Hagskýrslur um utanríkisverslun - 1942, Side 26
22
Verslunarskýrslur 1940
Viðskifti við einstök lönd.
L’échange avcc les pays éirangers.
7. yfirlit (bls. 23*) sýnir, hvernig verðupphæð innfluttu og útfluttu
varanna hefur skifst 4 síðustu árin eftir innflutnings- og útflutnings-
löndum. Síðari hluti töflunnar sýnir, hvern þátt hvert land hefur tekið
hlutfallslega í versluninni við Island samkvæmt islensku verslunar-
skýrslunum.
Svo sem taflan ber með sér, hefur stríðið haft í för með sér gagn-
gerða breytingu á viðskiftum íslands við útlönd. Viðskifti við megin-
land Evrópu hafa fallið niður að mestu leyti, en í þess stað hafa við-
skiftin beinst að mestu leyti að Bretlandi og Bandaríkjum Norður-
Ameríku. Tjekkóslovakía og Pólland hurfu úr sögunni þegar 1939, en
1940 fóru sömu leið Danmörk og Noregur, Holland og Belgía og Frakk-
land. Að vísu eru enn taíin nokkur viðskifti við þessi lönd i skýrslunum
1940, en það er aðeins fyrir fyrstu mánuði ársins, áður en þessi lönd
voru hernumin af Þjóðverjum. Þá hafa og alveg fallið niður öll við-
skifti við Þýskaland, sem áður voru allmikil. Að vísu er enn talinn
þaðan nokkur innflutningur 1940, en það munu aðeins vera vörur, sem
komið hafa til landsins árið 1939, en ekki verið tollafgreiddar fyr en
1940. Aftur á móti héldust viðskifti við Ítalíu þar til hún fór í striðið
vorið 1940, en þá tók líka fyrir þau. Viðskifti við hlutlaus lönd á megin-
landi Evrópu torvelduðust einnig mjög árið 1940 vegna hernaðarins.
Þannig hröpuðu viðskiptin við Svíþjóð niður i lítið brot af því, sem
áður var. Aftur á móti kvað meira að viðskiftum við Spán og Portúgal.
Þó voru viðskiftin við Portúgal töluvert minni heldur en árið áður, en
viðskifti við Spán voru á undanförnum árum orðin mjög lítil vegna
borgarastríðsins þar í landi, svo að árið 1940 verður jafnvel nokkur
aukning
Meginviðskifti íslands hafa 1940 verið við Bretland og Bandaríkin.
Frá þessum tveim löndum komu framundir % af öllum innflutningnum
og þangað fóru nál. % af öllum útflutningnum.
Meir en % af verðmæti alls útflutnings 1940 fór til Bretlands, en
aðeins rúml. % árið á undan. Nál. % af útflutningnum til Bretlands árið
1940 var ísfiskur. Undanfarið hefur verslunarjöfnuðurinn við Bretland
ætíð verið óhagstæður, innflutningur þaðan verið meiri heldur en út-
flutningur þangað, en nú snerist þetta alveg við, og útflutningurinn fór
langt fram úr innflutningnum, um 58 milj. kr. Þó var innflutningur
þaðan miklu meiri en undanfarið, því að það var hátt upp í helming
innflutningsins, sem kom frá Bretlandi (46%), en aðeins a/t árið á undan.
Útflutningur til Bandaríkjanna hefur farið vaxandi á undanförnum
árum, og enn hefur hann liækkað mikið árið 1940. Fór nál. 14% af út-
flutningnum þangað það ár, en 11% árið á undan. Það er mest lýsi og
síld, sem þangað hefur farið. Undanfarið hefur innflutningur frá Banda-