Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.2010, Síða 20
Leikstjórinn Louie kemst á snoðir um
vel falið leyndarmál í vík einni í Taiji
í Japan. Um er að ræða árlega höfr-
ungaslátrun sem yfirvöld leggja sig
fram um að halda leyndri. Louie rað-
ar saman einvalaliði af aðgerðasinn-
um sem líkjast helst hasarmynda-
teymi. Með reynslu af hernaði, köfun,
tæknibrellum og mynd- og hljóðupp-
tökum við óhefðbundnar aðstæður
hefst undirbúningur að því að svipta
hulunni af blóðbaðinu.
Það er mikil og skemmtileg
áhersla á hlut Rics O’Barry, fyrrver-
andi höfrungaþjálfara. Hann var
ábyrgur fyrir höfrungunum fimm
sem léku í sjónvarpsþáttunum Flipp-
er á sínum tíma og vill bæta fyr-
ir það með því að bjarga höfrung-
um frá slátrun og ánauð. Myndin er
skipulega uppsett og uppbygging-
in er markviss fyrir klímaxið sem er
opinberun höfrungaslátrunarinnar.
Á leiðinni fáum við innsýn í hugar-
heim aðgerðasinnanna og á hvaða
forsendum þeir gera allt til að koma
í veg fyrir að höfrungar séu drepn-
ir eða hafðir í búrum mönnum til
skemmtunar.
Með í þessum pakka fáum við
þessa klassísku tölu um hvað höfr-
ungar séu nú gáfaðir og tengd-
ir mönnum í vitsmunum. Við fáum
góðan slatta af tilfinningarúnki, væl-
andi kanakellingum og Paul Watson
kemur þarna með nokkra gullmola.
Engin gerir tilraun til að útskýra af
hverju það er í lagi að éta önnur gáf-
uð dýr eins og svín. Við sjáum blóð-
baðið sem fylgir höfrungadrápunum
og rétt eins og í grindhvaladráp-
um færeyskra frænda okkar er það
dramatískt á að líta og einstaklega
grafískt að sjá sjóinn rauðan af blóði.
En eftir stendur að aðfarirnar eru
langt í frá markvissar og mannúð-
legar og myndir sem sýna þetta eiga
fullt erindi við almenning þótt jap-
önsk stjórnvöld álíti það ekki. Kom-
ið er inn á það hvernig Japan hefur
tryggt sér leppatkvæði fátækra smá-
þjóða í Alþjóðahvalveiðiráðinu með
efnahagsaðstoð sem skiptimynt. Hið
mikla magn kvikasilfurs í höfrunga-
kjötinu er einnig mjög sterkur punkt-
ur sem er ekki þeim iðnaði í hag. Í lok
dags þarftu ekki einu sinni að vera
sammála öllu hér. Bara það að sjá
hina hliðina er meinhollt og Íslend-
ingar hafa gert allt of lítið af því gegn-
um tíðina hvað þessi mál varðar. Ís-
lendingar hafa almennt verið hart
fylgjandi hvalveiðum og ekkert ann-
að hefur komist að. Svo það er í fína
að hleypa þessari mynd að, fín inn-
sýn í hvað „hitt liðið“ er að hugsa og
bráðskemmtilega uppbyggð í leið-
inni.
Erpur Eyvindarson
Bræður munu berjast
HVAÐ HEITIR LAGIÐ?
„Hlæðu með þótt þau séu að
hlæja að þér og heimskulegu
hlutunum sem þú gerir. Af því að
þú heldur að fátækt sé kúl.“
Á MI ÐVIKUDEGI
20 MIÐVIKUDAGUR 21. apríl 2010 FÓKUS
BARNAHÁTÍÐ Í
REYKJANESBÆ
Barnahátíð í Reykjanesbæ hefst í
dag og stendur fram á sunnudag.
Setning hátíðarinnar fer fram í Du-
ushúsum þar sem bréfdúfum verður
sleppt með boð á hátíðina til allra
barna á landinu. Meðal viðburða
á barnahátíð má nefna listahátíð
barna, listasmiðjur, ljósmyndasýn-
ingu, hreystikeppni, dorgkeppni,
hlaupakeppni, fjölskylduratleik,
hestahátíð og sjóræningjaleik í
Vatnaveröld þar sem þekktur sjó-
ræningi lítur við, auk þess sem kálf-
ar, lömb og kiðlingar verða í Víkinga-
heimum. Á fimmtudag og laugardag
verður einnig hægt að taka þar þátt í
víkingaleik. Nánar á barnahatid.is.
KVIKMYNDIR
ÓSKAST
Kvikmyndahátíðin Nordisk
Pano rama og Wavelenghts-dag-
skráin innan kvikmyndahátíðar-
innar í Toronto leita nú að efni.
Wavelength-dagskráin er helguð
jaðarkvikmyndum og vídeólist
og fagnar tíu ára afmæli sínu í ár.
Umsækjendur þurfa hvorki að
fylla út eyðublöð né borga gjald,
heldur dugir að senda eintak af
verkinu á heimilisfangið Wave-
lengths, TIFF, Attention: Andréa
Picard, 2 Carlton St, suite 1600,
Toronto, ON M5B 1J3, Can-
ada. Umsóknarfrestur á Nordisk
Pano rama er til 15. maí en 17.
maí á Wavelenghts.
MANNAKORN Í
HÁSKÓLABÍÓI
Hin sögufræga hljómsveit Manna-
korn hefur ákveðið að efna til mik-
illar tónlistarveislu í Háskólabíói
15. maí í tilefni af útgáfu nýrrar
safnplötu. Í aðalhlutverki verða að
sjálfsögðu þeir Magnús Eiríksson og
Pálmi Gunnarsson, sem hafa ver-
ið kjölfestan í bandinu frá stofnun
þess um miðjan áttunda áratuginn.
Einvala lið tónlistarmanna verður
þeim til halds og trausts, þau Ellen
Kristjánsdóttir, Stefán Magnússon,
Benedikt Brynleifsson, Ásgeir Ósk-
arssson, Eyþór Gunnarsson, Elísabet
Eyþórsdóttir og Ragnheiður Helga
Pálmadóttir. Miðaverð er 3.900 krón-
ur, miðasala á midi.is.
Svar: Common People með Pulp
Bræðurnir Rudo og Cursi búa í mik-
illi fátækt í smábæ í Mexíkó. Rudo,
leikinn af Diego Luna, þarf á lágum
launum að sjá um fjölskyldu sína á
meðan Cursi, leikinn af Íslandsvin-
inum og hjartaknúsaranum Gael
Garcia Bernal, er laus og liðugur
glaumgosi. Eini tími bræðranna til
að gleyma gráköldum veruleikan-
um er einu sinni í viku þegar þeir
keppa í fótbolta gegn liðum frá
næstu bæum.
Það vill líka svo til að þeir eru
báðir virkilega góðir. Cursi fædd-
ur markaskorari og Rudo frábær
en gífurlega harðskeittur mark-
vörður. Fyrir slysni uppgvötar
stór umboðsmaður bræðurna en
getur aðeins boðið öðrum með
til stórborgarinnar. Cursi verð-
ur fyrir valinu en skömmu síðar
fylgir Rudo með og slá þeir báð-
ir í gegn.
Báðir eiga þeir þó aðra drauma
sem heltaka þá og eyðileggja feril-
inn smám saman. Cursi langar ekk-
ert meira en að verða söngvari og
draumur Rudos er miklir pening-
ar, og það strax. Það þýðir aðeins
eitt. Veðmál á veðmál ofan og spilar
hann frá sér nær öllum peningum
sem hann fær.
Þá sem langar bara að sjá fót-
boltamynd á borð við Goal verða
sviknir af þessari mynd. Í raun er
það sem gerist inni á vellinum í
aukahlutverki. Hún fjallar í raun
um ólíkar leiðir Rudo og Cursi á
toppinn og aftur niður. Bæði þurfa
þeir að berjast inni á vellinum en
þess þá heldur utan hans.
Það verður að segjast að
myndin er eilítið súr en leikur
bæði Bernal og Luna er frábær.
Þeim tekst vel að halda í bræðra-
ástina, nánast sama hvað bjátar
á. Myndin er sykursæt og beisk
til skiptis. Rússíbanareiðin endar
svo inni í vítateig þar sem bræð-
urnir þurfa að berjast. Og allt er
undir. Þetta er fótboltamynd sem
allir geta horft á, líka þeir sem
hringja inn á RÚV þegar fótbolta-
leikur truflar Kastljósið.
Tómas Þór Þórðarson
RUDO Y CURSI
Leikstjóri: Carlos Cuarón
Aðalhlutverk: Gael García Bernal,
Diego Luna, Guillermo Francella.
KVIKMYNDIR
Bræðraást Rudo og Curci elska hvor annan en þurfa að berjast við margt.
THE COVE
Leikstjóri: Louie Psihoyos
Heimildamynd
Sýnd á Bíódögum Græna ljóssins
KVIKMYNDIR
HIN HLIÐIN Á HÖFR-
UNGASTEIKINNI