Hagskýrslur um utanríkisverslun - 1942, Blaðsíða 32
28
Verslunarskýrslur 1940
Síðan um aldamót hefur tala fastra verslana verið þessi:
Kaup- Sveita- Kaup- Sveita-
Heild- lúna- versl- Sam- Heild- fúna- versl- Sam-
salar versl. anir tals salar versl. anir taLt
1901 — 05 meðaltal - 273 27 300 1933 .. 76 1 003 47 1 126
1906—10 — - 416 31 447 1934 .. 80 1 008 46 1 134
1911—15 — 16 476 24 516 1935 .. 80 1 000 43 1 123
1916—20 — 36 658 33 727 1936 .. 80 1 000 44 1 124
1921—25 — 50 752 37 839 1937 .. 78 966 41 1 085
1926—30 — 68 859 38 965 1938 .. 82 992 39 1 113
1931—35 — 78 987 45 1 110 1939 .. 77 1 004 37 1 118
1936—40 — 84 996 38 1 118 1940 .. . 102 1 019 31 1 152
F östum verslunum hefur farið fjölgandi síðan 1937. Heildverslun-
um fjölgaði mikið árið 1940.
7. Tollarnir.
Droits de douane.
Á bls. 113—114 er yfirlit yfir tolltekjur ríkissjóðs árið 1940. í byrjun
febrúar það ár gekk í gildi tollskráin nýja. Var þá hætt að reikna með
tollflokkum þeim, sem gerl bafði verið áður (vínfangatolli, tóbakstolli,
kaffi- og sykurtolli, te- og súkkulaðstolli og vörutolli, auk verðtolls),
og ölluin tollunum aðeins skift í tvo aðalflokka, vörumagnstoll og verð-
toll, og er aðeins aðalupphæð þeirra hvors um sig tilfærð í ríkisreikn-
ingnum. Hins vegar er í tollskránni talinn upp aragrúi af einstökum
vörutegundum og tilgreint, bvaða tollgjald beri að greiða af hverri. Ef
vitað er um innflutningsmagnið og innflutningsverðið, má sjá, hve
mikill tollur fæst af hverri vörutegund. Innflutningsverðið sést í versl-
unarskýrslunum, því að verðtollur samkvæmt tollskránni er miðaður
við innkaupsverð að viðbættum flutningskostnaði til landsins. Af gömlu
tollvörunum (áfengi, tóbaki, kaffi og sykri, te og kakaó) er vörumagns-
tollurinn miðaður við nettómagn, og má líka sjá það í verslunarskýrsl-
unum. Af öðrum vörum miðast vörumagnstollurinn aftur á móti við
brúttómagn, og sést það ekki í verslunarskýrslunum. Verður þvi ekki
unt að reikna út eftir tollskránni og verslunarskýrslunum, hve mikill
vörumagnstollur fæst af þeim vörum, nema með þvi að bæta fyrst við
yörumagn verslunarskýrslnanna áætlaðri upphæð fyrir umbúðaþyngd-
inni.
Á yfirlitinu á bls. 113—114 hefur verið reiknaður út tollurinn árið
1940 af vörum gömlu tollflokkanna (áfengi, tóbaki, kaffi og sykri, tei og