Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.2013, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.2013, Blaðsíða 13
Fréttir 13Miðvikudagur 17. júlí 2013 Dreifðu marijúana-fræjum n Þýskur aðgerðahópur berst fyrir lögleiðingu kannabisefna Þ ýski háskólabærinn Gött­ ingen í Neðra­Saxlandi hef­ ur vakið talsverða athygli undanfarna daga. Ástæð­ an er sú að á víð og dreif um bæ­ inn spretta nú upp marijúana­ plöntur í hundruða tali. Plönturnar eru ekki hluti af fegurðar átaki bæjar yfirvalda heldur uppspretta aðgerðahóps sem berst fyrir lög­ leiðingu kannabis efna. Hópurinn, sem kallar sig Sjálf­ stæð blómabörn, dreifði nokkrum kílóum af fræjum um bæinn í byrjun júnímánaðar. Nú, rúmum mánuði síðar, er dreifing fræjanna farin að bera ávöxt og sjást nú marijúana­ plöntur víða. Þýska blaðið Der Spiegel fjall­ aði um málið á dögunum. Þar kem­ ur fram að það sé mat forsvars­ manna hópsins að ósanngjarnt sé að sala kannabisefna sé bönnuð á meðan sala áfengis sé leyfileg – fíkniefnalöggjöfin í Þýskalandi sé allt of ströng. Plönturnar nú sem nú spretta upp í Göttingen innihalda lágt hlutfall af THC, virka efninu í kannabis, miðað við aðrar tegund­ ir. Vill hópurinn að löggjöfin verði endurskoðuð og var markmiðið með gjörningnum það að vekja athygli á gallaðri löggjöf að mati hópsins. Plönturnar munu þó ekki fá að vera óáreittar í bænum því lögreglu­ og bæjaryfirvöld vinna nú hörðum höndum að því að eyðileggja þær. Búið er að fjarlægja rúmlega hundr­ að plöntur að sögn lögreglu en talið er að plönturnar séu nokkur hundr­ uð talsins. n McDonald's til Víetnam Skyndibitakeðjan McDonald's er ekki lengur til á Íslandi en á næsta ári mun fyrsta útibú hennar opna í Víetnam. Útibúið verður opnað í stærstu borg landsins, Ho Chi Minh, áður Saigon, og er búist við því að keðjan muni taka til starfa á fyrstu mánuðum næsta árs. Henry Nguyen verður rétthafi keðjunnar í Víetnam en hann er tengdason­ ur forsætisráðherra landsins, Ngu­ yen Tan Dung. Henry ólst upp í Bandaríkjunum og eldaði um tíma hamborgara hjá skyndibitakeðj­ unni. Í febrúar síðast liðnum opn­ aði bandaríska kaffihúsakeðjan Starbucks útibú í landinu en aðrar þekktar bandarískar keðjur á borð við KFC, Burger King, Subway og Pizza Hut eru allar með starfsemi í landinu. „Of feitar“ í rennibrautina Starfsmaður í vatnsrennibrauta­ garði í Halmstad í Svíþjóð hefur vakið nokkra reiði þar í landi eftir að hann neitaði tveimur systrum, 27 og 32 ára, að renna sér í einni af rennibrautum garðsins. Starfs­ maðurinn sagði við systurnar að þær væru „of feitar“ fyrir braut­ ina. „Þetta var hræðilegt og mjög niðurlægjandi,“ segir yngri systirin í viðtali við Aftonbladet. Í renni­ brautinni, sem kallast Veggur­ inn, er farið niður í gúmmíbát og á skilti við brautina stendur að bátarnir taki að hámarki 150 kíló. Starfsmaðurinn áætlaði að þyngd systranna væri yfir viðmiðunar­ mörkum en sjálfar segjast þær þó vega minna en 150 kíló samtals. Bendir yngri systirin, Catrine Berl­ ing, á það að kærasti hennar og vinur hans hafi farið niður braut­ ina en þeir væru töluvert meira en 150 kíló saman. Eigandi garðsins, Mikael Andreasson, segist vera miður sín vegna málsins og að systurnar hefðu átt að fá aðgang að brautinni. Hefur hann heitið því að hafa samband við systurnar og biðja þær afsökunar. Sótti gögn um sprengjugerð Breskur ríkisborgari hefur verið dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir að hala niður á tölvu sína leiðbeiningum til sprengjugerðar. Maðurinn, Mohammed Benares, er 45 ára en upplýsingarnar sótti hann á vef sem tengist hryðju­ verkasamtökunum al­Qaeda. Maðurinn var handtekinn á heim­ ili sínu í mars í fyrra, en hann starfaði fyrir breska póstinn, Royal Mail. Benares neitaði því fyrir dómi að hafa ætlað sér að nota upplýsingarnar til sprengjugerðar. Saksóknurum tókst hins vegar að benda á að maðurinn væri tengd­ ur öfgasinnuðum hópi múslima og var hann því sakfelldur.Út um allt Plönturnar spretta upp víða um bæinn, meðal annars fyrir framan lögreglustöðina. n Ofveiði og mengun kennt um n ESB fjármagnar rannsóknir S jávarlíffræðingar og haffræð­ ingar hafa áhyggjur af mik­ illi fjölgun marglytta í höfum heimsins. Velta sérfræðingar því nú fyrir sér hvort fjölgun þeirra hafi skaðleg áhrif á vistkerfið og hvað sé hægt að gera til að stemma stigu við fjölguninni. Marglyttur eru holdýr og án hjarta og heila. Nær allar tegundir þeirra eru hættulegar þeim sem á vegi þeirra verða enda búa þær yfir svokölluðum brennifrumum. Þá eru sumar þeirra baneitraðar og geta einstaka tegundir drepið manneskju á aðeins nokkrum sekúndum. Þýska blaðið Spiegel fjallaði ítarlega um málið á dögunum. ESB fjármagnar rannsóknir Marglyttur eru tegund sem talið er að þrífist á ofveiði fiskistofna og meng­ un. Lítið er þó í raun og veru vitað um tegundina. Það er erfitt að rannsaka hana og erfitt að halda henni á lífi á rannsóknarstofum. Þrátt fyrir þessar hindranir hefur Evrópusambandið ákveðið að fjármagna frekari rann­ sóknir á tegundinni sem spænski haffræðingurinn Josep Maria Gili mun leiða. Gili er einn fremsti sér­ fræðingur heims um marglyttur og er starfstöð hans í Barcelona á Spáni – við Miðjarðarhafið þar sem tegund­ in hefur fjölgað sér mikið á undan­ förnum árum. „Við erum vön því að sjá marglyttur í Miðjarðarhafinu. En breytingarnar sem við höfum séð á undanförnum árum eru langt því frá eðlilegar,“ segir Gili. Ferðamenn hafa ekki farið varhluta af þessari fjölg­ un og fá að jafnaði fjögur hundruð manns aðhlynningu frá fulltrúum Rauða krossins vegna brunasára af völdum marglytta við strendur Spán­ ar. Þetta er mun meiri fjöldi en mörg undanfarin ár. Þá geta marglyttur valdið tjóni á veiðarfærum skipa eins og dæmin hafa sannað að undan­ förnu. Fjölgun víða Styrkurinn frá Evrópusambandinu verður meðal annars notaður í að kanna leiðir til að koma upp öflugu viðvörunarkerfi sem ferðamenn geta nýtt sér. Þá verður skoðað hvort hægt verði að koma upp einskonar öryggisneti við strendur sem eiga að hafa það hlutverk að halda marglytt­ um frá vinsælum ferðamannastöð­ um. Það er ekki bara í Miðjarðarhaf­ inu sem fjölgunin hefur átt sér stað. Í Eystrasaltinu og í Norðursjó hef­ ur orðið vart við mikla fjölgun og einnig við strendur Afríku, í Austur­ Kínahafi og Gula hafinu. Aðspurður hvers vegna fjölgunin er svona mikil segir Gili: „Hafið er að senda skila­ boð til mannfólksins um að það sé verið að eyðileggja það.“ Hann seg­ ir að ofveiðar séu helsta orsökin fyrir fjölgun marglytta. „Dæmið er í raun einfalt. Ef þú minnkar fjölda þeirra fisktegunda sem éta marglyttur og eru í samkeppni við marglyttur um fæði, þá fjölgar marglyttum.“ Þá bendir Gili á að marglyttur séu einstaklega seig tegund sem getur aðlagast breyttum aðstæðum bet­ ur en flestar fisktegundir. Nefnir Gili í því samhengi mengun í sjó sem virðist hafa lítil áhrif á marglyttur, að minnsta kosti mun minni áhrif en á fisktegundir. n heimshöfunum Marglyttur ógna Einar Þór Sigurðsson blaðamaður skrifar einar@dv.is „Hafið er að senda skilaboð til mann- fólksins um að það sé verið að eyðileggja það Mikil fjölgun Haffræðingar hafa orðið varir við mikla fjölgun á stórum svæðum: í Evrópu, Afríku og í Asíu svo dæmi séu tekin. Leiðir rannsóknina Jose Maria Gili segir að fjölgunin sé af völdum ofveiði og mengunar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.