Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.2010, Page 18
Fyrstu ákærurnar sem tengdar eru hrun-
inu eru á hendur níu mótmælendum sem
sakaðir eru um að rjúfa friðhelgi Alþingis
og ógna öryggi þess. Þetta er ömurleg stað-
reynd í landi þar sem efnahagur er í rúst
vegna hamfara af mannavöldum. Siðleys-
ingjar urðu þess valdandi að lífskjör allra Ís-
lendinga eru skert. Af gjörðum þeirra varð til
jarðvegur þeirrar réttlátu reiði sem birtist í
harkalegustu mótmælum Íslandssögunn-
ar framan við Alþingi. Með því að brjóta sér
leið inn í Alþingishúsið og upp á þingpalla
8. desember 2008. Þá eru mótmælendurnir
einnig ákærðir fyrir ofbeldi gegn þingvörð-
um og lögregluþjónum.
Er þetta fyrsta ákæran sem ríkissaksókn-
ari hefur gefið út vegna óeirða sem brutust
út í kjölfar bankahrunsins. Þorri þjóðarinn-
ar fylltist réttlátri reiði og mætti til að mót-
mæla framferði þingmanna og ráðherra
sem höfðu ekki staðið undir þeirri heilögu
skyldu sinni að varðveita fjöregg Íslands.
Það var í þessu andrúmslofti sem hópur
mótmælenda reyndi að komast á þingpalla.
Átök urðu við lögreglu og þingverði. Og nú
er búið að ákæra þá sem fylltust ofsareiði í
garð þeirra spilltu sem eyðilögðu afkomu
Íslendinga með vanrækslu sinni. Þetta er
hörmuleg framganga lögreglu og dómstóla.
Þar ættu menn að vera önnum kafnir við að
koma lögum yfir spillingaröfl hrunsins. En
menn hafa enn hikstað á því að kalla sam-
an landsdóm vegna vanrækslu ráðherra.
Og það sýnir vel áherslur réttarkerfisins
að þar er fólk nú í óðaönn að þagga niður
mál hórkarla sem urðu uppvísir að lögbrot-
um. Leitað er allra leiða til að ekki verði op-
inberað hvaða hópur manna keypti blíðu
gleðikvenna. Á meðan eru mótmælendur
miskunnarlaust dregnir fyrir dóm vegna
borgaralegrar óhlýðni. Í ljósi ástandsins á
Íslandi haustið 2008 ættu dómarar að leita
allra leiða til að komast hjá því að dæma þá
sem aðeins vildu mótmæla mesta skemmd-
arverki lýðveldissögunnar. Það er engin eft-
irspurn í samfélaginu eftir því að koma sak-
leysingjum í fangelsi.
SÆTTIR Á SÖGU
n Í nóvember síðastliðnum kastaðist
í kekki milli Arnþrúðar Karlsdóttur,
eiganda Útvarps Sögu, og Guðmund-
ar Ólafssonar hagfræðings sem hafði
í nokkur miss-
eri verið fasta-
gestur Sigurðar
G. Tómasson-
ar á föstudags-
morgnum og
notið gríðar-
legra vinsælda.
„Við getum ekki
liðið Guðmundi
það að vera ítrekað með ærumeið-
andi ummæli, nú er mælirinn fullur,“
sagði Arnþrúður eftir að Guðmund-
ur hafði átalið hana fyrir framgöngu
gegn fólki austur á landi. Sagði Arn-
þrúður að spjall Sigurðar G. við Guð-
mund nyti vaxandi óvinsælda. Nú
hafa Arnþrúður og Guðmundur sæst
heilum sáttum og má því búast við að
alfræðingarnir Sigurður G. og Guð-
mundur taki upp þráðinn aftur.
LÍFRÓÐUR BJARNA
nBjarni Benediktsson, formaður
Sjálfstæðisflokksins, stendur nú í
lífróðri til að bjarga eigin skinni. For-
maðurinn er að mestu án baklands í
flokknum og eru að myndast fylking-
ar til að koma að nýju fólki. Stór hluti
sjálfstæðismanna horfir til Kristjáns
Þórs Júlíussonar sem á sínum tíma
fór gegn Bjarna í formannskjöri en
tapaði naumlega. Aðrir mæla með
Hönnu Birnu Kristjánsdóttur borgar-
stjóra en pólitísk framtíð hennar velt-
ur á því hvort hún heldur flokknum í
meirihluta í Reykjavík.
BJÖRN Á FLÓTTA
n Stjórnmálamenn fyrri tíðar eru nú
hver um annan þveran að sverja af
sér ábyrgð á því samfélagi sem reyn-
ist vera gegn-
sýrt af spillingu.
Meðal þeirra sem
reyna að hlaup-
ast undan ábyrgð
sinni er Björn
Bjarnason, fyrr-
verandi dóms-
málaráðherra,
sem á að baki
umdeildar skipanir í réttarkerfinu.
„Ég var ekki í liðinu, sem mærði út-
rásina,“ bloggar Björn og nefnir sér-
staklega Baugsmálið sem honum var
hugleikið. Björn hefur aftur á móti
aldrei hallað orði á Björgólfsfeðga en
tengdasonur hans er einmitt í vinnu
hjá þeim.
„VIÐ SJÁLFGRÆÐIS-
MENN“
n Tímabundnar afsagnir innan Sjálf-
stæðisflokksins og Samfylkingar
hafa vakið óskipta
athygli. Sterk krafa
er uppi í samfélag-
inu um að fleiri axli
sín skinn. Þar er
meðal annars bent á
Jóhönnu Sigurð-
ardóttur, formann
Samfylkingar, og
Bjarna Benediktsson, formann Sjálf-
stæðisflokks, sem raunar hefur vafn-
ingalaust sagt að hann beri ekki sök.
Vísnaskáldið Ingi Gunnar Jóhanns-
son orti vísukorn í tilefni afsagna
sjálfstæðismanna.
Við græðum á daginn og grillum á kvöldin,
það gefur oss þróttinn og eflir vorn móð.
Við sjálfgræðismenn erum sólgnir í völdin
og seilumst í vasann hjá íslenskri þjóð.
Steinunn Valdís Óskarsdótt-ir heitir kona, BA í sagnfræði. Snemma varð hún virk í fé-lagsstörfum. Hún varð for-
maður Félags sagnfræðinema, fór í
Stúdentaráð Háskólans og endaði í
borgarstjórn. Eftir nokkur ár í stjórn-
málum komst hún heldur betur í
álnir.
Hvert stórfyrirtækið á fætur öðru beið í röð eftir að gefa Steinunni pening. Fyrst kom Atlantsolía með 500
þúsund. Atlantsolía lifir á því að geta
fengið lóðir undir bensínstöðvar. Svo
kom Eykt með 650 þúsund. Eykt er
verktakafyrirtæki og þarf líka á lóð-
um að halda. Á eftir Eykt kom Hönn-
un með 500 þúsund. Það er líka verk-
takafyrirtæki. Því næst kom Nýsir,
sem er þróunar- og fasteignafélag.
Slíkt félag þarf nauðsynlega góðan
aðgang að lóðum og velvilja borgar-
stjórnar að halda. Steinunn Valdís
fékk heila milljón frá Nýsi.
Þegar þarna var komið við sögu hafði Steinunn Valdís fengið heilar tvær og hálfa milljón krónur í gjöf frá stór-
fyrirtækjum sem vantaði lóðir. Það er
meira en meðallaunamaður fær út-
borgað á heilu ári. Steinunn Valdís var
heppin og sæl. Og fyrirtækin fengu
lóðir og byggðu hús.
En svo komu fleiri stórfyrirtæki og vildu vera góð við Stein-unni Valdísi. Nokkur þeirra gáfu henni minna en 500
þúsund og Steinunn vill ekki segja
okkur hver þau voru, af því að hún
þarf þess ekki. Einn daginn var hún
svo lánsöm að FL Group ákvað að
gefa henni milljón krónur. FL Group
var á þessum tíma með mikinn áhuga
á grænni orku, og viti menn, Reykja-
víkurborg átti orkuveitu. Um sama
leyti ákvað Reykjavíkurborg og FL
Group að fara í samstarf í fyrirtækjun-
um Reykjavík Energy Invest og Geysir
Green Energy. Ekkert lát var enn á
láni Steinunnar.
Sama ár og hún fékk allar þess-ar gjafir, upp á rúmar fjórar milljónir, frá vinalegu stór-fyrirtækjunum, ákvað Baug-
ur líka að gefa Steinunni pening.
Baugur átti FL Group, eða FL Group
Baug, og því var ekki skrítið að örlæti
þeirra leitaði í sama farveg. Auk þess
vantaði Baug lóðir fyrir verslanirnar
sínar. Og Baugur gaf Steinunni millj-
ón krónur.
Hvað heldurðu að okkur muni um 25 milljónir?“ spurði Sigurjón Árnason, bankastjóri Landsbank-
ans, þegar rannsóknarnefndin spurði
hann af hverju hann gaf svona mik-
inn pening. Hann sagðist hafa gefið
öllum sem spurðu. Og Landsbank-
inn gaf Steinunni Valdísi 1,5 milljónir
króna.
Svona var það að Steinunni Valdísi Óskarsdóttur voru gefnar átta milljónir króna á því herrans ári 2006, eða
sem nemur næstum fjórföldum
útborguðum meðallaunum Ís-
lendinga. Árið eftir fékk hún bara
4,6 milljónir frá Landsbankan-
um, Baugi og FL Group. Í fyrra var
Steinunn svo hógvær að hún vildi
ekki segja blaðamanni DV hvað
hún hefði fengið í styrki. Hún var
þá að bjóða sig fram til Alþingis.
Steinunn Valdís er viðtak-andi örlætisins, uppáhald verktakanna og vinsæl-asti stjórnmálamaðurinn
hjá vinaþurfi stórfyrirtækjum.
Hvers vegna ætli hún hafi feng-
ið 12 milljónir í gjöf, þegar aðrir
þyrftu að vinna í næstum sex ár
fyrir því? Er hún bara svona ynd-
isleg? Eða vann hún kannski fyrir
þessu?
STEINUNN VALDÍS Í ÁLNIR
„Ég hef bara ekki
haft tíma fyrir
það undanfarið til
að athuga hvort
það hafi breyst,“
segir Ómar
Ragnarsson
fréttamaður sem
hefur náð inn á
rúmlega
hundrað milljón
heimili um allan heim með umfjöllun
sinni um eldgosið í Eyjafjallajökli.
ERTU ORÐINN HEIMS-
FRÆGUR?
„Við erum alveg
á fullu hérna, ég
get bara ekki
talað núna.“
n Ómar Ragnarsson þegar blaðamaður DV
náði tali af honum á sunnudag. Hann var önnum
kafinn við að aðstoða starfsfólk Aljazeera-
fréttastofunnar en hann var sérstakur ráðgjafi
hennar um eldgosið í Eyjafjallajökli. - DV
„Þetta myndi örugglega
gera mörgum gott.“
n Njörður Snæland trésmiður sem hvetur
atvinnulausa og alla sem vettlingi geta valdið til
þess að bjóða bændum undir Eyjafjöllum aðstoð
sína. - DV.is
„Mér þótti því
ekki skynsam-
legt fyrir FL
Group að kaupa
Sterling.“
n Ragnhildur Geirsdóttir, fyrrverandi forstjóri
FL Group, um hvers vegna hún hætti störfum.
Hún hafi ekki þegið mútur eins og ýjað sé að í
skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. - DV.is
„Þetta er auðvitað grafal-
varlegt mál.“
n Erna Hauksdóttir, framkvæmdastjóri
Samtaka ferðaþjónustunnar um yfirlýsingar
Ólafs Ragnars Grímssonar um hugsanlegt
Kötlugos. Sem blaut tuska í andlitið á
ferðaþjónustunni. - Visir.is
„...láta Al-
mannavarnir
og vísinda-
menn um það
að meta hvort eldgos í
Kötlu sé á næsta leiti.“
n Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra vegna
ummæla Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta
Íslands, um Kötlugos. Forsetinn virðist hvergi
hafa aflað sér vinsælda með þessum ummælum
sínum. - Visir.is
Þeir hlífa hórkörlum
REYNIR TRAUSTASON RITSTJÓRI SKRIFAR. Á meðan eru mótmælendur miskunnarlaust dregnir fyrir dóm.
18 MIÐVIKUDAGUR 21. apríl 2010 UMRÆÐA
SANDKORN
LYNGHÁLS 5, 110 REYKJAVÍK
ÚTGÁFUFÉLAG: DV ehf.
STJÓRNARFORMAÐUR:
Lilja Skaftadóttir
FRAMKVÆMDASTJÓRI:
Bogi Örn Emilsson
RITSTJÓRAR:
Jón Trausti Reynisson, jontrausti@dv.is
og Reynir Traustason, rt@dv.is
FRÉTTASTJÓRI:
Ingi Freyr Vilhjálmsson, ingi@dv.is
DV Á NETINU: DV.IS
AÐALNÚMER: 512 7000, RITSTJÓRN: 512 7010,
ÁSKRIFTARSÍMI: 512 7080, AUGLÝSINGAR: 512 7050.
SMÁAUGLÝSINGAR: 515 5550.
Umbrot: DV. Prentvinnsla: Landsprent. Dreifing: Árvakur.
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins
á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð.
LEIÐARI
SPURNINGIN
SVARTHÖFÐI
BÓKSTAFLEGA