Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.2014, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.2014, Blaðsíða 16
Vikublað 15.–17. júlí 201416 Fréttir Erlent S uður-Súdan, Sómalía og Mið-Afríkulýðveldið eru óstöðugustu ríki heims. Þetta er samkvæmt úttekt sem tímaritið Foreign Policy tók saman á dögunum. Til grund- vallar niðurstöðunum eru lagðir ýmsir þættir; svo sem staða mann- réttinda, pólitískur stöðugleiki, al- mannaþjónusta, fjöldi flóttamanna frá viðkomandi ríkjum og fátækt. Það kemur kannski ekki á óvart að Norð- urlöndin skoruðu hæst á lista For- eign Policy. Þá kemur einnig nokk- uð á óvart að Norður-Kórea er ekki í hópi 25 óstöðugustu ríkja heims. Business Insider gerði sér mat úr niðurstöðunum og dró saman þau tíu ríki sem enduðu í neðstu sætun- um. Þess má geta að Sýrland er í 15. sæti, Írak í 13. sæti og Nígería í 17. sæti. n einar@dv.is n Suður-Súdan, Sómalía og M-Afríkulýðveldið koma verst út Óstöðugustu 1 Suður-Súdan Yngsta þjóð heims er einnig sú óstöðug- asta, samkvæmt úttekt Foreign Policy. Átök skömmu eftir stofnun ríkisins árið 2011 urðu að borgarastyrjöld á síðasta ári. Um ein milljón íbúa hefur þurft að flýja átökin og eru því flóttamenn í eigin ríki. Þá hafa 250 þúsund íbúar til viðbótar flúið út fyrir landamærin til nágranna- ríkja. Þúsundir barna þjást af vannæringu í landinu. Ljóst er að margt þarf að breyt- ast í Suður-Súdan til að landið fái betri niðurstöðu á næsta lista Foreign Policy. 3 Mið-Afríkulýðveldið Mið-Afríkulýðveldið féll um sex sæti milli ára í úttekt Foreign Policy og er þar um að kenna stigvaxandi óstöðugleika í landinu undanfarna tólf mánuði. Á undanförnu ári hef- ur valdarán verið framið og ólgan milli kristinna íbúa og múslimskra uppreisnarmanna hefur verið mikil. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna sendi ekki alls fyrir löngu friðargæsluliða til landsins af ótta við þjóðarmorð. Það þarf vart að taka fram að þjóðin er ein sú fátækasta í heimi. 6 Tsjad Eins ömurlega og það hljómar þá getur hvert barn sem fæðist í Tsjad aðeins vænst þess að ná 49 ára aldri. Lífslíkur íbúa Tsjad eru þær lægstu í heimi. Tsjad er strjálbýlt en ógnarstórt ríki. Það er rúmlega tvisvar sinnum stærra að flatarmáli en Spánn en íbúar þar eru um 10 milljónir. Þó að innviðir landsins séu í rúst hafa yfir 500 þúsund flóttamenn flúið til landsins frá Súdan og Mið-Afríkulýðveldinu sem aðeins hefur aukið á vanda landsins. 2 Sómalía Algjört stjórnleysi hefur ríkt í Sómal- íu um langt skeið og má í raun segja að ekki hafi verið starfhæf ríkisstjórn við völd í landinu frá 1991 til 2013. Tíðni ungbarnadauða í Sómalíu er með því hæsta sem gerist í heiminum, en hún er um 10 pró- sent. Þá eru lífslíkur einnig með þeim lægstu í heimi en sómalskt barn getur vænst þess að verða 51 árs. Sómalía skoraði lægst allra þjóða í úttekt Foreign Policy hvað varðar fjölda flóttamanna í eigin ríki. 4 Austur-Kongó Austur-Kongó, sem einnig er stundum kallað lýðræðislega lýðveldið Kongó, hefur verið plagað af átökum og borgarastyrjöldum um margra ára skeið. Þúsundir flóttamanna frá Búrúndí og Rúanda flýðu til Austur-Kongó árið 1994. Tugþúsundir íbúa týna lífi á ári hverju í hvers kyns átökum í landinu og þá er fátækt útbreidd. Meðaltekjur íbúa í Austur-Kongó á ári eru 400 dollarar, eða 45 þúsund krónur. 71 prósent íbúa lifir undir fátæktarmörkum. 7 Afganistan Þó að bandaríski herinn hafi haft aðsetur í Afganistan í um áratug stendur landinu enn mikil ógn af talíbönum. Markmiðið var að byggja upp innviði landsins eftir að ógnarstjórn talíbana var hrakin frá völdum, en það hefur ekki gengið eftir eins og vonir stóðu til. Í úttekt Foreign Policy fær Afganistan algjöra falleinkunn hvað varðar öryggismál innan ríkisins og þá er almannaþjónusta í molum. 8 Jemen Jemen er eitt fátækasta ríki Mið-Austur- landa, en þannig er talið að um 45 prósent íbúa lifi undir fátækt- armörkum. Jemen er höfuðvígi hryðjuverkasamtakanna Al-kaída á Arabíuskaga og starfa samtökin allt að því óáreitt í óbyggðum landsins. Á dögunum var greint frá því að tíu þúsund fjölskyldur hefðu flúið frá borginni Amran vegna bardaga stjórnarhersins og herskárra sjíta. Líkt og á Haítí er mansal einnig algengt vandamál í Jemen. 5 Súdan Frá árinu 2007 hafa friðargæsluliðar frá Afríkusam- bandinu og Sameinuðu þjóðunum átt í stökustu vandræðum með að stilla til friðar í hinu stríðshrjáða Darfur-héraði. Árið 2013 voru sextán friðargæsluliðar myrtir í landinu. Talið er að um þrjár milljónir einstaklinga séu flóttamenn í Súdan, í eigin landi. Þá hefur alræðis- stjórn landsins gert lítið til að stemma stigu við mansali í landinu samkvæmt umfjöllun Business Insider. 9 Haítí Haítí er fátækasta ríkið á vesturhveli jarðar og lifa 80 prósent íbúa undir fátæktarmörkum. Grunnstoðir samfélagsins hrundu í kjölfar jarðskjálftans árið 2010, en talið er að fjöldi látinna hafi verið um 250 þúsund. Árið 2012 riðu tveir fellibylir yfir sem skildu eftir sig slóð eyðileggingar. Landið er viðkomustaður fíkni- efnasmyglara sem reyna að smygla fíkniefnum frá Suður- Ameríku til Bandaríkjanna. Þá er þess getið í umfjöllun Business Insider að mansal sé einnig útbreitt vandamál á Haítí. 10 Pakistan Margar áskoranir bíða pakistanskra stjórnvalda. Óstöðugleiki hefur einkennt ríkið á undanförnum árum og um þrjár milljónir afganskra flóttamanna eru í landinu. Þá er talið að um milljón Pakistanar séu flóttamenn í eigin landi (e. internally dis- placed person). Íslömsk öfga- samtök hafa látið til sín taka í landinu og þá hafa Pakistanar átt í erfiðum landamæra- deilum við Indverja um langt skeið. ríki heimsins

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.