Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.2013, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.2013, Blaðsíða 20
20 Lífsstíll 17. júlí 2013 Miðvikudagur Golfiðkun er ekki ellimerki n Sport sem leynir á sér G olf er ekki eingöngu íþrótt eldri borgara eins og sum­ ir halda fram. Það er ekki óalgengt að heyra frá nán­ um vinum að þeir sem byrji að stunda golf séu orðnir nánast elli­ ærir. Það er eitthvað við ímynd golfarans sem segir að þetta sé auðvelt sport þar sem allir eru í sínu fínasta pússi og mjaki sér í gegnum völlinn á sólríkum sumar­ degi. En svo er sannarlega ekki. Golf er kannski ekki hröð íþrótt en hún leynir á sér og geta vegalengdirnar í gegnum 18 holurnar verið ansi langar og tek­ ur það lúmskt á að munda kylf­ una. 80 kílóa manneskja sem kýs að ganga með golfsettið á milli 18 hola  og spila að sjálfsögðu allan hring inn, getur brennt allt að 1.400 kaloríum. Þetta er sport sem öll fjölskyldan getur tekið þátt í og notið sín á sínum hraða eftir sinni kunnáttu. Það er gaman að haldið skuli í hefðir í klæðaburði golfara. Galla­ buxur viðgangast ekki á golfvöll­ um og er ekki óalgengt að sjá karl­ menn skarta flottum sixpensurum á vellinum í háum sokkum og hnésíðum buxum. Þetta er smart hefð sem gerir ímyndina kannski gamal dags og sjarmerandi. Golf­ arar eru oftast snyrtimennskan uppmáluð. Margir sem byrja að spila golf gera það að lífsstíl og taka þessu mjög alvarlega og eru fljótir að átta sig á að sjúskaður hlýrabolur og gallabuxur eru ekki málið á vellinum. Þeir sem eru að byrja að stunda þetta sport ættu að fara varlega í að þeysast með golfsettið á bak­ inu í gegnum heilan leik og draga frekar settið á eftir sér, ýta því á undan sér nú eða nota golfbíl á milli hola. n Leitar að hinni fullkomnu súpu n Selur mömmumat í hádeginu n Frægur fyrir humarsúpuna sína E iríkur Valdimar Friðriks­ son er enginn nýgræðingur þegar kemur að matargerð. Hann hefur starfað á mörg­ um af betri veitingastöðum landsins og í dag rekur hann Fisk­ búðina Höfðabakka ásamt Níelsi Hafsteinssyni. Eiríkur hefur unnið til nokkurra verðlauna á starfsferli sínum sem spannar yfir 35 ár. Það var fjölmennt í búðinni þegar blaðamann bar að garði, en í hádeginu fyllist allt af fastakúnn­ um í hinn rómaða heimilismat sem Eiríkur lagar fyrir viðskiptavini sína. Þarna hittast félagar og spjalla saman um daginn og veginn yfir heimalöguðum „mömmumat“. Eiríkur er þekktur fyrir sína ljúf­ fengu humarsúpu og hefur ver­ ið haft á orði að hér sé um bestu humarsúpu í heimi að ræða af þeim sem segjast vita um hvað þeir eru að tala. Eiríkur vill ekki taka svo stór orð upp í sig en viðurkennir þó að hann hafi fengið hól fyrir súpuna góðu. „Jú, það er rétt að einhverjir hafa haft stór orð um humarsúp­ una mína og það bara gleður mig að hún er vinsæl. En besta súpa í heimi veit ég ekki um, ég hef ekki smakkað þær allar. Ég ætti kannski að hafa það að markmiði og ferð­ ast um heiminn í leit að hinni full­ komnu súpu?“ segir Eiríkur og brosir. DV fékk Eirík til þess að deila uppskriftinni af títt nefndri súpu. n Humarsúpa Hráefni: 2 kíló af humarskeljum 2 laukar 4 gulrætur 3 stangir sellerí 3 msk tómatpúrra 2 msk karrí 2 msk paprika 4 hvítlauksrif Brúna allt ofan talið vel í potti, síðan er einum bolla af koníaki bætt út í og kveikt í. Því næst er einum bolla af hvítvíni ásamt sex lítrum af vatni bætt saman við og allt soðið í um klukku- stund. Sigtið soðið og sjóðið á ný niður um helming. Nú er grunnurinn klár og þá þarf eftirfarandi til þess að klára verkið: 1 ltr rjómi 2–3 msk humarkraftur 2 teningar kjúklingakraftur Allt soðið saman og smakkað til með salti, pipar og koníaki. Að lokum er humar settur að vild út í, rétt áður en súpan er borin fram. Flott er að setja rjómatopp á súpuna og saxaða steinselju og fyrir þá sem vilja, er gott að setja cayenne-pipar út í súpuna en passið ykkur, því hann er sterkur. Eiríkur Valdimar Friðriksson Deilir upp- skrift að humarsúpu með lesendum DV. Leður og aftur leður Haustvörurnar fara að streyma inn í tískuvöruverslanir á komandi vikum. Um miðjan ágústmánuð verða verslanir fullar af falleg­ um vörum og verður leðrið áber­ andi ef marka má helstu tískuhús heims. Alexander Wang, Pierre Balmain og fleiri stór nöfn í tísku­ heiminum, boða leður í vetur. Fylgihlutir úr leðri, í sinni víðustu mynd, verða sýnilegir í haust. Konur sem vilja tolla í tísku ættu að fjárfesta í hönskum, tösku, hatti eða einhverju öðru fíneríi úr þessu eðalefni sem fer aldrei úr tísku. Loðnar sokkabuxur Sokkabuxur eru sívinsælar og úrvalið gott. Þær koma í ótal útfærslum, en þær furðulegustu verða að teljast sokkabuxur sem líkja eftir kafloðnum fótleggjum og Daily Mail fjallar um á vef sínum. Það er ekkert að því að vera með náttúruleg hár á fót­ leggjum við sumarkjólinn. Þessar hárprúðu sokkabuxur, sem eru framleiddar í Kína, hafa ekki náð miklum vinsældum en þarna var hönnuðurinn kannski að reyna einum of í frumlegheitum sínum. Reglan minna er meira á kannski vel við hér? Heimsins minnsta sónartæki Amerískir vísindamenn hafa fundið upp fyrsta sónar­skanna fyrir snjallsíma. Það er Mail Online sem greinir frá þessu. Uppfinningin gæti hjálpað þung­ uðum konum í þriðja heiminum þar sem tæknin er lítil sem engin. Framleiðendur vonast til að sem flestar þungaðar konur getir haft aðgang að tækinu þar sem það er lítið fyrir ferðar og verðið ekkert í líkingu við stór sónartæki sem tíðkast á spítölum. Tækið er tengt við snjallsíma og birtist mynd af fóstrinu á skjánum og er þannig hægt að fylgjast náið með vexti fóstursins og heilsu þess. Íris Björk Jónsdóttir blaðamaður skrifar iris@dv.is Tiger Woods Sá flottasti í bransanum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.