Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.2010, Síða 14
ÓKEYPIS
NÁMSKEIÐ
Á vef Blómavals er að finna
margvíslegan fróðleik um allt
sem við kemur garðrækt og
umhirðu plantna. Þar er með-
al annars hægt að skrá sig á
ókeypis námskeið í vor og sum-
ar. Fullbókað er á næsta nám-
skeið, sem fjallar um ræktun
og klippingar rósa og flutning
á trjám og runnum. Hins vegar
fæst ekki betur séð en enn sé
laust á námskeið hinn 6. maí
um sígrænar og lauffallandi
tegundir trjáa, runna og fjölær-
inga. „Sagt verður frá harðgerði
þeirra og sérkenni með mis-
munandi notkun í huga,“ segir á
blomaval.is.
n Viðskiptavinur
Hagkaups hugðist dreifa
greiðslum á reiðhjóli á
fjóra mánuði. Eftir
mikla bið fengust þau
svör að kreditkortið
væri innistæðulaust.
Það reyndist ekki rétt og fór
viðskiptavinurinn aftur í
Hagkaup þar sem sama bið tók
við. „Stúlkan á kassanum var
kurteis
en sú á
skrifstofunni
alls ekki.“
n Lofið fær Rakang Thai fyrir góðan
mat og gott verð. Blaðamaður keypti
sér tvo rétti í hádegi og greiddi eitt
þúsund krónur fyrir. Með fylgdi
hálfur lítri af Toppi. Maturinn
smakkaðist prýðilega og var
þokkalega úti látinn. Umhverf-
ið var notalegt og andrúmsloft-
ið þægilegt. Staðurinn
er við Lyngháls 4.
SENDIÐ LOF EÐA LAST Á NEYTENDUR@DV.IS
DÍSILOLÍA
Algengt verð VERÐ Á LÍTRA 205,6 kr. VERÐ Á LÍTRA 203,8 kr.
Skeifunni VERÐ Á LÍTRA 206,7 kr. VERÐ Á LÍTRA 204,9 kr.
Algengt verð VERÐ Á LÍTRA 208,6 kr. VERÐ Á LÍTRA 218,7 kr.
BENSÍN
Dalvegi VERÐ Á LÍTRA 206,5 kr. VERÐ Á LÍTRA 204,7 kr.
Fjarðarkaupum VERÐ Á LÍTRA 206,6 kr. VERÐ Á LÍTRA 204,8 kr.
Algengt verð VERÐ Á LÍTRA 208,6 kr. VERÐ Á LÍTRA 206,8 kr.
UMSJÓN: BALDUR GUÐMUNDSSON, baldur@dv.is / ney tendur@dv.is
el
d
sn
ey
ti
14 MIÐVIKUDAGUR 21. apríl 2010 NEYTENDUR
SALMONELLA
Í KJÚKLINGI
Grunur um salmonellu hefur
komið í upp í kjúklingi fram-
leiddum af Matfugli. Að því er
fram kemur í tilkynningu frá
fyrirtækinu þarf frekari rann-
sóknir til að staðfesta gruninn
en engu að síður þarf að inn-
kalla kjúkling sem ber eftirfar-
andi þrjú rekjanleikanúmer:
011-10-10-2-21, 011-10-10-3-02
og 011-10-10-7-33.
Heilbrigðisyfirvöld hafa komið
að því að innkalla vöruna. Hafi
fólk ferska kjúklinga heima hjá
sér með áðurnefndum númer-
um skal honum skilað í þá versl-
un sem hann var keyptur eða
beint til Matfugls ehf. í Mos-
fellsbæ. Í tilkynningunni segir
að kjúklingurinn sé hættulaus
ef farið er eftir leiðbeiningum
um eldun. Kjötið þarf að stekja
í gegn og passa að blóðvökvi
smitist ekki á milli áhalda eða í
meðlæti.
RÆKTAÐU ÞINN EIGIN MAT
Með aðgang að moldarbeði og smá
vinnuframlagi má hæglega fá á bilinu
20 til 50 kartöflur úr einni uppskeru,
ef vel gengur. Uppskeran ræðst með-
al annars af veðurfari, gæðum jarð-
vegsins, góðum áburði, og natni þess
sem sáir en ekki er óvarlegt að gera
ráð fyrir því að sá sem sáir 5 kílóum af
spíruðum kartöflum að vori uppskeri
um 50 kíló að hausti. Fimmtíu kíló af
kartöflum kosta, samkvæmt Hagstof-
unni, liðlega 9.000 krónur úti í búð.
Jarðarber, rófur og kál
Kartöflur eru hins vegar ekki eina
grænmetið sem hægt er að rækta á
Íslandi. Rófur, gulrætur og kál eru
dæmi um annað grænmeti sem auð-
velt er að rækta en þess utan má
rækta alls kyns kryddjurtir og jafn-
vel jarðarber, með lítilli fyrirhöfn. DV
leitaði til garðyrkjufræðingsins Stein-
unnar Reynisdóttur hjá Garðheim-
um og fékk ráðleggingar er varða
grænmetisræktun.
Skjólsælt en sólríkt
Þeir sem eiga grasflöt og vilja byrja
að rækta ættu að velja stað á flötinni
þar sem sólar nýtur helst og þar sem
er skjólsælt. Steinunn segir að vel
sé hægt að gera matjurtagarða fal-
lega, jafnvel þótt þeir séu á áberandi
stað á framlóðinni. „Ef maður setur
til dæmis ramma utan um garðinn
eða stikar hann af á einhvern hátt þá
getur garðurinn vel verið fallegur,“
segir hún.
Þeir sem ekki eiga garð geta
leitað á náðir sveit-
arfélagsins. Flest,
ef ekki öll, sveit-
arfélög leigja út
skika á sann-
gjörnu verði.
Steinunn bendir
þó á að á slíkum
svæðum geti ver-
ið erfitt að vökva,
ef vatnslögn liggur ekki að
garðinum.
Þeir sem ekki hafa ráð
á því að leigja skika og þeir
sem ekki eiga eigin garð geta
að sögn Steinunnar keypt ílát
í Garðheimum til ræktunar á svölum.
Þar sé til dæmis hægt að rækta gul-
rætur, jarðarber, rófur og kál, án mik-
illar fyrirhafnar og kostnaðar.
Stingið upp garðinn
„Það er gott að fara að huga að því að
stinga upp garðana og láta lofta svo-
lítið um þá. Nú er líka tíminn til
að setja í þá lífrænan áburð á
borð við þörungamjöl, hænsna-
skít, moltu eða hrossatað,“ seg-
ir Steinunn spurð hvort of
snemmt sé að sá núna. Hún
segir að nú sé ágætur tími til
að sá fræjum innandyra; til
dæmis af kryddjurtum og
rófum. Í maí sé svo
hægt að færa þær
út, þegar hlýn-
ar. „Gulrótum er
hins vegar ekki
gott að forsá inni.
Það er best að sá
þeim beint út í beð
þegar líður á maí og
fer að hlýna í veðri, eða
þegar líkur á næturfrosti
minnka,“ útskýrir hún.
Það er þó ekki þar með
sagt að uppskeran sé ónýt þótt
það frysti á frumstigum ræktun-
arinnar. „Það er gott að vera með
hvítan akrýldúk, eitt eða tvö lög, yfir
til að verja plönturnar fyrir nætur-
frosti,“ segir hún.
Sáningin
Aðspurð hvenær hentugt sé að stinga
niður kartöflum segir Steinunn að
það sé einnig best að gera í maí. Þeir
sem ætla að sá kartöflum þurfa að
kaupa útsæði (eða nota eigin kart-
öflur) í verslunum og láta þær forspí-
ra. „Það er best að gera á björtum og
hlýjum stað en ekki í sólarljósi. Þetta
getur til dæmis verið á bílskúrsgólfi
eða í vaskahúsi, þar sem birtan nær
inn,“ útskýrir Steinunn en bætir við
að útsæðiskartöflur séu yfirleitt seld-
ar í fimm kílóa pokum. Um fjórar
til sex vikur tekur að láta þær spíra.
Þess má geta að fimm kíló af útsæði
passa í garð sem er 15 til 20 fermetr-
ar að stærð. Gott er að hafa um 25 til
30 sentímetra á milli kartaflna í einni
röð og um 60 sentímetra á milli raða,
ef þær eru fleiri en ein. Þá er gott að
stinga útsæðinu 4 til 6 sentímetra
niður í jarðveginn.
Vatn og sól
Yfir sumartímann er nauðsynlegt
að matjurtagarðurinn fái nægt
vatn. Hann ætti að vera rakur öll-
um stundum en ekki má þó drekkja
honum í vatni. Best er að vökva
síðla dags. Gott er einnig, að sögn
Steinunnar, að gefa garðinum nær-
ingu yfir sumarið, til dæmis með
lífrænum áburði. „Það vantar yfir-
leitt einna helst snefilefni, svokall-
að þrífosfat, sérstaklega ef þú ert
með mikið af rótargrænmeti. Það
er tilbúinn áburður sem örvar rót-
ina,“ útskýrir hún en áburð af ein-
BALDUR GUÐMUNDSSON
blaðamaður skrifar baldur@dv.is
Snyrtilegur kartöflugarður Steinunn segir að auðvelt sé að hafa matjurtagarð
snyrtilegan, til dæmis með því að byggja um hann ramma. Þessi er þó í stærra lagi.
Fátt er gómsætara en nýuppteknar kartöflur eða gulrætur;
jarðarber sem maður ræktar sjálfur eða steik sem krydduð er
með heimaræktuðum kryddjurtum. Steinunn Reynisdóttir hjá
Garðheimum segir að nú sé tímabært að kaupa útsæði, forsá
innandyra og stinga upp matjurtagarða.
KARTÖFLURÆKTUN
VOR
(APRÍL–MAÍ)
VOR OG SUMAR
(MAÍ–ÁGÚST)
HAUST
(ÁGÚST–SEPTEMBER)
VETUR
(OKTÓBER–MARS)
Kartöflur eru
látnar spíra (ála)
til að nota sem
útsæði.
Jarðvegur und-
irbúinn. Útsæði
sett niður.
Kartöflugras
vex upp af einni
kartöflu (oft kölluð
kartöflumamma).
Nýjar kartöflur
myndast.
Þegar líður á haustið falla
kartöflugrösin og gulna.
Kartöflur teknar upp.
Hluti uppskerunnar tekinn
frá til að nota sem útsæði
(ef það er ekki keypt).
Nýjar kartöflur matreiddar
og borðaðar.
Kartöflur sem teknar
voru frá eru geymdar
í kaldri geymslu yfir
veturinn.
Þegar líður á vorið og
hitinn helst lengur en
nokkra daga í senn
fara kartöflurnar
að spíra. Kartöflur
borðaðar á meðan
uppskeran endist.