Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.2010, Síða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.2010, Síða 13
Heimamenn og hefðin gangi fyrir Ben-Yami talar fyrir staðbundinni fiskveiði- stjórnun, rétti sjómanna til veiða og forgangi heimamanna að nálægum miðum. FRÉTTIR 21. apríl 2010 MIÐVIKUDAGUR 13 Menakhem Ben-Yami, fiskifræðingur og ráðgjafi FAO, Matvæla- og land- búnaðarstofnunar Sameinuðu þjóð- anna, gefur fiskifræðinni falleinkunn og telur hana vera í herkví stærðfræð- inga og manna sem fást við stofn- stærðarmælingar einstakra fiskiteg- unda. Ben-Yami telur að fiskifræðin hafi brugðist meðal annars með því að fjarlægjast líffræði og vistfræði hafsins eins og hann tíundar í sjávarfrétta- blaðinu Fishing News 9. apríl síðast- liðinn. „Þekking fiskilíffræðinnar, lífeðlis- fræðinnar og vistfræðinnar ásamt þekkingu á hegðun og umhverfi gef- ur okkur færi á að stjórna veiðum á réttum fisktegundum á réttum tíma og réttum stöðum. Það mun sannast að slík fiskveiðistjórnun er mun skil- virkari en mælingar á magni og stofn- stærð.“ Ben-Yami kveðst ávallt hafa verið hugsi yfir ríkjandi fiskveiðistjórnun og telur að sjómenn og samtök þeirra ættu að sjá til þess að þá fiskifræði- legu þekkingu, sem lögð er til grund- vallar ríkjandi fiskveiðistjórnun, ætti að sannreyna af vísindamönnum sem óháðir eru kerfinu sjálfu. Þekk- ing og reynsla sjómannanna sjálfra skipti afar miklu máli. „Sjómenn vita vel hvaða afleiðingar harður vetur eða mikla ógæftir geta haft fyrir veiðar ári síðar. Þeir vita einnig vel að góð af- koma eins fiskistofns getur haft áhrif til góðs eða ills á veiðar úr öðrum fiski- stofnum. Þeir nema orsakasamhengi sem tölfræðileg gögn eru ónæm fyrir. Allt of oft er þekkingu sjómannanna sjálfra vísað frá á þeim grundvelli að hún sé óvísindaleg, bjöguð eða brota- kennd og því gagnslaus.“ Ótrúverðug nákvæmni í ráðgjöf Ben-Yami gagnrýnir fiskifræðinga sem láta það eftir sér að mæla stofn- stærðir í samræmi við viðskipta- og rekstrarhagsmuni útgerða sem búa við kvótakerfi. „Fiskveiðistjórnunar- kerfi sem grundvallast á útgefnum heildarkvóta gerir þá kröfu til fiski- fræðinga að þeir skili miklu nákvæm- ari gögnum um stærð stofna en vís- indin geta gert. Fiskifræðingar sem láta það eftir sér að gefa upp nákvæm- ar stofnstærðartölur til þess að þókn- ast fiskveiðistjórnunarkerfinu ættu að skammast sín,“ segir Ben- Yami og bætir við að því nákvæmari sem stofnstærðarútreikningar virðist vera á pappírnum því ótrúverðugri séu þeir. Við þetta bætist að fiskifræðileg- ar niðurstöður eru metnar og end- urskoðaðar af starfsbræðrum og -systrum, en það myndar að mati Ben-Yamis vítahring sem viðheldur ágöllum núverandi vísindaþekking- ar. „Fiskifræðingarnir úr sömu grein- um og sömu skólum meta og end- urskoða niðurstöður hver annars. Fiskifræðingar, sem gagnrýna aðferð- irnar í heild sinni, eru ekki spurðir álits um stofnstæðarmatið. Á sama tíma hundsa menn álit gagnrýninna fiskifræðinga sem standa utan við op- inbera fiskveiðistjórnunarkerfið. Það er þaggað niður í þeim, grafið undan þeim og þeim haldið frá störfum inn- an greinarinnar.“ Fiskveiðar eini áhrifavaldurinn? Menakhem Ben-Yami beinir sjónum sínum að stofnstærðarmælingun- um og lýsir þeim sem stærðfræðileg- um líkönum sem eigi við um einstaka fisktegundir. Þegar bættust við berg- málsmælingar varð þetta að þægi- legum kosti til að stunda fiskifræði. Afleiðingin sé þekkingarskrifræði og tölvuvinnsla sem að verulegu leyti hafi leyst af hólmi líffræðilegar og vist- fræðilegar rannsóknir. „Ríkjandi nálgun fiskifræðinnar gefur sér að heildarstofn fisktegund- ar sé það sem afgangs er frá árinu áður að frádregnum þeim afla sem úr stofninum var veiddur og að frádreg- inni náttúrulegri dánartíðni. Vísindi sem byggjast á þessu gefa sér að eini þátturinn sem hægt sé að hafa stjórn á séu veiðarnar úr stofninum. Með þessu gefa menn sér að veiðar séu eina ástæða stofnstærðarsveiflna og því megi stjórna stofnstærðinni með því að stýra veiðunum.“ Ben-Yami véfengir þetta og bend- ir á að menn vanmeti mjög náttúru- lega dánartíðni í hafinu. „Sérfræðing- ar telja nú að sjófuglar heimsins éti árlega um 70 milljónir tonna úr haf- inu. Fiskveiðar skila um 80 milljón- um tonna á land ár hvert. Ef við bæt- um því við sem sjávarspendýrin éta ár hvert má ætla að þriðjungur eða hugsanlega helmingur dánartíðninn- ar sé af völdum fiskveiða. Þetta merk- ir að náttúruleg dánartíðni er tvöfalt til þrefalt meiri en fiskifræðin hefur stuðst við til þessa.“ Ben-Yami segir fásinnu að styðjast við líkön sem einangra fiskistofna frá vistkerfi sínu og sambýlinu í hafinu við aðrar tegundir. Kvótasetning mótdræg litlum útgerðum Fiskveiðistjórnun með kvótakerfi leiðir að mati Ben-Yamis óhjákvæmi- lega til þess að fiskveiðiréttindi safn- ist á fárra hendur með þeim alvarlegu afleiðingum að þegar menn neyðist til þess að skera niður kvóta leiki það minni útgerðirnar afar grátt. Þetta getur að hans mati haft afar djúp- stæðar afleiðingar fyrir staðbundin samfélög og jafnvel heilu menning- arsvæðin. Sjómenn séu unnvörpum gerðir að brotamönnum og meðafli í tegundum, sem ekki hafi verið kvóta- settar, verði áberandi. Þetta grafi und- an heiðarlegum fiskveiðum og leiði til ólögmætra aðgerða eða lögbrota þeg- ar val sjómanna standi á endanum aðeins um að bera lítið úr býtum eða hætta. Litlar útgerðir standa undir tveim- ur þriðju hlutum þess afla sem fer beint til manneldis í heiminum. Sam- kvæmt upplýsingum frá FAO eru sjó- menn um 28 milljónir um heim all- an. Meira en 90 prósent þeirra starfa hjá litlum útgerðum. Þær sjá um 84 milljónum manna fyrir störfum í fisk- vinnslu, við dreifingu og sölu á fisk- afurðum. Fiskveiðistjórn sem atvinnugrein Menakhem Ben-Yami segir að fisk- veiðistjórnun nútímans sé orðin eins konar atvinnugrein sem viðhaldi sjálfri sér og verji sína eigin hags- muni. Þetta megi ráða af stöðugum yfirlýsingum um að án fiskifræðinga, tæknimanna, skriffinna og eftirlits- aðila tæmist höfin af fiski fljótt og ör- ugglega. „Þetta fellur vel að Parkin- sonslögmálinu og nærist auk þess á öfgum náttúruverndarsinna og illa upplýstum fjölmiðlum sem telja að veiðar ógni vistkerfi hafsins og séu í raun eina ógnin við það. En rétt eins og aðrar stórar skipulagsheildir hefur fiskveiðistjórnunarkerfið tilhneigingu til þess að viðhalda sjálfu sér. Kerfis- karlarnir eru ævinlega fljótir að kenna sjómönnum um ofveiði. Enginn er hins vegar reiðubúinn til þess að axla ábyrgð á röngum ákvörðunum fisk- veiðistjórnunarinnar sem skaða auð- lindina, útveginn og umhverfið.“ Sérsaumuð fiskveiðistjórn Ben-Yami sakar Evrópusamband- ið um slæma stjórnun fiskveiða og fullyrðir að sú aðferð, að setja all- ar fiskveiðar undir sama hatt, sé ein- mitt dæmi um það hvernig ekki eigi að stjórna veiðunum. Máli sínu til stuðnings bendir hann á verk banda- ríska nóbelsverðlaunahafans Elinor Ostrom. Elinor hefur sýnt fram á að fiskveiðum hafi víða verið vel stjórn- að á staðbundinn hátt. Rannsóknir hennar hafa sýnt að ekkert eitt kerfi, engin ein regla, geti gert sama gagn við allar aðstæður. Fjölbreytni teg- unda sé mikill og mikill munur sé á veiðum frá einu menningarsvæði til annars. Niðurstaða Elinor er því sú að sérsauma þurfi fiskveiðistjórnun eftir aðstæðum. Loks telur Ben-Yami að svara þurfi einni mikilvægri spurningu: Hvort sé mikilvægara; samanlagður hagnaður af auðlindanýtingunni eða sá fjöldi einstaklinga sem geti framfleytt sér á fiskveiðum. Hann segir að menn megi ekki halda í þá skrifræðislegu þráhyggju að setja allar veiðar undir sömu fiskveiðistjórnun. „Mín skoð- un er sú að rétti til strandveiða ætti einvörðungu að deila út til smærri útgerða.“ Hann bætir við að góð fisk- veiðistjórnun felist meðal annars í því að koma í veg fyrir að réttur til fisk- veiða komist í hendur útgerða, er- lendra sem innlendra, sem veiði upp fiskinn fyrir framan nefið á heima- mönnum. Fiskifræðin í núverandi mynd er valdatæki kerfisins og stórútgerðanna og hefur kerf- isbundið þaggað niður alla gagnrýni gegn sér. Þetta er mat Menakhems Ben-Yami, fiskifræðings og ráðgjafa FAO. Hann segir fiskifræðina vera í herkví stofnstærðar- mælinga. Ben-Yami mælir með staðbund- inni fiskveiðistjórnun og segir kvótakerfi óhjákvæmilega leiða til þess að fiskveiði- réttindi safnist á fárra hendur. FISKIFRÆÐI Í HERKVÍ JÓHANN HAUKSSON blaðamaður skrifar: johannh@dv.is Sérfræðingar telja nú að sjófuglar heimsins éti árlega um 70 milljónir tonna úr hafinu. Fiskveiðar skila um 80 milljónum tonna á land ár hvert. Litlir og stórir Fiskveiðistjórnun með kvótasetningu leiðir óhjákvæmilega til þess að veiðiréttindin safnast á hendur fárra, segir Ben-Yami, á kostnað hinna smáu. Skipstjórinn, rannsakand- inn og sér- fræðingurinn Ísraelinn Menak- hem Ben-Yami var um árabil ráðgjafi FAO, Matvæla- og landbúnaðarstofn- unar Sameinuðu þjóðanna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.