Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.2014, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.2014, Blaðsíða 23
Vikublað 15.–17. júlí 2014 Fréttir Stjórnmál 23 G unnar Bragi Sveinsson ut- anríkisráðherra fordæmdi á mánudag loftárás- ir Ísraelsmanna á Gaza- svæðinu þar sem á annað hundrað Palestínumenn hafa lát- ist undanfarna daga. „Það er ský- laus krafa að ísraelsk stjórnvöld stöðvi árásir sínar á Gasa sem hafa leitt til mikilla hörmunga fyrir al- menna borgara,“ sagði utanríkis- ráðherrann í frétt sem birtist á vef ráðuneytisins. Ísland viðurkenndi sjálfstætt ríki Palestínumanna með þingsályktun árið 2010, fyrst vest- rænna ríkja. Með yfirgnæfandi hernaðarmátt Enginn Ísraelsmaður hefur látið líf- ið í loftskeytaárásum Hamas-sam- takanna frá því að upp úr sauð í kjölfar morða á þremur ísraelsk- um ungmennum. Síðan þá hefur sprengjum rignt yfir Gaza-svæð- ið auk þess sem palestínskur piltur var brendur lifandi í hefndarað- gerðum Ísraelsmanna. Á mánudag voru 172 Palestínumenn látnir í að- gerðunum og um sautján þúsund höfðu flúið heimili sín eftir að her- lið Ísraels tilkynnti um frekari árás- ir á svæðið. Til að setja þann fjölda í samhengi er hægt að nefna að tæp- lega sautján þúsund búa í Vesturbæ Reykjavíkur. Tölur um fallna í átökunum eru til marks um muninn sem er á hernaðarmætti ríkjanna tveggja. Gunnar Bragi bendir meðal annars á það í yfirlýsingu sinni þar sem hann segir ábyrgð Ísraels, sem hef- ur yfirgnæfandi hernaðarmátt, vera sérstaklega mikla eins og tölur um fjölda fallinna borgara á Gaza sanna. Tveggja ríkja lausn eina leiðin Alþingi ályktaði í lok nóvember árið 2011 um viðurkenningu á sjálf- stæðu ríki Palestínu. Með ályktun- inni viðurkenndi Ísland landamæri Palestínu eins og þau voru fyr- ir 6 daga stríðið árið 1967 en síðan þá hafa ísraelsk stjórnvöld þrengt verulega að Palestínuríki og farið langt yfir þessi skilgreindu landa- mæri með svokölluðum landnem- abyggðum. Um hálf milljón Ísraels- manna búa á Vesturbakkanum, sem tilheyrir Palestínu. Það eru ekki bara Íslendingar sem vilja að landamærin verði færð aftur til þess sem var 1967 heldur hefur Barack Obama, forseti Banda- ríkjanna, eins helsta bandamanns Ísraelsríkis, lýst því yfir að tveggja ríkja lausn, þar sem landamærin frá því fyrir 6 daga stríðið séu virt, sé lausn deilnanna. Sú afstaða er hins vegar ekki almenn þar vestan og er ófyrirséð hvort hægt sé að mynda nægan þrýsting til að knýja Ísraels- menn til þess að samþykkja það. Öryggisráðið vanmáttugt Kallað hefur verið eftir aðgerðum af hálfu Sameinuðu þjóðanna og hef- ur Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri SÞ, kallað eftir því að Ísraelar láti af hernaðaraðgerðum sínum og að Hamas hætti flugskeytaárásum. Óljóst er hvaða aðgerða Sameinuðu þjóðirnar geta gripið til en Banda- ríkin hafa neitunarvald í öryggis- ráði þess. Vanmáttur öryggisráðsins er Gunnari Braga áhyggjuefni. „Þá vekur það áhyggjur hve öryggisráð Sameinuðu þjóðanna er vanmátt- ugt til að takast á við þennan ófrið. Ég tel afar brýnt að öryggisráðið beiti sér af fullum þunga í málinu,“ segir hann á vef ráðuneytisins. n Aðalsteinn Kjartansson adalsteinn@dv.is Gunnar Bragi Sveinsson hefur áhyggjur af vanmætti öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna Af fullum þunga Gunnar Bragi vill að Sameinuðu þjóðirnar beiti sér af fullum þunga í málinu. fordæmir árásir Ísraelsmanna Hvað er tveggja ríkja lausn? Flestir eru sammála um að tveggja ríkja lausn sé eina leiðin til að enda átökin á milli Palestínu og Ísraels. Sú leið gengur út á að landamæri Palestínu á Gaza og Vesturbakkanum verði virt og að ríkið fái full yfirráð yfir svæðinu. Það myndi þýða enda- lok svokallaðra landnemabyggða Ísraelsmanna á svæðinu. Tveggja ríkja lausnin er frekar einföld hugmynd en afar erfið í framkvæmd. Hin leiðin, sem virðist verða líklegri með hverju árinu sem líður, er að til verði aðeins eitt ríki, annað- hvort Ísrael eða Palestína, sem nái þá yfir allt landsvæðið. Hvað eru landnemabyggðir? Síðan að Ísraelsmenn réðust inn á Vestur- bakkann í 6 daga stríðinu hafa svokallaðar landnemabyggðir verið reistar á palestínsku landi. Í dag búa um 500 þúsund gyðingar í þessum byggðum. Landnemabyggðirnar, eða landtökubyggðirnar eins og þær eru líka kallaðar, brjóta í bága við alþjóðalög og eru lykilatriði í deilum Ísraels og Palestínu. Landnemabyggðirnar eru um 130 talsins og dreifast víða um Vesturbakkann. Gyðingar sem flytjast í byggðirnar gera það af ýmsum ástæðum; sumir vegna trúarskoðana og aðrir vegna fjárhagsaðstæðna en húsnæði þar er niðurgreitt. Á flótta Sautján þúsund Palestínu- menn hafa þurft að flýja heimili sín. Hátt í 200 hafa látist í sprengjuárásum Ísraels síðustu daga, þar á meðal börn. Ameriskir Cocker Spaniel hvolpar til sölu. Frábærir fjölskyldu- og sýningarhundar. Auðveldir í þjálfun. Þeir eru tilbúnir til afhendingar, bólusettir, örmerktir og með ættbók frá HRFÍ. Upplýsingar í sima 869 5405 eða á Hamratúnsræktun á Facebook.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.