Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.2010, Síða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 21. apríl 2010 FRÉTTIR
Lögreglan í Venesúela hefur handtek-
ið par sem sakað er um að þykjast vera
lýtalæknar og hafa séð um brjósta-
stækkanir og ígræðslur í sitjanda
fjölda kvenna á ólöglegri læknastofu,
sem staðsett var í íbúð í borginni Mar-
acay í vesturhluta landsins.
Fegrunaraðgerðir, einkum og sér
í lagi brjóstastækkanir, eru afar al-
gengar í Venesúela, enda tengja marg-
ir landið við fegurðardrottningar sem
unnið hafa fjölda alþjóðlega tiltla á því
sviði.
Karlmaðurinn, Reinaldo Henriqu-
es, var ákærður fyrir ítrekaða svik-
samlega starfsemi en aðstoðarkona
hans, Hersi Rodriques, var ákærð fyr-
ir aðstoð við Reynaldo með því að
finna skjólstæðinga og koma með þá á
læknastofuna.
Reinaldo Henriques, 26 ára, og
Hersi Rodriques, 34 ára, eru bæði fyrr-
verandi snyrtifræðingar og tilheyrðu
gengi sem gekk undir nafninu „Silik-
on“ sem laðaði að viðskiptavini með
því að bjóða upp á aðgerðir fyrir afar
lágt verð.
Lögreglan fékk upplýsingar um
skötuhjúin frá fyrrverandi viðskipta-
vini þeirra 12. apríl. Lögreglan réðst
síðan til inngöngu á læknastofu þeirra
og hafði hendur í hári þeirra, og fann
að auki áhöld til skurðlækninga.
Þrátt fyrir að Venesúela sé í greip-
um djúprar efnahagslægðar nú um
stundir hefur ásókn Venesúelamanna
í fegrunar-, og lýtaaðgerðir ekki dregist
saman og fjöldi fólks er reiðubúinn til
að steypa sér í skuldir til að lyfta ásjónu
sinni og anda, segja þarlendir læknar.
Gervilæknar handteknir af lögreglunni í Venesúela:
Ólöglegar brjóstastækkanir
Spilar golf
af miklum móð
Barack Obama Bandaríkjaforseti
hefur leikið golf þrjátíu og tvisvar
sinnum síðan hann tók við embætti,
og hefur skotið George W. Bush, for-
vera sínum í starfi, ref fyrir rass í því
tilliti. Barack lék síðast golf á sunnu-
daginn þegar aska úr Eyjafjallajökli
hindraði hann í að vera við jarðar-
för pólsku forsetahjónanna í Kraká í
Póllandi.
Oft var dregið dár að Bush vegna
golfástríðu hans, en hann lék golf
tuttugu og fjórum sinnum alla sína
forsetatíð.
Þessar tölur eru fengnar frá Mark
Knoller, útvarpsmanni hjá CBS, en
hann er nefndur óopinber tölfræð-
ingur Hvíta hússins.
Of seint í rassinn
gripið
Að mati fyrrverandi embættismanns
bandaríska varnarmálaráðuneytis-
ins kann að vera um seinan að koma
í veg fyrir að Íran þrói kjarnorku-
vopn.
Í viðtali, undir nafnleynd, sagði
maðurinn í viðtali við The Times að
Barack Obama, forseti Bandaríkj-
anna, hefði beðið of lengi með harð-
ar aðgerðir gegn Íran.
„Á fimmtán mánaða tíma ríkis-
stjórnar hans hefur Íran ekki staðið
frammi fyrir alvarlegum afleiðingum
vegna áframhaldandi úranauðgunar
landsins,“ sagði embættismaðurinn
fyrrverandi.
Hreinsað til í hæstu
hæðum
Tuttugu nepalskir fjallgöngugarp-
ar munu leggja á brattann á Everest
í vikunni. Tilgangur ferðarinnar er
að reyna að fjarlægja áratuga gam-
alt rusl af fjallinu. Fjöldi erlendra
göngumanna, sem og innfæddra,
hafa áður hreinsað til á fjallinu, en
enginn hefur treyst sér til hreinsun-
arstarfa fyrir ofan 26.246 metra hæð,
á svæði sem þekkt er sem „dauða-
svæðið“.
Everest-fjall hefur getið sér orð
fyrir að vera hæsti ruslahaugur ver-
aldar því margir fjallgöngumenn
skilja þar eftir útbúnað sinn þegar
þeir halda niður fjallið, vegna ör-
mögnunar og súrefnisskorts.
Lýtalæknar að störfum Óprúttið fólk
bauð upp á ódýrar fegrunaraðgerðir í
Venesúela.
ÖSKUFALL OG ÓVISSA
Öskufall vegna gossins í Eyjafjallajökli hef-
ur sett flugsamgöngur víða í veröldinni úr
skorðum. Stjórnendur flugfélaga eru þeirr-
ar skoðunar að stjórnvöld víða hafi gengið
of langt í að loka loftrými vegna öskufalls-
ins og varkárni hafi verið meiri en ástæða
var til. Þrátt fyrir að í gær hafi flugvellir
víða verið lokaðir voru þess þó dæmi að
flugvellir væru opnir og vélar bæði tækju
á loft og væri lent. Talið er að flugbannið
hafi haft áhrif á um sjö milljónir farþega.
Þrátt fyrir að margir evrópskir flug-
vellir hafi verið lokaðir á þriðjudag-
inn sökum öskufalls voru þess þó
dæmi að flugvélar tækju á loft í Norð-
ur-Evrópu. Í Madríd, París, Amster-
dam og Frankfurt tóku vélar sig á loft
og vonir stóðu til þess að flugumferð
gæti hafist að nýju.
Flugumferðarstjórar í Bretlandi
deildu ekki þeirri bjartsýni þar sem
ný öskuský bárust yfir landið, en eitt-
hvað flug átti sér þó stað frá flugvöll-
um í Skotlandi og norðurhluta Eng-
lands.
Í viðleitni til að koma böndum á
ástandið ákvarðaði samgöngustjórn
Evrópusambandsins flugbannsvæði,
með takmörkuðu flugi og hrein loft-
svæði.
Svissnesk og ítölsk yfirvöld opn-
uðu loftrými landa sinna og sögðu
Svisslendingar að rannsóknir sýndu
verulega minnkun ösku í andrúms-
loftinu og farþegum stafaði engin
hætta þar af.
Gert var ráð fyrir því að 14.000
flug gengju eftir í evrópsku loftrými,
en það er um helmingur ætlaðs
flugs. Flugvélar þurftu að fljúga í að
minnsta kosti 20.000 feta hæð þar
sem loftrými undir þeirri hæð var
bannað eða takmörkunum háð.
Mikið óvissuástand
Þrátt fyrir að flugferðir hafi haf-
ist með takmörkunum víða í Norð-
ur-Evrópu ríkir enn mikil óvissa um
framhald þar á. Á þriðjudaginn var
95 af 100 flugferðum frestað, en þó
höfðu komið inn til lendingar vélar
frá Bandaríkjunum og víðar að.
Í Madríd mættu flugfarþegar tím-
anlega fyrir flug sitt, en þurftu síðar
að bíða á milli vonar og ótta um hvort
af því yrði eður ei.
Á sama tíma og þessi óvissa ræður
ríkjum er þráttað um réttmæti þess
að flugvöllum sé lokað og flug bann-
að í jafnmiklum kæli og raunin hef-
ur orðið. Ákafur áróður af hálfu flug-
KOLBEINN ÞORSTEINSSON
blaðamaður skrifar: kolbeinn@dv.is
Yfirvöld almenn-ingssamgangna
byggja ákvörðun sína
á því sem flugumferð-
areftirlit ríkisins segir
þeim. Það byggir sína
ákvörðun á upplýsing-
um sem veðurstofan
lætur þeim í té.
Alþjóðlegi flugvöllurinn í Kuala Lumpur í Malasíu Áætlað tap Asia Pacific-flug-
félagsins er áætlað um 40 milljónir bandaríkjadala á dag. MYND AFP