Hagskýrslur um utanríkisverslun - 1942, Blaðsíða 25
■Vcrslunarskýrslur 1940
21
lali, en 1931—35 eltki nenia 896. Árið 1936 voru flutt út 565 hross. 537
árið 1937, 371 árið 1938, 429 árið 1939, en ekkert 1940.
Undir flokkinn „Ýmislegt“ falla þær vörur, sem ekki eiga
heima annarsstaðar, svo sem útlendar vörur, skip, bækur, frímerki o. fl.
I 6. yfirliti (bls. 20*) eru útflutningsvörurnar flokkaðar eftir notkun
og vinslustigi. Er það gert eftir fyrirmynd Þjóðabandalagsins, alveg á
sama hátt eins og 2. yfirlit um innfluttu vörurnar. í útflutningnum eru
neysluvörurnar yfirgnæfandi, 94 milj. kr. árið 1940, enda fer bæði fisk-
urinn og kjötið í 8. flokk. Framleiðsluvörur voru 39 milj. kr. árið 1940.
Þar af er lýsið i 5. flokki, ull og skinn í 3. flokki og fiskmjöl í 2. flokki.
Rúml. 70% af öllum útflutningnum 1940 teljast hrávörur, en aðeins læpl.
30% lítt unnar vörur, og fullunnar vörur aðeins %%.
Þess var getið hér að framan (bls 6*), að frá 1939 til 1940 hefði
vöruverðið hækkað á útflutningsvörunum að meðaltali um 64.9%.
Þessi hækkun hefur þó ekki komið jafnt á allar útflutningsvörurnar.
Þegar vörunum er skift eftir því, frá hvaða atvinnuvegum þær stafa,
eins og gert er í 4. yfirliti, þá hefur hækkun og lækkun vöruverðsins við
sölu út lir landinu 1939—40 verið í hverjum flokki eins og hér segir:
{Verðhækkun (-{-) eöa
verðlækkun (—) 1939—1940
Afiirðir af fiskveiðum ......................... -j- 70 °/o
— - veiðiskap og hlunnindum ............... — 1 —
— - livalveiðum ........................ 0 —
— - landbúnaði ............................ — 1 —
Aðrar vörur..................................... -I- 37 —
Allar útflutningsvörur -j- 65 °/o
Verðhækkunin 1940 gildir svo að segja aðeins sjávarafurðirnar.
Mest hefur hún orðið á þorskalýsinu og ísfiskinum, sem hvorttveggja
var í meir en tvöföldu verði móts við árið á nndan (þorskalýsið rúml.
120% hærra, en ísfiskurinn 110% hærri). Saltfiskur, verkaður og óverk-
aður, síld og síldarlýsi hækkaði um 50—60% frá árinu á undan, en
sildarmjöl um 40%.
Fyrir ullina, sem flutt var út 1940 (til Bandaríkjanna) fékkst tölu-
vert hærra verð heldur en árið áður (60% hærra), en útflutningurinn
af henni var mjög lítill. Verðið á gærunum, sem flutt var út 1940 (til
Bretlands) var aftur á móti næstum 30% lægra heldur en árið áður, og
verðið á frysta kjötinu var svipað eins og árið áður.
Sumarið 1941 greiddu Bretar samkvæmt samningi verðuppbætur,
samtals rúml. 5 milj. kr., á útflutningsvörur til Bretlands, framleiddar
1940, og komu þær að mestu leyti á landhúnaðarvörurnar (kjöt, ull og
gærur), en þar sem miðað var við framleiðslu ársins 1940, snertu upp-
bæturnar alls ekki mikinn hluta af útflutningnum 1940, en lentu hins
vegar á nokkrum hluta útflutningsins árið 1941 (sem stafaði frá árinu
1940).