Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.2014, Blaðsíða 21
Umræða 21Vikublað 15.–17. júlí 2014
Þetta er sigur fyrir mig Byrjaði daginn í
gær á mjöltunum
Nú leita ég ráða
hjá ykkur
Gunnar Þorsteinsson var ánægður með niðurstöðu Héraðsdóms – DV Jóhanna María Sigmundsdóttir alþingiskona sinnir bústörfum á sumrin – Facebook Sigurður Hlöðversson vill kaupa sér heitan pott – Facebook
Mest lesið
á DV.is
1 Sviptur sjálfræði í pen-ingamálum Okkur líður bara
vel svona, við höfum aldrei verið mikið
fyrir efnislega hluti,“ segir Bjartmar og
heldur áfram. „Eitt það fyrsta sem María
gerði þegar hún kynntist mér var að
svipta mig sjálfræði í peningamálum.“
27.617 hafa lesið
2 Níu ára stúlka lést eftir að hafa sýkst af heilaét-
andi slímdýri Heilbrigðisyfirvöld
í Kansas-borg í Bandaríkjunum hafa
staðfest að banamein níu ára stúlku
sem lést á miðvikudag var heilaétandi
slímdýr, sem komst frá nösum hennar
og upp í heila.
24.418 hafa lesið
3 Úldnum rækjum og hákarli dreift á Players
í Reykjanesbæ Úldnum rækjum
og hákarli var dreift undir sófasett víðs
vegar um skemmtistaðinn Players í
Reykjanesbæ aðfaranótt laugardags,
sama kvöld og fólk flúði út af staðnum á
móti, Center, vegna piparúða.
17.494 hafa lesið
4 Gekk fram á meðvit-undarlítinn og illa búinn
göngumann Björgunarsveitir frá
Hnífsdal, Bolungarvík og Ísafirði voru
kallaðar út eftir að tilkynning barst um
slasaðan göngumann á gönguleiðinni
milli Hesteyrar og Hlöðuvíkur. Ferða-
langur gekk fram á manninn, sem var
meðvitundarlítill og illa búinn, og fór á
Hesteyri eftir aðstoð.
13.080 hafa lesið
5 Starfsfólk og gestir flúðu vegna piparúða
Einhver óprúttinn aðili spreyjaði
piparúða inni á skemmtistaðnum Center
í Reykjanesbæ aðfaranótt laugardags.
Starfsfólk staðarins og gestir hans
fundu fyrir sviða í augum og tæmdist
hann fljótt í kjölfarið.
11.587 hafa lesið
Myndin Myndataka Ferðamannastraumurinn til Íslands hefur verið mikill að undanförnu. Hér sést hópur erlendra ungmenna láta mynda sig fyrir framan óvættirnar Grýlu og Leppalúða. Mynd Hörður SveinSSon
H
inn 24. júní síðastliðinn var
haldinn í Þjóðmenningar-
húsinu blaðamannafund-
ur þar sem kynnt var fyrsta
áfangaskýrsla stjórnarskrárnefndar
sem skipuð var af forsætisráðherra
6. október á síðasta ári. Ég á sæti
í þessari stjórnarskrárnefnd sem
fulltrúi Bjartrar framtíðar og sat síð-
ustu fjóra fundi nefndarinnar þar
sem ég kom ekki inn í hana fyrr en
í apríl í vor. Nefndin er að mínu viti
vel mönnuð, þar sitja meðal annars
manneskjur sem hafa áður setið í
sambærilegum nefndum á undan-
förnum árum.
Mér fannst sú vinna sem ráð-
ist var í á síðasta kjörtímabili við
gerð nýrrar stjórnarskrár fyrir okk-
ur Íslendinga vera eitt glæsilegasta
framtak sem nokkur ríkisstjórn hef-
ur hrundið af stað. Þar var komið
á móts við vilja almennings sem á
fjölmörgum fundum á Austurvelli
og víðar krafðist þess að samin yrði
ný stjórnarskrá. Ekki einungis kom
hún á móts við þær óskir heldur
uppfyllti hún óskir og loforð sem
gefin hafa verið þjóðinni allt frá
því að stjórnarskráin var fyrst sam-
þykkt árið 1944. Það hefur ætíð ver-
ið ljóst að sú stjórnarskrá sem þá
var samþykkt átti að vera til bráða-
birgða og hefjast átti handa við að
smíða nýja við fyrsta tækifæri.
Það má vissulega deila um það
hvort sá tími sem stjórnlagaráðið
fékk til þess að smíða nýja stjórn-
arskrá hafi ekki verið of knappur
og hafa margir bent á að svo hafi
verið. Dr. Páll Skúlason hefur bent
á að við gerð nýrrar stjórnarskrár
þurfi að gefa góðan tíma til þess að
ígrunda vel hvernig við viljum hafa
hana. Gefa okkur tíma til þess að
hugsa vel um hver séu okkar gildi,
hugsjónir og undirstöðumál, flana
ekki að neinu, miklu máli skipti að
við leggjum það á okkur að upp-
götva og móta þá siði og lög sem
henta okkur sem þjóð. Að þörfin
fyrir nýja stjórnarskrá sé sprottin af
þeirri þrá okkar að lifa í samfélagi
þjóðanna sem þroskuð, siðuð og
sjálfráða þjóð.
Ég er ekki sérfræðingur í gerð
stjórnarskrár, ekki frekar en nokk-
ur annar ef út í það er farið, en ég
ber þá einlægu ósk í brjósti mér að
við sem þjóð getum smíðað nýja
stjórnarskrá í sem víðtækastri sátt.
Stjórnarskráin er sáttmáli þjóðar-
innar við sjálfa sig, grundvallarregl-
ur samfélagsins sem verða að vera
með þeim hætti að allar skynsam-
ar manneskjur geti greitt þeim at-
kvæði sitt fái þær tækifæri til þess.
Það er lykilatriði í mínum huga og
okkar í Bjartri framtíð að svo megi
verða.
Það getur ekki verið til góðs fyrir
nokkra þjóð að samþykkja stjórnar-
skrá ef einhverjir stjórnmálaflokkar
sem kosnir eru af almenningi setja
sig upp á móti henni. Það var það
sem gerðist undir lok síðasta kjör-
tímabils þegar Framsóknarflokk-
urinn og Sjálfstæðisflokkurinn
börðust af hörku gegn því að hin
nýja stjórnarskrá sem stjórnlaga-
ráðið hafði smíðað og þjóðin sam-
þykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu að
stuðst yrði við yrði samþykkt. Þessir
tveir flokkar hlutu síðan meirihluta
atkvæða í alþingiskosningunum
vorið 2013 eins allir vita. Það segir
sig því sjálft hver hefðu orðið örlög
frumvarpsins á þessu þingi hefði
því verið þröngvað í gegn á síðustu
dögum fyrra þings.
Staðan er því sú að enn ein
nefndin hefur verið skipuð til þess
að reyna að leiða þessi mál til lykta.
Hvort það takist getur enginn svar-
að nema tíminn og við verðum
að vona að núverandi stjórnvöld
meini eitthvað með því þegar þau
segja að ný stjórnarskrá verði sam-
þykkt á yfirstandandi kjörtímabili.
Ég sjálfur trúi því ekki að óreyndu
að stjórnmálamenn sem berjast
af krafti fyrir sjálfstæði og fullveldi
þjóðarinnar sætti sig við að þjóðin
lifi við stjórnarskrá sem samin var í
Danmörku á öndverðri 19. öld. Það
er löngu kominn tími til að við sem
þjóð klárum þetta mál svo sómi sé
að og ég tel að það frumvarp sem
stjórnlagaráð lagði fram 29. júlí
2011 sé sá grunnur sem byggja eigi
á við þá vinnu. n
Um stjórnarskrána
Páll valur Björnsson
þingmaður Bjartrar framtíðar
Aðsent
„Nefndin
er að mínu
viti vel mönnuð