Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.2010, Qupperneq 6

Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.2010, Qupperneq 6
Aldrei hafa fleiri heimsótt frétta- vefinn DV.is en í síðustu viku þegar 171.579 notendur lögðu leið sína á síðuna. Gamla aðsóknarmetið var 149.133 notendur. Að sama skapi hafa flettingar og innlit á DV.is aldrei verið fleiri en í síðustu viku; fletting- arnar voru rúmar 4,7 milljónir og innlitin rúmlega milljón. Síðan vefurinn DV.is var opnaður haustið 2007 hefur aðsóknin aukist jafnt og þétt og hefur vefurinn fest sig í sessi sem einn áreiðanlegasti fréttavefur landsins þegar stórvið- burðir eru annars vegar. Þannig var DV.is með gríðarlega öfluga umfjöll- un um skýrslu rannsóknarnefnd- ar Alþingis á mánudag og á eftir því fylgdi yfirgripsmikil umfjöllun um áhrif og afleiðingar eldgossins í Eyjafjallajökli. Ekki er nema ár síðan metfjöldi notenda á DV.is var 91 þúsund og því hafa notendur tæplega tvöfald- ast á aðeins einu ári. Fyrir páska voru gerðar breyt- ingar á vefnum með það að mark- miði að efla hann enn frekar og gera hann notendavænni fyrir lesendur. Lesendur hafa tekið þessum breyt- ingum vel sem endurspeglast í auk- inni notkun almennings. Eru les- endum færðar þakkir fyrir þessar góðu viðtökur. Síðustu daga hafa fjölskyldur flúið heimili sín undir Eyjafjöllum vegna eldgossins í Eyjafjallajökli. Í flestum tilfellum eru það mæður með börn sín sem hafa flutt til ættingja eða vina á meðan heimilisfaðirinn heldur bú- skapnum í horfi. Anna Björk Ólafsdóttir, íbúi á Raufarfelli undir Eyjafjöllum, er ein þeirra mæðra sem flúði með börn- in sín um nýliðna helgi þar sem hún óttaðist um hag þeirra. Hún segir það hreinan hrylling að búa á svæð- inu í kjölfar eldgossins. „Myrkrið sem helltist yfir okkur er hræðilegt. Það er allt hreinlega svart. Ég hef ekkert get- að sofið heima vegna eldinga þar sem húsið hefur gjörsamlega nötrað. Upp- lifunin er skelfileg. Það er algjörlega af ótta sem við tókum þessa ákvörðun, að fara að heiman,“ segir Anna Björk. Algjör viðbjóður „Áður en við fórum endanlega höfð- um við farið af öskusvæðinu, keyrð- um burt bara til að komast út úr myr- krinu. Þegar ég kom aftur heim sá ég hversu mikill viðbjóður þetta er, pakkaði niður því helsta og fór með börnin. Það vildi ég gera áður en þau uppgötva líka sjálf hversu hræðilegt þetta er og ég get ekki ímyndað mér annað en við verðum í burtu í dálít- inn tíma, við getum ekki farið heim. Það á ekki að vera með börn á þess- um stað og ég get ekki boðið börnun- um mínum upp á þetta,“ bætir Anna Björk við. Magðalena Jónsdóttir, íbúi á Drangsheiðardal undir Eyjafjöll- um, er búin að senda börnin sín tvö til systur sinnar í Reykjavík. Henni finnst erfitt að vita ekki hversu langt verður þangað til jörðin verður aftur ábúðarhæf. „Þetta er erfið upplifun og þetta er farið að taka á taugarn- ar, það er sennilega erfiðast að vita ekki hversu lengi þetta varir. Fólk er komið í þá stöðu að flýja heimilin sín og þessar aðstæður. Ég veit ekk- ert hvaða áhrif þessi mengun hefur á börnin til frambúðar og því hef ég þeirra hag í fyrirrúmi. Áður en þau sjálf yrðu óttaslegin fannst mér best að þau færu og þá þarf ég ekki lengur að halda grímunni. Ég finn það núna að ég fæ svona köst en það er í lagi á meðan ég er bara að sinna skepnun- um,“ segir Magðalena. Flýja af ótta Heiða Björg Scheving, leikskólastjóri og íbúi á Hvassafelli, segir algengt að mæður séu farnar með börn af heim- ilum undir Eyjafjöllum. Sum börn- in á leikskólanum hafa ekki komist í leikskólann þar sem skólabíllinn kemst ekki leiðar sinnar. „Mæðurnar eru farnar að flýja með börnin til að koma þeim í öryggi og minnka álag- ið á þeim. Þannig hafa fjölskyldurn- ar fengið inni á öruggari stöðum. Til að koma í veg fyrir hræðslu hjá börn- unum og til komast út úr þessum óhugnanlegu aðstæðum hafa þær farið til vina og ættingja,“ segir Heiða Björg. Aðspurð segir Anna Björk erfitt fyrir þá sem ekki búa á svæðinu að ímynda sér hversu hræðilegt ástandið í sveitinni er. Hún segist vita af mörg- um fjölskyldum sem einnig hafa flú- ið heimili sín, sumar í nærliggjandi sveitir og aðrar í höfuðborgina. „Þetta eru nokkuð margar fjölskyldur sem hafa farið. Svæðið undir Eyjafjöllum er illa farið. Þetta eru aðallega mæð- ur og börn, mennirnir eru heima og sinna búinu á meðan. Þeir fara hins vegar í burtu yfir miðjan daginn til að forðast myrkrið og öskuna,“ segir Anna Björk. Óttaslegin vegna ættingjanna Ester Sveinbjarnardóttir frá Ysta- Bæli hefur áhyggjur af vinum sín- um og ættingjum undir Eyjafjöllum. Á þriðjudag sendi hún stjórnvöldum bréf þar sem hún óskaði eftir aðgerð- um til bjargar fjölskyldum undan eldgosinu. „Þetta er alveg skelfilegt, alveg skelfilegt. Það er einfaldlega ekki búandi þarna núna og ég skil ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki boðið fólkinu aðra kosti. Núna eru fjölskyldur farnar að flýja heimili sín, mæður og börn, og 10 sentimetra lag af ösku er yfir jörðinni okkar,“ segir Ester. „Ég þekki marga sem eru að flýja, ástandið er svo alvarlegt að fólk er að gefast upp. Lætin í fjallinu eru svo ógnvekjandi og fólkið er beinlínis í hættu á þessu svæði. Askan smýgur út um allt og inn um allt hús. Ég á erfitt með svefn út af áhyggjum, sérstaklega vegna barnanna í þessum ósköpum. Þarna verður ekki byggilegt næstu árin og fólkinu þarf að bjarga þaðan. Ég skora á stjórnvöld að hefjast handa án tafar.“ 6 MIÐVIKUDAGUR 21. apríl 2010 FRÉTTIR MÆÐUR FLÝJA MEÐ BÖRN SÍN „Ég finn það núna að ég fæ svona köst en það er í lagi á meðan ég er bara að sinna skepnunum.“ TRAUSTI HAFSTEINSSON blaðamaður skrifar: trausti@dv.is Flúði með börnin Anna Björk Ólafsdóttir segir það hreinan hrylling að búa á svæðinu eftir eldgosið. MYND RÓBERT REYNISSON Rúmlega 170 þúsund notendur heimsóttu DV.is í liðinni viku: Aldrei fleiri notendur á DV.is „Ég get ekki boðið börnunum mínum upp á þetta lengur,“ segir Anna Björk Ólafsdóttir, íbúi undir Eyjafjöllum, sem farin er að heiman með börnin sín. Hún er ein þeirra mæðra sem yfirgefið hafa heimili sín undanfarna daga vegna eldgossins í Eyjafjallajökli. A PR ÍL 2 00 9 M A Í 2 00 9 JÚ N Í 2 00 9 JÚ LÍ 2 00 9 Á G Ú ST 2 00 9 SE PT 2 00 9 O K T 20 09 N Ó V 2 00 9 D ES 2 00 9 JA N 2 01 0 FE B 20 10 M A R S 20 10 A PR ÍL 2 01 0 91 .0 47 83 .5 41 82 .7 76 84 .0 04 10 5. 66 0 11 8. 91 6 12 0. 70 1 11 8. 00 4 12 4. 86 0 13 7. 67 0 13 2. 05 4 14 9. 13 3 17 1. 57 9 2, 1 m ill jó n ir 1, 88 5 1, 77 8 1, 87 2 2, 19 7 2, 59 2 2, 74 1 2, 78 7 3, 02 8 3, 36 5 3, 30 9 3, 42 7 4, 7 M IL L JÓ N IR A PR ÍL 2 00 9 M A Í 2 00 9 JÚ N Í 2 00 9 JÚ LÍ 2 00 9 Á G Ú ST 2 00 9 SE PT 2 00 9 O K T 20 09 N Ó V 2 00 9 D ES 2 00 9 JA N 2 01 0 FE B 20 10 M A R S 20 10 A PR ÍL 2 01 0 FJÖLGUN FLETTINGA Á DV.IS * Í MILLJÓNUM FJÖLGUN NOTENDA Á DV.IS * Í ÞÚSUNDUM Loksins tjáir Steingrímur sig Steingrímur Ari Arason, fyrrverandi meðlimur einkavæðingarnefndar, tjáði sig loksins tæpitungulaust um einkavæðingu Landsbankans og Búnaðarbankans á þriðjudaginn. Í viðtali við Rás 2 sagði Steingrímur að hann væri 99,9 prósent viss um að Davíð Oddsson og Halldór Ásgríms- son hefðu verið búnir að ákveða að selja Samson og S-hópnum Lands- bankann og Búnaðarbankann árið 2002. „Ég tel 99,9% líkur á því að þeir hafi verið búnir að ákveða að selja þessum tveimur aðilum bankana,” sagði Steingrímur Ari. Læknir hættir á Akureyri Uppsögn Friðriks E. Yngavason- ar, lyflæknis við Fjórðungssjúkra- húsið á Akureyri, hefur vakið nokkuð hörð viðbrögð með- al starfsmanna sjúkrahússins. Friðrik hefur, samkvæmt starfs- mönnum sjúkrahússins, sagt upp starfi sínu á spítalanum vegna of mikils vinnuálags og ráðið sig á bráðamóttöku Landspítalans í Reykjavík. Samkvæmt samstarfs- manni hans er svo mikil mann- fæð á sjúkrahúsinu meðal lækna að „... endalaust er gengið á þá sem fyrir eru þangað til gott þolir ekki meira“. Óvíst með Kristján Þór Kristján Þór Júlíusson, þingmað- ur Sjálfstæðisflokksins, hefur ekki gert upp hug sinn um hvort hann ætli að sækjast eftir varaformanns- embættinu. Sjálfstæðisflokkurinn er varaformannslaus þessa dagana eftir að Þorgerður Katrín Gunn- arsdóttir sagði af sér um helgina. Kristján bauð sig fram gegn Bjarna Benediktssyni á landsfundi flokksins í fyrra og tapaði fyrir honum með minni mun en margur hefði talið fyrir fram. Lögreglan við heimili Steinunnar Lögreglan var við heimili Steinunnar Valdísar Óskarsdóttur, þingmanns Samfylkingarinnar vegna mótmæl- enda sem höfðu safnast saman fyrir utan hjá henni á þriðjudagskvöld. Þegar mótmælendur ætluðu að af- henda Steinunni Valdísi yfirlýsingu þar sem þess er krafist að hún segi af sér þingmennsku komu laganna verðir og sögðu mótmælendum að láta sig hverfa af vettvangi. Lögregl- an sagði við mótmælendur að ef þeir myndu láta sjá sig aftur fyrir utan hús Steinunnar Valdísar yrðu þeir fjarlægðir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.