Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.2010, Síða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 21. apríl 2010 FRÉTTIR
Í störfum sínum grennslaðist rann-
sóknarnefnd Alþingis fyrir um orða-
skipti Sigurðar Einarssonar, stjórn-
arformanns Kaupþings banka, og
Davíðs Oddssonar seðlabankastjóra
á aðalfundi Alþjóðagjaldeyrissjóðs-
ins í Washington laugardaginn 20.
október 2007.
Sigurður hafði sagt opinberlega
að Davíð hefði haft í hótunum um
að „taka bankann niður“. Málið kom
upp um það leyti sem bankarnir féllu
og tengdist óskum Kaupþingsmanna
um að færa bókhald bankans í evrum
og jafnvel að tekin yrði upp evra í stað
krónunnar.
Sigurður svaraði spurningum
nefndarmanna um orðahnippingar
sínar við Davíð í kvöldverðarboði eft-
ir aðalfundinn. Við sama borð sátu,
auk Sigurðar, eiginkona hans, Dav-
íð, Árni M. Mathiesen, þáverandi
fjármálaráðherra, Ingibjörg Sólrún
Gísladóttir, þáverandi utanríkisráð-
herra, og Lilja Dögg Alfreðsdóttir,
starfsmaður í Seðlabankanum. Síðar
kom að borðinu Sturla Pálsson, yfir-
maður alþjóðasviðs Seðlabankans.
Borðhald leystist upp í rifrildi
Í skýrslu Sigurðar segir síðan: „Seðla-
bankastjóri byrjar strax að ræða það
við utanríkisráðherra og fjármála-
ráðherra að það sé alveg nauðsynlegt
að sameina Fjármálaeftirlit og Seðla-
bankann, bara að leggja Fjármála-
eftirlitið inn í Seðlabankann. Ég sá
bara að fjármálaráðherra sökk niður
í sætinu, hafði einhvern tíma upplif-
að þessa umræðu áður. Og svo spyr
seðlabankastjóri, eða hvort það var
utanríkisráðherra eða seðlabanka-
stjóri: Hvað segir þú um það, Sigurð-
ur? Og ég sagði: Ja, það væri kannski
ágætis hugmynd þegar væri búið að
taka peningastjórnina af Seðlabank-
anum og búið að taka upp evruna,
þá hefðu þeir eitthvað að gera með
því að sinna Fjármálaeftirlitinu. Og
þetta svar mitt mæltist ekki vel fyr-
ir og síðan leið og beið og maturinn
var búinn og það var ekki einu sinni
komið kaffi, þá stóð fjármálaráðherra
upp og sagði: Ah, það er best að ég
fari eitthvað annað. Og utanríkisráð-
herra líka. Það endaði með því að ég
sat þarna einn með seðlabankastjór-
anum og urðu langar og mjög harð-
ar umræður á milli okkar og með-
al annars þar sem hann lét þessi orð
falla að ef við ætluðum að halda fast
við það að fara yfir í þessar evrur þá
skyldi hann sjá til þess að við yrðum
gjaldþrota. Þetta er í fyrsta skipti sem
ég hef verið að „referera“ þessi orð og
ætlaði aldrei að gera þau að neinu
efni. [...] Ég man ekki en ég held að
ég hafi ekki svarað neinu. Svo end-
aði þessi samkoma þannig að fram-
kvæmdastjóri alþjóðasviðs sem var
þarna var að toga í öxlina á seðla-
bankastjóra og var að reyna að koma
honum heim og konan mín togaði í
öxlina á mér og var að reyna að koma
mér heim og aðstoðarkonan sat bara
uppgefin í horninu.“
„Orðalag sem ég mundi aldrei
nota“
Rannsóknarnefndin spurði einnig
Davíð út í umræddar orðahnipping-
ar. Kvað hann frásagnir af þessu orða-
skaki hafa verið „dramatíseraðar“.
„Þetta var á veitingastað sem heitir
– þess vegna man maður það – heit-
ir Perlan og ég man nú ekkert yfirleitt
eftir veitingastöðum en ég mundi
þetta út af þessu, þessari tengingu við
Perluna okkar hér og það hefur ver-
ið venja á þessum fundum Alþjóða-
gjaldeyrissjóðsins að Seðlabank-
inn byði íslenskum þátttakendum til
samkvæmis, kvöldsamkvæmis.“
Davíð staðfesti veru ofangreindra
manna við borðið í upphafi. Nefndar-
menn spurðu Davíð hvort hann hefði
viðhaft þau orð sem vitnað hefði ver-
ið til í fjölmiðlum, um að hann myndi
„taka bankann niður“.
Davíð svaraði: „Ég held að ég hafi
nú reyndar svarað þessu opinber-
lega að þetta er orðalag sem ég hef
aldrei á ævi minni nefnt og notað. Því
að þetta er einhver enskusletta sem
að gæti verið að Sigurði sé tamt en
– væntanlega „take the bank down“
væntanlega, þetta er orðalag sem ég
mundi aldrei nota. [...] Skoðanaskipt-
in snerust aðallega um mismunandi
viðhorf okkar til þess hvort íslensk-
ir bankar ættu að skrásetja sig í er-
lendum gjaldmiðli og það var búið
að halda því að með miklum eða skrá
starfrækslu gjaldmiðilsins, svo mað-
ur reyni nú að vera svolítið nákvæm-
ur í þessu.“
Kvöldverður Davíðs Oddssonar, fyrrverandi seðlabankastjóra, og Sigurðar Einarssonar, fyrrverandi stjórnar-
formanns Kaupþings, að loknum aðalfundi AGS í Washington haustið 2007 leystist upp í þrúgandi orðaskak þar
sem Davíð hótaði að gera bankann gjaldþrota. Sigurður hafði áður tekið undir það í samræðum að óhætt væri að
setja Fjármálaeftirlit undir Seðlabankann þegar búið væri að taka af honum peningastjórnina með upptöku evru.
BORÐHALDIÐ LEYSTIST
UPP VEGNA RIFRILDIS
JÓHANN HAUKSSON
blaðamaður skrifar: johannh@dv.is
Þá stóð fjármálaráðherra upp og sagði: Ah, það er best að ég fari eitthvað annað. Og
utanríkisráðherra líka.
Reykjavíkurborg hefur ákveðið að
fjarlægja alla sandkassa borgarinn-
ar í sparnaðarskyni. Framkvæmdin
nær til allra sandkassa á svokölluð-
um opnum svæðum borgarinnar og
eru starfsmenn hverfastöðva langt
komnir með verkið.
Það er vegna sparnaðar sem þessi
ákvörðun var tekin á framkvæmda-
sviði Reykjavíkurborgar en fram til
þess höfðu borgarstarfsmenn reglu-
lega þurft að skipta um sand í köss-
unum. Það er hreinlætisins vegna
sem nauðsynlegt er að skipta um
sandinn og þau skipti þykja ráða-
mönnum á framkvæmdasviðinu
kostnaðarsöm. Um er að ræða var-
anlega ráðstöfun, í mörgum tilfellum
hafa sandkassar nú þegar verið fjar-
lægðir og möl sett í staðinn.
Baldur Magnússon, skrifstofufull-
trúi hverfastöðvar Reykjavíkurborg-
ar við Stórhöfða, staðfestir að skip-
un um að taka sandkassana burt hafi
komið að ofan, frá framkvæmdasviði
borgarinnar. Það segir hann gert þar
sem kostnaður við sífelld sandskipti,
vegna heilsuverndarsjónarmiða, hafi
einfaldlega verið of mikill. „Þetta er á
öllum opnu svæðunum, ekki inni á
leikskólunum heldur á opnum leik-
svæðum. Þeir eru teknir vegna heil-
brigðiskrafna. Við erum einfaldlega
uppgefnir af því að halda sandköss-
unum hreinum, við þurftum alltaf að
vera að skipta um sand og það kostar
gommu af peningum,“ segir Baldur.
„Hreinlætiskröfurnar eru mikl-
ar og mjög dýrt að framfylgja þeim.
Þetta er heilmikil fyrirhöfn og við
höfum verið að setja möl og eitthvað
í staðinn. Þessar ordrur komu af
framkvæmdasviðinu og voru sendar
á allar hverfisstöðvarnar. Við erum
nú á síðustu metrunum í því að fram-
fylgja þessu og það er eitthvað búið í
öðrum hverfum.“
Aðspurður segir Baldur nokk-
uð um að kvartanir hafa borist eft-
ir að sandkassar hafi verið fjarlægð-
ir. „Það er eitthvað um kvartanir þar
sem fólk lýsir óánægju sinni yfir því
að kassarnir séu fjarlægðir. Fólk spyr
af hverju sé verið að þessu,“ segir
Baldur.
trausti@dv.is
Ráðamönnum hjá Framkvæmdasviði Reykjavíkurborgar þykja sandskipti í sandkössum of dýr:
Sandkassar rifnir í sparnaðarskyni
Teknir burt Sandkassar á opnum
svæðum borgarinnar verða allir
fjarlægðir þar sem mikill kostnaður
fer í að gæta að hreinlæti í þeim.