Hagskýrslur um utanríkisverslun - 1942, Blaðsíða 28
24*
Verslunarskýrslur .1940
ríkjunum verið mj’ög Iítill, aðeins lítið hrot af útflutningnum þangað.
Árið 1940 hefur orðið mikil breyting á þessn, því að það ár kom rúml.
Yi alls innflutningsins frá Bandaríkjunum, en ekki nema tæpl. 4% árið
á undan, og verðupphæð alls innflutningsins frá Bandaríkjunum hefur
orðið heldur hærri hehlur en verðupphæð útflutningsins þangað.
Við Kaiiada hafa verið mjög lítil verslunarviðskifti undanfárin ár,
en 1940 jukust þau töluvert, og kom þaðan 3%% af innflutningnum það
ár. Var það aðallega kornvörur og timbur. Hinsvegar var útflutningur
þangað hverfandi lítill.
ÚLflutningur til annara landa í Ameríku (Kúbu, Brasilíu, Argentínu),
sem verið hefur nokkur undanfarin ár, hefur gengið saman 1940.
í töflu V A og B (bls. 55—92) eru táldar upp allar helstu innfluttar
og útfluttar vörutegundir og sýnt, hvernig inn- og útflutningsmagn hverr-
ar vöru skiftist eftir löndum. í töflu IV A og B (bls. 47—54) er verðmæti
innflutningsins frá hverju landi og útflutnings til þess skift eftir vöru-
flokkum. Og loks eru í töflu VI (bls. 93—120) taldar upp með magni
og verði helstu vðrutegundirnar í innflutningnum frá hverju landi og í
útflutningnum til þess.
Undanfarið hefur það verið regla í íslenskum verslunarskýrslum,
eins og í skýrslum flestra annara landa, að miða viðskiftin við i n n -
kaupsland og sö 1 u 1 and, hvaðan vörurnar eru keyptar og hvert
þær eru seldar. En margar innfluttar vörur eru keyptar í öðrum löridum en
þar, sem þær eru framleiddar, og eins er um ýmsar litfluttar vörur,
að þær eru notaðar í öðrum löndum en þeim, sem fyrst kaupa þær. Inn-
kaups- og sölulöndin gefa því ekki rétta hugmynd um hin eiginlegu
vöruskifti milli framleiðenda og neytenda varanna. Vegna breytts við-
horfs í vérslunarpólitík flestra landa liefur á síðari árum mjög aukist
áhugi fyrir því að fá úr verslunarskýrslunum upplýsingar um þessi eigin-
legu vöruskifti milli landanna, enda þótt minni upplýsingar fengjust
þá um kaup og sölu lil landa, sem aðeins eru milliliðir i víðskiftunum.
Ýms lönd hafa breytt verslunarskýrslum sínum viðvíkjandi viðskifta-
löndum í það horf,.að þær veita upplýsingar um upprunaland og
neysluland. Til þess að fá upplýsingar um þetta viðvíkjandi inn-
flutriingi tii íslands, hefur verið settur á innflutningsskýrslueyðublöðin
dálkur fyrir upprunaland varanna, auk innkaupslandsins.
Samkvæmt skýrslunum fyrir árið 1940 hafa þó aðeins vörur fyrir
959 þús. kr. verið tilfærðar með öðru upprunalandi heldur en innkaups-
landi. Ef gert er ráð fyrir, að innkaupsland og upprunaland fari saman,
þar sem aðeins hefur verið tilfært eitt land á innflutningsskýrslum, þá
sést á eftirfarandi yfirliti, hvernig innflutningsupphæðin hefur skifst
bæði eftir innkaupslöndum og Upprunalöndum. í 2. og 3. dálki er verð-
magn þeirra vara, sem taldar hafa verið keyptar í öðru landi heldur en
upprunalandinu, og er því skift í 2. dálki eftir innkaupslöndum, en í 3.