuga á að yfirgefa Madrid strax. 6 Sven Bender Geysi­lega sterkur leikmaður hjá Borussia Dortmund. Meiðsli hafa sett strik í reikninginn og spurning hvort United þori að taka áhætt­ una á að bjóða í hann. Hann mun þó væntanlega ekki kosta undir 20 milljónum punda. 7 Marco Verratti Einn efni­legasti miðjumaður Ítala sem hefur verið líkt við Andrea Pirlo. Stuðningsmenn United yrðu fljótir að gleyma Thiago ef Verratti myndi koma. 8 Nemanja Madic Serbinn Matic sem leikur með Ben­ fica hefur verið orðaður við United áður. Matic er 194 sentímetrar og spilaði frábærlega í Evrópu­ deildinni með Benfica síðasta vet­ ur. Verðmiðinn er þó frekar hár, eða 30 milljónir evra. 9 Kevin Strootman Hol­lendingurinn hefur mikið verið orðaður við United í sumar. Hann virðist vera tilbúinn að yfir­ gefa PSV og United gæti eflaust nýtt þennan sterka leikmann. United þarf þó að hafa hrað­ ar hendur enda fjölmörg lið sem hafa áhuga á leikmanninum. Hópurinn 4 Brynjar Þór Björnsson KR 5 Haukur Helgi Pálsson La Bruixa d‘Or 6 Jakob Örn Sigurðarson Sundsvall Dragons 7 Jóhann Árni Ólafsson Grindavík 8 Hlynur Bæringsson Sundsvall Dragons 10 Martin Hermannsson KR 11 Axel Kárason Værlose 12 Ragnar Nathanaelsson Hamar 13 Hörður Axel Vilhjálmsson Án félags 14 Logi Gunnarsson Án félags 15 Pavel Ermolinskij Án félags Hörkuleikir Ísland gæti varla fengið betri undirbúning fyrir undankeppnina. Baráttujaxlinn Hlynur Bæringsson er að sjálfsögðu í hópnum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.