Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.2010, Síða 3
FRÉTTIR 21. apríl 2010 MIÐVIKUDAGUR 3
Á Vík í Mýrdal hafa íbúar heldur
betur fengið að kynnast áhrifum
eldgossins í Eyjafjallajökli. Ask-
an hefur lagst yfir bæjarfélagið og
vegir hafa verið lokaðir, sem þýð-
ir einnig að ferðamannastraum-
ur hefur verið enginn. Það er þó
þannig að sumir sem þar búa eiga
allt sitt undir ferðaþjónustu og
einn þeirra er Sigurður Elías Guð-
mundsson sem rekur bæði hótelið
á Vík og Víkurskála. Hann er væg-
ast sagt ósáttur við það að forset-
inn skyldi láta hafa það eftir sér að
þetta væri bara æfing og fólk ætti
að búa sig undir náttúruhamfar-
ir. „Ummæli forsetans eru bara
hræðileg og dæma sig sjálf. Ég
krefst þess að forsetinn segi af sér
eftir þetta. Við sem eigum allt okk-
ar undir ferðamannastraumnum
erum að reyna að halda umræð-
unni á jákvæðum nótum, reyna
að róa fólk niður og leiðrétta stað-
reyndavillur en svo tekst forsetan-
um að stráfella ferðamannaiðnað-
inn á einu augabragði. Í ákveðnum
skilningi er forsetinn markaðs-
stjóri fyrir Ísland og markaðs-
stjóri sem dregur upp svo dökka
mynd af vörunni sem hann er að
selja er óhæfur. Núna þurfum við
að halda að okkur höndunum og
þetta er bara hræðilegt, í einu orði
sagt hræðilegt. Við erum að reyna
að byggja eitthvað upp og það er
óþarfi að gefa svona höggstað á
okkur.“
Milljóna tap
Tapið sem Sigurður Elías hef-
ur þegar orðið fyrir nemur allt að
tveimur milljónum króna. „Ég
hendi ekki alveg reiður á því hvað
tapið er mikið í raun, en ef ástand-
ið helst óbreytt nokkra daga í við-
bót mun það hlaupa á milljónum.
Núna er þetta kannski spurning
um einhver hundruð þúsund, jafn-
vel milljón eða tvær. Undir venju-
legum kringumstæðum eru upp
undir fimm rútur sem koma hing-
að í Víkurskála á dag þegar komið
er fram í lok apríl. Hér hefur ekki
sést rúta í viku og við vitum ekki
hversu lengi þetta heldur áfram.
Ég bind vonir við það að gosið sé
að breytast og vegurinn haldist
opinn svo þetta detti í rétt horf. Ég
trúi enn á það að þetta verði í lagi.
Ég leyfi mér ekki að hugsa fram í
tímann að öllu óbreyttu, ég horfi
bara til morgundagsins, á morg-
un kemur nýr dagur og hann verð-
ur betri en dagurinn í dag. Aldrei
þessu vant hlakka ég mikið til þess
að fá rigningu.“
Gestir afbóka
Á hótelinu hafa einstaklingar og
hópar afbókað komu sína allt fram
í maí. „Hingað áttu tvö íþróttalið að
koma og gista á hótelinu hjá mér og
borða í Víkurskála. Eðlilega komu
þau ekki, það er enginn að fara út að
hlaupa í þessum mekki og viðbjóði
sem hér hefur verið. Breskir skóla-
hópar sem hafa alltaf verið hjá mér
í mars og apríl komu heldur ekki. Ef
þetta ástand varir fram í byrjun maí
verð ég að fara endurskoða mín mál.
Þetta er auðvitað þungt fyrir mig þar
sem ég stend í framkvæmdum og því
fylgja heilmikil fjárútlát.“ Hann er að
byggja við hótelið og ætlar að bæta
370 fermetrum við, ellefu herbergj-
um og veitingasal. Til stóð að opna
hótelið fimmtánda maí en eins og
gefur að skilja hafa framkvæmdir
tafist eftir að gosið hófst. „Það staur-
stífluðust náttúrulega allar aðflutn-
ingsleiðir þegar gosið hófst og síð-
an hefur það bara verið höktandi
hvernig efni og annað hefur skilað
sér. Þetta er fyrsti dagurinn í rúma
viku þar sem vegurinn er opinn,
þannig að það hefur auðvitað verið
alveg steindautt hérna.
Það er alveg ljóst að ég mun ekki
þola slæmt sumar, ekki frekar en að
bændurnir þola mökklegin tún. Ég
fæ fjölmargar fyrirspurnir varðandi
Kötlugos, útlendingar halda að það
sé hafið endar eru miklar rangfærsl-
ur í fréttaflutningi erlendis. Það þarf
að róa þá niður og leiðrétta þenn-
an misskilning. Forsetinn er ekki að
hjálpa til.“
„ÞETTA ER BARA HÖRMUNG“
langt að fara í Austur-Landeyjar og
það er spurning hversu bætt við erum
með því að flytja búfénað þangað.
Það er óvíst hvað gerist þar.“ Hann vill
líka taka það fram að fylfullar hryss-
ur og kindur sem eru að því komnar
að bera séu best geymdar heima hjá
sér, það séu allir gripir á þessu svæði
komnir í hús eða að húsi þar sem þeir
fá gjöf þannig að þeim líði eins vel og
hægt sé undir þessum kringumstæð-
um, þannig að öllu óbreyttu sé óþarfi
að flytja þá á milli staða. Það sé óþarfi
að búa til vandamál.
FORSETINN SKAÐAR
FERÐAÞJÓNUSTUNA
Sigurður Elías Guðmundsson sem rekur hótelið á Vík og Víkur-
skála er mjög ósáttur við Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands,
vegna ummæla hans um að Kötlugos kunni að vera í vændum.
Hann krefst þess að forsetinn segi af sér eftir þessi ummæli.
Ef þetta ástand varir fram í byrj-
un maí verð ég að fara
endurskoða mín mál.
INGIBJÖRG DÖGG KJARTANSDÓTTIR
blaðamaður skrifar: ingibjorg@dv.is
Vill forsetann burt Sigurður Elías
Guðmundsson á allt undir ferðaþjón-
ustu þar sem hann rekur bæði hótelið
á Vík og Víkurskála. Hann er vægast
sagt ósáttur við ummæli forsetans og
krefst afsagnar hans.